Morgunblaðið - 27.07.2012, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 27.07.2012, Qupperneq 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 ✝ Guðný S. Stein-grímsdóttir fæddist í Reykjavík 17. mars 1931. Hún lést 20. júlí 2012. Foreldrar henn- ar voru Stein- grímur Stein- grímsson. f. 4. október 1900, d. 25. janúar 1982 og Katrín Aðalheiður Aðalsteinsdóttir, f. 15. september 1910, d. 5. októ- ber 1937. Seinni kona föður hennar var Sigríður Ólafsdóttir f. 25. júní 1904, d. 30. desember 1969. Systkini Guðnýjar eru Að- alsteinn f. 28.mars 1927, d. 19. september 1990. Steingrímur f. 5. október 1937, d. 24. desember 2001. Hálfsystir Guðnýjar er Elín Óskarsdóttir f. 14. apríl 1967. Fyrir átti Guðný eina dótt- ur, Aðalheiði Sigríði, f. 5. janúar 1952 sem var ættleidd af föður Guðnýjar, Steingrími og seinni konu hans, Sigríði Ólafsdóttur. Maki: Emil Sigurjónsson f. 18. febrúar 1954. Börn. Sigursteinn, Steingrímur Páll, Guðrún Dís og Sigurjón Hreiðar. Guðný ólst upp á Lindargötu 24 í Reykjavík.Hún lauk barnaskólanámi frá Austurbæj- arskóla. Árið 1946 lá leið hennar að Héraðsskólanum að Reykjum í Hrútafirði. Var hún þar til árs- ins 1950. Síðan var hún í eitt ár á Kvennaskólanum á Blönduósi. Guðný vann við ýmis störf þar til hún þurfti að hætta vegna veikinda 25 ára gömul. Eitt helsta áhugamál Guðnýjar voru hannyrðir. Eftir hana liggja margar mjög fallegar útsaums- og pennasaumsmyndir. Útför Guðnýjar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, föstudaginn 27. júlí 2012 kl. 13. Ólafía Guðrún (Stella) f. 27. októ- ber 1939. Guðný kvæntist 28. mars 1959 Ósk- ari Þór Óskarsyni f. 17. febrúar 1932, d. 9. janúar 2012. For- eldrar Óskars voru Lára María Arnórs- dóttir f. 24. maí 1901, d. 2. mars 1980 og Óskar Tómasson f. 19. mars 1900, d. 27. nóvember 1947. Börn Guð- nýjar og Óskars eru: 1) Unnar Erling f. 5. nóv- ember 1954. Börn: Guðný Ósk og Guðrún Sif. 2)Tómas Pétur f. 12. janúar 1959. Maki: Ásta Jón- ína Oddsdóttir f. 24. janúar 1957. Börn: Magnús og Örvar. 3) Elsku amma, nú ertu farin frá okkur, nú eruð þið Óskar afi sameinuð á ný. Það verður mik- ill söknuður af þér amma mín, því svona persónuleika sem þú hafðir að geyma finnst hvergi. Þær voru góðar stundirnar sem við áttum saman þegar ég og mínir komum í kaffi upp í Álfta- hóla og töluðum um allt milli himins og jarðar yfir kaffibolla á meðan börnin léku sér með glasabakkana sem öll börn í fjölskyldunni hafa gert síðan ég man eftir mér, og endalausu marmarakökurnar sem við fengum hjá þér. Reyndar voru þær endalausar vegna þess að þú leyfðir alltaf Rakel Rán að fá endana með mesta súkkulaðinu sem henni fannst nú ekki leið- inlegt. Alltaf varstu með uppeldis- ráðin handa mér amma mín, líka undir það síðasta þegar ég kom með Emmu Friðriku og Sigurbjörn Ernst á spítalann til þín. Þín verður sárt saknað. Hvíldu í friði elsku amma. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi æ þér vörður vísi, sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er (Guðrún Elísabet Vormsdóttir.) Sigurjón (Sjonni) og fjölskylda. Elsku langamma. Ég sakna þín rosalega mikið og finnst erf- itt að fá ekki að heimsækja þig aftur því það var alltaf svo gott að koma til þín. En hafðu engar áhyggjur, þó þú sért farin þá elska ég þig alveg jafn mikið. Ég veit að nú líður þér betur en á spítalanum og það hjálpar mér aðeins. Ég bið að heilsa langafa, en mamma segir að nú séuð þið saman á himnum hjá englunum og að þið munið alltaf vaka yfir okkur. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Aðalheiður Helga Kristjánsdóttir. Fyrir um tveim vikum sat ég hjá henni Gunsu vinkonu minni fárveikri á sjúkrahúsi og hélt um ískaldar hendur hennar, sem voru svo illa farnar af liða- gigt sem hefur hrjáð hana í mörg, mörg ár. En hvað kom til að við Guðný höfum deilt saman sextíu og einu ári? Við hittumst á Kvennaskólanum á Blönduósi, það voru bara fjörutíu stelpur sem innvígðar voru til náms þennan merka vetur sem var svo snjóþungur að skaflinn náði upp undir þak og er skólahúsið stórt og virðulegt, að auki var Blanda beingödduð út í ós. Þetta var skemmtilegur hópur sem öslaði snjóinn í útivistinni, en bjó sér til ógleymanlegar stundir innan veggja skólans. Oft var sest að í einu her- bergi, þangað inn tróð sér heill hópur, setið á rúmum og gólfi og Gunsa eða Níný spiluðu á gítar og við sungum af hjartans list. Þegar skóla lauk um vorið flaug þessi hópur út og suður, við Gunsa vorum eftir í ná- grenni skólans, ég kaupakona en hún ráðskona hjá vegavinnu- flokki og dansaði við vígslu Blöndubrúar syðri. Um haustið var haldið til borgarinnar enda Gunsa innfæddur Reykvíkingur. Hvað við héldum saman, fór- um í ferðalög, tókum leigubíla, auðvitað í gegnum kunnings- skap, því enginn átti bíl í þá daga. En svo hitti ég Jón sem átti vinnufélaga, Óskar, og hann átti bíl, Jón átti góðan frænda sem lánaði honum bíl og lagt var upp í stórt ferðalag til Eski- fjarðar. Við, klíkan, urðum að sjá uppeldisstöðvar Óskars, svo kom að því að Óskar og Gunsa deildu lífinu saman þar til Ósk- ar kvaddi í janúar í vetur. Í gegnum árin vorum við saman í afmælum hvor hjá ann- arri eða kaffisopa við eldhús- borðið og krufðum tilveruna eða rifjuðum upp liðna tíð. Stofn- aður var saumaklúbbur og er hann kominn til ára sinna þó engin muni stofnfundinn, en þar voru lögð á ráðin með skólamót- in. Fyrst 10 ára, svo 20 ára, eft- ir það á 5 ára fresti. 60 árum náðum við í fyrravor. Oft var ýjað að því við okkur að við værum bara að skrafa á þessum saumakvöldum en svo var nú aldeilis ekki, það var saumað, prjónað og heklað af krafti og hún Gunsa gerði gott betur þó liðagigtin tæki sinn toll. Þegar vísifingur gat ekki haldið á nálinni var næsti fingur notaður og hvert fallegra verkið varð til, krosssaumsmyndir og pennasaums prýða veggi heim- ilis hennar og örugglega í skúff- um eitt og eitt stykki. Við saumaklúbburinn kveðj- um okkar kæru vinkonu og vottum börnum hennar og ást- vinum innilega samúð. Enginn ratar ævibraut öllum skuggum fjærri sigurinn er að sjá í þraut sólskinsbletti stærri. (Þorsteinn Erlingsson.) Vertu kært kvödd elsku Gunsa mín. Jóna. Guðný S. Steingrímsdóttir ✝ Vigdís JúlíanaBjörnsdóttir var fædd 12. apríl 1926. Hún lést á dvalarheimilinu Hulduhlíð á Eski- firði 18. júlí 2012. Foreldrar henn- ar voru Björn Ingi- mar Tómas Jón- asson f. 20. febrúar 1901, d. 12. júní 1971 og Kristín Ás- mundsdóttir f. 2. nóvember 1898, d. 5. mars 1973. Vigdís giftist 1944 Birni Guðmundi Þorkelssyni f. 15. desember 1916, d. 29. júní 1979. Foreldrar hans voru Þorkell Eiríksson f. 4. nóvember 1886, d. 8. febrúar 1972 og Helga Þuríður Indr- iðadóttir f. 16. september 1891, d. 23. maí 1664. Vigdís og Björn eignuðust tvær dætur: 1) Edda Kristín Björnsdóttir f. 1951; eig- inmaður hennar er Hlynur Hall- dórsson f. 1950. Þeirra sonur er Fjölnir Björn f. 1975, sambýlis- kona hans er Linda Therese Fransson og þau eiga soninn Baldur Jarl, f. 2010. 2) Helga Þór- ey f. 1956; eig- inmaður hennar er Hilmar Hilmarsson f. 1955. Þeirra syn- ir eru: a) Páll f. 1976, kvæntur Hildi Lilliendahl, sonur Páls og Hönnu Guðmundsdóttur er Hrappur Birkir, f. 2008; b) Hilmar f. 1977, kvæntur Salome Hallfreðsdóttur, börn þeirra eru Hrafnhildur, f. 2007 og Kol- beinn Hallfreður, f. 2012. Vigdís var fædd og uppalin á Eskifirði og ól þar allan aldur sinn. Vigdís starfaði á árum áð- ur hjá Kaupfélaginu Björk og víðar en lengst vann hún í Hrað- frystihúsi Eskifjarðar. Vigdís verður jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju í dag, 27. júlí 2012, og hefst athöfnin kl. 14. Fráfall Vigdísar, tengdamóð- ur minnar, var ekki óvænt og út af fyrir sig ekki óvelkomið held- ur; hún var orðin áttatíu og sex ára gömul og þrotin að heilsu og kröftum. Það breytir ekki því, að þegar lífi ástvinar lýkur, skapast tómarúm í huga okkar. En eftir sitja fallegar minning- ar um heilsteyptan og ærlegan einstakling sem lét sér annt um þá sem nærri henni stóðu. Vig- dís átti ekki kost á langri skóla- göngu frekar en flest annað al- þýðufólk af hennar kynslóð. Hún var eigi að síður vel að sér um marga hluti. Á unga aldri veiktist hún af berklum og var henni þá leitað lækninga á St. Jósefsspítala og þar lá hún um nokkurra mán- aða skeið 1941. Hún minntist jafnan með hlýhug kynna sinna af þeim erlendu nunnum sem þar störfuðu og ég hygg að þau kynni hafi orðið til að auka víð- sýni hennar og áhuga fyrir um- heiminum og því sem fjarlæg- ara var en fjallahringurinn í kringum Eskifjörð, sem hún þó hafði mikið dálæti á og þekkti flestum öðrum betur. Vigdís var ákaflega næm á umhverfi sitt og fylgdist af athygli með því sem gerðist í kringum hana. Einkum hafði hún brennandi áhuga á öllu sem að náttúrufari lýtur, fuglalífi, gróðurfari og ekki síst jarðfræði, var fyrr á árum ástríðufullur steinasafnari og ótrúlega fundvís á merkilega steina. Með nútímaorðfæri mætti segja að umhverfislæsi hafi verið henni í blóð borið og hún jók jafnt og þétt við þekk- ingu sína með lestri bóka og tímarita. Þegar dætrasynir hennar voru litlir lagði hún sig fram um að fræða þá um það sem fyrir augu bar, nöfn blóma og fugla, örnefni og merkilega staði. Hún naut þess að vera úti í nátt- úrunni og meðan Björn eigin- maður hennar lifði voru fjall- göngur og önnur útivist sameiginlegt áhugamál þeirra. Fátt kunni Vigdís betur að meta en ferðir inn á hálendi Ís- lands enda fór hún þær ófáar. Hún var ákveðinn talsmaður náttúruverndar og þær miklu framkvæmdir á hálendinu aust- anlands sem hún og aðrir urðu vitni að upp úr aldamótum voru henni síst að skapi. En Vigdís var líka áhugasöm um fólk, lífs og liðið. Hún átti einkar auðvelt með að kynnast nýju fólki og var jafnan tilbúin að rétta þeim hjálparhönd sem á þurftu að halda. Mikil þáttaskil urðu í lífi Vig- dísar sumarið 1979 er Björn eiginmaður hennar féll frá, langt um aldur fram. Við vitum að söknuður hennar var sár en hún hélt vitaskuld ótrauð áfram, jók við sig vinnu í frysti- húsinu og bjó áfram með reisn í húsinu sem þau höfðu reist sér á Strandgötu 89, og segja má að standi í túnfætinum hjá bernskuheimilum þeirra beggja. Haustið 2007 var bústang orðið henni ofviða og síðan þá hefur hún verið á dvalarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði. Þar leið henni vel og naut umönnunar sem við aðstandendur hennar erum þakklát fyrir. Undanfarin misseri hefur Vigdís ekki verið sú sem hún áður var. Það er stundum hlutskipti þeirra sem háum aldri ná. En að leiðarlok- um er sannarlega ástæða til að samgleðjast henni yfir að hafa „lifað svo langan dag“. Ég mun ávallt minnast hennar með virð- ingu og þakklæti fyrir allt sem hún var mér og mínum. Hilmar Hilmarsson. Elskuleg móðursystir mín, Vigdís Júlíana Björnsdóttir eða Dídí eins og hún var alltaf köll- uð, er fallin frá eftir að hafa verið mikið veik undanfarna mánuði. Frá því ég man eftir mér var mikill samgangur milli fjöl- skyldna okkar og þótt foreldrar mínir flyttu í Kópavog þá voru samskiptin áfram mjög mikil. Mamma og Dídí töluðu saman nánast á hverjum degi meðan hún hafði heilsu til og það var aldrei farið austur á firði án þess að heimsækja Dídí frænku og voru móttökur ævinlega höfðinglegar – oftar en ekki pönnukökur og rjómi. Þegar ég var lítil man ég mest eftir steinasafninu hennar sem var einstakt í sinni röð enda var hún mikil útivistar- manneskja og eyddu hún og Bjössi heitinn, maður hennar, miklum tíma í fjallgöngur og útiveru. Það er varla það fjall á Austurlandi sem hún kleif ekki einhvern tíma á lífsleiðinni, eða sú heiði sem hún gekk ekki. En hún ferðaðist líka um Ísland þvert og endilangt enda var hún mikill náttúruunnandi og áhugasöm um að sjá eitthvað nýtt. Dídí var mjög vel að sér í þjóðsögum og hafsjór af fróð- leik um alls konar sögur sem tengdust Eskifirði og Austfjörð- um raunar öllum. Henni var einkar lagið við að gera slíkar sögur áhugaverðar fyrir bæði börn og fullorðna og þegar ég heimsótti hana í sumarferðum mínum á Austurland fórum við oftar en ekki í bíltúr út á sveit og inn í dal þar sem hún sagði mér frá öllu því markverða sem þar hafði gerst í gegnum árin og aldirnar jafnvel. Mér er sérstaklega minnis- stætt þegar við fórum að rúst- unum að Veturhúsum fyrir mörgum árum og hún sagði mér söguna af bresku hermönnun- um og björgunarafreki fólksins þar á bæ. Eftir að Dídí fór í Hulduhlíð fyrir nokkrum árum breyttust vissulega ferðirnar austur á land en samt sem áður voru heimsóknir til hennar alltaf mikilvægur hluti þeirra. Þótt aðeins drægi af henni hin seinni ár og minnið væri ekki eins og áður þá var hún samt alltaf Dídí sem sagði mér sögur og safnaði steinum. Hennar verður sárt saknað og víst er að austurferðirnar verða ekki samar og fyrr. Innilegar samúðarkveðjur til dætra hennar Eddu og Helgu, eiginmanna þeirra, sona og fjöl- skyldna þeirra. Helena Valtýsdóttir. Vigdís Júlíana Björnsdóttir Við Kristinn vorum í fyrstu fjölskyldunum sem þá fluttu í nýbyggt Kinnahverfið í Hafn- arfirði. Þá var stutt að hlaupa Kristinn Helgi Benediktsson ✝ Kristinn HelgiBenediktsson, ljósmyndari og blaðamaður, fædd- ist í Hafnarfirði 4. október 1948. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 23. júní 2012. Kristinn var jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 4. júlí 2012. yfir ófrágengnar girðingalausar lóð- irnar sem skildu hús okkar að. Hálf- byggð hús og mal- argötur að ógleymdum lækn- um varð leikvöllur okkar og vettvang- ur bernskubreka og þroska, sem þol- endum uppátækja okkar fannst stundum hægur. Ættfróðir sögðu okkur frændur. Okkur var þó meir í mun að við áttum skap saman og þegar móðir mín var lang- dvölum á spítala var hann mér líkastur bróður og heimili hans mitt annað heimili. Við gengum saman í skóla fram í 4 bekk MR. Kristinn hafði marga hæfi- leika og áhugamál. Ágætur íþróttamaður og hlaupari. Hann fékk áhuga á ljósmyndun og dreif okkur vini sína með í það. Sjálfur var hann fremstur í þessu og hafði áræði og kjark til að rækta hæfileika sína á þessu sviði, lærði ljósmyndun og vann við fréttaljósmyndun hjá Morgunblaðinu, þar sem spenna, hraði og tilþrif mörk- uðu ferilinn að ná mynd og koma henni í blaðið. Kristinn þreifst vel í þessu starfi og sparaði ekki tíma eða fyrirhöfn, var nánast vakinn og sofinn í moggavinnunni. Svo fór að við hittumst lítið í áratugi vegna búsetu í sitt hvoru landinu og landsendan- um. En svo er með góða vináttu að hún vaknar áreynslulaust þegar kynnin endurnýjast. Kristinn var sér líkur. Sama áræðið fullt af verkefum, mynd- vinnsla án málamiðlana. Útgáfa blaða og ljósmyndabóka. Vinna upp og halda til haga einstöku efni af lífi sjómanna, fiskveiðum og fiskverkun. Störf sem Krist- inn hafði fengist við og þekkti og hafði auga fyrir að festa á mynd. Mynd sem í fyrstu er næsta venjuleg en þegar frá líð- ur einstök og segjandi meiri sögu en mörg orð. Og nú var Kristinn sjálfur orðinn ættfróður og rakti slóðir ættar sinnar um Suðurland með þrjóskuskotinni seiglu og innsæi. Nú var áhugi minn meiri en á æskudögum. Oft sér maður sterka persónuþætti skína í gegn þegar menn glíma langa glímu við sjúkdóma sem ekki verða sigraðir. Kristinn átti langa glímu þar sem þraut- seigja, bjartsýni og ákafi að ná markmiðum sínum bar hæst. Fjölskylda Kristins á mínar bestu samúðarkveðjur. Friðrik E. Yngvason. Íþróttahreyfingin í Grindavík missti mikið laugardaginn 23. júní, þegar Kristinn Helgi Benediktsson eða Kr. Ben eins og við þekktum hann öll, féll frá. Ég vill fyrir hönd körfuknatt- leiksdeildar Grindavíkur minn- ast Kristins í fáeinum orðum. Kristinn hefur nánast frá stofn- un körfuknattleiksdeildarinnar, verið með myndavélina sína á lofti og hefur náð aragrúa frá- bærra mynda sem vonandi munu varðveitast alla tíð. Það er okkur svo mikil ánægja að Kristinn skyldi hafa upplifað og fest á filmuna sína þá gleði sem ríkti í bænum sem hann var svo sannarlega búinn að taka ástfóstri við, Grindavík, þegar sjálfum Íslandsmeistara- titlinum var lyft í vor. Nokkrar af síðustu myndunum sem hann tók, voru uppstillingarmyndir af Íslandsmeisturum Grindavíkur, fáeinum dögum eftir að titlinum var landað og var ekki hægt að fá betri mann til verksins en Kristinn sem fékk alla nær- stadda til að brosa sínu breið- asta, nánast eingöngu með nær- veru sinni þrátt fyrir að menn væru misvel upplagðir eftir fagnaðarlæti nóttina áður. Kr. Ben, það var frábært að hafa landað stóra titlinum á þínu kveðjuári, eigðu þökk fyrir allt og allt. Aðstandendum vottum við samúð. F.h. körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, Sigurbjörn Daði Dagbjartsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.