Monitor - 14.06.2012, Qupperneq 10
10 MONITOR FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012
Þú talar mikið um frelsið í snjóbrettamennskunni. Ert
þú þá ekki með neinn þjálfara?
Nei, mér hefur alltaf fundist mikilvægt að stjórna
mér sjálfur í sambandi við snjóbrettið svo ég hef aldrei
viljað vera með þjálfara. Jafnvel þótt maður sé kominn
með einhverja stóra samninga við styrktaraðila og
svoleiðis þá hef ég alltaf viljað halda þessu bara í sama
fari og þegar ég byrjaði. Þannig komst ég þangað þar
sem ég er í dag og af hverju ætti ég að breyta því núna?
Ég vil ekki að þetta verði of alvarlegt. Það er orðið
mjög algengt að þeir sem eru að keppa á mótum séu
með þjálfara og þá fara þeir keppendur alltaf milli
stökka til að ræða við þjálfara sína á mjög alvarlegum
nótum. Til að gera grín að þeirri stemningu tók ég einu
sinni sænskan vin minn með mér á mót þar sem hann
var klæddur eins og einhver Matrix-týpa í jakka sem á
stóð „Coach Thunder“ (hlær). Hann var sem sagt þarna
að hanga í kringum mig með vindil og viskípela, bara
að fífl ast. Þetta var bara til að létta andrúmsloftið því
mig langar alls ekki að þetta verði of alvarlegt dæmi.
Í upphafi árs varst þú í öðru sæti í kjöri á brettamanni
ársins hjá ESPN. Þar sem kjörið fór fram á netinu
tóku Íslendingar sig saman og hrúguðu atkvæðum á
sinn mann. Fannst þú fyrir stuðningnum að heiman?
Já, ekkert smá-mikið. Mér fannst það ótrúlega gaman
að sjá hversu margir Íslendingar voru til í að hjálpa
mér. Mér fannst reyndar allt við að ég skyldi vera svona
ofarlega fáránlega óraunverulegt. Maður kemur frá
Íslandi þar sem það búa 300.000 manns á meðan hinir
sem voru ofarlega voru allir frá Bandaríkjunum, þannig
að það ætti að vera aðeins auðveldara fyrir þá að fá
stuðning í svona kosningu. Ég bjóst ekki við því að það
væri nokkur séns fyrir mig að komast eitthvað áfram í
þessari kosningu svo þetta var algjör snilld.
Nú eru kannski ekki allir lesendur kunnugir því
hvernig snjóbrettaatvinnumennskan gengur fyrir sig.
Gætir þú lýst fyrir mér í grófum dráttum í hvernig
keppnum þú keppir, hversu mikið þú æfi r, fyrir hvað
þú færð borgað og svo framvegis?
Þetta virkar í raun bara þannig að á veturna þarf ég
að ferðast um til að elta snjóinn og taka upp mynd-
bönd og líka ljósmyndir fyrir snjóbrettablöð. Á einum
vetri er markmiðið að ná að taka upp nógu mikið af
góðu efni til að fylla upp í einn part í mynd, sem er
kannski þrjár til fjórar mínútur. Það getur auðvitað
tekið mjög langan tíma því hvert atriði er bara nokkrar
sekúndur og svo getur það tekið virkilega langan tíma
og margar tilraunir að ná hverju trikki. Inn á milli er
ég síðan að keppa á mótum en það eru reyndar ekki
margir sem bæði keppa og taka upp svona myndir,
fl estir eru bara í öðru hvoru.
Ég fæ laun borguð mánaðarlega, bara
eins og fyrir hverja aðra vinnu. Þau
eru greidd af styrktaraðilunum
og svo fæ ég líka borgað fyrir
myndböndin og ljósmynd-
irnar auk þess sem ég
fæ sérstaka styrki fyrir
ferðalögin, sem fara upp
í ferðakostnað og
uppihald. Hvað varðar
æfi ngar hugsa ég aldrei
um þetta þannig að
ég sé að æfa mig, ég
fer bara að leika mér
á snjóbretti og það fer
ekki eftir neinni rútínu.
Það er samt alls ekki
þannig að þetta sé alltaf
auðvelt og gaman. Það
getur tekið á að ferðast
svona mikið, það getur
verið skítkalt og erfi tt að
þurfa að moka endalaust
af snjó og að bera eitt-
hvert dót upp í fjall. Þetta
er líka mikil þolinmæðis-
vinna því fi mm sekúndna
bútur í myndbandi getur
tekið fi mm klukkutíma í
upptökum. Eftir svona upp-
tökutörn, þar sem maður
er heilan dag í fjallinu
dettandi á fullu, mætir
maður alltaf heim á
kvöldin alveg ónýtur í
líkamanum.
Þið bróðir þinn rekið
nokkur snjóbretta-
vörumerki og fenguð
meðal annars viður-
kenningu fyrir reksturinn
nýlega sem kölluð var
„Donald Trump Award“, frá
tímaritinu Method. Hvernig
byrjaði það og að hvaða leyti
komið þið að rekstrinum?
Við byrjuðum á að framleiða
okkar eigin snjóbretti, Lobster
Snowboards. Það byrjaði
þegar ég hætti hjá fyrirtækinu DC til að byrja hjá Rome
Snowboards, sem er fyrirtækið sem Eiríkur var hjá,
svo við gætum unnið meira saman. Svo þegar ég var
hættur hjá DC þá sögðu Rome mér allt í einu að þeir
hefðu ekki tök á að fá mig til sín. Þá fengum við bara
þá hugmynd að stofna okkar eigið fyrirtæki. Okkur
hafði reyndar verið boðið áður að taka þátt í svipuðu
verkefni, en þarna ákváðum við bara að kýla á þetta á
svona viku.
Til viðbótar við Lobster erum við með Hoppípolla-
húfurnar, sem við rekum með norska vini okkar Petter
Foshaug, og beltafyrirtæki sem heitir 7-9-13, sem við
vinnum með umboðsmanninum okkar og Johannes
vini okkar, sem sér líka um bloggsíðuna okkar. Þar
að auki vorum við að byrja með
Switch-bindingar, sem er ný
gerð af bindingum sem
eru mjög sniðugar. Allt
þetta dót gengur miklu
betur en við hefðum
nokkurn tímann
þorað að vonast
eftir.
Við eigum sem
sagt hlut í öllum
fyrirtækjunum
og komum að
allri hönnuninni
og svo eru allar
framkvæmdir fyr-
irtækjanna bornar
undir okkur. Það
er fáránlega gaman að vera hluti af svona fyrirtæki,
því allt sem maður gerir fyrir það skilar sér aftur til
manns, í staðinn fyrir að vera bara að vinna fyrir
einhverja gaura sem maður þekkir ekki neitt og þeir
græða helling af pening á þér.
Þú átt íslenska kærustu. Sumir stuðningsmanna
þinna voru ekkert allt of sáttir þegar þú tilkynntir um
samband ykkar á Facebook, var það?
Við fengum eitthvert hatursbréf sent, en ég held að
það hafi verið meira grín en alvara (hlær). Það voru
samt ekki allir beint sáttir, til dæmis ekki umboðs-
maðurinn minn. Hann segir að það sé svo algengt að
kærustur eyðileggi ferilinn hjá snjóbrettamönnum. Ég
get þó ekki sagt að ég fi nni neitt fyrir því, sem betur fer.
Hefur þú alltaf verið með þessa ljósu lokka?
Já, ég byrjaði að safna hári þegar ég var svona níu ára
og hef verið með sítt hár síðan. Þegar ég var í 6. bekk
náði hárið mitt niður fyrir geirvörtur og þá leit ég út
eins og stelpa. Á þeim tíma lenti ég líka án gríns alltaf
í því að fólk héldi að ég væri stelpa (hlær). Ég var alveg
orðinn mjög þreyttur á því, en aldrei svo þreyttur að ég
væri tilbúinn að fara í klippingu. Ég gæti ekki ímyndað
mér að verða stutthærður núna, ég held að það myndi
engan veginn að passa. Ég er alltaf með húfu og mér
fi nnst að hárið verði að koma aðeins niður fyrir hana.
Í apríl síðastliðnum gafst þú þér tíma til að mæta
á AK Extreme á Akureyri þar sem þú varst þó bara
áhorfandi. Hvernig fi nnst þér sá viðburður?
Hann er algjör snilld, hann er einn af mínum
uppáhaldsviðburðum á hverju ári. Það er svo ótrúlegur
„old school“-fílingur í þessari keppni, bara eins og
maður færi aftur í tímann. Það er allt mun skítugara og
hrárra, sem ég fíla, heldur en í einhverjum keppnum
úti þar sem allt þarf að vera tipp topp. Það var auðvitað
ömurlegt að þurfa að horfa bara á vegna meiðslanna
en það var betra en að sleppa þessu alveg.
AK Extreme er ekki bara snjóbrettahátíð en þú skellt-
ir þér meðal annars út á lífi ð með Emmsjé Gauta á
aðalkvöldinu, ekki satt?
Það er alltaf gott djamm á AK Extreme og það
klikkaði ekki síðast. Ég fór að skemmta mér með
strákunum og á meðal þeirra var Gauti. Í góðu gríni
hellti ég heilli mjólkurfernu yfi r hann en hann
tók því ekki alveg þannig og svaraði fyrir sig með
því að taka einhvern kjúklingarétt og dúndra
honum öllum yfi r mig. Við vorum sem sagt
þarna, annar allur í mjólk og hinn allur í
kjúklingi en það var náttúrlega bara
snilld (hlær). Það er samt allt gott
á milli okkar Gauta, við erum
fínir félagar. Við erum bara
frekar slæmir saman á
fyndinn hátt og erum
alltaf að ögra hvor öðrum
upp í eitthvað heimskulegt.
Eins og áður sagði hefur
þú búið úti undanfarin ár
og munt líklega gera það
áfram. Sérð þú fram á að
búa alltaf erlendis eða
heldur þú að þú eigir eftir
að snúa heim í sveitina
fyrir norðan einn daginn?
Ég sé ekki fyrir mér að
ég fl ytji heim til Íslands
í náinni framtíð en mér
fi nnst samt alltaf þægilegast
að vera hérna heima – og
Ísland verður alltaf „heima“
fyrir mér. Ég sakna Íslands
alveg inn á milli, fjölskyldan
og æskuvinirnir eru allir hér
en ég kann að meta það að
vera alltaf að ferðast, sjá nýja
staði, kynnast fólki og lenda
í skemmtilegum hlutum. Það
hentar mér best þessa stund-
ina þótt það geti tekið á.
Hvað sérð þú gerast hjá
þér í snjóbrettamálum á
næstu árum? Hver eru
markmiðin?
Ég er í rauninni ekki með
nein markmið önnur en
þau að gera það sem ég hef
gert áður, reyna alltaf mitt
besta og hafa gaman. Mig
langar líka að halda áfram
að vinna sem mest með
fyrirtækin okkar Eika og
ég vona að það gangi sem
best. Ég mun halda áfram
að keppa á X Games og svo
gæti verið að ég reyni að
taka þátt á næstu Vetraról-
ympíuleikum en það á eftir
að koma í ljós.
Ég fór að skemmta
mér með strákunum
og á meðal þeirra var Emmsjé
Gauti. Í góðu gríni ákvað að
ég að hella heilli mjólkurfernu
yfi r hann en hann tók því
ekki alveg þannig og svaraði
fyrir sig með því að taka ein-
hvern kjúklingarétt og dúndra
honum öllum yfi r mig.