Morgunblaðið - 27.07.2012, Síða 25

Morgunblaðið - 27.07.2012, Síða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 Litbrigði lífsins Ólafur Ragnar var heldur grár þar sem hann birtist ljósmyndara Morgunblaðsins á milli tveggja litríkra stúlkna í gærkvöldi í London, en bindið í fánalitunum gerði þó gæfumun- inn. Ólafur Ragnar var viðstaddur móttökuhátíð fyrir íslenska hópinn sem tekur þátt í Ólympíuleikunum en alls keppa 27 íþróttamenn fyrir Íslands hönd. Leikarnir verða settir í dag. Golli Formaður Sjálf- stæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hefur bent á þá staðreynd að ríkisstjórninni hafi al- gerlega mistekist að koma böndum á fjár- mál íslenska ríkisins. Þessi yfirlýsing for- manns Sjálfstæðis- flokksins hefur komið illa við stjórnarmeiri- hlutann, enda passar hún ekki inn í þá glansmynd sem reynt er að draga upp um stöðu efnahagsmála hér á landi. Uppsafnaður halli ríkissjóðs er nú veruleg ógn við efnahag þjóð- arinnar. Staðan er sú að við greidd- um um 66 milljarða á síðasta ári í vexti af þessum uppsöfnuðu skuld- um ríkissjóðs og enn bætist í. Til samanburðar má nefna að heildar- útgjöld ríkissjóðs eru rúmlega 500 milljarðar og þar af renna tæpir 40 milljarðar til reksturs Landspítalans og Háskóli Íslands þarf um 15 millj- arða svo dæmi séu tekin um einstaka útgjaldaliði. Augljóst er að ekki verður haldið lengra áfram á þessari braut í rekstri ríkissjóðs, áframhald- andi skuldasöfnun mun stórskaða efnahag þjóðarinnar. Rök stjórnarliða Tvennt hefur einkum verið notað sem rök fyrir því að taka ekki fastar á rekstri ríkissjóðsins. Annars vegar það að ekki sé hægt að skera meira niður í rekstri ríkisins, nú þegar hafi verið skorið inn að beini og frekari niðurskurður óásættanlegur. Hins vegar er því haldið fram að ekki sé skyn- samlegt að skera niður rekstur ríkisins vegna stöðu efnahagsmála. Er af hálfu talsmanna þess sjónarmiðs því meðal annars haldið fram efnahagskreppa Evrópu sé að dýpka vegna harkalegs nið- urskurðar á ríkisútgjöldum. Ekki hægt að skera niður? Á árunum fyrir hrun viðskipta- bankanna jukust ríkisútgjöld stór- kostlega. Framlög til heilbrigðis-, velferðar- og menntamála jukust um tugi prósenta að raunvirði á þessum árum. Má reyndar af þeirri stað- reynd sjá hversu galin fullyrðing það er að þjóðfélaginu hafi á þeim árum verið umturnað í nafni frjálshyggju. En í ljósi þess hversu hratt og mikið rekstur hins opinbera þandist út á árunum fyrir hrun hljóta nú að vera tækifæri til að spara meira en gert hefur verið. Á það ekki hvað síst við nú, þegar efnahagur þjóðarinnar og ríkisins hefur veikst svo mjög sem raun ber vitni. Kjarni málsins er hins vegar sá, að ef við náum ekki að tökum á skuldastöðunni þá nær hún tökum á okkur. Eftir því sem skuld- irnar aukast, sama hvernig þær eru tilkomnar, eykst vaxtabyrðin. Geta okkar til að standa undir skuldunum er takmörkuð. Það er sama hversu mjög sem menn óska þess að geta boðið upp á opinbera þjónustu, þá verður sú staðreynd ekki umflúin að sami peningurinn verður ekki not- aður tvisvar. Því fleiri krónur sem fara í vexti, því færri krónum getum við ráðstafað til menntunar, heil- brigðis- og velferðarmála. Því er það svo að þeir sem í nafni velferðarkerf- isins neita að takast á við skulda- vanda ríkissjóðs eru í rauninni að grafa undan velferð framtíðarinnar. Sú afstaða, en ekki skynsamlegt að- hald, er mesta ógnunin við þá velferð sem við Íslendingar óskum okkur. Er hallarekstur skynsamlegur? Þeirri skoðun, að það sé rangt af ríkisstjórnum Evrópu að draga harkalega úr ríkisútgjöldum við nú- verandi aðstæður hefur vaxið nokk- uð fiskur um hrygg. Því er haldið fram að þegar kreppir að í efnahags- lífinu eigi ríkið að auka útgjöld sín, fremur en hitt. Þessi nálgun er auð- vitað ekki ný af nálinni og um hana hægt að skrifa langt mál. Vissulega má færa fyrir því rök að stöndugir ríkissjóðir geti við sérstakar að- stæður hjálpað efnahagslífinu með því að auka útgjöld tímabundið, einkum með fjárfestingum í inn- viðum samfélagsins s.s. vegum og höfnum. Þó er það umdeilanleg skoðun. En vandi Evrópu um þessar mundir er fyrst og síðast of miklar skuldir; of miklar skuldir einstakra ríkissjóða og of miklar skuldir banka. Skuldavandinn er tilkominn vegna þess að útgjöld ríkissjóðanna eru meiri en tekjurnar og vaxta- kostnaður og afborganir sliga alla efnahagsstarfsemina. Þess vegna verða þessi ríki að skera niður, sama hversu sársaukafullt það reynist þeim. Skuldavandinn verður ekki leystur með auknum skuldum, of- drykkja ofan í timburmenn er ekki úrræði sem þeir hjá SÁÁ mæla með. Röng efnahagsstefna Efnahagsstefna ríkisstjórnar- innar einkennist af hallarekstri rík- issjóðs, skattahækkunum, áherslu á aukna einkaneyslu, litlum fjárfest- ingum og óleystum gjaldeyris- höftum. Þessu til viðbótar er sú póli- tíska óvissa sem ríkisstjórnin hefur skapað um marga grunnþætti sam- félagins. Sjálf stjórnarskráin er upp í loft, orkunýtingin í sjálfheldu, rekstrarumhverfi sjávarútvegsins í óvissu og svo má áfram telja. Verð- bólga, minnkandi kaupmáttur ráð- stöfunartekna og of lítill og ósjálf- bær hagvöxtur eru óhjákvæmilegir fylgifiskar þessarar stefnu. Það sem hefur bjargað okkur er aukinn þorsk-, loðnu- og makrílafli, aukinn straumur ferðamanna, hátt álverð og sú staðreynd að ríkissjóður var nærri skuldlaus við hrun viðskipta- bankanna og ekki var gerð tilraun til að bjarga þeim með fjármunum al- mennings. Efnahagsstefna ríkis- stjórnarinnar hefur ekki náð að koma í veg fyrir jákvæðar afleið- ingar af þessum þáttum. Dómur reynslunnar Ég hef áður bent á athyglisverðar niðurstöður rannsóknar sem pró- fessorar í hagfræði við Harvard há- skóla birtu árið 2009. Í þeirri rann- sókn voru borin saman viðbrögð 21 ríkja við kreppum allt frá árinu 1970. Um var að ræða 91 tilvik, annars vegar þar sem stjórnvöld brugðust við kreppu með því að auka ríkisút- gjöld og hins vegar með því að draga úr ríkisútgjöldum og lækka skatta. Niðurstöðurnar voru afgerandi. Efnahagsbatinn kom fyrr fram í þeim ríkjum sem lækkuðu skatta og skáru niður ríkisútgjöldin. Það sem meiru skipti, efnahagsbatinn í þeim ríkjum var betur grundvallaður, hann varð meiri og haldbetri en hjá þeim sem reyndu að leysa vandann með því að auka ríkisútgjöld. Verðum að breyta um stefnu Efnahagsstefna okkar Íslendinga á að taka mið af þessu. Ríkissjóður þarf að vera rekinn með afgangi þannig að hægt sé að byrja að borga niður skuldir og spara þannig vaxta- greiðslur. Skattar þurfa að lækka, bæði á fólk og fyrirtæki. Það mun hvetja til framtaks og hagvaxtar. Nýta þarf á sjálfbæran hátt auðlind- ir landsins, eyða þarf pólitískri óvissu um rekstrarumhverfi fyrir- tækja og afnema þarf gjaldeyris- höftin. Takist okkur þetta, og þetta er vel hægt, mun jafnt og þétt verða hægt að bæta lífskjör almennings. En það skiptir ekki síður máli að þetta er eina leiðin til þess að verja sjúkrahúsin, elliheimilin, skólana og aðra þá þjónustu sem samstaða er um að ríkið eigi að fjármagna úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Eftir Illuga Gunnarsson » Því fleiri krónur sem fara í vexti, því færri krónum getum við ráð- stafað til menntunar, heilbrigðis- og velferðarmála. Illugi Gunnarsson Höfundur er alþingismaður. Skuldir ríkisins og lífskjör þjóðarinnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.