Morgunblaðið - 27.07.2012, Page 24

Morgunblaðið - 27.07.2012, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Orð geta veriðdýr. Mörgdæmi eru þess að fornu og nýju. En þau hafa einnig aðra hlið. Orð hafa stundum mikið hreyfiafl jafnvel og geta virst vera ígildi lausnar á margbrotnum vandamálum sem búið er að henda ógrynni fjár til að leysa án sjáanlegs ár- angurs. Fréttir um þess háttar tilvik barst um heiminn í gær. Mario Draghi, seðlabankastjóri evr- unnar, hélt þá ræðu á fundi með fjárfestum í London. Mikil eftirvænting ríkti og rýnt var í hvert orð. Á bankastjóranum var eng- an bilbug að finna. Hann bað áheyrendur sína, sem voru þúsundfalt fleiri en rúmuðust í fundarsalnum, að vanmeta alls ekki pólitískan vilja leiðtoga Evrópusambandsins og Seðla- banka evrunnar (kallaður Seðlabanki Evrópu, sem er of í lagt) til að verja tilveru evr- unnar, hvað sem það kostaði. Evran lyti ekki lögmáli hverf- ulleikans. Bankastjórinn bætti því við að sú stofnun sem hann færi fyrir, S.E., yrði auðvitað að halda sig innan markaðra heimilda sinna. En í framhald- inu skilgreindi hann heimildir bankans á mun víðari hátt en gert hefur verið fram til þessa. Það væri jú eitt af verkefnum S.E. að tryggja það að lántöku- kostnaður einstakra aðildar- ríkja myntarinnar yrði ekki óeðlilega mikill. Þar sem þetta væri eitt af verkefnum bankans hefði hann þar með heimildir til að tryggja framgang þess verkefnis. Og það myndi hann gera. Mikill fögnuður greip um sig á mörkuðum við þessi orð bankastjórans, þegar þau urðu fleyg, sem var svo að segja samstundis. Lántökukostnaður Spánar lækkaði marktækt og verð hlutabréfa beggja vegna Atlantsála tók myndarlegan gleðikipp. Þarna sveiflaðist á augabragði til mikið fé, mælt í milljörðum evra eða dollara. Vera má að eitthvert hald verði í þeim bata og ekki er úti- lokað að hann aukist jafnvel enn þá meir. Það ræðst einkum af því hvort orðin reynast inn- stæðulaus eða hið gagnstæða, því að á daginn komi að þau séu sem höggvin í stein og standist skoðun. Það veltur því á miklu. Ef hið fyrra verður raunin er vafalaust að betra væri að bankastjórinn hefði stigið var- legar til jarðar en hann gerði. Fylgi hann orðum sínum eftir af afli og hafi til þess stuðning, til að mynda frá ráðamönnum Þýskalands, gætu þau haft verulega og jafnvel varanlega þýðingu. Reynslan sýnir að vissulega er hægt að tala upp efnahagslífið um hríð, en hún sýnir ekki síður vel að talið eitt dugar skammt. Rétt er í þessu tilviki að hafa hemil á gleði sinni, en vona það besta. Ræða Mario Draghi, seðlabankastjóra evrunnar, vakti vonir markaðsafla} Fundur vekur fögnuð Elín Hirst ritaðiathyglisverða grein í Morgun- blaðið í gær þar sem hún sagði frá samskiptum sínum við umsjónarmann fréttaskýringardálksins In- side China hjá dagblaðinu The Washington Times, Miles Yu. Hún hefur eftir honum að í Kína sé ekki til neitt sem heit- ir einkafjárfesting: „Allir þessir svokölluðu kínversku fasteignajöfrar sem fjárfesta á erlendri grundu eru háttsettir núverandi eða fyrrverandi embættismenn í kínverska kommúnistaflokknum. Hvert eitt og einasta þessara fjár- festingarfyrirtækja er með deild eða sellu í kínverska kommúnistaflokknum á bak við sig. Kínverska ríkis- stjórnin getur yfirtekið þessi fyrirtæki hvenær sem er.“ Tilefni þessara samskipta Elínar og Yu eru skrif Yu um Huang Nubo og orð sem sá lét falla um veikburða Íslendinga sem óttist návist við hinn sterka, unga mann. Einhver skoðanamunur hefur verið á því hvernig nákvæmlega eigi að þýða orð Huangs Nubos, en viðhorfið er samt nægilega skýrt, hvort sem hann sagði Íslendinga „veika“ eða „veik- geðja“. Skoðun Huangs Nubos á sjálfum sér og Íslendingum er þó ekki meginatriðið, heldur hitt, að nauðsynlegt er fyrir Íslendinga að vita um hvað er að ræða þegar Kínverji með aðgang að miklu fé vill gerast umsvifamikill hér á landi og ná yfirráðum yfir stórum hluta Íslands. Sé það svo að hann sé beinn eða óbeinn útsendari kínverskra stjórnvalda, sem margt bendir til, hljóta íslensk stjórnvöld að horfa til þess þegar þau taka afstöðu til áformanna. Líta verður til tengsla kínverskra fjárfesta og kín- verskra stjórnvalda} Um kínverska fasteignajöfra Á rið var 1984. Allra leiðir lágu á útihá- tíðina Gaukinn í Þjórsárdal um verslunarmannahelgina, þar sem hljómsveitirnar Lótus og Bara- flokkurinn lofuðu stanslausu stuði. Hver gat staðist svo fögur fyrirheit? Unglingahópur hélt af stað. Fjórtán, bráðum fimmtán og flest að fara í fyrsta sinn í útilegu án foreldra. Í farangrinum grænar og glamrandi brennivínsflöskur. Foreldrarnir grunlausir, gott ef þeim var ekki talin trú um að ferðinni væri heitið á Bindindismótið í Galtalæk. Eins og maður ætti eitthvert erindi þangað! Í rútunni á leiðinni á gleðihátíðina Gaukinn fræddu lífsreyndari ungmenni okkur nýgræð- ingana um þær hættur sem biðu okkar. Maður átti til dæmis aldrei að vera einn, sérstaklega ekki ef maður var stelpa. Svo var gott að skiptast á um að vera ofurölvi, svo að einn í hópnum gæti passað upp á hina. Alls ekki deyja áfengisdauða úti í móa og alls, alls ekki láta setja sig í dauðatjaldið (þar sem áfengisdauðum ungmennum var safnað saman og þau látin sofa út sér). Hvers vegna allar þessar lífsreglur? Jú, stelp- um var nefnilega nauðgað á svona hátíðum og það eina sem virtist vera hægt að gera til þess að koma í veg fyrir það var að passa upp á sig og sína. Sem betur fer komust ungmennin sem hér um ræðir ósködduð frá helginni. Tveimur árum síðar. Í sumarstarfi í frystihúsi. Þrír vörpulegir ungir menn gengu vasklega inn í matsal frysti- hússins á mánudagsmorgni. Þögn sló á mannskapinn, en síðan upphófst kröftugt lófaklapp, gott ef ekki var stappað í gólf og blístrað til að auka á fagn- aðarlætin. Um helgina hafði sumarstarfsfólk frystihússins gert sér glaðan dag og farið í úti- legu, undirrituð hafði ekki farið með og kom því af fjöllum þegar piltunum var hrósað fyrir góða frammistöðu um helgina. Afrekið fólst í því að þeir höfðu allir misnotað ástand áfengisdauðrar unglingsstúlku fyrir framan vinnufélaga sína og uppskáru fyrir vikið mikla aðdáun þeirra sem á horfðu. Enginn þorði að segja neitt, hvað þá að kalla þetta athæfi nauðgun. Sem þetta var. Sem betur fer heyrðu svona atvik til und- antekninga. Þau gera það líka núna. Það sem hefur breyst er umræðan og meðvitundin í samfélaginu. Við vitum að það skiptir ekki höf- uðmáli í þessu sambandi hversu vel eða illa fólk passar upp á sjálft sig. Við vitum að ábyrgðin er gerandans. Við vitum líka að fræðsla og forvarnir skipta miklu máli. Við vitum svo miklu meira núna, þökk sé öfl- ugu og óeigingjörnu starfi samtaka á borð við Stígamót. Það er gott til þess að vita fyrir okkur öll, hvort sem við ætlum að fara á útihátíð um verslunarmannahelgina eða hafa það gott heima í stofu, að skipuleggjendur hátíðanna eru vel meðvitaðir um þá ábyrgð sem felst í því að standa fyrir slíku hátíðahaldi. Með forvarnaverkefninu Bleiki fíll- inn á Þjóðhátíð spyrja Eyjamenn: „Vill nokkur vera nauðgari?“ Skilaboðin gætu ekki verið skýrari; við líðum þetta ekki. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Við vitum svo miklu meira núna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is V onir standa til að búið verði að skipta út 17 ára gömlu geislatæki Land- spítalans fyrir nýtt inn- an tveggja ára og að spítalinn eignist þriðja slíkt tæki á næstu tíu árum. Tækin tvö, sem nú eru í eigu spítalans, anna enn sem komið er þörfinni fyrir geisla- meðferðir vegna krabbameins en líkur eru á að bilanir eldra tækisins verði tíðari og erfiðari viðfangs á næstu árum og hætta er á að upp komi sú staða að tækið bili, þannig að ekki borgi sig að gera við það. Þá hefur tækninni fleygt fram og tími til kominn að fjárfesta í nýju tæki sem býður upp á möguleika á nýjum meðferðum. Þetta segir Jakob Jóhannsson, yfirlæknir geislameðferðar krabba- meina á Landspítalanum, en sú staða kom upp í síðustu viku að bæði geislatækin, svokallaðir línuhraðlar, voru biluð á sama tíma. Línu- hraðlarnir eru notaðir við meðferð og lækningu krabbameina en Jakob segir bilanir í tækjunum yfirleitt standa stutt yfir og góður stöðug- leiki sé í þjónustunni, þrátt fyrir ald- ur tækjanna. Fleiri meðferðarmöguleikar „Eftirlit með tækjunum er mjög gott,“ segir Jakob. „Ef eitthvað kemur uppá þá kemur tæknimaður um leið og langoftast er hægt að koma tækinu aftur af stað innan eins til tveggja klukkutíma,“ segir hann. Stærri bilanir hafi orðið en þá hafi sjúklingar verið fluttir á milli tækja. Jakob segir þó slæmt þegar bæði geislatækin bili á sama tíma og að menn vilji ekki að sú staða komi upp á næstu árum að eldra tækið hrein- lega gefist upp og vilji vera búnir að skipta því út fyrir nýtt áður. Í þarfagreiningu fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut frá 2006 var gert ráð fyrir að þörf myndi skapast fyrir þriðja línuhraðalinn fyrir 2010. Jakob segir þetta ekki hafa gengið alveg eftir, enn sem komið er dugi tækin tvö til að sinna þörfinni en í nágrannalöndunum sé gjarnan miðað við eitt slíkt tæki á hverja 100-150.000 íbúa. Nýtt tæki, í stað þess sem er orðið sautján ára og verður tekið úr notkun, myndi hins vegar bjóða upp á fleiri meðferðar- möguleika. „Auðvitað viljum við halda áfram að þróa okkur og það er til önn- ur tækni sem er mjög nákvæm, þar sem við gefum mjög háan geisla- skammt á mjög lítið svæði. En til þess þurfum við þetta nýja tæki og ef það verður mikil notkun á slíkri nákvæmri geislameðferð, þurfum við líka að koma sjúklingum í venjubundna með- ferð og þá fer þetta kannski að verða spurning um að það verði þörf á að fá þriðja tækið,“ segir Jakob. Bilanirnar hættulausar Engir biðlistar eru eftir geisla- meðferðum við krabbameini en Jakob segir ákveðna toppa verða í aðsókn einu sinni á ári eða á tveggja ára fresti. Því hafi verið mætt með því að taka upp vaktafyrirkomulag í nokkrar vik- ur en einhugur hafi verið um það með- al starfsfólks að taka heldur á vand- anum þannig en að taka upp biðlista. Um 50 sjúklingar gangast undir geislameðferð á hverjum degi, um helmingur undir læknandi meðferð og helmingur líknandi meðferð eða með- ferð vegna einkenna, s.s. verkja. Jak- ob ítrekar að öryggi skipti spítalann miklu máli og að bilanirnar í tækj- unum séu fólki algjörlega hættulausar. „Það er fylgst mjög vel með tækjunum og þau eru alltaf yfirfarin á hverjum degi. Og ef eitthvað kemur upp er stutt í þann sem tekur að sér að skoða tækið og koma því aftur af stað. Þann- ig að ég myndi segja að öryggið sé mjög gott,“ segir Jakob. Þarf nýtt tæki áður en hið gamla gefst upp Morgunblaðið/Ómar Endurnýjun Gert er ráð fyrir að nýtt tæki muni kosta um 400 milljónir. Geislatæki Landspítalans eru átta og sautján ára göm- ul og segir Björn Jónsson, deildarstjóri heilbrigðis- og upplýsingatæknideildar, að lengi hafi staðið til að skipta því eldra út en ekki fengist til þess fjárveitingar. Hann segir þriðja tækið ekki í um- ræðunni í dag. Í þarfagreiningu fyrir nýj- an Landspítala við Hring- braut frá 2006 var því spáð að geislameðferðum við krabbameini myndi fjölga úr 9.352 árið 2005 í 11.409 ár- ið 2025 og að þörf yrði á fjórum línuhröðlum 2025 til að mæta þessari aukingu. Athygli vekur að í fyrr- nefndum greiningargögnum kemur einnig fram að reynslan sýni að við bygg- ingu nýrra spítala hafi venjulega ekki verið hægt að uppfylla nema 25% af tækjaþörf nýja spítalans með þeim tækjabúnaði sem til er fyrir. Nýr spítali, ný tæki? TÆKJABÚNAÐUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.