Morgunblaðið - 27.07.2012, Síða 1

Morgunblaðið - 27.07.2012, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 2 7. J Ú L Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  174. tölublað  100. árgangur  VIÐ GERUM OKKAR ALLRA BESTA LÍF OG FJÖR Á ÚLFLJÓTSVATNI SKYNSAMI BJARTSÝNIS- MAÐURINN GESTIR FRÁ 18 LÖNDUM 10 MATT RIDLEY MEÐ FYRIRLESTUR 16 12 SÍÐNA SÉRBLAÐ UM ÓLYMPÍULEIKANA  Gert var ráð fyrir að þörf yrði komin fyrir þriðja línuhraðalinn fyrir geislameðferðir við krabba- meini á Landspítalanum. Kom það fram í þarfagreiningu sem gerð var fyrir nýjan Landspítala fyrir sex árum og miðað við að tækið þyrfti fyrir árið 2010. Það hefur ekki gengið alveg eftir því enn sem komið er duga tækin tvö sem fyrir eru til að anna þörf- inni. Eldra tækið er orðið 17 ára gamalt og líkur á bilunum aukast auk þess sem ný tækni gefur mögu- leika á nýjum meðferðum. Ekki hafa fengist fjárveitingar til end- urnýjunar. Nú standa vonir til þess að nýtt tæki leysi það af hólmi inn- an tveggja ára og spítalinn eignist þriðja tækið innan tíu ára. Engir biðlistar eru á Landspít- alanum eftir geislameðferðum við krabbameini en settar upp vaktir á álagstoppum sem gjarnan koma einu sinni á ári. »24 Töldu að þörf yrði fyrir þriðja línuhraðalinn til geislameðferðar fyrir árið 2010 „Þótt gleðiefni sé að hreyfing skuli vera komin á málin væri æskilegt að þau væru unnin í samvinnu við vest- ræn ríki, en ekki einræðisríki. Við gætum setið hér uppi með aðstöðu einræðisríkis. Það gæti haft afdrifa- ríkar afleiðingar í för með sér,“ segir Þór Jakobsson veðurfræðingur og á við Kína og þann áhuga sem leið- togar risaríkisins hafa sýnt Íslandi, m.a. hvað varðar aðstöðu til siglinga. Þór hefur lengi rannsakað möguleika til siglinga norður af landinu og telur að íslensk stjórnvöld þurfi að rannsaka betur skilyrði til að byggja umskipunar- höfn vegna hugsanlegrar skipaumferðar. »12 Vinni með lýðræðisríkjum Þór Jakobsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við gætum bætt við hundrað inn- lendum starfsmönnum. Við þurftum til dæmis að ráða að stórum hluta erlenda starfsmenn í verkefni hjá Alcoa við viðhald og uppbyggingu kera sem skapar 60 störf. Mikill fjöldi iðnaðarmanna flutti af landi brott eftir efnahagshrunið. Margir þeirra hefðu getað fengið tækifæri hér,“ segir Sigurjón Baldursson, starfsmannastjóri Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar, um stöðuna. Hægt sé að skapa hundruð starfa. Magnús Helgason, framkvæmda- stjóri Launafls á Reyðarfirði, er sammála Sigurjóni. „Það vantar iðnaðarmenn, eink- um rafiðnaðarmenn og vélvirkja. Það er búið að þurrausa markaðinn hér á Austurlandi. Þeir sem eru lærðir í þessum greinum hafa nóg að gera. Eftirspurnin er meiri en framboðið. Það væri leikur einn að bæta við 15 manns hjá okkur til að byrja með. Horfurnar eru góðar og launin sanngjörn og samkeppnishæf við það sem gengur og gerist í Reykjavík.“ Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir Austfirðinga binda vonir við að fyrirhuguð olíuleit og hugsanlegar tilraunaboranir auki fjölbreytni í at- vinnulífi landshlutans. Ef vel geng- ur gætu boranir hafist innan ára- tugar en þær kosta milljarðatugi. MSkortur á vinnuafli »12 Mikill skortur á iðnaðarfólki á Austurlandi  Ekki til innlent vinnuafl til fram- kvæmda hjá Alcoa  Verkefnin næg Númer fjögur í röðinni » Samkvæmt Vinnumála- stofnun var 2,4% atvinnuleysi á Austurlandi í júní. » Skráð atvinnuleysi var minna í þrem landshlutum; 1,2% á Norðurlandi vestra, 2,2% á Vestfjörðum og 2,3% á Vesturlandi. » 179 voru skráðir atvinnu- lausir á Austurlandi í júní. Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Starfsmenn Náttúrufræðistofn- unar Íslands gengu fram á 96 dauða kríuunga í kríuvarpinu við Hliðsnes á Álftanesi í vikunni. Starfsmennirnir voru í reglulegum könnunarleiðangri en þeir hafa á þriggja vikna tímabili merkt fleiri en 100 unga á svæðinu. Talið er að ungadauðinn sé til kominn vegna fæðuskorts en lítið er um sandsíli sem er aðalfæða kríunnar. Kríuvarp hefur gengið illa af þessum sömu sökum und- anfarin ár en hafði þó gengið ágætlega á Álftanesi nú í sumar. Fæðuskortinn má meðal annars rekja til makrílsins sem bæði étur sandsílin sjálf og keppir við þau um fæðu. „Ég taldi 96 dauða unga og 15 þeirra voru merktir. Það sást ekkert á þeim svo það var ekki um neitt afrán að ræða. Þetta voru bara stálpaðir ungar, alveg að verða fleygir,“ segir Aron Leví Beck, fuglarannsóknarmaður hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands. Hann hefur fylgst með kríuvarpinu í sumar og segir það hafa litið mjög vel út framan af. Hins vegar hafi fullorðnu fuglarnir verið óvenju rólegir undanfarið þar sem verr hafi gengið að afla ætis. Bera lítið æti í ungana „Fullorðnu fuglarnir hafa ekki verið jafn árásargjarnir og venjulega sem er svolítið leiðinlegt og við tókum eftir því að þeir hafa ekki verið að fljúga með neitt æti í ungana,“ segir Aron. Undir eðli- legum kringumstæðum fljúgi krí- urnar stanslaust fram og til baka með síli í goggnum. Morgunblaðið sagði fyrr í vik- unni frá rannsóknum sem benda til þess að sandsíli fitni ekki sökum samkeppni um fæðu í sjónum og að sökudólgurinn sé líklega mak- ríll. »6 Dauðir ungar úti um allt Kríuvarp fór vel af stað á Hliðsnesi en nú drepast ungarnir unnvörpum 96 kríuungar hafa drepist á Álfta- nesi undanfarið Morgunblaðið/Sigurgeir S. Kríudauði Fuglarannsóknamaðurinn Aron Leví Beck með einn af kríuung- unum sem hafa fundist dauðir við Hliðsnes á Álftanesi að undanförnu. Fréttir hafa borist af dauðum kríuungum víðar um landið, t.d við Ísafjarðardjúp, og er það talið af sömu orsökum og við Hliðsnes. Þá fór kríuvarp víða seint af stað. Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðirnir eiga rúmlega helming útlána fjár- málafyrirtækja til heimila landsins. Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) gagnrýna umsvif opinberra aðila á þessum markaði í umsögn til efna- hags- og viðskiptaráðuneytisins vegna skýrslu ráðherra til Alþingis um framtíðarskipan fjármálakerfis- ins. Samtökin segja að umsvif ríkisins veiki eignasafn annarra lánveitenda á markaði og auki kostnað sem fellur á ríkið vegna þeirrar áhættu sem stafar af lágu eiginfjárhlutfalli Íbúðalánasjóðs, undanþágu sjóðsins frá flestum opinberum gjöldum og lágri arðsemi eigin fjár sem bundið er í sjóðnum. Telja samtökin engin rök „til þess að ríkið þurfi að annast almenn íbúðalán í einu ríkasta landi heims“. Þá sé Íbúðalánasjóður íþyngjandi fyrir lánsmat ríkisins. Fram kemur það mat SFF að æskilegt sé að dregið verði úr þeirri „skuggabankastarfsemi“ sem felist í beinum lánveitingum lífeyrissjóða. Samtökin lýsa jafnframt efasemd- um um að rétt sé að koma á fót sér- stöku fjármálastöðugleikaráði. »21 Útlán ríkisins óæskileg Morgunblaðið/Ómar Íbúðir Ríkið er umsvifamikið á íbúðamarkaðnum gegnum ÍLS.  Íþyngjandi fyrir lánsmat ríkisins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.