Morgunblaðið - 27.07.2012, Side 9

Morgunblaðið - 27.07.2012, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 Séra Hjörtur Hjartar- son, fyrrverandi sókn- arprestur er látinn, 81 árs að aldri. Hjörtur var fæddur 8. desember 1930 og ólst upp á Ísafirði. Foreldrar hans voru Jensína Sveinsdóttir húsmóðir frá Gillastöð- um í Reykhólasveit og Jón Hjörtur Finnbjarnarson prent- ari á Ísafirði. Hjörtur lauk sveins- prófi í prentiðn frá Iðnskólanum í Reykja- vík 1954 og hlaut meistararéttindi í iðninni 1972. Hann starfaði við prentiðn framan af starfsævinni og var aðalféhirðir hjá Ferðaskrifstofu ríkisins frá 1976 til 1988. Þá söðlaði Hjörtur um og hóf nám í guðfræði við HÍ. Hann vígð- ist til prests að Ásum í Skaftártungu 1990 og einnig þjónaði hann sem prestur í Kópa- vogi og í Grindavík. Hjörtur var virkur í félagsmálum í Kópa- vogi og sat í bæjar- stjórn þar frá 1974 til 1978. Hann var félagi í karlakórnum Fóst- bræðrum og söng á sínum tíma með Fjór- tán fóstbræðrum. Hann var ritstjóri Þjóðmála og Fram- sýnar, blaðs fram- sóknarmanna í Kópavogi. Þá ritaði hann greinar í blöð og tímarit um stjórnmál og guðfræðileg málefni. Eftirlifandi eiginkona Hjartar er Unnur Axelsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn, þrettán barnabörn og átta barnabarnabörn. Andlát Séra Hjörtur Hjartarson Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Ríta tískuverslun Flottar í ferðalagið 3 lengdir - 4 litir Verð 10.900 kr. Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Útsalan í fullum gangi Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 40-58 Á Krúsku færðu: heilsusamlegan mat, kjúklingarétti, grænmetisrétti, fersk salöt, heilsudrykki, súkkulaðiköku, gæðakaffi frá Kaffitár og fallega stemningu. Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 SENDUM Í FYRIRTÆKI Næring fyrir líkama og sál Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is TILBOÐSVERÐ Á ELDHÚSTÆKJUM OM60-36T Hvít uppþvottavél Hljóðlát - aðeins 44 dB(A) Verð 148.750 Tilboðsverð 126.000 KF 3296-90 175cm hvítur kæli- og frystiskápur Verð 124.700 Tilboðsverð 106.000 KF 3296-90X 175cm Stál kæli- og frystiskápur Verð 144.800 Tilboðsverð 123.000 OM60-36TRF Stál uppþvottavél Hljóðlát - aðeins 44 dB(A) Verð 163.300 Tilboðsverð 138.000 Á verslunarmannahelgarkorti Morg- unblaðsins í Finnur.is í gær víxluðust hátíðirnar Sæludagar í sveitinni og Hrafnkelsdagurinn. Sæludagarnir eru réttilega fyrir norðan í Hörgárdal og Hrafnkelsdagurinn er haldinn á Aust- urlandi þar sem farið verður um Fljóts- dal og yfir í Hrafnkelsdal að Aðalbóli í minningu Hrafnkels Freysgoða. Þá verða Kántrýdagar á Skagaströnd ekki fyrr en 18.-20. ágúst. Loks var ekki getið sérstaklega um Neistaflug í Neskaupstað sem haldið verður að venju um verslunarmannahelgina. Einnig láðist að taka fram að grunn- kortið er frá Loftmyndum ehf. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistök- um. LEIÐRÉTT Villur á hátíðakorti Verslunarmannahelgin 2012 Mýrarboltinn Yfirskriftin er „Drullumall á dag- inn, stanslaust stuð á kvöldin“. Í keppnisgreinar er alla jafnan 18 ára aldurstakmark. Ýmiskonar afþreying er í boði meðan á mótinu stendur sem og lokahóf. Ein með öllu Er fjölsótt fjölskylduhátíð á Akur- eyri. Bærinn fagnar 150 ára afmæli sínu og því má búast miklu fjöri og skemmtun.Kirkjutröppuhlaup og Dynheimaball verður haldið auk annarra fastra liða. Hrafnkelsdagurinn Skemmtidagskrámeð sögulegu ívafi. Boðið er upp á rútuferðmeð leiðsögn um Fljótsdal og yfir í Hrafnkelsdal og þaðan er farið að Aðalbóli og formleg dagskrá hefst. Dagurinn er haldinn í minningu Hrafnkels Freysgoða. Kántrýdagar á Skagaströnd Útihátíðmeð kúrekabrag fyrir fjölskylduna með margvíslegum atburðum þar sem kántrýið er í öndvegi. Hátíðin hefur notið mikilla vinsælda enda dagskráin afar fjölbreytt, leikir, tónlist, útigrill o.fl. Síldarævintýri á Siglufirði Fjölskylduhátíð sem hefur verið haldin í yfir 20 ár. Jógvan, hljómsveitin Upplyfting, Friðrik Ómar og Eva Karlotta koma fram ásamt öðrum góðum listamönnum. Sæludagur í sveitinni Sveitahátíð á laugardegi í Hörgársveit sem haldin hefur verið undanfarin ár.Uppákomur eru í boði fyrir alla fjölskylduna á Hjalteyri, áMöðruvöllum og um kvöldið er dansleikur. Innipúkinn Tónleikahátíðin er haldin ímiðbæReykjavíkur. Þverskurður af því sem er að gerast í íslensku tónlistarlífi, hátt í þrjátíu hljómsveitir troða upp og flestir tónleikarnir fara fram í Iðnó. Sæludagar í Vatnaskógi Fjölskylduhátíð sem Skógarmenn KFUM og KFUM og KFUK á Íslandi standa að. Hátíðin er vímuefnalaus og dagskráin er fjölskylduvæn. Fjölskylduhátíð SÁÁ Er að þessu sinni haldin á tjaldsvæðinu að Laugalandi í Holtum á Hellu. Fjölbreytt fjölskyldudagskrá er í boði með leikjum, tónlist, listasmiðjum og fleiru. Fjölskyldudagar á Stokkseyri Eru árviss atburður.Söfnin á staðnum verða opin, tilboð í gangi, ýmiss konar viðburðir og tónlistar- flutningur alla helgina. Unglinga- landsmót UMFÍ Er árviss fjölskyldu- og íþróttahátíð þar sem unga fólkið og fjölskyldur þess eru í aðalhlutverki. Hátíðin er vímuefnalaus og haldin á Selfossi í ár. Verslunarmannahelgin á Flúðum er skemmtun fyrir fjölskyldufólk um verslunarmannahelgina sem haldin hefur verið í fjölmörg ár. Leikir og tónlist setja svip sinn á hátíðina. Þjóðhátíð í Eyjum Er óþarfi að fjölyrða um. Fjölmargir tónlistarmenn og hljómsveitir troða upp í Eyjum og þeirra frægust að þessu sinni er líklega Ronan Keating. Þá mun Bubbi Morthens og hollenska rapphljómsveitin Dope DOD stíga á svið. - nýr auglýsingamiðill Kotmót í Fljótshlíð Er árviss atburður Hvítasunnu- kirkjunnar. Dagskráin hefst á fimmtudeginum.Bæn og lofgjörð alla daga, varðeldur og predikun frá Jack Keys og Helga Guðnasyni ásamt ýmsum viðburðum. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Þeir Bragi Björnsson, skátahöfðingi, Hermann Sigurðsson, framkvæmda- stjóri skátanna, og Hörður Már Harðarson, formaður Slysavarna- félagsins Landsbjargar, stukku í Sogið af brúnni við Steingrímsstöð um hádegisbilið í gær. Settu þeir þar með brúarstökkið svokallaða sem er hluti af dagskrá landsmóts skáta sem nú fer fram við Úlfljótsvatn. Var fyrst formlega stokkið á móti kven- skáta síðsumars 2010, en brúar- stökkið hefur unnið sér sess síðan þá á viðburðum skátahreyfingarinnar. Í fréttatilkynningu frá skátunum kemur fram að tæplega 40 skátar á aldrinum 16-23 ára hafi fylgt þre- menningunum af brúnni. Voru allir sem vildu taka þátt í björgunarvest- um, enda hugsa skátar alltaf fyrst og fremst um öryggið. Þó munu ein- hverjir hafa fengið bakþanka þegar kom að því að stökkva, enda vatnið ískalt og ekki árennilegt. Stukku þó allir að lokum, en fallið er ríflega sex metra hátt. Samkvæmt upplýsingum frá skátunum var þetta ekki í fyrsta sinn sem þeir Hermann og Bragi taka stökkið, en þeir tóku báðir þátt í brúarstökkinu árið 2010. Hörður Már tók síðan áskorun Braga skáta- höfðingja um að stökkva með þeim að þessu sinni. Samkvæmt þeim Hermanni og Braga var sund- spretturinn mjög hressandi þó hann væri kaldur og sagði Bragi að stökk- ið yrði í raun erfiðara því oftar sem menn stykkju, því að þá vissu þeir hvað Sogið er í raun svakalega kalt. Stokkið í Sogið á Landsmóti skáta Ljósmynd/Baldur Árnason Buslað Hermann Sigurðsson í Sog- inu eftir brúarstökkið mikla. - nýr auglýsingamiðill 569-1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.