Morgunblaðið - 27.07.2012, Side 30

Morgunblaðið - 27.07.2012, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 ✝ Jóhanna Svan-laug Sigurvins- dóttir fæddist í Reykjavík 25. apríl 1954. Hún andaðist á Kvennadeild Landspítalans föstudaginn 20. júlí 2012. Foreldrar henn- ar: Sigurvin Sveins- son rafvirkjameist- ari f. 9. júní 1925, d. 27. desember 2004 og Jóhanna Karlsdóttir f. 21. nóvember 1925. Systkini Jóhönnu Svan- laugar eru: 1) Kristín f. 6. des- ember 1945, d. 25. janúar 2012, maki Hreinn Steinþórsson. 2) Kristrún f. 6. ágúst 1948, d. 9. janúar 2005, maki Leo George, 3) Hafsteinn f. 1. júní 1951. 4) Sigurvin Ægir f. 25. september 1956, maki Bergþóra Sigurjóns- júlí 1995. 2) Jóhanna f. 14. jan- úar 1975, maki Baldvin Ingi Gíslason. Börn þeirra eru: Sól- dís Ósk f. 15. október 2007, Ást- rós Lilja f. 10. nóvember 2008, sonur Jóhönnu frá fyrra sam- bandi er Þorvaldur f. 16. sept- ember 1998, synir Baldvins frá fyrra sambandi eru Viktor f. 28. júlí 1994 og Eyþór Darri f. 21. ágúst 1998. 3) Kristjana Vilborg f. 8. janúar 1981, maki Magni Freyr Guðmundsson. Börn þeirra eru: Nökkvi Steinn f. 3. október 2007 og Hrafnhildur Helga f. 15. mai 2009. 4) Hrafn Theodór f. 17. apríl 1992, unn- usta Erna Elísabet Óskarsdóttir. Jóhanna Svanlaug fæddist í Reykjavík en fluttist ung að aldri til Keflavíkur og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi og sjúkraliðaprófi frá Fjölbraut- arskóla Suðurnesja. Hún starf- aði lengst af sem sjúkraliði á Garðvangi í Garði, Ljósheimum á Selfossi og á Sólheimum. Útför Jóhönnu Svanlaugar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag 27. júlí 2012, og hefst at- höfnin kl. 13. dóttir, 5) Ólöf f. 12. október 1958, maki Halldór Rúnar Þor- kelsson, 6) Dröfn f. 9. janúar 1961. 7) Karitas f. 2. nóv- ember 1963, maki Tryggvi B. Tryggvason. Jóhanna Svan- laug kvæntist 29. mars 1975 Þorvaldi Kjartanssyni f. 21. nóvember 1953. Þau bjuggu í Garðinum þar til þau fluttu á Sólheima 1. mars 2004 og hafa búið þar síðan. Börn þeirra þeirra eru 1) Kjartan f. 4. maí 1975, maki Sólborg Gígja Guð- mundsdóttir. Börn þeirra eru Heiðrún Hanna f. 10. febrúar 2010, Úlfur Orri f. 4. maí 2011, sonur Kjartans frá fyrra sam- bandi er Hafsteinn Óskar f. 19. Nú er stundin runnin upp sem við höfum kviðið frá því örlögin gripu í taumana. Þegar fréttin barst um að þú glímdir við ólæknandi krabbamein áttum við alveg eins von á að tíminn sem eftir væri yrði stuttur. Þú settir þér markmiðið að ná jólunum. Svo var það útskrift Kjartans og loks útskrift Tedda. Í tvö ár barðist þú hetjulega til þess að fá sem lengstan tíma. Þú gekkst í gegnum fjölmargar erfiðar meðferðir, en allan tím- ann hélstu jákvæðninni og aldrei léstu bugast. Þú fékkst mun lengri tíma en spáð var og er ég þess handviss að jákvæðnin og æðruleysið sem þú bjóst yfir er stór hluti þess hversu lengi þú hélst út. Nú er hins vegar baráttunni lokið og við tekur vonandi eitt- hvað fallegt, bjart og yndislegt. Gaman væri að trúa því að þú sért núna komin á góðan stað þar sem þú getur notið þín án allra veikinda og erfiðleika. Og ekki væri leiðinlegt ef þar væru ein- hverjar flottar fataverslanir. Þú munt alltaf vera í huga mér og í hjarta mér áttu stóran sess. Þú varst alltaf sú sem stóðst upp ef eitthvað bjátaði einhvers stað- ar á og yfirleitt fyrst til að bjóða aðstoð. Ég er glöð yfir því að hafa get- að stutt þig og hjálpað í veikind- unum, og að hafa fengið tækifæri til að halda í hönd þína þegar þú kvaddir í hinsta sinn. Það var ólýsanlega sárt að fylgjast með þér draga andann í síðasta sinn, en léttirinn yfir því að þú munt ekki kveljast meir er sterkari. Minningarnar eru margar og góðar og munu þær ylja mér þegar söknuðurinn verður hvað sárastur. Elsku besta mamma, takk fyr- ir allt það sem þú hefur kennt mér. Jóhanna. Kveðja frá ömmugullunum í Garðshorni Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Hvíldu í friði elsku amma, Þorvaldur, Sóldís, Ástrós, Viktor og Eyþór. Núna er kallið komið, elsku Svana mín, þú ert komin í hvíld- ina miklu. Ég get þó alltaf hugg- að mig við það að pabbi, Dúddý og Kristín hafa tekið á móti þér. Auðvitað hefðum við viljað hafa þig miklu lengur hjá okkur. Það var erfitt að horfa upp á þig svona veika síðustu daga, en allt- af varstu jafn jákvæð. Ef þú varst spurð hvernig þú hefðir það var alltaf sama svarið „ég hef það bara fínt“. Margar góðar minningar rifj- ast nú upp og margar góðar stundir áttum við saman í gegn- um árin. Sérstaklega er mér annt um þegar þú hjálpaðir mér við að byrja minn saumaskap, þú sagðir, farðu bara og keyptu þér efni og ég skal hjálpa þér við að komast af stað, auðvitað varð ekki aftur snúið enda var alltaf hægt að fá hjálp frá þér. Margir kjólarnir, buxurnar og öll dress- in hafa farið um hendur mínar sem og þínar svo ekki sé talað um alla Adidas gallana. Alltaf hafðir þú eitthvað verið með á saumaborðinu þegar maður kom til þín í heimsókn. Alltaf áttir þú til flott föt og ef við Kaja systir vorum í vandræðum var bara eitt til ráða, heimsækja Svönu systur og málinu var reddað. Ég man líka hve ánægð þú varst yfir því þegar hún Bogga þín fetaði sömu braut og við Svana mín með því að fara að sauma. Ekki má gleyma öllu jólaföndrinu og prjónastússinu enda varstu með eindæmum handlagin sama hvað það var, það lék allt í höndunum þínum. Ég man eina af síðustu heim- sóknum mínum til þín á Sól- heima að þú varst eitthvað svo eirðarlaus og við fórum í bíltúr niður á Selfoss og keyptum okk- ur efni og saumuðum sitthvorn kjólinn og þú sagðir við gerum þetta svo aftur seinna. Því miður kom þetta seinna ekki aftur. Þegar ég talaði við þig í síma frá Benidorm og spurði hvort þig vantaði eitthvað þá sagðir þú að þig vantaði mussur. Ég kom heim með fullan poka af mussum en þá varst þú orðin svo veik að þú gast aldrei notað þær. Alltaf varst þú vel klædd og puntaðir þig alltaf svo vel og skipti engu máli þótt heilsunni hrakaði, það breytti engu, alltaf jafn falleg og vel til höfð þrátt fyrir veikindin. Elsku kæra systir, ég kveð þig með miklum söknuði og sorg í hjarta mínu, en einnig þakka ég fyrir þá miklu gleðidaga og góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég mun ávalt elska þig og megi góður guð og allir hans englar vaka yfir þér sem og pabba, Dúddý og Kristínu. Þín verður sárt saknað. Þín systir, Ólöf Sigurvinsdóttir (Olla.) Elsku Svana, erfitt er að sætta sig við að þú sért farin frá okkur eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Þriðja systirin af sex sem ferð yfir móðuna miklu á stuttum tíma. Við sem eftir sitjum reynum að skilja af hverju og styrkja hvert annað, ekki síst elsku móðir okkar sem hefur misst svo mikið. Ég minnist góðu stundanna sem við höfum átt saman með fjölskyldum okkar og foreldrum. Þú varst mín stoð og stytta og leitaði ég alltaf til þín þegar ég þurfti álit á einhverju eða aðstoð, ég gat alltaf treyst á þig. Ég var aðeins 11 ára gömul þegar þið Valdi réðuð mig í vist út í Garð að passa frumburðinn ykkar, Kjartan. Ég var mjög ánægð í litla húsinu ykkar, Stein- boganum, og kom nokkur sumur í viðbót til ykkar. Börnunum fjölgaði á þessum árum og hús- næðið stækkaði. Þegar ég eignaðist fjölskyldu fjölgaði samverustundunum og fóru þið Valdi og börnin með okkur Tryggva í brúðkaupsferð- ina okkar til Spánar. Við fórum saman ófáar ferðir í sumarbú- staði og útilegurnar voru líka margar. Haustið 1998 keyptum við saman land í Reykholti. Við byrjuðum strax um vorið að planta trjám, þú leiddir gróður- setninguna þar sem þú hafðir mikinn áhuga á trjá- og blóma- rækt eins og garðurinn í húsinu ykkar ber merki. Við fengum gefins gamalt 24 m2 sumarhús og fluttum á, við gáfum því nafn- ið „Hreiðurborg“. Þar áttum við margar yndislegar stundir og þó húsið væri lítið fannst okkur allt- af nóg pláss. Þegar þið Valdi fluttuð á Sólheima komum við Tryggvi og mamma oft í heim- sókn til ykkar. Alltaf tókstu svo vel á móti okkur og lögðum við mikla áherslu á að elda góðan mat, spila, hlusta á ljúfa tónlist og spjalla saman. Þú varst ung þegar þú byrj- aðir að sauma og gaf Valdi þér saumavél. Það voru ófáar flík- urnar sem þú galdraðir fram. Ég man eftir borðstofuborðinu á Garðbrautinni fullu af efnum og sniðum sem þú varst búin að vera að taka upp. Börnin þín voru oft í fötum sem þú hafðir saumað á þau og öll í sama stíl. Ekki voru síðri flíkurnar sem þú prjónaðir eða heklaðir. Aðeins 19 ára gömul varst þú búin að hekla skírnarkjól á frumburðinn þinn, þessi kjóll er enn í notkun. Þú varst snillingur í allri handa- vinnu og ekki skorti þolinmæðina þegar þú reyndir að kenna mér. Ég hafði mjög gaman af því að bjóða þér og Valda í mat, þú kunnir svo vel að meta það og enduðu ófá matarboðin á að tekið var í spil. Stundirnar okkar saman hafa liðið of fljótt, tíminn flýgur og ár- in hverfa. Hugrekki þitt og lífs- vilji hélt brosi á vörum okkar allra í gegnum þessi erfiðu veik- indi. Upp úr stendur þakklæti fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og allt sem þú varst mér. Elsku Svana, ég veit að pabbi, Dúddý og Kristín hafa tekið vel á móti þér. Elsku Valdi, mamma, Kjart- an, Jóhanna, Bogga, Hrafn og fjölskyldur, ég bið góðan Guð um að veita okkur styrk á þessum erfiðu tímum. Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína, englar hjá guði þig geymi við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Megi minning þín vera ljós í lífi okkar, Þín systir, Karitas Sigurvinsdóttir Svana mín kæra mágkona er látin eftir erfið og sár veikindi. Ég hef þekkt hana mest alla mína ævi, hún var rétt um 18 ára gömul þegar hún kynntist Valda bróður mínum og þau ákváðu að ganga æviveginn saman. Okkar sameiginlegu minningar eru því ótal margar. Svana og Valdi hófu búskap sinn í Steinboga, litlu húsi hér í Garðinum þá nýbúin að eignast sitt fyrsta barn hann Kjartan. Unglingurinn ég, fékk að vera virkur þátttakandi í lífi þeirra, passaði Kjartan þegar á þurfti að halda og sótti mjög í að vera ná- lægt þeim. Við þrjú vorum á lík- um aldri og áttum vel saman, brölluðum margt, vorum soddan börn þá. Þegar Jóhanna eldri dóttir Svönu og Valda var fædd fluttu þau í Esjuberg, stærra hús hér innst í Garðinum. Þar bjuggu þau í nokkur ár en stækkuðu svo enn við sig og keyptu fallegt ein- býlishús við Garðbrautina sem varð þeirra framtíðarheimili. Þau eignuðust Kristjönu Vilborgu yngri dóttur sína eftir að þau fluttu þangað og svo Hrafn Theodór orkuboltann litla sem hefur haldið þeim áfram ungum í anda með leikgleði sinni. Alltaf var ég með annan fótinn inni á heimili Svönu og Valda, fylgdist með þeim vaxa og þrosk- ast saman, fékk áfram að gæta barna þeirra af og til. Svana var einstaklega lagin í höndunum og skipti þá engu máli hvað hún var að fást við hverju sinni, fata- saum, útsaum, prjónaskap, fönd- urvinnu eða matseld. Allt lék í höndunum á henni. Hún hafði líka mikla ánægju af garðyrkju og saman unnu þau að því að rækta blómagarðinn við Garð- brautina sem varð blómlegri með hverju sumrinu. Þegar börnin voru komin vel á legg fór Svana í frekara nám, lauk m.a. sjúkraliðanámi og tók stúdentspróf í framhaldi af því. Það átti vel við hana að vinna við umönnunarstörf, hjálpa þeim sem minna máttu sín. Hún vann lengi á dvalarheimili fyrir aldr- aða og nutu íbúar þar sérstakrar umhyggju hennar. Fyrir nokkrum árum ákváðu Svana og Valdi að flytja sig um set með yngsta soninn og réðu sig til vinnu að Sólheimum í Grímsnesi. Þar hafa þau unað sér vel í einstöku og góðu sam- félagi. Eins og aðrir hafa þau mætt ýmsum hindrunum á lífs- leiðinni en tekist að komast fram Jóhanna Svanlaug Sigurvinsdóttir Fyrrum skólafélagi minn og vinur, Haraldur Sigurðsson, rafeindaverkfræðingur, er fall- inn frá. Andlát hans og útför bar að á meðan ég var á ferða- lagi í Bayern, þar sem við stunduðum okkar verkfræði- nám í sama skóla og brölluðum saman ýmislegt eins og stúd- enta er siður. Haraldur nam við THM, Technische Universität Münc- hen, og lauk Dipl.Ing-námi þar 1959. Hann stundaði fram- haldsnám þar 1982 og við US Coast Guard Academy í Groton í USA 1984. Við leigðum saman herbergi eitt sumarmisseri, þegar við vorum í fyrrihluta námi og var þetta sólríkt sumar. Kom okkur vel saman þetta misseri, enda var Halli mikill drengskapar- og sómamaður. Úr glugganum á herberginu okkar á þriðju hæð blöstu við sviðnar rústir fjölbýlishúss, sem staðið hafði handan götunnar og enn var ekki búið að hreinsa. Þannig var ástandið víða í borginni á 6. áratugnum. Halli átti mótorhjól eða Roll- er eins og Þjóðverjar kölluðu slík hjól, óháð tegund. Á þessu hjóli fórum við saman til Aust- urríkis, heimsóttum þar skíða- verksmiðju og snérum til baka með tvenn skíði og reiddum þau til München á vélhjólinu. Næsta vetur tókum við skíðin í notkun og fórum nokkrum sinnum suður í Alpana, en skíðastaðir eins og Garmisch- Partenkirchen eru skammt frá München. Frægasta skíðaferð- in okkar var þó til Kitzbüchel í Austurríki, en þá slóst í förina Bjarni Viðar Magnússon, við- skiptafr., síðar forstj. Íslensku Haraldur Sigurðsson ✝ Haraldur Sig-urðsson fædd- ist í Reykjavík 7. maí 1932. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 14. júní 2012. Útför Haraldar fór fram frá Víði- staðakirkju í Hafn- arfirði 22. júní 2012. umboðsölunnar. Þarna upplifðum við skemmtilega viku, en Halli var þægilegur ferða- félagi og góður skíðamaður. Haraldur var að- stoðarkennari við Elektrophysikal- isches Institut THM í München 1959. Hann starf- aði hjá Landssíma Íslands 1959-61, en hjá flugher Banda- ríkjanna á Keflavíkurflugvelli 1961-62. Hjá Landssímanum 1963 til 1999. Hann var verkfr. í radíódeild frá 1963, deildar- verkfr. frá 1966, yfirverkfr. frá 1967 og tækniforstj. 1994. Á radíódeild hafði hann yfirum- sjón með strandstöðvum, sjón- varpsdreifikerfi og farsímakerfi símans. Framkvæmdastj. sam- keppnissviðs Pósts og síma 1995. Hann var stundakennari við HÍ, Póst- og símaskólann og Lögregluskóla ríkisins. Hann gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum: Í stjórn RVFÍ 1964-65, form. 1978-80 og í aðalstjórn VFÍ. Í stjórn KVFÍ 1975, form. 1976-77. Varaform. fræðsluráðs Hafna- fjarðar 1977-79. Safnaðar- fulltrúi Víðistaðasóknar 1978- 82. Fulltrúi í bæjarstjórn Hafnafjarðar 1982-86. Í stjórn SKÝRR 1978-93. Meðdóm. í Siglingadómi frá 1978. Í stjórn Rafveitu og Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar 1982-86 og í Brunamálanefnd 1986-88. Halli var radíóamatör, frímúrari og í Rótarýklúbbi Hfnfj. Á námsárunum var Haraldur í Félagi Íslendinga í München. Hann var einn af stofnendum TUM Alumni á Íslandi, félagi hollvina Tækniháskólans í München. Félagarnir þar senda aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur. Haraldur kvæntist Alexíu Margréti Gísladóttur og eign- uðust þau tvö börn. Alexíu kynntumst við í München sem góðri vinkonu. Við hjónin vottum Alexíu og börnum þeirra, Hauki Þór og Katrínu, okkar dýpstu samúð. Gunnar Torfason ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR BJARNASON, Laufási, andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 21. júlí. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 30. júlí kl. 11.00. Bjarni Einar Baldursson, Karl Jóhann Baldursson, María Guðmundsdóttir, Ásta Brynja Baldursdóttir, Sigmundur Rúnar Karlsson, börn og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT SVEINSDÓTTIR ZÚBER, Sóleyjarima 9, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 25. júlí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 1. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Guðbjörg Lóní Kristjánsdóttir, Anna Lísa Kristjánsdóttir, Leó E. Löve, Aníta Margrét Aradóttir, Kristján Jóhann Arason, Anna Margrét Leósdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.