Morgunblaðið - 27.07.2012, Síða 12

Morgunblaðið - 27.07.2012, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 C-vítamín Styrkir ónæmiskerfið og er andoxandi Astaxanthin Nærir og verndar húðina í sólinni og eykur liðleika Multidophilus Bætir meltingu Mega B-stress Taugar, húð hár og neglur Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum Vegna einstakra gæða nýtur Solaray virðingar og trausts um allan heim Höldum okkur í formi í sumar með Flott í ferðalagið BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Austfirðingar binda vonir við að fyrir- huguð olíuleit og hugsanlegar til- raunaboranir muni auka fjölbreytni í atvinnulífi landshlutans og þannig leiða til fólksfjölgunar. Þetta segir Páll Björgvin Guð- mundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggð- ar, en hann bendir á að nú þegar skorti starfsfólk í vissum greinum. „Hér er búið að byggja upp innvið- ina, t.d. skóla og aðstöðu til tóm- stunda- og íþróttaiðkunar. Nægt framboð er af húsnæði til sölu en örva þarf leigumarkað með einhverjum hætti. Næg tækifæri eru fyrir vinnu- fúsar hendur á mörgum sviðum.“ Skortur í mörgum greinum Sigurjón Baldursson, starfsmanna- stjóri Vélaverkstæðis Hjalta Einars- sonar, tekur undir þetta. „Það er sama hvar borið er niður, járnsmíði, trésmíði, vélvirkjun eða vélaverkfræði. Það er skortur á fólki í öllum þessum greinum hér á svæðinu. Ef okkur stæði innlent vinnuafl til boða myndum við frekar taka það heldur en það erlenda því það er alltaf óhagstæðara. Við gætum bætt við hundrað innlendum starfsmönnum. Við þurftum til dæmis að ráða að stórum hluta erlenda starfsmenn í verkefni hjá Alcoa við viðhald og upp- byggingu kerja sem skapar 60 störf. Mikill fjöldi iðnaðarmanna flutti af landi brott eftir efnahagshrunið. Margir þeirra hefðu getað fengið tækifæri hér. Launin eru mjög sam- keppnishæf. Miðað við tíu tíma vinnu- dag sýnist mér launin vera 500-600 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. Það er enn þá heilmikil uppbygging og mörg verkefni í gangi hér á Aust- urlandi. Flest eru verkefnin stöðug en ekki tilfallandi. Hér er því gott at- vinnuöryggi og veita mætti hundruð- um manna vinnu ef rétt er staðið að málum,“ segir Sigurjón. Eins og Páll Björgvin nefnir eru bundnar vonir við að olíuleit og hugs- anleg vinnsla á svarta gullinu muni auka fjölbreytni í atvinnulífi lands- hlutans. En hvenær hefst leitin? Að sögn Kristins Einarssonar, yfir- verkefnisstjóra auðlindanýtingar hjá Orkustofnun, eru gefin út 12 ára rannsóknarleyfi með möguleika á framlengingu til allt að 16 ára. Eftir að rannsóknarleyfum sé út- hlutað fari í hönd tvívíðar og síðar þrí- víðar jarðsveiflumælingar. Einnig geti farið fram viðnámsmælingar og botnsýnataka. Hver áfangi í mæling- um geti tekið nokkur ár eftir því hvernig gengur, en eftir hvern áfanga sé tekin ákvörðun um hvort haldið sé áfram. Eftir að þessum óbeinu mæl- ingum lýkur sé komið að tilraunabor- unum, þyki rannsóknir gefa tilefni til. Nokkurra ára undirbúningur Að loknum borunum taki við frek- ari rannsóknir og að því loknu sé hægt að taka ákvörðun um hvort vinnsla olíu á umræddu svæði sé fýsi- leg. Þá taki við nokkurra ára undir- búningur og framkvæmdir við upp- byggingu nauðsynlegra innviða, áður en olíuvinnsla getur farið af stað. Kristinn leggur áherslu á að útilokað sé að spá um hvenær vinnsla geti haf- ist en bendir á að árið 2008 hafi er- lendur sérfræðingur á ráðstefnu á vegum Orkustofnunar dregið upp þá sviðsmynd að ef rannsóknarleyfi yrðu gefin út 2008 gæti olíuvinnsla hafist árið 2022. Samkvæmt þessu hefur síðara ár- talið færst aftur til ársins 2027, miðað við að rannsóknarleyfi verði gefin út í haust og rannsóknir hefjist 2013. En þótt ferlið sé ljóst eru tímasetning- arnar getgátur. Skortir vinnuafl Ljósmynd/Statoil/Ole Jørgen Bratland Stóriðnaður Norski olíuborpallurinn Gullfaks B. Olíuvinnsla gæti hafist á Drekasvæðinu undir lok næsta áratugar ef allt gengur upp.  Verkstæði á Austurlandi gæti bætt við hundrað innlendum starfsmönnum  Olíuvinnsla myndi leiða til íbúafjölgunar „Ég tel miklar líkur á að það geti orðið af siglingum um Norður- íshafið þannig að skilyrði skapist til að byggja um- skipunarhöfn á Íslandi. Við sem höfum bent á þessa möguleika frá miðjum ní- unda áratugnum vorum sökuð um að reisa loftkast- ala. Nú eru þess- ar spár að ræt- ast,“ segir Þór Jakobsson, veðurfræðingur og sér- fræðingur í hafís, um ný tækifæri til siglinga samfara hopi íshellunnar. Þór telur að stjórnvöld þurfi að láta rannsaka betur þau tækifæri sem þessi þróun kann að skapa. Fyrirsjáanleg þróun „Á þetta hefur verið bent hér heima og erlendis í aldarfjórðung. Það hefði því verið æskilegt ef stjórnvöld væru komin lengra með að undirbúa byggingu umskipunar- hafnar. Það hefur verið fyrir- sjáanlegt lengi að fara þyrfti í þá vinnu. Kemur þar til vaxandi tækni, fjarkönnun úr lofti og smíði ísbrjóta. Vegna þessara tækniframfara er ég sannfærður um að siglingar verða gerlegar, jafnvel þótt hafísinn aukist aftur. Tíðindi síðustu daga ættu að hreyfa við stjórnvöldum. Þótt gleði- efni sé að hreyfing skuli vera komin á málin væri æskilegt að þau væru unnin í samvinnu við vestræn ríki, en ekki einræðisríki. Við gætum set- ið hér uppi með aðstöðu einræðis- ríkis. Það gæti haft afdrifaríkar af- leiðingar í för með sér,“ segir Þór og á við Kína og þann áhuga sem leið- togar risaríkisins hafa sýnt Íslandi. Smíða nýjan ísbrjót Þór segir fleiri ríki sýna þróuninni á norðurslóðum áhuga. „Kanada er að byggja öflugan ís- brjót. Þegar hann verður tekinn í gagnið eftir nokkur ár verður ís- brjóti lagt sem ég var á 1972. Það verður að gera ráð fyrir að Kan- adamenn vilji senda ísbrjótinn hing- að og svo þvert yfir Norðuríshafið. Koma kínverska ísbrjótsins Snæ- drekans síðar í sumar sýnir að Kína- stjórn er að láta það rætast sem við höfum verið að prédika. Halda ætti samvinnu við Kínverja á vísindalegu plani. Svo er það Evrópusambandið. Áhugi ESB á norðrinu eykst ár frá ári og því vill sambandið hafa Ísland innanborðs. Það er ekki um að ræða siglingu árið um kring heldur frá miðju sumri og fram á haust. Þessi tími hefur verið að lengjast vegna minnk- andi hafíss. Þannig að umskip- unarhöfn fælist í því að menn geymdu hér vörur árið um kring sem þeir gætu síðan skipað út eftir hentugleikum,“ segir Þór og hvetur til aukinna rannsókna á þessu sviði. Siglingaleiðin líklega að opnast Þór Jakobsson Morgunblaðið/RAX Grænland Mikil bráðnun hefur verið í Grænlandsjökli í sumar.  Ryður umskipunarhöfn braut „Olíuleit er áhættusöm fjárfest- ing og það þarf heilmikið af rannsóknum áður en tilrauna- boranir geta hafist. Hver bor- hola getur kostað 30-33 millj- arða króna,“ segir Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri iðnaðar hjá verkfræðistofunni Mannvit, en hún hefur unnið að undirbúningi vegna fyrir- hugaðrar olíuleitar. Haukur segir að við fyrsta og annan áfanga rannsókna sé um- stangið á við áhafnaskipti á togurum. Ef tilraunaboranir hefjist kalli það hins vegar á uppbyggingu. Íslendingum sé ráðlagt að nota núverandi inn- viði. Íslendingar keppi hér við Skota, Norðmenn og Færeyinga. 30 milljarðar á borholu BORANIR ERU DÝRAR Kanadíski ísbrjóturinn sem Þór Jakobsson nefnir heitir CCGS John G. Diefenbaker og er nefndur eftir þrettánda for- sætisráðherra Kanada. Ísbrjóturinn á að verða tilbú- inn árið 2017 en smíði hans kostar 721 milljón Kanada- dollara, eða sem svarar rúmum 88 milljörðum króna. Lengdin verður um 140 metrar. Ísbrjóturinn verður sá stærsti í kanadíska flotanum en hann verður flaggskip strandgæsl- unnar þar í landi. Rými verður fyrir hundrað manna áhöfn. Til samanburðar er kínverski ísbrjóturinn Snjódrekinn 167 metrar á lengd en hann er sem kunnugt er væntanlegur til Ís- lands í næsta mánuði og verður málþing við Háskóla Íslands í tilefni af komu hans. 88 milljarða ísbrjótur FLAGGSKIP KANADA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.