Monitor - 14.06.2012, Side 13

Monitor - 14.06.2012, Side 13
13 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012 MONITOR ...horfi r til framtíðar Hörðustu aðdáendur fyrrver-andi herlögreglumannsins Jack Reacher, sem hefur limlest og drepið illmenni í einum fi mmtán spennusögum eftir Lee Child, eru margir hverjir enn í áfallahjálp vegna þess að Tom Cruise tókst að eigna sér hlutverk Reachers í fyrstu bíómyndinni sem gerð er eftir bók um þennan stálnagla. Myndin, sem ráðgert er að frumsýna þann 28. desember, er gerð eftir níundu bók Childs um Reacher, One Shot, og hingað til hefur verið unnið út frá því að bíómyndin myndi bera sama nafn og bókin. Vitringarnir hjá Paramount hafa hins vegar ákveðið að myndin muni einfald- lega heita Jack Reacher þegar hún kemur fyrir sjónir almennings. Kvikmyndaverið hefur ekki gefi ð upp neina ástæðu fyrir nafnabreytingunni en ætla má að tilgangurinn sé einfaldlega að tengja myndina enn betur við hið gríðarlega vinsæla hugarfóstur Child, Reacher sjálfan. Og líklega er ekki vanþörf á þar sem Cruise er eins ólíkur Reacher og hugsast getur og Að verður þrautin þyngri fyrir aðdáendur bóka Childs að meðtaka stubbinn Cruise í hlutverki Reachers sem er yfi r tveir metrar á hæð með vöðva- byggingu sem minnir á tólf hjóla trukk. Jack Reacher hefur verið lýst sem svo að hann sé Clint Eastwood, Mel Gibson og Bruce Willis sameinaðir í einum manni og væri Eastwood um 40 árum yngri hefði hann sjálfsagt verið upplagður í hlutverkið eftir að hafa farið á vænan sterakúr og verið keyrður áfram í ræktinni í hálft ár eða svo. Þá á Reacher ýmislegt sameiginlegt með James Bond í bókum Ians Fleming. Hann er þrautþjálfaður í hvers kyns barsmíðum og meðferð vopna og sefur hjá í það minnsta einni nýrri konu í hverri bók. Reacher er hins vegar stálheiðarlegur, réttsýnn og ósveigjanlegur í afstöðu sinni til lífsins og er því náskyldastur einkaspæjaranum Philip Marlowe sem studdi minnimáttar í gegnum rökkvaða refi lstigu undirheima Los Angeles upp úr 1940. Reacher þvælist stefnulaust um Bandaríkin þver og endilöng. Án farangurs með ekkert í vösunum nema tann- bursta og útrunnið vegabréf. Þessi fullkomni einfari er með öllu rótlaus og getur hvergi staldrað lengi við í senn en hefur einstakt lag á að róta sér í illdeilur við glæpahyski, hryðjuverkamenn og skítapakk hvers konar á hverjum áfangastað. Í One Shot kemur Reacher leyniskyttu sem hefur verið handtekinn, grunaður um fi mm morð, til hjálpar. Vandinn er sá að Reacher hefur engan áhuga á því að rétta byssumanninum hjálparhönd í fyrstu þar sem hann greip hann glóðvolgan fyrir morð á herlögregluárum sínum. Skyttan krefst þess hins vegar að fá að tala við Reacher og á daginn kemur að ekki er allt sem sýnist að þessu sinni og fyrr en varir er Reacher kominn á bólakaf í samsæri grjótharðra skrattakolla sem svífast einskis. Christopher McQuarrie (The Usual Suspects, The Way of the Gun) sér um aðlögun sögunn- ar og leikstýrir myndinni en auk Cruise eru Rosamund Pike, Robert Duvall, Richard Jenkins, David Oyelowo og leikstjórinn Werner Herzog í helstu hlutverkum. www.svarthofdi.is Tom Cruise er Jack Reacher Það er sama hvað mað- ur biður um eða setur í gang í nýjasta síman- um frá LG, Optimus 4X HD, maður er fl jótur að fá‘ða. Þessi eldsnöggi sími er keyrður áfram af NVIDIA Tegra 3 örgjörvanum sem tryggir gríðarlegan hraða bæði hvað varðar vinnslu og grafík. Þetta skilar sér sérstaklega vel þegar maður er að fara á milli forrita, stækka og minnka myndir og myndskeið og einnig þegar síminn keyrir upp tölvuleiki. En örgjörvinn er allt að tvisvar sinnum hraðari en Dual Core örgjörvarnir í allri vinnslu og munar þar mikið um. Síminn er með svo fi mmta kjarnann til að bæta rafhlöðuend- ingu og er hann með 2150 mAh rafhlöðu sem er endingargóð, en LG hefur unnið hörðum höndum að því að lengja endingu rafhlaðanna og á sama tíma minnka þær í ummáli. Hraði örgjörvans býður uppá allskyns æfi ngar og meðal annars er hægt að tengjast sjónvörpum þráðlaust og keyra þar upp leiki sem vistaðir eru á símanum. Ekki nóg með það því ef síminn er tengdur við þrívíddarsjónvarp er hægt að spila á því þrívíddarleiki úr símanum og meira að segja setja venjulega 2D leiki í þrívídd, þannig að þeir sem hafa haft blauta drauma um að spila Angry Birds í þrívídd geta nú látið það rætast. Skjár símans hefur einnig verið tekinn í gegn frá fyrri útgáfum, en LG Optimus 4X HD skartar 4,7“ skjá sem notar True HD IPS tækni sem tryggir óviðjafnanleg gæði bæði hvað varðar liti og skýrleika. En þó að skjárinn sé stór þá er síminn engu að síður meðfærilegur og passar vel í vasann. Optimus 4X HD síminn keyrir á Android 4.0 Ice Cream Sandwich og er hann með tvær myndavélar, sú stærri er 8 megapixla og sú sem er framan á símanum er 1.3 megapixla. Ofan á þetta leggst að síminn er með 16GB í innra minni sem notendur geta svo stækkað ef þörf á þykir. En þessi nýi LG sími er ekki bara fallegur og fullkominn að innan, því mikið hefur verið lagt í að hanna útlit símans, en hann er hannaður nánast eins og skartgripur enda lúkkar hann vel og endurspeglar útlitið klárlega þann kraft sem er undir húddinu. LG Optimus 4X HD er sími fyrir þá sem krefjast hámarks gæða hvað varðar hraða, skjá, virkni og útlit. En það sem vegur kannski þyngst er verð símans, en allur þessi pakki mun verða undir 100 þúsund þegar hann lendir hér á landi í næstu viku og mun hann fást bæði í svörtu og hvítu. Fljótur að fá‘ða.. TAKE AWA Y TIL BOÐ 56 2 38 38 SUÐURLANDSBRAUT 12 | LAUGAVEGUR 81 BRAGAGATA 38a 16”PIZZ A 2495 .- með tveim ur ále ggju m &12”MA RGA RITA / HVÍT LAUK SBRA UÐ 2 16”PIZZ A 3495 .-af mats eðli &16”MA RGA RITA / HVÍT LAUK SBRA UÐ 3 16”PIZZ A 1895 .- með tveim ur ále ggju m 1

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.