Morgunblaðið - 27.07.2012, Side 26

Morgunblaðið - 27.07.2012, Side 26
26 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 HÁDEGISMATUR Í FYRIRTÆKI OG STOFNANIR VINSÆLT - HEILSUBAKKAR Heilsubakkar eru réttir sem samanstanda af léttu fæði Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Fjölbreyttur matseðill og valréttir alla daga Við sendum hádegismat í bökkum og kantínum til fyrirtækja og stofnana alla daga ársins. Boðið er upp á sjö valrétti á virkum dögum: Tvo aðalrétti, þrjá aukarétti, heilsurétt og ávaxtabakka. Aðalréttirnir eru breytilegir frá degi til dags. Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is Í ávarpi sínu á Skálholtshátíð sagði nýi biskupinn okkar að Skálholts- dómkirkja léti engan ósnortinn. Þetta er satt, og víst er að enginn fór ósnortinn það- an sunnudaginn 22. júlí. Hátíðardag- skráin var eins og staðnum hæfði, fjölbreytt, hátíð- leg, alþýðleg og vönduð. Í máli biskups og vígslu- biskups kom fram að þau bæði hafa mikinn metnað fyrir Skálholti og vilja gera veg staðarins sem mestan og bestan, í sátt við heimafólk í sveitinni og landsmenn alla og í sam- ræmi við sögu staðarins og stöðu Skálholts gegnum aldirnar. Ræður beggja þessara andans manna, Agnesar biskups og Kristjáns Vals vígslubiskups, blésu viðstöddum í brjóst gleði yfir stundinni og staðn- um, þakklæti fyrir liðna tíð og gengnar kynslóðir og bjartsýni á framtíðina. Það er mikil gæfa fyrir okkur hér í Tungunum að fá þau hjónin Kristján Val og Margréti Bóasdóttur aftur í sveitina okkar, eftir nokkra fjarveru. Margrét söng nokkur lög við þetta tækifæri og gerði það af einstakri snilld. Túlkun hennar á söngvum gamla Bachs og Dvoraks var ógleymanleg, yfirveg- uð, þétt og fáguð. Þá tók Jón Bjarna- son orgelið til kostanna. Það var eins og Mozart væri sjálfur kominn með sinn gráa makka og villta fas, eða skagfirskur stórbóndi á trylltum stóðhesti færi með himinskautum, yfir óravíddir öræfanna. Já, það var gaman í Skálholti og bjart yfir fólkinu sem gekk út úr kirkjunni, út í milda sunnlenska suddann sem við þekkjum svo vel. Að baki Skálholtshátíð liggur mikil vinna í undirbúningi og þótt þar hafi margir komið að verkum hefur ábyrgðin auðvitað hvílt á herðum vígslubiskupsins. Hann og hans fólk komst afskaplega vel frá þessu verk- efni og á fyrir það skilið heiður og lof og þökk. Það er líka gaman að koma að Skálholtsstað, þar sem öllu er skín- andi vel við haldið; túnin, húsin, hlöðin. Allt er þetta í fallegu sam- ræmi við umhverfið og ber vott um umhyggju þeirra sem halda staðinn og starfa þar. Það er bara hrófið hún Þorláksbúð sem stingur í stúf, og fer ótrúlega illa við allt sem fyrir er. En líka þar hefur samt verið unnið af mikilli alúð og metnaði. Handverkið í því húsi er vandað og fagurt. Það lofar meistarann, þjóðhagasmiðinn Gunnar Bjarnason. Það er slysalegt að ekki var betur grundað þetta verk, áður en lagt var af stað. ÖRN ERLENDSSON, nágranni og unnandi Skálholts- staðar. Skálholtshátíð 2012 Frá Erni Erlendssyni Örn Erlendsson Er þessi ríkisstjórn Íslands öllum heillum horfin og ófær um að gera neitt nema rangt? Fyrsta hreinrækt- aða vinstristjórnin, er hefur að vísu breyst oftar en margir muna og er nú sennilega orðin verðug þess að virðast sú stjórn sem lent hefur í verstum ógöngum Íslandssögunnar í lifandi minningu. Er þó þar langt til jafnað. Einkennilegt er það, hversu flest- ar ákvarðanir og síðan aðgerðir obba alls þessa ágæta fólks, hafa reynst íþyngjandi og misráðnar, ef ekki beinlínis varhugaverðar, líkt og um- sóknin að Evrópusambandinu, Ice- save-klúðrið og aðförin að sjávar- útveginum (vonandi er hún ekki óafturkræf). Almennt lífsreynsluleysi virðist einna helst vera það sem hrjáir báða stjórnarflokkana, hafandi innan sinna vébanda helst til marga „aka- demíska“ álitsgjafa og ráðasmiði (spunameistara) – sem aldrei hafa barist um í eigin atvinnurekstri. Hafa aldrei upplifað geiginn sem getur fylgt ábyrgðinni varðandi út- borgun launa og launatengdra gjalda á réttum tíma. Ekki heldur lent í að efast um loforð aðila sem kunnir eru að kæruleysi, þótt ábyrgð þeirra ætti að vera virkari stöðu sinnar vegna. Vegna eigin reynsluleysis get ég trauðla minnst á hina æðstu og erf- iðustu ábyrgð stórforstjóra, stjórn- arformanna stofnana og embættis- manna ýmissa, manna, þá ekki síst kvenna, sem hafa lagt á sig langt og erfitt framhaldsnám, yfirleitt erlend- is – og hafa við það öðlast víðari sýn og reynslu en við almúgafólkið al- mennt. Slíkum ber auðvitað að umb- una alveg sérstaklega og varla þyrfti fólki að þurfa að blöskra, þótt launa- tekjur sumra sérfræðinganna fari fram úr forsætisráðherranum – sem hefur nú þrátt fyrir allt ekki svo há laun á heimsmælikvarða, er mér tjáð af langferðalöngum. Hver og einn einstaklingur, hvaða ábyrgð sem hann hefur, verður að koma fram af heilindum (les: heið- arleika), eigi þjóðfélagið að vera heil- brigt til framtíðar. PÁLL PÁLMAR DANÍ- ELSSON, leigubílstjóri. Lengi enn gæti vont versnað Frá Páli Pálmari Daníelssyni Ég held að ég hafi fundið lausn á líf- eyrisvandanum, sem nú er að tröll- ríða Evrópu. Lífeyrissjóður opinberra starfs- manna er „tryggður“, sem kallað er. Það ku ekki kunna góðri lukku að stýra, en hvað skeður þegar ótryggðu lífeyrissjóðirnir bregðast? Þá tekur Tryggingastofnun við. Hvað skeður þegar eftirlaunaald- ur er hækkaður? Færri störf verða í boði fyrir þá, sem aldrei hafa fengið tækifæri til að læra að vinna? Fleiri lenda á atvinnuleysisbótum eða framfærslu sveitarfélaga. Hvernig væri að stofna einn sam- tryggingarsjóð allra Íslendinga, sem allir greiddu í eftir efnum? Þá myndu sparast laun og bónusar ótal stjórnenda, sem fá bónus, þótt þeir tapi milljörðum af vörslufé núver- andi sjóða. Úr þessum samtrygging- arsjóði ættu allir að fá jafnt, hvort, sem þeir hefðu lagt inn lítið eða mik- ið. Þetta mundi hvetja þingmenn, ráðherra og forseta til að vinna af heilindum að jöfnuði í þjóðfélaginu. Með þessu mundi afætum þjóð- félagsins, bónusþegum, fækka. Í framhaldinu mætti svo fækka bönk- um, en jafnframt þyrfti að sjá til þess, að allir landsmenn nytu sömu þjónustu óháð búsetu. Engir yrðu settir á atvinnuleysis- skrá, hvorki fjármálamenn né verka- menn. Allir fengju sömu atvinnu- leysisbætur fyrir að vinna atvinnubótavinnu, sem gæti falist í hverju sem væri, allt frá áætlana- gerð til þess að grafa göng eða und- irbyggja vegakerfið með haka og skóflu. ÞÓRHALLUR HRÓÐMARSSON, Hveragerði Lausn lífeyrisvandans Frá Þórhalli Hróðmarssyni Kunningi minn sagði mér af reynslu sinni af aukaverkun þegar 12 mánaða dóttir hans var bólusett. Eftir bólu- setninguna fór hún að ganga og tala! Ég út- skýrði fyrir honum að þessir atburðir tengd- ust ekki bólusetning- unni, nema hugsanlega á óbeinan hátt með því að veita dóttur hans vörn gegn hættulegum smitsjúkdómum og stuðla þannig að heilbrigði og eðlileg- um þroska. Þegar rætt er um öryggi bólusetn- inga er mikilvægt að greina á milli at- vika sem rekja má til bóluefnisins sem notast er við, og hins vegar at- vika sem verða á lífsleiðinni og hafa ekkert með bólusetningu að gera. Sem dæmi má nefna að þegar tíu milljón konur eru bólusettar með 0,5 ml af saltvatni (lyfleysa), segir töl- fræðin okkur að um 84 fái bólgur í sjóntaug og um 16.000 missi fóstur. Það eru líka tölfræðilegar líkur á að einhverjar kvennanna látist á fyrstu vikum eftir bólusetninguna. Heil- brigðisstarfsfólki er skylt að tilkynna um aukaverkanir bólusetninga. Atvik sem upp kæmu í tengslum við þessa bólusetningu yrðu því skráð í gagna- grunna á vegum heilbrigðisyfirvalda. Í framhaldinu er hvert atvik skoðað með tilliti til hugsanlegra tengsla við bóluefnið. Stundum má flokka atvik sem aukaverkun af bólu- setningunni en í þessu tiltekna dæmi tengjast atvikin henni ekki á neinn hátt. Þau gerast á sama tíma og er bólu- sett, en bóluefninu er ekki um að kenna. Við viljum helst hafa svör og skýringar við öllu sem hendir í lífinu og geta bent á or- sakavald sem hægt er að skella skuldinni á eða forðast. Þetta eru eðlileg viðbrögð, en í lífinu er það ekki alltaf hægt. Flestar bólusetningar geta valdið vægum aukaverkunum eins og hita, roða og þrota á stungustað, tíma- bundinni vanlíðan og niðurgangi. Yf- irlið hjá unglingum eru einnig þekkt aukaverkun. Alvarlegar aukaverk- anir bólusetninga (t.d. ofnæmi) eru mjög fátíðar en geta sést hjá u.þ.b. einum af hverjum 500.000-1.000.000 bólusettum. Hugsanlegur skaði af bólusetningu er því margfalt minni en sá skaði sem hlýst af sjúkdómnum sem bólusetningin kemur í veg fyrir. Mislingar, rauðir hundar, hettusótt, kíghósti, barnaveiki, lömunarveiki, heilahimnubólga af völdum baktería og leghálskrabbamein, eru allt alvar- legir sjúkdómar sem hægt er að koma í veg fyrir, jafnvel útrýma í vissum tilvikum, með bólusetningum. Það eru því góðar og gildar ástæð- ur fyrir því að bólusetja. Einstakling- urinn er ónæmur fyrir sjúkdómum sem um ræðir eða er í miklu minni hættu á að veikjast. Í öðru lagi dreg- ur bólusetningin úr smithættu sem gerir allt samfélagið öruggara gegn smitsjúkdómum, sérstaklega fyrir þá einstaklinga sem ekki er ráðlagt að bólusetja af læknisfræðilegum ástæðum, svo sem nýbura og mjög veika einstaklinga. Hjarðónæmi er það kallað þegar bólusettir ein- staklingar veita óbólusettum vörn. Til að þessi vörn hafi tilætluð áhrif þurfa um 85% til 95% einstaklinga að vera bólusettir. Á vefnum rennur ætluð skaðsemi bóluefna saman við nýaldarhug- myndir um ætlað heilbrigði – og óheilbrigði hinna ýmsu matvæla og lifnaðarhátta, við hálfsannleika og við fjarstæðukenndar samsæris- kenningar af ýmsu tagi. Staðreyndin um bólusetningar er að þær eru eitt skynsamlegasta úrræði sem heil- brigðisstarfsfólk getur boðið upp á til að vernda börn og fullorðna gegn al- varlegum sjúkdómum. Þeim fylgja stundum tímabundin óþægindi og aukaverkanir sem eru vægar miðað við þann ávinning sem einstaklingur og samfélag fær notið. Það er í okkar innsta eðli að vernda börnin okkar, en að neita þeim um bólusetningar vegna ímyndaðrar hættu, er ekki þeim í hag. Nánari upplýsingar um bólusetn- ingar má finna á heimasíðu land- læknisembættisins (http://landlaekn- ir.is/pages/855). Nánari upplýsingar um eiginleika bóluefna og innihalds- efni þeirra má finna í fylgiseðlum með bóluefnum og á vef Lyfjastofn- unar, http://serlyfjaskra.is/ Hvers vegna bólusetning? Eftir Hjörleif Þórarinsson » Staðreyndin um bólusetningar er að þær eru eitt skyn- samlegasta úrræði sem heilbrigðisstarfsfólk getur boðið upp á. Hjörleifur Þórarinsson Höfundur er lyfjafræðingur og fram- kvæmdastjóri GlaxoSmithKline ehf. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.