Morgunblaðið - 09.07.2012, Síða 6

Morgunblaðið - 09.07.2012, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2012 – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • AKUREYRI ellingsen.is Hjá Ellingsen færðu vandaðan útivistarfatnað. Jakkar, buxur, skór og margt fleira. Skúli Hansen skulih@mbl.is „Við styðjum það að vera þátttakendur í kerfinu en við höfum ekki séð hvers vegna þessi óskaplegi flýt- ir var nauðsynlegur og hvers vegna varð að hlaupa framhjá því að þetta yrði tekið inn í EES samning- inn og hvers vegna ekki mátti sjá drög að aðlög- unartexta, sem hlýtur að liggja fyrir, um innleið- ingu þessarar tilskipunar inn í EES samninginn,“ segir Pétur Reimarsson, forstöðumaður stefnumót- unar- og samskiptasviðs Samtaka atvinnulífsins (SA), aðspurður hvort sá flýtir sem var á setningu laga um loftslagsmál hafi stafað af því að málið gæti varðað háar upphæðir fyrir íslensk fyrirtæki, líkt og ummæli Þuríðar Backman, þingmanns VG, í Morg- unblaðinu sl. laugardag gáfu til kynna. Spurður nánar út í þann flýti sem á málinu var segir Pétur: „Við könnumst vel við það að umhverfisráðuneytið lagði ofuráherslu á það að þetta yrði samþykkt á þessum tíma.“ Þá segist hann ekki hafa skilið þann flýti sem var á málinu. „Þetta kom alltaf munnlegt frá umhverfis- ráðuneytinu. Það var aldrei neitt skriflegt lagt fram. Það var ekkert samráð haft við hagsmuna- aðila við undirbúning frumvarpsins, ekkert samráð um hvað væri í raun og veru í gangi, þannig að menn mátu það þannig að leggja fram alla þessa fyrirvara, sem höfðum um málið í umsögninni okk- ar, í þinginu,“ segir Pétur. Aðspurður hvort SA hafi ekki fengið neinn rök- stuðning fyrir þessum flýti frá ráðuneytinu segir Pétur svo ekki vera. „Við fengum aðeins einhver orð um það að ESB legði svo mikla áherslu á að þetta væri nauðsynlegt til þess að komast inn í einhverja úthlutun en við fengum aldrei að sjá neitt um það hvers vegna svo væri,“ segir Pétur og bætir við að þeir hafi heldur ekki séð aðlögunartextann um inn- leiðingu þessarar tilskipunar inn í EES samning- inn. Pétur bendir einnig á að síðasta sumar, á loka- dögum þingsins, hafi verið samþykkt ákvæði sem að skikkaði fyrirtæki til að sækja um losunarleyfi, sem var fyrsti þáttur þessarar innleiðingar. „Við tókum þátt í því þrátt fyrir að þetta hafi verið mjög skrýtið, fyrirtækin fengu einhverja örfáa daga eftir að lögin voru samþykkt til að sækja um þetta. Síðan gerist hið sama núna, það er einhver algjör neyð og fyrirtækin eiga að sækja um og gera eitthvað með örfárra daga fyrirvara eftir að lögin voru samþykkt. Þetta eru vond vinnubrögð,“ segir Pétur. SA gagnrýna samráðsleysi  Pétur Reimarsson segist ekki skilja þann flýti sem var á loftslagsmálinu  SA segja ekkert samráð hafa verið við hagsmunaaðila við undirbúning frumvarpsins  Segja engin rök hafa verið færð fyrir flýti Loftslagsmál » Samtök atvinnulífsins styðja það að Ísland sé þátttakandi í kerfinu. » Samtökin segja umhverfis- ráðuneytið ekki hafa haft neitt samráð við hagsmunaaðila vegna málsins. » Segjast ekki hafa fengið að sjá hvers vegna sá flýtir sem einkenndi málið var nauðsyn- legur. » SA gagnrýna harðlega vinnubrögð ráðuneytisins. Við höfum ekki séð hvers vegna þessi óskaplegi flýtir var nauðsynlegur. Pétur Reimarsson Íslenski safnadagurinn var haldinn í gær, en hann er hald- inn ár hvert fyrsta sunnudag í júlí. Boðið var upp á fjöl- breytta dagskrá í söfnum um allt land og ókeypis var inn á flest söfn landsins. Menningarmiðstöð Þingeyinga hlýtur Safnaverðlaunin 2012 fyrir áhugaverða nálgun við gerð nýrrar grunnsýn- ingar í Safnahúsinu á Húsavík. Forseti Íslands afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. „Það var mikið fjör og mikil gleði á Bessastöðum. Þetta er gríðarlegur heiður fyrir safnið og við erum mjög stolt af verðlaununum,“ segir Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Spennandi samhengi Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að við gerð sýn- ingarinnar sé valin sú leið að draga upp mynd af sögu byggðarinnar í samspili manns og náttúru í stað hefð- bundinnar aðgreiningar á menningu og náttúru. Menning- arminjar og náttúrugripir séu þannig sett í nýtt og spenn- andi samhengi. Dómnefndin telur einnig að sýningarrýmið sé hag- anlega nýtt, þannig að sýningargripir og textar veki for- vitni gesta. Sérkennum svæðisins og náttúrunýtingu séu gerð góð skil, en á textaspjöldum eru frásagnir heimafólks sem gefa trúverðuga mynd og bregða ljósi á sögu svæð- isins á tímabilinu 1850-1950. „Sýningin er mjög falleg og áhugaverð. Hún hefur feng- ið mikla athygli frá bæði íslenskum og erlendum gestum. Sýningartextarnir eru t.a.m. allir unnir út frá persónu- legum heimildum. Það var mikið vandað til verka í und- irbúningsvinnu sýningarinnar og við fengum til okkar mikla fagmenn sem gerðu mikið fyrir sýninguna,“ segir Sif, en sýningin hefur staðið yfir frá árinu 2010. Dómnefndin telur að í sýningunni „Mannlíf og náttúra – 100 ár í Þingeyjarsýslum“ sé sleginn nýr og hressilegur tónn í sýningargerð safna. Um leið og hefðbundnir ramm- ar hafi verið víkkaðir út byggist sýningin á traustum grunni sem hefur myndast fyrir tilstuðlan ötuls söfn- unarstarfs í rúm sextíu ár. Þrjú söfn hlutu tilnefningu Þrjú söfn hlutu tilnefningu til Safnaverðlaunanna 2012. Menningarmiðstöð Suður-Þingeyinga fyrir endurnýjun á grunnsýningu í Safnahúsinu á Húsavík, Listasafn Einars Jónssonar fyrir innihaldsríka heimasíðu vel tengda hlut- verki safnsins og markmiðum, Þjóðminjasafn Íslands fyrir Handbók um varðveislu safnkosts. pfe@mbl.is „Þetta er gríðarlegur heiður fyrir safnið“  Menningarmiðstöð Þingeyinga hlaut Safnaverðlaunin sem forseti Íslands veitti við athöfn á Bessastöðum í gær Morgunblaðið/Golli Viðurkenning Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður Byggðasafns Suður-Þingeyinga, veitti verðlaununum viðtöku. Safnahús Dómnefndin telur að í sýningunni sé sleginn nýr og hressilegur tónn í sýningargerð safna. „Ég minni á þá staðreynd að það er alllangt síðan það var sett reglugerð um að á sölustað bæri að gefa upp upprunaland á grænmeti, þannig að verslanir eiga að gefa upp hvaðan varan kemur,“ segir Jóhannes Gunn- arsson, formaður Neytendasamtak- anna, aðspurður út í fullyrðingar Georgs Ottóssonar, formanns Sölu- félags garðyrkjumanna, í Morgun- blaðinu sl. laugardag, þess efnis að það sé kannski verið að selja inn- flutta tómata í kössum frá Sölufélagi garðyrkjumanna. Að sögn Jóhannesar er að sjálf- sögðu verið að vísa til þess að um sé að ræða íslenska tómata ef verslun setur erlenda tómata í kössum frá Sölufélagi garðyrkjumanna án þess að vísa nánar til uppruna tómatanna. „Þetta er lögbrot og ég geri kröfu til þess að heilbrigðiseftirlit sveitar- félaga fylgi því eftir að ekki sé verið að svindla á þessu,“ segir Jóhannes og bætir við að upplýsingar um upp- runa grænmetis séu mikilvægar og að þær tryggi að neytendur hafi frjálst og upplýst val. Hafa heyrt af þessu áður Aðspurður hvort Neytenda- samtökin hafi heyrt dæmi um þetta áður segir Jóhannes svo vera. „Þetta er ekki nýtt og við höfum verið að minna verslanir á þessar reglur um upprunaland. Ef við fáum kvartanir til að mynda frá neytanda sem telur að verið sé að selja erlenda vöru sem íslenska, eða ef það vantar uppruna- land, þá sendum við ávallt viðkom- andi verslun erindi þar sem við minnum á þessar reglur og að þeim beri að fara eftir,“ segir Jóhannes. Hann segir ástandið varðandi upprunamerkingar hafa skánað eftir að hinar nýju reglur voru settar fyrir nokkrum árum en það séu þó alltaf einhverjir sem reyni að komast framhjá reglunum. „Áður en þessar reglur komu þá vantaði mjög mikið upp á að það væri yfirleitt verið að gefa upp upprunaland viðkomandi grænmetis enda var þá ekki verið að brjóta lög. Það var mikill skortur á slíkum upplýsingum,“ segir Jóhannes. skulih@mbl.is Ber að upplýsa um upprunaland  Krefst þess að reglum sé framfylgt Ljósmynd/Úr safni Neytendasíðunnar Upprunamerkingar Verslunum ber að merkja uppruna grænmetis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.