Morgunblaðið - 16.06.2012, Side 41
einnig starfað í hinum ýmsu
nefndum og ráðum á vegum
klúbbsins. Hann hefur ætíð verið
til taks til að veita þeim málum
lið sem unnið hefur verið að
hverju sinni. Guðmann var ætíð
hrókur alls fagnaðar á gleði-
stundum. Hafði góða söngrödd
og gaf gjarnan tónhæðina þegar
þess þurfti með á fundum. Á
skemmtiferðum með klúbbfélög-
um var hann nauðsynlegur gleði-
gjafi, ætíð í góðu skapi og hélt
uppi söng þar sem það átti við.
Félagar í Lionsklúbbi Sauðár-
króks þakka Guðmanni sam-
starfið í 38 ár og votta fjölskyldu
hans, eiginkonunni, Marsibil
Þórðardóttur, og dætrunum
tveim, þeim Guðbjörgu og Krist-
ínu og fjölskyldum þeirra, inni-
lega samúð. Megi góður Guð
blessa þeim minninguna um góð-
an eiginmann, föður og afa.
Sá er þetta ritar þakkar órofa
vináttu og velvild alla tíð.
Magnús H. Sigurjónsson.
Vaskur maður hefur að velli
hnigið fyrir vágestinum, sem
engu eyrir, krabbameininu. Guð-
mann Tobíasson frá Geldinga-
holti lést að kvöldi 4. júní síðast-
liðins eftir tiltölulega stutta legu
á Heilbrigðisstofnuninni á Sauð-
árkróki.
Guðmann ólst upp með for-
eldrum sínum, þeim Kristínu
Gunnlaugsdóttur og Tobíasi Sig-
urjónssyni á menningarheimilinu
Geldingaholti í Seyluhreppi hér í
Skagafirði. Tobías, faðir Guð-
manns, var einn af áhrifamestu
og merkustu félagsmálamönnum
Skagfirðinga á sinni tíð og ólst
Guðmann því upp við að þátttaka
í félagsmálum samtímans væri
bæði eðlileg og sjálfsögð. Hann
átti líka eftir að koma víða við á
sinni ævi sem þátttakandi í fé-
lagslífi héraðsins með ýmsum
hætti. Guðmann var söngmaður
góður, hafði kraftmikla og bjarta
tenórrödd og söng lengi með
Karlakórnum Heimi í fyrsta ten-
ór.
Guðmann sinnti ýmsum störf-
um framan af ævi, vann mörg
sumur að ræktunarstörfum,
bæði á eigin tækjum og annarra,
en lengst verður hans minnst
fyrir störf sín að verslun og þjón-
ustu. Hann hóf störf hjá Kaup-
félagi Skagfirðinga snemma á
sjöunda áratugnum og þegar fé-
lagið opnaði þjónustumiðstöð
sína að Varmahlíð árið 1968 var
hann ráðinn til að veita henni for-
stöðu og hann stóð vaktina þar í
rúman aldarfjórðung. Sinnti
hann því starfi af trúmennsku og
röskleika og var einstaklega
reglusamur og vandaður í öllum
sínum störfum. Það kom eðlilega
í hans hlut að móta umfang og
umgjörð þeirrar þjónustu, sem
veitt var og er á þessum vinsæla
viðkomustað við hringveginn.
Tókst þar mjög vel til, ekki síst
fyrir alúð og rækt forstöðu-
mannsins. Með honum í öllu
þessu starfaði kona hans, Marsi-
bil Þórðardóttir frá Akranesi, og
þau hafa alla tíð til hinstu stund-
ar samvista verið einstaklega
samhent við allt, sem þau hafa
tekið sér fyrir hendur. Rekstur-
inn í Varmahlíð varð síður en svo
áfallalaus, því aðfaranótt laugar-
dagsins 13. september 1980 varð
eldur laus í versluninni og brann
nánast allt sem brunnið gat, m.a.
mestallt innbú þeirra hjónanna,
en þau bjuggu í íbúð tengdri
versluninni. Ekki misstu menn
þó kjarkinn þótt á móti blési og
var þegar tekið til hendi við
byggja upp aftur, nánast um leið
og slökkviliðið lauk störfum.
Tókst að opna aftur eftir endur-
byggingu og endurbætur fyrir jól
sama ár og má það nánast teljast
kraftaverk. Guðmann tók virkan
þátt í endurbyggingunni og hafði
mikinn metnað til þess að sem
best tækist til í því efni. Þar
lögðu auðvitað margir hönd á
plóg en víst er að hlutur hans og
þeirra hjónanna var ekki sístur.
Guðmann og Marsibil eignuð-
ust tvær dætur, sem eru báðar
giftar og eiga börn. Að leiðarlok-
um vill sá sem þetta ritar þakka
þeim samfylgd og vináttu í gegn-
um lífið við leik og störf um leið
og fjölskyldunni er vottuð inni-
leg samúð vegna fráfalls Guð-
manns. Megi minning hans lifa.
Guðbrandur Þ.
Guðbrandsson.
Með þessum orðum langar
mig að kveðja Guðmann föður-
bróður minn. Það er alltaf erfitt
að kveðja þá sem manni þykir
vænt um en allar þær fjölmörgu
góðu minningar sem ég á um þig
kæri frændi koma vissulega að
góðum notum til að vinna á sorg-
inni. Hugurinn reikar ósjálfrátt
til baka og minningarnar
streyma fram. Fyrir 12 árum var
ég í erfidrykkju og þar kom
Gummi til mín, klappaði á öxlina
á mér og sagði að það hefði verið
falleg og vel skrifuð grein sem
hann hefði lesið í Morgunblaðinu
um morguninn og að hann vildi
fá að panta eitt stykki, ég brosti
bara og sagði að ég væri nú
reyndar ekki með pantanakerfi
því að enginn veit hvað framtíðin
ber í skauti sér.
Ég var ekki gömul þegar ég
sótti um vinnu hjá Gumma í KS
Varmahlíð og fannst mér alltof
langt að bíða alveg þar til grunn-
skóla lyki til að ég mætti byrja
að vinna þar. Í eitt skipti sagði
hann við mig að kannski yrði
hann bara hættur að vinna þegar
ég næði aldri en ég hélt nú ekki,
hann gæti bara ráðið mig og
hætt svo. Má segja að hann hafi
gert það því fyrsta sumarið mitt í
KS Varmahlíð var síðasta sum-
arið hans þar. Þetta var
skemmtilegt sumar, við vorum
alls ekkert alltaf sammála, við
vorum t.d. alveg ósammála
hvernig ætti að leiðrétta í nýja
kassakerfinu en sammála þegar
ég kvartaði, trúlega svona 13 ára
gömul, undan starfsstúlku sem
rukkaði alltaf aukalega 50 kr.
(sem var mikið þá) fyrir að fá
ábót á íssósuna þegar við vinkon-
urnar keyptum ís í vél. Ég vann
þarna reyndar nokkur sumur í
viðbót en þetta varð ekki ævi-
starfið mitt, ég ætlaði sko alltaf
að vinna í KS Varmahlíð hjá
Gumma frænda þegar ég yrði
stór.
Alltaf var gaman bæði að fá
Gumma og Marsý í heimsókn og
einnig að heimsækja þau, sér-
staklega í sumarbústaðinn þar
sem oft var glatt á hjalla, Holt-
stock hátíðarnar þar um versló
voru skemmtilegar þó svo að oft
gætu þær verið skrautlegar en
hvaða útihátíð er það ekki? Þar
stjórnaði Gummi söngnum og
allir áttu að syngja með og oftast
var mikið sungið, spjallað og
borðað langt fram eftir nóttu.
Elsku Gummi, eftir að þú
veiktist dáðist ég að þér hversu
sterkur þú varst og hversu
hetjulega þú barðist því þú ætl-
aðir þér að sigra, sem þú gerðir
sannarlega þrátt fyrir að óvin-
urinn hefði eins og svo oft betur
að lokum. Í febrúar síðastliðnum
þegar ég hitti þig og Marsý á
sjúkrahótelinu í Rvk. þá hugsaði
ég hvað það væri yndislegt
hversu fallega þið stæðuð alltaf
eins og klettar við bakið hvort á
öðru í blíðu og stríðu. Það er svo
ómetanlegt að eiga góða að og
það eigið þið sannarlega sem
sést best á því hversu stolt þið
voruð alltaf af dætrum ykkar,
tengdasonum og barna- og
barnabarnabörnum. Ég er þakk-
lát fyrir að hafa náð góðu spjalli
við þig rétt undir það síðasta, sú
minning geymist. Að lokum
þakka ég þér fyrir allar stund-
irnar sem við áttum saman og
alla þá tryggð og vináttu sem þú
gafst mér. Elsku Marsý, Kiddý
og fjölskylda, Gugga og fjöl-
skylda og aðrir aðstandendur,
ykkur sendum við Kristín Björg
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Megi guð vera með ykkur og
gefa ykkur styrk.
Sigurlaug Dóra
Ingimundardóttir (Lulla).
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2012
✝ Guðný BergrósJónasdóttir
fæddist í Efri-
Kvíhólma í Vestur-
Eyjafjallahreppi 21.
nóvember 1912.
Hún lést að Hjalla-
túni í Vík 8. júní
2012.
Foreldrar henn-
ar voru Jónas
Sveinsson bóndi frá
Rauðafelli í Austur-
Eyjafjallahreppi, f. 4. nóvember
1875, d. 29. nóvember 1946 og
kona hans Guðfinna Árnadóttir
frá Mið-Mörk í Vestur-Eyja-
fjallahreppi, f. 12. september
1874, d. 23. nóvember 1972. Syst-
kini Guðnýjar Bergrósar eru
Sveinn Jónasson, f. 9. júlí 1902, d.
26. desember 1981, Marta Sigríð-
ur Jónasdóttir, f. 14. nóvember
1903, d. 7. júlí 2000, Engilbert Ár-
mann Jónasson, f. 28. febrúar
1906, d. 24. apríl 1987, Elín Jón-
asdóttir, f. 16. maí 1908, Ásdís
Jónasdóttir, f. 30. október 1909, d.
10. maí 2003, Guðrún Jónasdóttir,
f. 30. október 1909, d. 25. október
1975, Sigurþór Jónasson, f. 1. júlí
dóttir, eiga eina dóttur. Sjöfn
Hermannsdóttir, f. 29. ágúst
1944, hjúkrunarfræðingur í Nor-
egi. Maður hennar var Egill And-
ensen hagfræðingur, þau skildu.
Þau eiga einn son og eina dóttur.
Jónas Smári Hermannsson, f. 16.
desember 1946, bóndi í Norður-
Hvammi og síðar í Efri Kví-
hólma. Kona 1, ógift slitu sam-
vistum, Málmfríður Sigurð-
ardóttir. Þau eiga einn son. Kona
2, skildu, Ragnheiður Thorlacius.
Þau eiga eina dóttur. Kona 3,
Anna Droplaug Erlingsdóttir.
Þau eiga eina dóttur og tvo syni.
Hreiðar Hermannsson, f. 2. júní
1948, húsasmíðameistari og
verktaki í Hafnarfirði. Kona 1,
skildu, Margrét Kolbeinsdóttir.
Þau eiga eina dóttur og einn son.
Kona 2, 22. desember 1992:
Ágústa Jóna Jónsdóttir. Þau eiga
einn son og tvær dætur. Svanhvít
Hermannsdóttir, f. 11. október
1955, afgreiðslustjóri Lands-
banka Íslands á Selfossi, síðar
bóndi og hótelstjóri á Lamba-
stöðum í Flóahreppi. Maður 1,
skildu, Sveinn Sigursveinsson.
Þau eiga eina dóttur. Maður 2, 5.
júní 1999: Almar Sigurðsson
prentmyndasmiður, bóndi og
leiðsögumaður. Þau eiga tvær
dætur.
Útför Guðnýjar fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 16. júní 2012,
og hefst athöfnin kl. 11.
1915, d. 27. apríl
2008, Guðfinna Jón-
asdóttir, f. 30. októ-
ber 1916, d. 18. febr-
úar 2002.
Uppeldissystir og
bróðurdóttir Guð-
finna Sveinsdóttir, f.
15. júní 1928.
Fyrri maður Guð-
nýjar Bergrósar 1.
janúar 1938, var Ey-
þór Erlendsson frá
Helgastöðum í Biskupstungum, f.
31. janúar 1914, d. 23. desember
1990, þau bjuggu í nokkur ár í
Hafnarfirði, þau skildu. Dóttir
þeirra: Gíslína Erla Eyþórsdóttir,
f. 6. mars 1938, félagsliði í Reykja-
vík. Maður hennar er Brynjólfur
Ámundason múrari. Þau eiga þrjá
syni. Seinni maður Guðnýjar
Bergrósar 21. maí 1943: Hermann
Jónsson bóndi í Norður-Hvammi,
síðar verkamaður á Selfossi, f. 10.
júní 1909, d. 19. júní 1994. Börn
þeirra: Gísli Sævar Hermannsson,
f. 10. júlí 1941, línuverkstjóri.
Kona hans er Hólmfríður Sigurð-
ardóttir. Þau eiga þrjár dætur.
Barnsmóðir Gísla: Sesselja Jóns-
Látin er í hárri elli móðir mín
Bergrós Jónasdóttir. Hún dó inn
í vorið, inn í nóttlausa voraldar
veröld. Vorið var hennar tími
þegar allt vaknaði til lífsins með
komu farfuglanna og gróðri
jarðar. Móðir mín fæddist á önd-
verðri tuttugustu öld inn í sam-
félag þar sem konur höfðu fá
tækifæri eða val á lífsbrautinni.
Ætla má ef hún hefði fæðst eins
og hálfri öld seinna að leið henn-
ar hefði legið til frekari mennta.
En alþýðustúlkum stóð það tæp-
ast til boða á fyrri hluta síðustu
aldar.
Þegar barnæsku sleppti lágu
leiðir flestra stúlkna í vinnu-
konuhlutverkið, eða þær giftu
sig. Mamma las eins og tími
gafst til og hún var minnug með
eindæmum. Bókmenntir, ljóð-
skáld og leikverk voru hennar
dálæti. Mamma hafði yndi af
tónlist og kunni mikið af söng-
lögum. Hún söng í kirkjukór
Reyniskirkju í Mýrdal um ára-
tuga skeið og hafði af því mikla
gleði. Hún setti saman vísur, en
eins og venja kvenna var á þess-
ari tíð flíkaði hún ekki afrekum
sínum á því sviðinu. Eins og áð-
ur sagði hafði mamma dálæti á
sönglögum. Eitt þeirra, Vor eftir
Friðrik Hansen verður sungið
við útförina og lýsir vel upplifun
og þrá eftir vorinu, … „vorsins
englar vængjum blaka, vaknar
lífsins heilög þrá. Sumarglaðir
svanir kvaka, suðurum heiða-
vötnin blá“.
Þau eru falleg vorkvöldin
undir Fjöllunum, en þar var
mamma fædd og uppalin og var
þeim tíðrætt um það systrunum
þegar þær hittust og rifjuðu upp
gamla tíð. Himnesk dýrð og
guðaró eins og segir í kvæðinu,
svanir á tjörn, sólareldur og
fjöllin blá.
Í kvæðinu Burnirót eftir Pál
J. Árdal biður burnirótin í
klettagjánni um að bera sig til
blómanna í birtu og yl, en aðeins
alfaðir einn gat það gjört.
Þá krýpur hljótt við hennar fót
frá himnum engill smár.
Hann losar hægt um hennar rót.
Þá hýrna fölvar brár.
„Ó berðu mig til blómanna í
birtu og yl“.
Eins og burnirótin bað um að
vera borin til blómanna í birtu
og yl má reikna með að mamma
hafi verið fegin heimkomunni
eftir tæprar eitthundrað ára
göngu hér á jörð.
Mamma hafði dvalið á Hjal-
latúni, dvalarheimili í Vík í Mýr-
dal frá árinu 1993. Öllu starfs-
fólki á Hjallatúni sem komið
hefur að því fyrr og síðar að
létta henni lífið er hér með þakk-
að.
Hvíl í friði.
Svanhvít Hermannsdóttir.
Látin er Guðný Bergrós Jón-
asdóttir hátt á tíræðisaldri eftir
langa dvöl á Vistheimilinu að
Hjallatúni, Vík í Mýrdal. Mér
hlotnaðist sú gæfa að hafa hana
sem tengdamóður í þessari jarð-
vist í 52 ár. Hlýtt var hennar
fyrsta handtak og hélst það ávallt
til síðustu stundar. Það má segja
að heilsufar hennar og síðar að-
koma ellinnar hafi verið henni að
mestu hliðholl um ævina. Þetta
var orðinn hár aldur og ellin því
nokkuð löng. Um það tímabil æv-
innar og þegar henni lýkur
kemst síra Jónmundur Halldórs-
son svo að orði í ljóði sínu: Á
nebótindi ellinnar.
Frá auðnar ellitindi
oss fagurt viðhorf skín,
og unaðsorð vér heyrum,
svo allur kvíði dvín.
Í elli-þögn oss ómar
svo ástrík föður-rödd,
svo hlý og sterk og heilög,
að hjörtun verða glödd:
Ég, þinn Guð, er með þér,
óttalaus því ver.
Úr hrelling, myrkri og harmi
mín hönd í ljós þig ber.
Með hægri hendi styrki
ég hjálpa þér og styð.
Í ást og umsjá minni
þú eignast hjartans frið.
Þetta ljóð fellur vel að lífsvið-
horfi þessarar mætu konu. Það
var gott að koma að Norður-
Hvammi og síðar í Smáratúnið til
Rósu og Hermanns og dveljast
þar. Frá fögrum vorkvöldum í
Mýrdalnum eru minnisstæðar
gönguferðir á fagra staði eins og
Hvammsgil, þegar farið var upp
að Krákustandi og í Reiphelli þá
var hún ekki síðust upp, þótt elst
væri, eins má nefna Dyrhólaey,
Hjörleifshöfða og Kerlingardal.
Þau voru samhent og samtaka í
búskapnum Rósa og Hermann í
Norður-Hvammi, það var mikil
vinna sem unnin var með
ánægju, enda barnahópurinn
þeirra nokkuð stór. Það á því við
um hana eins og margar aðrar
mæður það sem kemur fram í
ljóði Davíðs Stefánssonar:
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð barna þinna,
þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða
anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa,
og eykur þeirra afl og trú,
en það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum eins og þú.
Hún Bergrós unni Mýrdalnum
og með klökkva yfirgaf hún hann,
en hún átti eftir að koma aftur er
þau hjón gerðust vistmenn í
Hjallatúni. Þar átti hún eftir að
dveljast mörg ár og þar líkaði
henni vel. Þegar hún fluttist
þangað setti hún á blað: Vel ég
uni í Hjallatúni, þar valinn er
maður í hverju rúmi, hef ekki
undan neinu að kvarta, en sé fyr-
ir mér framtíð bjarta.
Hafi allir þeir sem önnuðust
þau í Hjallatúni hugheilar þakkir
fyrir. Hægt væri að rita miklu
meira um þessi elskulegu hjón,
en hér skal staðar numið. Fyrir
nokkrum vikum fórum við hjónin
að heimsækja Bergrós í Hjalla-
tún. Hún var þá nokkuð hress að
sjá, hafði farið með aðstoð fram í
matsal til að borða. Hún kvaddi
með brosi þegar við fórum. Það
ætti því að fara nokkuð vel á því
þegar henni er þakkað fyrir allt
á lífsleiðinni að þessi verði síð-
ustu kveðjuorðin:
Ó, þú brostir svo blítt
og ég brosti með þér.
Eitthvað himneskt og hlýtt
kom við hjartað í mér.
(Stefán frá Hvítadal)
Þinn tengdasonur,
Brynjólfur Ámundason.
Látin er í hárri elli amma mín,
Guðný Bergrós Jónasdóttir. Lít-
ið veit ég um ævi ömmu minnar
Rósu eins og hún var kölluð dag-
lega áður en ég gerðist snún-
ingastrákur að Norður-Hvammi
í Mýrdal. Þar bjuggu Rósa
amma og Hermann afi og var ég
hjá þeim í sveit á sumrin árin
1962-70. Það er margt að minn-
ast frá þeim tíma, hann var góð-
ur fyrir mig. Í sveitinni var ég í
skjóli frá öllu áreiti og það voru
amma og afi sem mótuðu mig,
orð eins og nægjusemi og ekki
gefast upp þótt á móti blási
koma upp í huga minn þegar ég
skrifa þessa grein. Reyndar var
ekkert annað í boði en að bjarga
sér á þessum tíma. En ef ég rifja
upp veru mína hjá ömmu á sumr-
in þá kemur fyrst upp í huga
minn ilmurinn af hafragrautnum
sem amma bjó til á hverjum
morgni eftir mjaltir, skipti þá
engu hvaða dagur var.
Amma var falleg kona, snyrti-
leg og vinur allra. Hún var nátt-
úrubarn, auk þess að vera frá-
bær húsmóðir tók hún þátt í öllu
sem gerðist í búskapnum, hún og
hrífan áttu mörg handtökin við
heyskapinn í Hvammi. Amma
stóð fyrir því að farið var í berja-
mó á hverju sumri og frá þeim
ferðum á ég góðar minningar.
Hún var söngelsk og raulaði oft
sálma enda söng hún í kirkjukór
í mörg ár. Dagbók hélt amma í
áratugi og ekki var bókin stór,
en þar var hægt að lesa hvaða
tún var slegið og hvenær árin áð-
ur ásamt ógleymdu veðrinu sem
allt snérist um til að búskapur-
inn héldi velli. Elsku amma mín,
þú hefðir náð 100 ára aldri í
haust og það hefði verið gaman
að samgleðjast þér.
En ég er feginn að þú hefur
fengið hvíldina og held að þú haf-
ir beðið eftir henni. Ég kveð þig í
dag amma mín, megi sólin verma
þig vegna þess að í mínum huga
bíður þín annar heimur að hand-
an. Starfsfólki Hjalltúns á meðan
amma dvaldi þar færi ég mínar
bestu þakkir fyrir góða umönn-
un. Það var gott að koma í heim-
sókn til ömmu í Hjallatún, allt
svo snyrtilegt og allir velkomnir.
Eyþór Brynjólfsson.
Guðný Bergrós
Jónasdóttir
Sendum
frítt
hvert á land sem
er
Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
DÓRA KETILSDÓTTIR
frá Ísafirði,
lést á Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð að
Vífilsstöðum föstudaginn 8. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum starfsfólki Holtsbúðar einstaka alúð
og hlýhug.
Þórir Lárusson, Magnea Ragnarsdóttir,
Birna Lárusdóttir, Hallgrímur Kjartansson,
barnabörn og barnabarnabörn.