Morgunblaðið - 27.07.2012, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.07.2012, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 Litrík glervara og ljúfar brúðkaupsgjafir frá LEONARDO María Ólafsdóttir maria@mbl.is V ið Úlfljótsvatn hefur ver- ið líf og fjör síðustu daga en þar eru nú saman- komin um 3.000 manns á 23. Landsmóti skáta. Dagskráin er fjölbreytt en nokkur áhersla er lögð á að fagna því að í ár eru 100 ár liðin frá upphafi skáta- starfs á Íslandi. Gestir frá 18 löndum „Hér hefur allt gengið eins og í sögu og við höfum verið mjög heppin með veður eftir að stytti upp á sunnudagskvöld. Stemningin er góð en hér er samankominn heljarinnar hópur af fólki frá ýmsum löndum. Á svæðinu eru vel á þriðja þúsund þar af í kringum 2.000 sem taka þátt í dagskrá en aðrir eru gestir, fjöl- skyldur þátttakenda, eldri skátar sem vilja endurupplifa fjörið og al- mennir gestir sem hafa ákveðið að eyða sumarfríinu sínu hér og taka þátt í dagskrá eins og tækifæri gefst til,“ segir Gunnlaugur Bragi Björns- son, upplýsingafulltrúi landsmóts. Á mótinu eru um 600 erlendir gestir frá 18 löndum þar af stórir hópar frá Norðurlöndunum, Bret- landi og Írlandi en einnig gestir frá Mexíkó, Ástralíu, Bandaríkjunum og Kanada. Segir Gunnlaugur Bragi ís- lenska landsmótið verða sífellt þekktara sem alþjóðlegt skátamót og hópar sæki að koma hingað aftur og aftur. Íslenskir skátar hafa líka verið duglegir að fara á landsmót erlendis en heimsmót eru einnig haldin á fjög- urra ára fresti. Formlegur skátaald- ur er frá 7 til um 23 ára en þar sem fullorðnir sjálfboðaliðar, skátafor- Skátaævintýrið heldur áfram Skátastarf hófst á Íslandi fyrir 100 árum en nú stendur yfir alþjóðlegt skátamót á Úlfljótsvatni þar sem saman eru komin um 3.000 manns. Dagskráin er fjölbreytt en á mótinu gefst tækifæri til að fara í gönguferðir, hanna föt og kynnast daglegu lífi víkinga svo fátt eitt sé nefnt auk þess að njóta þess að vera í góðra vina hópi. Skáti Gunnlaugur Bragi Björnsson á Úlfljótsvatni í góðu veðri. Birgðasöfnun Þessir krakkar víluðu ekki fyrir sér að ná í vatn. Það er gaman að skoða skemmtilegar bloggsíður og er hægt að fá ýmsar góðar hugmyndir af því að lesa blogg frá fólki víða um heim með áhuga á hinu og þessu sem tengist daglegu lífi. Til að mynda tísku, mat, hann- yrðum, samskiptum og hreyfingu. Bloggsíðunni Sunday Belle www.sundaybelle.com heldur úti ung kona að nafni Angie. En hún hefur mikinn áhuga á að skrifa, baka og fylgjast með tískunni. Á síðunni deilir hún uppskriftum með lesendum sínum og leyfir þeim að fylgjast með tilraunum sínum við bakstur og eldamennsku í bland við að deila fallegum og skemmtilegum hlutum sem veita innblástur. Skemmtileg bloggsíða sem svangir fagurkerar ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Vefsíðan www.sundaybelle.com Kartöflur Á vefsíðunni Sunday Belle má finna ýmsar girnilegar uppskriftir. Fyrir svanga fagurkera Danstryllingur verður á Bar 11 næstkomandi föstu- dagskvöld en þá stígur hljómsveitin Ultra Mega Technobandið Stefán mæt- ir á stokk og ætlar að trylla lýðinn. Hljómsveitin hefur verið að undirbúa útgáfu af nýrri plötu undanfarið og nýlega kom út lagið Bo- unce sem hefur þegar hlot- ið náð á öldum ljósvakans. Sveitin mætir því á svæðið með eitthvað af nýju efni í farteskinu ásamt þeirra stærstu slögurum. Húsið opnar klukkan 21:00 og er aðgangur ókeypis en strax eftir tónleika mætir svo plötusnúður í búrið og heldur stemningunni uppi fram á nótt. Endilega… …stígið trylltan dans Technoband Trylla lýðinn annað kvöld. Morgunblaðið/Valdís Thor Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Í starfi mínu sem blaðamaður hef ég fengið að ræða við marga ískrandi snillinga. Í gærkvöldi hitti ég á gull- námu í formi þungarokkara sem bjó yfir mikilli speki. Við áttum heillangt og afslappað spjall um heima og geima, og í samtalinu kom fram að þungarokksspilamennska halaði ekki inn mikla peninga, en þessi mæti maður vildi meina að það skipti engu máli þar sem hamingju- tankurinn væri alltaf fullur þegar maður starfaði við það sem maður elskar. Rokkarinn heyrði Pál Óskar ræða það í útvarpsviðtali fyrir nokkrum mánuðum að besta mögulega leiðin í gegnum lífið væri að vinna við það sem maður kann að meta þótt það þýddi mögulega að maður gerði það skítblankur. Þungarokkarinn skynj- aði sannleikann í þessum orðum og fór daginn eftir og sagði upp í vinnunni. Hann hefur ekki séð eftir því eitt andartak, og fer, rétt eins og formúla Páls Óskars kveður á um – skítblankur og hamingjusamur í gegnum lífið. Ég er algjör sökker fyrir lífsspeki af þessum toga, því eins kell- ingalega og það kann að hljóma þá fáum við bara eina atrennu að þessu blessaða lífi og því eins gott að nýta hana sem best. Og það er fjári slæm nýting á lífi að sitja við skrifborð allan dag- inn með þyngsli á hjartanu og áhyggjuhrukkur á sálinni. Því óupp- fylltir draumar eru níðþungir og við léttum á okkur sjálfum og öllum í kringum okkur með því að reyna að hrinda einhverjum þeirra í fram- kvæmd. Nema auðvitað að okkur dreymi um fjöldamorð eða upprisu nasismans, það eru draumar sem gjarnan má bæla að ei- lífu. Ég ætla, rétt eins og þungarokkarinn staðfasti og brosmilda kassakonan í Bónus, að reyna að vinna við hluti sem gera mig hamingjusama og láta draumana rætast, því fjandakornið, við lif- um bara einu sinni og því er eins gott að leggja metnað í þessa atrennu. »Þungarokkarinnskynjaði sannleikann í orðum Páls Óskars og fór daginn eftir og sagði upp í vinnunni, sem honum hafði alla tíð fundist eintóm kvöl og pína. HeimurGuðrúnar Sóleyjar Guðrún Sóley Gestsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.