Morgunblaðið - 27.07.2012, Síða 28

Morgunblaðið - 27.07.2012, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 ✝ Guðrún Sig-urjónsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 24. júní 1917. Hún lést á Sólvangi í Hafn- arfirði 19. júlí sl., 95 ára. Foreldrar Guð- rúnar voru Sigur- jón Gunnarsson, frá Gunnarsbæ í Hafn- arfirði, f. 19.5. 1880, d. 16.5. 1967 og Jónfríður Halldórsdóttir frá Grundum í Kollsvík, f. 22.10. 1882, d. 16.1. 1969. Guðrún var ásamt tvíbura- bróður sínum, Haraldi, yngst níu systkina, auk þess átti hún tvö hálfsystkini. Öll syskini hennar eru látin. Árið 1943 giftist Guðrún, Karli Kristjánssyni frá Borg- arnesi, f. 8.4. 1909, d. 26. maí, 1982. Heimili þeirra var alla tíð í Reykjavík. Þau eignuðust þrjá syni; 1. Hilmar, f. 8.9. 1944, eig- Lilja Guðrún. c. Kristín Rós og d. Kristrún. Guðrún ólst upp í foreldrahúsum, að Hverfisgötu 45 í Hafnarfirði, og gekk í Barnaskóla Hafnarfjarðar. Þar naut hún m.a. kennslu og vin- áttu Friðriks Bjarnasonar tón- skálds, sem hvatti hana til söng- iðkunar. Guðrún fór ung í vist eins og þá tíðkaðist gjarnan meðal ungra stúlkna, og flutti til Reykjavíkur. Síðar hóf hún störf á ljósmyndastofu Sigurðar Guð- mundssonar í Reykjavík, en hætti þar þegar hún giftist. Guð- rún og Karl bjuggu lengst af í húsi því, sem þau byggðu í Heið- argerði 78 í Reykjavík. Guðrún var lengi heimavinnandi hús- móðir, en vann líka um tíma hlutastarf í Dósaverksmiðjunni í Reykjavík. Seinna varð hún dag- móðir nokkurra barnabarna sinna, og vann við þrif á tann- læknastofu Magnúsar Gísla- sonar í mörg ár. Auk þess gat Guðrún sér gott orð fyrir prjónaskap og dúkkur sem hún prjónaði eru vinsælar hjá mörg- um börnum. Útför Guðrúnar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, föstu- daginn 27. júlí 2012, og hefst at- höfnin kl. 13. inkona hans er Kristín Ingvadóttir, dóttir þeirra er Þóra, 2. Þorleikur, f. 9.10, 1945, eigin- kona hans er Ás- laug Hringsdóttir, dætur þeirra eru a. Guðrún Íris, var gift Jóhanni G. Thorarensen, þau skildu. Dætur þeirra eru: Snædís Ósk, Agnes Eir og Rakel Dögg. b. Þórdís Eva, gift Sævari Þór Krist- inssyni. Börn þeirra eru: Elva Áslaug, Þorleikur Logi og Anna Fía. 3. Kristján, f. 13.3 1949, Fyrri eiginkona hans var Valdís Óskarsdóttir, þau skildu. Sonur þeirra er a. Karl Vikar. Seinni eiginkona hans var Þórdís Krist- insdóttir, þau skildu. Dætur þeirra eru b. Katla, gift Gunnari Magnússyni. Börn þeirra eru: Kristján, Gunnhildur Hekla, og Það er svo óendanlega margt gott um hana Guðrúnu Sigurjóns- dóttur að segja. Ég var heldur feimin þegar ég hitti tilvonandi tengdamóður mína í fyrsta sinn. En Guðrún var svo vingjarnleg og látlaus í framkomu að feimnin hvarf fljótt, og með tímanum urðum við góðar vinkon- ur. Það var gott að eiga Guðrúnu að, eftir að við Þorleikur giftumst og eignuðumst dæturnar. Móðir mín var látin þegar eldri dóttir okkar fæddist, og því var það ómetanlegt að eiga bakhjarl í góðri tengdamóður. Og ekki var síður dýrmætt hve fús Guðrún var til að gæta dætra okkar, sem voru jafn elskar að ömmu sinni og hún að þeim. Guðrún var mjög ljóðelsk og kunni kynstrin öll af ljóðum og þulum utanbókar, og söng mikið fyrir barnabörnin sín. Sumt af því sem Guðrún kenndi dætrum mín- um, kenndu þær síðar sínum börnum. Oft ljómuðu brúnu augun hennar Guðrúnar þegar fjölskyld- an kom saman og langömmubörn- in sungu eitthvað kunnuglegt. Börnunum þótti mjög vænt um langömmu sína, og báru virðingu fyrir aldri hennar. Guðrún hann- aði og prjónaði brúður sem hún gaf mörgum, og voru seldar hjá Íslenskum heimilisiðnaði. Tvær þeirra varðveitir Byggðasafn Hafnarfjarðar. Guðrún var húsmóðir af lífi og sál, og taldi ekki eftir sér að dekra við Karl bónda sinn og syni þeirra þrjá. Hún var heimakær en mjög félagslynd, og naut þess að vera innan um fólk og spjalla. Einstak- lega velviljuð, bóngóð og óeigin- gjörn kom hún sér allstaðar vel. Ef ég ætti að finna eitthvað að Guðrúnu, væri það helst að hún var ekki nógu kvartsár. Maður vissi sjaldnast ef eitthvað var að, fyrr en það var afstaðið. Hún þraukaði bara, og vildi engan ónáða. 88 ára gömul þurfti Guðrún að undirgangast erfiða legnámsað- gerð. Það tók á. En ótrúlegt en satt; 10 dögum eftir aðgerðina mætti Guðrún í áttræðisafmæli mágkonu sinnar. Þegar Karl tengdafaðir minn lést, fyrir réttum 30 árum, sýndi Guðrún af sér einstaka yfirvegun og æðruleysi. Sorgin var þung en sálarstyrkurinn ótrúlegur. Þegar Guðrún flutti úr húsinu, sem Karl hafði reist þeim í Heiðargerði, fór hún í íbúð í Stóragerði. Seinna keypti hún minni íbúð í nýju húsi fyrir eldri borgara við Sléttuveg. En áður en hún flutti þangað, hafði hún viðkomu hjá okkur Þor- leik í Mosfellsbænum í rúmt ár, og lét fara lítið fyrir sér. Þegar heilsu hennar fór að hraka og henni fannst hún ekki lengur geta búið ein, óskaði Guð- rún eftir að komast á Sólvang í Hafnarfirði. Í Hafnarfirði hafði hún fæðst og alist upp, og að hennar mati komst enginn staður í hálfkvist við Hafnarfjörð. Guð- rún dvaldi á Sólvangi síðustu 10 æviár sín. Þar var hún sátt, en þótti góð tilbreyting að dvelja hjá okkur Þorleik yfir páska- og jólahátíðir. Guðrún var alla tíð elskuð og mikilvæg persóna í fjöl- skyldu okkar, og lifir áfram í hug- um okkar og hjörtum. Áslaug. Mig langar að minnast elsku- legrar tengdamóður minnar Guð- rúnar með nokkrum orðum. Hún var ein sú besta og jákvæðasta manneskja sem ég hef þekkt. Guðrún var glaðlynd kona sem aldrei breytti skapi, viðræðugóð og bjó yfir miklum fróðleik á mörgum sviðum allt frá pólitík til dægurmála. Lengst af kynnum okkar bjuggum við í sama hverfi eða allt þar til hún flutti að Sól- vangi í Hafnarfirði fyrir tíu árum. Við Guðrún hittumst því oft og voru stundirnar margar og góðar sem ég átti með henni. Veturinn áður en Þóra, dóttir okkar fædd- ist vandi ég komu mína til hennar í morgunkaffi allflesta morgna, sem var góð byrjun á deginum. Þá var hún nýbúin að missa Kalla, eiginmann sinn. Síðar fór- um við hjónin og Þóra til hennar í morgunkaffi flesta laugardags- eða sunnudagsmorgna. Guðrún passaði Þóru okkar þar til hún byrjaði í leikskóla og var það ómetanlegt bæði fyrir Þóru og okkur. Hún sagðist ekki leika við barnabörnin en hún mundi lesa og syngja fyrir þau og þar var ekki komið að tómum kof- anum hjá Guðrúnu. Hún kunni ógrynni af sönglögum, ljóðum og þulum enda las hún mikið og var dugleg að nota bókasafnið og síð- ar bókabílinn sem kom á planið hjá henni á Sléttuveginn þar sem hún bjó áður en hún flutti á Sól- vang. Handavinna var henni hug- leikin og hún prjónaði dúkkur sem hún gaf barna- og barna- barnabörnum og öðrum börnum í ættinni. Prjónadúkkurnar voru jafnframt seldar hjá Íslenskum heimilisiðnaði um nokkurra ára skeið. Guðrún var hógvær og nægju- söm og alltaf sátt við sitt. Auðvelt og gaman var að gleðja hana og fjölskyldan var henni allt. Í síð- asta mánuði varð hún 95 ára og átti fjölskyldan góða stund með henni á Sólvangi. Guðrún mun ávallt lifa í minningu okkar sem vorum svo heppin að fá tækifæri til að kynnast henni vel. Kristín. Elsku besta amma Gunna. Þegar ég horfi til baka og hugsa um þig þá er mér hlýtt í hjartanu. Þú brosmilda, yndislega, mjúka amma mín með dúskana þína tvo. Það sem er mér ofarlega í minni eru söngstundirnar okkar þegar ég var lítil og allar skemmtilegu vísurnar sem þú kunnir. Mikið man ég einnig eftir því þegar ég var lítil og við gistum hjá þér um tíma í Heiðagerðinu að alltaf þeg- ar ég vaknaði þá beið mín ein frui- tella karamella á skattholinu handa mér, já þú kunnur sko að gleðja barnshjartað. Þegar þú áttir skammt eftir þá var ég að segja þér frá brjálaða hvolpinum mínum sem beit svo mikið af götum á fötin hjá litlu nöfnu þinni, þá sagðir þú: það er þá nóg að gera hjá þér að gera við; já ekki myndir þú henda götóttum fötum. Það flaug upp í huga minn þegar ég kom eitt sinn til þín á Sléttuveginn í götóttum íþrótta- sokkum. Þá gerðir þú þér lítið fyr- ir og prjónaðir bót á sokkana mína. Þú varst myndarkona sem kunnir vel til verka í prjóni og hekli, enda prjónaðir þú fallegu kallana þína alveg fram undir það síðasta. Þó að manni þætti nú lífið á Sól- vangi lítilfjörlegt þá sást þú nú alltaf broslegu hliðarnar á öllu, brostir ávallt fallega og glottir út í annað þegar vistmenn komu oftar en ekki „að rugla“ í okkur þegar við sátum hjá þér í heimsóknum og manni leið vel því maður sá að þér leið vel þar í fallega Hafnar- firðinum þínum sem þér þótti svo vænt um. Ég vil bera þakkir til hjúkrun- arfólks á Sólvangi sem maður sá að hugsuðu um þig af mikilli alúð og elsku. Ég veit að þú ert á góðum stað núna loks sameinuð afa Kalla og öllum systkinum þínum eftir margra ára aðskilnað. Minning um brosmildu og eina þá góðhjört- uðustu konu sem ég þekki lifir að eilífu. Hvíl í friði elsku bestasta amma Gunna mín. Katla Kristjánsdóttir. Árið 1971 var amma Gunna einu sinni sem oftar að passa nöfnu sína sem þá var eins árs. Litla Gunna sat undir eldhúsborði og réri fram og aftur með efnis- stranga í fanginu. Amma vissi að Gunna átti enga dúkku, svo hún bjó til eina handa barninu. Dúkk- an heitir Lísa og Gunna á hana enn í dag. Lísa varð upphafið að heilu flokkunum af prjónafólki sem amma gaf og seldi í gegnum árin. Dag einn árið 1979 bar Dísa, bálreið en þegjandi og hljóðalaust, nauðsynlegustu eigur sínar eins og bangsann og húlahringinn út af heimili sínu. Hún var þriggja ára og var að flytja að heiman. For- eldrarnir voru ekki alveg nógu þægir, svo það var best að flytja bara til ömmu Gunnu. Amma var alltaf svo góð. Þegar við hugsum um hana ömmu okkar Gunnu sjáum við hana glaðlega í eldhúsinu sínu í rósóttum kjól og með svuntu. Út- varpið er stillt á rás 1 og ef tónlist er í gangi raular hún gjarnan með. Pönnukökuilminn leggur um notalegt heimilið. Hún situr í stofunni, róleg og traust, með prjónana tifandi í takt við pendúl veggklukkunnar. Hún er að prjóna enn einn ævintýra- legan karakterinn, jafn sposkan og sjarmerandi og bræður hans og systur. Kyrrðin er fullkomin. Við sitjum í fangi ömmu, hún heldur í hendur okkar og syngur. Sálmar, dægurlög, þjóðlög og barnagælur koma hvert á fætur öðru og áreynslulaust, án þess að hún þurfi að hugsa sig um. Við fylgjum henni dáleiddar eftir og þegar hún þagnar er alltaf beðið um meira. Hún réttir brosandi fram nýjan efnivið í leiki, en þeim sýnir hún ávallt áhuga og þolinmæði. Hjá henni verða svuntur að síðkjólum og gamlir stórisar breytast um- svifalaust í brúðarslör. Ímyndun- araflið er virkjað og ævintýrin lifna við. Hún er í hlutverki gestgjafans þegar blessaðir drengirnir henn- ar, eins og hún kallaði syni sína alltaf, koma með fjölskyldurnar sínar um helgar, hún stjanar við fólkið sitt og fagnar heimagerðum skemmtiatriðum barnabarnanna. Síðar er hún sjálf gestur þegar við barnabörnin hittumst hjá for- eldrum okkar með okkar eigin fjölskyldur. Hún gleðst yfir söng langömmubarnanna og tekur sjálf undir. Síðustu jól hóf hún söng- stundina sjálf, 94 ára gömul, með óskeikulum flutningi á margra vísna jólalagi. Amma Gunna hefur tekið þátt í öllum hátíðum og merkisdögum og verið einn af klettunum í lífi okkar. Ekki er hægt að ímynda sér að hægt sé að gefa betri minn- ingar en þær sem hún amma hefur gefið okkur. Hún hafði alltaf tíma. Tíma til að hlusta, til að syngja, til að sinna og til að hugga. Það var okkur mikilvæg gjöf. Jafnaðargeð ömmu, þolinmæði, innri styrkur og æðruleysi er innblástur til eft- irbreytni. Þessir eiginleikar henn- ar fylgdu henni allt til enda. Það sem við fjölskyldan gátum gert undir lokin var að gefa henni örlít- ið til baka af því sem hún hefur gefið okkur svo örlátlega af í sínu lífi; Tíma, alúð, kærleik og söng. Við erum ákaflega þakklátar fyrir að hafa fengið að eiga ömmu Gunnu að allan þennan tíma og fyrir að geta gefið gjafir hennar áfram. Þannig mun minning henn- ar lifa. Þórdís Eva og Guðrún Íris Þorleiksdætur. Margt kemur upp í hugann þegar ég kveð ömmu mína. Ég man hvað það var alltaf gott að koma til þín í heimsókn, en alveg frá því ég var barn í vagni var ég í pössun hjá þér og þó ég væri farin að fá málið þá heimtaði ég víst að fá að sofa úti á svölum í vagni, sem þú að sjálfsögðu lést eftir mér. Meðan þú passaðir mig þá bjóstu í Stóragerðinu og eftir að þú fluttist á Sléttuveginn er mér minnisstætt hversu gaman var að heimsækja þig og fá pönnsur og hveitikökur sem þú varst dugleg að baka fyrir alla sem komu í heimsókn til þín. Alltaf varstu jákvæð og góð og góða skapið og jákvæðni þín til lífsins var alltaf það sama og breyttist ekki þó þú færir í fjölbýli á Sólvangi þar sem þú eyddir síð- ustu æviárunum í hlýju umhverfi. Ein mín besta minning um pössun er þegar við frænkurnar fengum að koma í næturpössun og plötuðum þig til að panta pizzu fyrir okkur, komumst síðan í poka af gömlum fötum og héldum langa tískusýningu eða leikrit með leiknum auglýsingum inn á milli og horfðum síðan á Derrick sam- an. Þá er sterk sú minning þegar þú fórst með kvæði og þulur fyrir okkur börnin sem þú kvaðst af mikilli innlifun og þetta voru stundum engir smábálkar, kvæðin sum hver löng og þulurnar virtust endalausar. Þá gleymast ekki dúkkurnar sem þú prjónaðir fyrir okkur sem enginn hefur getað leikið eftir. Amma mín, þú varst einstök kona, bjartsýn, glöð og mikill húmoristi. Ég á eftir að sakna þín mikið. Þóra. Elsku besta amma Gunna, nú hefur þú kvatt okkur og eftir standa yndislega fallegar minn- ingar um frábæra ömmu sem allt- af var svo hlý og góð. Ef við ættum að velja þrjú orð sem lýstu þér best væri góðmennska, kærleikur og bros efst á listanum. Af öllum minningum okkar um þig munum við ekki eftir einu stundarkorni þar sem við sáum þig öðruvísi en með bros á vör og í góðu skapi. Jafnvel undir það síðasta varstu ávallt tilbúin í glensið og maður sá brosið læðast fram á varirnar og þú skaust tungunni út við kinn. Það sem við minnumst einna helst eru allar skemmtilegu heim- sóknirnar til þín á Sléttuveg sem eru okkur svo kærar. Þegar við vorum yngri var það ómissandi hluti um helgar að koma til þín í morgunkaffi og gæða sér á þínum gómsætu pönnsum. Síðan voru það Litlu jólin þar sem við öll voru samankomin og áttum huggulega stund saman. Þar fór hin árlega tískusýning fram þar sem við syst- urnar ásamt Þóru frænku stigum á stokk klæddar fötum sem við fundum í svarta ruslapokanum inn í skápnum þínum. Það voru ófáir karakterar og týpurnar sem fæddust þar. Einnig minnumst við allra þeirra skipta sem við gistum hjá þér og alltaf var það jafn notalegt. Kjötbollur og síðar meir Dominos pizza í kvöldmat. Svo þegar líða fór á kvöldið skreið maður upp í gamla beddann og þegar manni var orðið of heitt þá stóðstu upp og snérir sænginni við svo manni liði betur. Alltaf varstu jafn indæl. Við gætum án efa skrifað mun fleiri frábærar minningar en látum þessar duga og geymum hinar vel og vandlega í hjarta okkar. Þú varst ekki einungis ein af góðhjörtustu manneskjum sem við höfum kynnst heldur varstu einnig brandarakona með meiru og ávallt var stutt í hláturinn og skotin. Jafnvel þegar á endann var komið og við sátum hjá þér og lás- um fyrir þig ljóð eða rauluðum saman, laumaðir þú að okkur brosi og hnyttinni athugasemd. Eitt þessara ljóða var „Bros“ og finnst okkur við hæfi að láta það fylgja hér, þér til heiðurs elsku yndislega amman okkar. Bros er bráðfyndið gaman, Um brá þína læðist það Og þegar það hverfur þú hvergi finnur þess hulda felustað. Enn þá undursamlegra er allt, sem það fær glætt. Þú brosið til eins – hann aftur þér mót og annað bros er fætt. Hann kímir á ný, þú kinkar og hlærð, sérð kankvís augnahót, – og áfram hann brosir, uns upp þú gefst aftur að brosa í mót. Fyrst nú brosið allt bætir og býr yfir slíkri snilld, þá brostu óspart og aldrei því gleym, að allstaðar bros eru gild. (Höf. ók. /Þýð. Árni Grétar Finnss.) Við erum þakklátar fyrir að hafa getað kvatt þig undir lokin og stundirnar sem við áttum saman nýverið eru okkur svo kærkomn- ar. Við kveðjum þig með söknuði en gleðjumst yfir öllum góðu minningunum sem við eigum um þig og vitum að þú ert nú komin á góðan stað hjá afa og í góðra vina hópi. Kristín Rós Kristjánsdóttir og Kristrún Kristjánsdóttir. Með örfáum orðum langar mig að minnast elskulegrar móður- systur minnar, Guðrúnar Sigur- jónsdóttur eða Gunnu frænku eins og hún var alltaf kölluð af okkur. Gunna frænka er sú sem síðast kveður af átta börnum ömmu og afa, Jónfríðar Halldórsdóttur frá Kollsvík og Sigurjóns Gunnars- sonar af Gunnarsbæjarættinni í Hafnarfirði. Gunna var yngst en mamma elst og þó mörg ár væru á milli þeirra, voru mamma og Gunna alla tíð mjög nánar og mik- ill samgangur milli fjölskyldn- anna. Gunna var falleg kona og ég veit að þeir sem til þekkja taka undir með mér að hún átti eitt fal- legasta bros sem ég minnist. Hún brosti með augunum, sínum dökk- brúnu augum og hún táraðist þeg- ar hún hló, táraðist svo mikið að tárin runnu niður kinnarnar, mað- ur gat ekki annað en hlegið með. Dökku augun og dökka, þykka hárið settu sterkan svip á hana svo skein af. Þegar ég spurði Gunnu mína fyrir örfáum árum, hvernig hún hefði getað haldið húðinni sinni svona glansandi og sléttri, svaraði hún um hæl. „Ég hef aldr- ei borið á mig krem af nokkru tagi, né þvegið andlitið með sápu, ein- ungis vatn og handklæði“. Fal- legri húð, fullorðinnar konu var ekki að finna. Þegar ég hugsa til baka minnist ég allra sunnudagsheimsóknanna til Gunnu og Kalla með strætó frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, fyrstu árin í Stórholtið en seinna í Heiðargerði. Hvorug fjölskyldan átti bíl, svo ferðast var með strætó og það var tekið vel á móti okkur, bræðurnir Hilmar, Tolli og Krist- ján í minningunni alltaf spari- klæddir. Gunna kom oft í Fjörð- inn, kom snemma dags og var lengi. Sat í eldhúsinu hjá mömmu og tíminn leið alltof fljótt. Gunna var mikil handavinnu- kona og á seinni árum prjónaði hún dúkkur. Allt voru þetta dúkkukarlar, þó á vissum árstím- um hafi jólasveinar bæst í hópinn. Litlu börnin í fjölskyldunni eign- uðust svona karla, sem allir höfðu sama karakterinn og fengu nafnið „Kalli“ í okkar hópi. Eflaust urðu til nokkur hundruð Kallar og það gladdi mig þegar ég í síðustu viku skoðaði Safnasafnið á Svalbarðs- strönd, eitt skemmtilegasta safn landsins, og sá að þar sat einn Kalli, reffilegur í glerskáp innan um antíkbangsa. Ég festi hann á mynd og ætlaði að heimsækja Gunnu frænku fljótt og sýna henni, en nú er það of seint. Það er líka of seint að heyra og leggja á minnið allar skemmtilegu og fróð- legu sögurnar úr móðurættinni sem Gunna frænka sagði svo ríku- lega frá. Ég kveð ástkæra móðursystur með söknuði og hlýju. Í hjarta mínu ríkir gleði yfir góðum minn- ingum úr stórri fjölskyldu systk- ina mömmu, sem hvert og eitt ásamt ömmu og afa á Hverfisgöt- unni í Hafnarfirði mótuðu okkur afkomendurna á sinn hátt. Frændum mínum og fjölskyldum þeirra sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Margrét Halldórsdóttir. Guðrún Sigurjónsdóttir HINSTA KVEÐJA Til elsku langömmu Gunnu. Krumminn á skjánum, kallar hann inn: „Gef mér bita af borði þínu, bóndi minn“ Bóndi svarar býsna reiður: „Burtu farðu, krummi leiður. Líst mér að þér lítill heiður, ljótur ertu á tánum, krumminn á skjánum“. (Ísl. þjóðvísa.) Gunnhildur Hekla, Kristján og Lilja Guðrún.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.