Morgunblaðið - 27.07.2012, Síða 6

Morgunblaðið - 27.07.2012, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Í sjálfu sér snýst verkefnið fyrst og síðast um endurgerð franska spítal- ans,“ segir Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, en Minjavernd hefur í samráði við sveit- arfélagið Fjarðabyggð staðið fyrir endurbyggingu sögufrægra bygg- inga á Fáskrúðsfirði sem áður tengd- ust veiðum franskra sjómanna við strendur landsins. Húsin sem um ræðir eru fimm talsins: gamli spítalinn, læknishúsið, sjúkraskýli, kapella og líkhús sem stóð áður við hlið spítalans. Búið er að ljúka við endurgerð á ytra byrði sjúkraskýlisins og kapell- unnar. Upphaflega stóð kapellan við hlið sjúkraskýlisins en skömmu fyrir árið 1930 var hún hins vegar tekin og flutt upp í þorpið þar sem henni var breytt í tvíbýlishús. Spítalinn mjög illa farinn „Nú höfum við endurgert sjúkra- skýlið, keypt kapelluna, flutt hana að skýlinu og eru þessi tvö hús núna fullbúin að utan,“ segir Þorsteinn og bætir við að endurgerð líkhússins sé einnig að mestu lokið. Framundan er svo mikil vinna næsta hálft annað ár við að endur- byggja hina sögufrægu byggingu sem áður hýsti spítalann og lækn- ishúsið sem Frakkar reistu á sínum tíma fyrir yfirlækninn sem jafnframt var franskur konsúll á Fáskrúðsfirði. Þorsteinn segir gamla spítalann, sem staðið hefur að mestu auður í um sex- tíu ár, hafa verið mjög illa farinn að utan sem innan. „Það má eiginlega segja að það hafi ekki bara verið ell- efta, heldur tólfta stundin, að bjarga honum. Spítalinn var t.a.m. það illa farinn að við ákváðum að taka hann allan í sundur í stað þess að endur- bæta grindina uppistandandi,“ segir Þorsteinn og bendir á að nú sé búið sé að steypa jarðhæð undir spítalann. Vonir standa til að unnt verði að opna annars vegar hótel og hins veg- ar safn í húsunum á vormánuðum árs 2014. Í fyrstu verður 25 herbergja gistirými í hótelinu og segir Þor- steinn áform um að bæta við tveimur húsum til viðbótar og auka þannig gistirýmið í um 35 herbergi. „Við er- um að horfa til húsa sem standa þarna nálægt og saman geta þau myndað góða heild.“ Sögufrægar byggingar í nýjum klæðum Ljósmynd/Albert Kemp Stórglæsilegt Vel hefur tekist að endurgera sjúkraskýlið og kapelluna.  Á Fáskrúðsfirði er unnið hörðum höndum að endurgerð fimm húsa Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is „Í umræðunni sem skapast hefur um upprekstur bænda inn á Al- menninga hefur gleymst að bændur hafa sjálfir sinnt uppgræðslu á svæðinu með ærinni fyrirhöfn,“ seg- ir í tilkynningu frá Guðmundi Við- arssyni bónda sem er formaður stjórnar félags afréttareiganda á Al- menningum. Deilur hafa verið um hvort rétt hafi verið að hefja flutn- ing á sauðfé á Almenninga sem eru norðan Þórsmerkur. Sveitarfélagið Rangárþing eystra komst að þeirri niðurstöðu að leyfa hóflega nýtingu og hafa forsvars- menn Skógræktar ríkisins mótmælt þeirri niðurstöðu. „Þrátt fyrir nokkurn styrk frá Landgræðslu o.fl. þá hefur þetta uppgræðslustarf aðallega farið fram á kostnað bændanna sjálfra,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Guðmundur Viðarsson sagði að þeir hefðu lagt mikla vinnu ásamt áburði í landið til að koma því í beit- arhæft ástand og aldrei gert ráð fyr- ir að nýta afréttinn nema með hóf- legum hætti. Ekki verið spurðir „Við höfum einu sinni ekki verið spurðir hve mikið við hyggjumst nýta afréttinn, það er strax farið í að gera ítölu áður en reynt hefur verið að komast að samkomulagi,“ segir Guðmundur sem þykir miður að bændum sé ekki sjálfum treyst fyrir því að nýta landið skynsamlega. „Þetta er auðvitað bara jafnræð- isbrot að leyfa okkur ekki að beita, því sambærilegt landsvæði er víða beitt. Afrétturinn er ekki algóður né alslæmur, en sambærilegir afréttir eru nýttur til beitar átölulaust þó gróðurfar þar sé svipað og eða ekki betra en á Almenningum,“ segir Guðmundur. Í tilkynningunni segir jafnframt: „Svo virðist sem jafnræði sé ekki haft að leiðarljósi í þeirri stjórnsýslu sem stofnanir vinna eftir og á köflum virðist stjórnsýslan byggjast á geðþóttaákvörðunum.“ Aðdragandi málsins er langur en árið 1989 tóku bændur undir Eyja- fjöllum sem rekið höfðu fé inn á Al- menninga ákvörðun um að friða það landsvæði fyrir beit. Árið 2007 féll síðan dómur Hæstaréttar í máli rík- isins gegn bændum vegna eignar- halds á Almenningum. Dómur féll með þeim hætti að land sem bændur töldu sína réttmætu eign, skv. þing- lýstum gögnum, var af Hæstarétti talið afréttareign bænda, en í afrétt- areign felast m.a. þau réttindi að bændum er heimill upprekstur fjár á landsvæðið. Bændur hafa síðan frestað upprekstri fjár nokkrum sinnum meðal annars vegna goss í Eyjafjallajökli. Þá tók Skógræktin árið 1990 nið- ur girðingu sem varði Þórsmörk ágangi beitar. „Hún var tekin niður án nokkurs samráðs við bændur. Það eru þrjú ár síðan við sögðumst ætla að byrja að beita og hefur Skógræktin haft nægan fyrirvara til að koma upp girðingu, ef vilji hefði verið til þess að verja Þórsmörk ágangi,“ segir Guðmundur en engin girðing ver nú Þórsmörk. „Bændur fagna því að gefið hafi verið leyfi til upprekstrar en harma það ójafnræði sem í þessari ákvörð- un sveitarstjórnar felst, því aðrar af- réttir sveitarfélagsins eru ekki und- ir þessar takmarkanir settir.“ „Jafnréttisbrot“ að leyfa ekki beit  Bændur sinntu uppgræðslu sjálfir á Almenningum norðan Þórsmerkur Morgunblaðið/RAX Afréttir Deilt er um hvort rétt hafi verið að flytja sauðfé á Almenninga. Sauðfé í Almenningum » Bændur hafa unnið að upp- græðslu árum saman til að koma landinu í beitarhæft ástand. » Hafa aldrei gert ráð fyrir öðru en að nýta afréttinn með hóflegum hætti. » Telja það vera jafnræðisbrot að banna beit á þeirra afrétti en ekki annarra í svipuðu ástandi. Vegglistaverk á útveggjum í miðborginni hafa löngum þótt umdeild. En það er munur á veggja- kroti og svokallaðri graffitílist. Ungi maðurinn sem var hér á ferð í gær tilheyrir án efa síðari hópnum. Var hann vel á veg kominn með lista- verkið er ljósmyndari átti þarna leið hjá. Morgunblaðið/Styrmir Kári Vegglistaverk málað í miðbænum Bíll valt mörgum sinnum á þjóðveg- inum við Borgarnes um fjögur- leytið í gær. Kastaðist ökumaður bílsins, kona á sjötugsaldri, út úr honum við veltuna. Konan var ein í á ferð. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi var konan talsvert slösuð og var hún flutt á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar, þar sem hún lá undir eftirliti í nótt. Var líðan konunnar sögð stöðug eftir atvik- um. Slasaðist í bílveltu við Borgarnes Rúmlega 240 jarðskjálftar mældust með kerfi Veðurstofu Íslands í síð- ustu viku. Stærsti skjálftinn, 2,7 stig, sem varð á miðvikudagskvöld átti upptök undir Mýrdalsjökli. Samtals um 75 smáskjálftar voru staðsettir í Mýrdalsjökli, þar af tæplega 55 innan öskjunnar. Burt séð frá því, var vikan frem- ur róleg, að því er segir í yfirliti á vef Veðurstofunnar. Smáhrina mældist úti á Reykjaneshrygg 17. júlí síðastliðinn. Á 20 mínútna tímabili um klukk- an átta sl. mánudag mældust tíu jarðskjálftar um 20 km norður af Tjörnesi. Stærsti skjálftinn var um 3,5 að stærð. 240 smáskjálftar mældust í vikunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.