Morgunblaðið - 27.07.2012, Page 22

Morgunblaðið - 27.07.2012, Page 22
Indónesísk lögreglukona skoðar uppstoppaða Súmötru-tígra sem lagt var hald á í vöruhúsi ná- lægt Jakarta í vikunni sem leið. Í húsinu fundust alls fjórtán uppstoppaðir Súmötru-tígrar sem eru í mikilli útrýmingarhættu í Indónesíu. Áætl- að er að innan við 400 slíkir tígrar lifi í náttúr- unni á Súmötru. Fækkun tígranna er einkum rakin til ólöglegra veiða og eyðileggingar á kjörlendi þeirra, regnskógunum. AFP Í mikilli hættu vegna ólöglegra veiða Fjórtán uppstoppaðir Súmötru-tígrar fundust í vöruhúsi í Indónesíu 22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 Aurora. AFP. | 24 ára Bandaríkjamaður, sem var handtekinn fyrir að myrða tólf manns og særa 58 í skothríð í bænum Aurora í Colo- rado í vikunni sem leið, er sagður hafa sent böggul til geðlæknis í háskólanum þar sem hann var við nám. Bandarískir fjölmiðlar segja að í bögglinum hafi verið glósubók og teikningar sem lýsi því hvernig maðurinn ætlaði að fremja fjöldamorð. Fjölmiðlunum ber ekki saman um hvenær böggullinn kom í skólann í pósti, hvort það var nógu snemma til að hægt hefði verið að afstýra skotárásinni. Fox News hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni í lögreglunni að böggullinn hafi borist Háskólanum í Colo- rado 12. júlí og ekki verið opnaður fyrr en nokkrum dögum eftir að fjöldamorðið var framið 20. júlí. „Inni í pakkanum var glósu- bók þar sem því var lýst í smáatriðum hvern- ig hann ætlaði að drepa fólk. Í henni voru líka teikningar sem sýndu hvað hann ætlaði að gera, teikningar af fjöldamorðinu,“ sagði heimildarmaðurinn. Láti skynsemina ráða Fox News hefur þó eftir öðrum heimildar- manni í lögreglunni að ekki hafi verið staðfest að böggullinn hafi komið í skólann í pósti áð- ur en fjöldamorðið var framið. Dagblaðið The Denver Post segir að böggullinn hafi borist skólanum nokkrum dögum eftir skotárásina. Ennfremur hefur verið skýrt frá því að maðurinn hafi keypt öflugan riffil eftir að hafa fallið á mikilvægu munnlegu prófi í há- skólanum 7. júní. Maðurinn hafði fengið sér- stakan styrk frá ríkinu fyrir nám í taugalíffræði en hætti námi án skýringa þremur dögum eftir prófið. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í ræðu í fyrradag að hann vildi beita sér fyrir aðgerðum, sem byggðust á „heilbrigðri skyn- semi“, til að koma í veg fyrir fleiri fjöldamorð með öflugum árásarvopnum. Hann lagði þó ekki til neinar breytingar til að herða byssu- löggjöfina. „Ég tel að þorri byssueigenda myndi samþykkja að við ættum að gera allt sem mögulegt er til að koma í veg fyrir að glæpamenn og flóttamenn geti keypt vopn,“ sagði forsetinn. Hann bætti við að kanna þyrfti hvort menn væru á sakaskrá áður en þeir gætu keypt byssur. Skv. núgildandi lög- um ber byssuverslunum í Colorado að gera þetta og fjöldamorðinginn mun ekki hafa verið á sakaskrá. Hafði varað við fjöldamorðinu í Aurora  Fjöldamorðingi sagður hafa sent geðlækni í háskóla böggul þar sem hann hafi lýst drápunum  Obama hvetur til aðgerða til að koma í veg fyrir skotárásir án þess að leggja til lagabreytingar AFP Sorg Kveikt á kertum við minningarathöfn í Hollywood um þá sem létu lífið í Aurora. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Gu Kailai, eiginkona fyrrverandi frammámanns í kínverska kommún- istaflokknum, hefur verið ákærð fyr- ir morð á breska kaupsýslumannin- um Neil Heywood. Henni var lýst sem „Jackie Kennedy Kína“ þegar mestur völlur var á henni og eigin- manni hennar, en hún á nú yfir höfði sér dauðadóm verði hún fundin sek um morðið. Bandaríski lögmaðurinn Ed Byrne, sem starfaði með Gu Kailai í nokkur ár, sagði að hún væri „mjög aðlaðandi, gædd miklum persónu- töfrum og bráðfyndin“. „Fólk lýsti henni og eiginmanni hennar sem Jack og Jackie Kennedy Kína.“ Gu hefur einnig getið sér orð fyrir að vera mjög metnaðarfull og föst fyrir. Hún nam lögfræði við Pek- ingháskóla, hóf lögmannsstörf árið 1987 og stofnaði síðar eigin lög- mannastofu. Hún naut mikillar virð- ingar fyrir störf sín og varð fyrsti kínverski lögmaðurinn til að fara með sigur af hólmi í mikilvægu áfrýj- unarmáli fyrir bandarískum dóm- stólum árið 1997 þegar hún gætti hagsmuna nokkurra kínverskra fyrirtækja. Hún lýsti þessari reynslu sinni í tveimur bókum sem rokseld- ust í Kína. Hún hætti þó störfum og lokaði lögmannastofunni árið 2001 þegar eiginmaður hennar var orðinn mjög valdamikill og útlit var fyrir að hann yrði einn af voldugustu mönnum Kína. Fjölmiðlar í Kína segja að Gu hafi verið ákærð fyrir morð að yfirlögðu ráði á Neil Heywood sem fannst lát- inn á hótelherbergi í Kína í nóvem- ber. Kínverska fréttastofan Xinhua sagði í apríl að Gu og sonur hennar hefðu átt í deilu við Heywood vegna „fjárhagslegra hagsmuna“. „Jackie Kennedy Kína“ ákærð Metnaðarfullt par Gu Kailai með manni sínum þegar allt lék í lyndi.  Eiginkona fyrrverandi frammámanns í kommúnistaflokknum á yfir höfði sér dauðadóm  Gu Kailai hefur verið ákærð fyrir morð á breskum kaupsýslumanni Hælisleitendum hefur fjölgað mjög í Danmörku í ár og þeir hafa ekki verið jafnmargir í mörg ár. Í fyrra sóttu 3.936 manns um hæli í Dan- mörku og umsækjendurnir í ár eru þegar orðnir 3.108, að sögn Politi- ken. Blaðið hefur eftir lögreglu- yfirvöldum að búist sé við því að alls sæki rúmlega 6.000 manns um hæli í Danmörku á öllu árinu. Flest- ir umsækjendurnir koma frá Sóm- alíu og hælisleitendum frá Sýrlandi hefur einnig fjölgað. Borgaralegu flokkarnir segja að hælisleitendunum hafi fjölgað vegna þess að stjórn vinstriflokk- anna hafi sýnt of mikla linkind í málefnum flóttamanna. Stjórnar- flokkarnir neita þessu, segja að engu hafi verið breytt í þessum efn- um og hælisleitendum hafi einnig fjölgað í öðrum löndum Norður- Evrópu vegna efnahagskreppunnar í Suður-Evrópu, m.a. Grikklandi. Hælisleitendum hefur stórfjölgað DANMÖRK Bo Xilai, eiginmaður Gu Kailai, hefur verið sakaður um spill- ingu og talið er að honum sé haldið í stofufangelsi. Mál hans virðist vera þáttur í harðri valdabaráttu fyrir væntanlega uppstokkun í forystusveit flokksins í haust. Bo átti sæti í stjórnmálaráði flokksins, æðstu valdastofnun hans, og búist hafði verið við að hann yrði skipaður í fastanefnd ráðsins sem tekur allar lykilákvarðanir í kínverskum stjórnmálum. Fallið er hátt HÖRÐ VALDABARÁTTA Lögmenn fjöl- skyldna þeirra sem biðu bana í fjöldamorðunum í Noregi fyrir ári mótmæltu því í gær að hljóð- upptaka af loka- yfirlýsingu fjöldamorðingj- ans hefur verið birt á netinu. Þýskur notandi setti upptökuna á Youtube og sagðist hafa fengið hana frá stjórnmálamanni í norska Framfaraflokknum sem fjölda- morðinginn var í um tíma. Dómstóll í Ósló hafði bannað birt- ingu hljóð- eða sjónvarpsupptakna á 45 mínútna langri lokayfirlýsingu fjöldamorðingjans, en heimilað birtingu textans. NOREGUR Upptöku á loka- yfirlýsingu mótmælt Fórnarlambanna minnst í Ósló. Lögreglumenn voru kallaðir út til að koma á lögum og reglu við hrað- banka í Ipswich á Englandi í fyrra- dag eftir að hann byrjaði að dæla út helmingi meiri peningum en við- skiptavinirnir báðu um. Til rysk- inga kom milli borgarbúa sem þyrptust að bankanum þegar þeir fréttu að hann dældi út „ókeypis peningum“ vegna tæknigalla og lögreglumenn héldu fólkinu í skefj- um á meðan starfsmenn bankans lagfærðu gallann. Hermt er að um 30 manns hafi hagnast á tæknigall- anum en ekki var ljóst hversu mikl- um peningum bankinn tapaði. ENGLAND Hraðbanki dældi út „ókeypis peningum“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.