Monitor - 10.05.2012, Blaðsíða 18
18 MONITOR FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012
stíllinn
Þórhildur Þorkelsdóttir
thorhildur@monitor.is
Stíllinn tók saman helstu samstörfin í gegnum tíðina
gestahönnuðirnir
Anna Dello Russo, ritstjóri japanska
Vogue, verður næsti gestahönnuður
H&M, en um skartgripalínu er að
ræða. Þó að Anna hafi ekki verið
þekkt fyrir hönnun fyrr er hún ein
helsta tískufyrirmynd heimsins í
dag og veit svo sannarlega hvað hún
syngur í þeim efnum. Síðan 2004 hefur
verslunarkeðjan H&M unnið náið með
nokkrum af þekktustu hönnuðum
heims. Samvinna þessi hefur átt
mikilli velgengni að fagna. Venjan er að
fólk bíði klukkutímum og jafnvel dög-
um saman fyrir utan verslanirnar og
línurnar seljast undantekningarlaust
upp. Það er ekki skrítið, enda er þetta
góð leið fyrir meðalmanneskju til að eignast flíkur eða fylgihluti
frá sínum uppáhaldshönnuði án þess að greiða handlegg fyrir.
Nóvember 2004:
Karl Lagerfeld
Nóvember 2005:
Stella McCartney
Nóvember 2006:
Viktor & Rolf
Mars 2007:
Madonna
Nóvember 2007:
Roberto Cavalli
Haust 2008:
Comme des Garçons
Apríl 2008:
Matthew Williamson
Nóvember 2009:
Jimmy Choo
Desember 2009:
Sonia Rykiel
Nóvember 2010:
Lanvin
Febrúar 2011:
Elin Kling
Nóvember 2011:
Versace
Mars 2012:
Marni
Haust 2012:
Anna Dello Russo
KALLI ER ALLTAF HRESS. HANN LÉT ÚT ÚR
SÉR AÐ HANN HAFI ALLTAF VERIÐ HRIFINN
AF H&M EN MÖRGUM FANNST HANN EKKI
LEGGJA NÓGU MIKINN METNAÐ Í LÍNUNA.
STJÖRNURNAR
GANGA LÍKA Í H&M.
NATALIE PORTMAN
SÉST HÉR Í LANVIN
FYRIR H&M-KJÓL Á
RAUÐA DREGLINUM.
ÞAÐ ÆTLAÐI ALLT UM KOLL AÐ
KEYRA ÞEGAR JIMMY CHOO GAF
ÚT SKÓ- OG FYLGIHLUTALÍNU
FYRIR VERSLUNARKEÐJUNA.
COMME DES GARÇONS-LÍNAN VAR
KOMIN Á EBAY 20 MÍNÚTUM EFTIR AÐ
HÚN KOM Í BÚÐIR. GERI AÐRIR BETUR!
LÍNU DONATELLU VERSACE FYRIR H&M
VAR BEÐIÐ MEÐ EFTIRVÆNTINGU OG
SELDIST UPP Á AÐEINS EINUM DEGI.
LÍNAN SEM HÖNNUNARDÚÓIÐ VIKTOR &
ROLF SENDU FRÁ SÉR ER Í MIKLU UPPÁHALDI
HJÁ MÖRGUM TÍSKUSPEKÚLÖNTUM.
ANNA DELLO RUSSO MEÐ
SKARTGRIPI ÚR LÍNUNNI SEM
ER VÆNTANLEG Í HAUST.
Hvað ert þú að bralla þessa dagana? Ég er að vinna sem
hönnuður hjá 66° norður og hef verið að gera það síðustu fjóra
mánuði. Við erum nýbúin að vera með stóra tískusýningu
í Bláa lóninu í samstarfi við Hönnunarmars sem var mjög
skemmtileg. Núna erum við að vinna að vetrarlínu 2013. Svo
er ég að njóta þess að mega segja frá því að ég hafi unnið
keppnina og sé starfandi hjá 66° norður, það hefur verið mikið
leyndarmál síðustu 6 mánuði vegna þess að þættirnir fóru ekki
strax í sýningu.
Er þetta draumavinnan þín? Já. Þetta er alveg klárlega með
bestu stöðum á Íslandi fyrir fatahönnuð til að vera starfandi
á. Þar er líka ótrúlega ljúft og skemmtilegt fólk, og góður
starfsandi.
Hvert sækir þú innblástur þegar þú hannar fyrir 66° norður?
Ég hef alltaf fylgst mikið með fólkinu í kringum mig. Þessi
vinna snýst mikið um smáatriði, svo ég skoða þau mjög mikið,
hvernig sem flíkin er. Svo er alltaf hægt að sækja innblástur í
íslenska náttúru, sérstaklega þegar um litasamsetningar er að
ræða. Mér finnst líka allt tengt sjónum og höfninni fallegt. Það
er rosalega gaman að labba niður á höfn og skoða litina. Allt
frá hafinu sjálfu til gamalla ryðgaðra skipa er áhugavert.
Er einhver sérstakur þáttur af Hannað fyrir Ísland í uppá-
haldi? Já, lokaþátturinn auðvitað. Síðasta verkefnið okkar
var götutíska, og þar var ég algjörlega í essinu mínu. Það var
líka auðveldast að leysa það vegna þess að við vorum komin
með tæknilegu hliðina og gátum bara einbeitt okkur að því að
hanna. Svo var líka gaman þegar við fórum upp á Sólheima-
jökul, það var ansi hressandi.
Í einum þættinum fóruð þið með bát út á sjó. Hver var til-
gangurinn með því? Við áttum að sjá hvernig alvöru aðstæður
eru hjá sjómönnum og hvernig sjógallar henta við þær. En
veðrið var hræðilegt og við vorum öll rennandi blaut og okkur
ískalt. Við köstuðum öll upp nema Þórhallur, en hann hafði
verið á sjó einu sinni.
Ætlaðir þú þér alltaf að vinna þessa keppni? Já, maður fer
ekkert í keppni nema ætla sér að vinna hana.
Nú eruð þið Laufey sem endaði í þriðja sæti mjög góðar
vinkonur. Reyndi samkeppnin ekkert á vinskapinn? Nei, alls
ekki. Við vorum saman í bekk í Listaháskólanum þar sem er
alltaf mikil samkeppni. Við erum líka svo ólíkir hönnuðir og
erum að gera allt öðruvísi hluti. Svo erum við bara svo góðar
vinkonur að þetta var aldrei neitt mál. Okkur fannst eiginlega
bara skemmtilegra að taka þátt í þessu saman og gaman að
við komumst báðar svona langt. Við studdum hvor aðra mjög
mikið.
Ert þú með einhver plön fyrir framtíðina? Já, hugurinn
leitar alltaf eitthvað út. Kannski í meira nám eða finna mér
einhverja góða vinnu þegar mér finnst ég vera nógu reynd til
að geta sótt um. Ég er að fá ómetanlega reynslu hjá 66 og hef
lært ótrúlega margt á þessum stutta tíma sem ég er búin að
vera þar.
Hvað ætlar þú að gera í sumar? Vinna eins og brjálæðingur.
Síðan langar mig að fara til New York og Los Angeles í smá frí.
Ég ætla líka að vera dugleg að skella mér til mömmu og pabba
í sveitasæluna á Hvolsvelli og jafnvel skella mér í nokkrar
fjallgöngur.
Birta Ísólfsdóttir bar sigur úr
býtum í keppninni Hannað
fyrir Ísland á dögunum. Hún út-
skrifaðist sem fatahönnuður frá
Listaháskóla Íslands árið 2010
og starfar nú hjá 66° norður.
Ætlaði sér
alltaf að
vinna
BIRTA, BÍDD’EFTIR MÉR
M
yn
d/
Ó
m
ar
BIRTA
Fyrstu sex:
120788.
Heimabær:
Hvolsvöllur.
Uppáhalds-
fatahönnuður:
Martin Margiela.