Morgunblaðið - 27.07.2012, Side 31

Morgunblaðið - 27.07.2012, Side 31
hjá þeim öllum í sameiningu. Fyrir um þremur árum dró ský fyrir sólu í lífi Svönu og um leið fjölskyldu hennar þegar hún greindist með alvarlegan sjúk- dóm. Svana tók þessum dómi með miklu æðruleysi, staðráðin í að gera það sem hún gæti til þess að njóta þess tíma sem henni var ætlaður og hún gerði það svo sannarlega. Þessi síðasta hindr- un varð henni Svönu minni þó að lokum óyfirstíganleg og nú er komið að kveðjustund. Ég vil þakka Svönu samfylgd- ina með tilvitnun í Sálm 103: 3-5. „Hann fyrirgefur allar mis- gjörðir þínar, læknar öll þín mein, leysir líf þitt frá gröfinni, krýnir þig náð og miskunn. Hann mettar þig gæðum, þú yngist upp sem örninn“. Guð blessi minningu Svönu, minnar kæru vinkonu. Ég bið Hann að gefa Valda bróður mín- um, börnum þeirra, móður henn- ar og öðrum aðstandendum styrk í sorginni. Jóhanna A. Kjartansdóttir. Þegar ég hitti Svönu fyrst var hún 18 ára og voru þau Valdi bróðir minn þá nýbyrjuð að vera saman. Þau hófu búskapinn í litlu húsi í Gerðahverfinu sem nefnd- ist Steinbogi. Lengst bjuggu þau þó í fallega húsinu sínu við Garð- brautina. Þar naut Svana þess að gera garðinn sinn fallegan og voru þau hjónin samhent í því verki. Hún var einnig mjög fær við alla handavinnu og sauma- skap, bakstur og eldamennsku og nutum við oft góðs af þeim hæfileikum hennar. Það var mik- ið gæfuspor þegar þau Valdi ákváðu að sækja um störf á Sól- heimum í Grímsnesi, þá voru elstu börnin þrjú flogin úr hreiðrinu en yngsti sonur þeirra á 12. ári og tók hann því vel að flytja á nýjar slóðir. Þegar þau komu á Sólheima var byrjað að æfa leikritið Latabæ og stóð ekki á þeim að taka virkan þátt í því. Svana saumaði búninga, Valdi var ljósameistari og Hrafn Theo- dór fékk hlutverk í leikritinu. Við sáum strax að þarna leið þeim vel og voru umvafin kærleika og hlýju. Þau Svana og Valdi höfðu líka mikið að gefa til þeirra sem búa á Sólheimum, hún með fram- haldsmenntun sjúkraliða og hann húsasmíðameistari. Þegar Svana greindist með krabbamein fyrir þremur árum, tók hún því með æðruleysi. Valdi var eins og klettur við hlið henn- ar og þau reyndu að njóta lífsins eins og þau gátu. Meðal annars fóru þau í siglingu um Karíba- hafið með góðum vinum. Ferðin gekk vel og Svana stóð sig eins og hetja þrátt fyrir veikindi sín. Ég veit að Svana var mjög trúuð og hún minntist þess hve góða trúarfræðslu hún fékk hjá séra Birni Jónssyni sem fermdi hana. Við Jói biðjum góðan Guð að vera með Valda og fjölskyldunni allri og gefa þeim styrk til að takast á við sorgina og söknuð- inn. Kristjana H. Kjartansdóttir. Elsku Svana mín. Þá er þrautagöngu þinni lokið og þú farin inn í ljósið eins og þú talaðir um við mig um daginn, þar sem ástvinir þínir tóku á móti þér með útbreiddan faðm- inn. Minningarnar hlaðast upp í huga mínum frá því að við vorum unglingar í Keflavík en þá var mikill samgangur á milli fjöl- skyldna okkar. Síðar settumst við báðar að í Garðinum og stofn- uðum heimili og eignuðumst börn á sömu árum. Síðustu árin heimsótti ég þig og Valda nokkr- um sinnum að Sólheimum, það voru dásamlegar stundir. Síðast en ekki síst eru það stundirnar sem við áttum saman síðustu vik- urnar. Þær voru erfiðar en samt svo kærleiksríkar og góðar. Þar töluðum við mikið um dauðann og hvað tekur við þegar við för- um héðan. Það síðasta sem við töluðum um var að okkar ævi- dagar væru ákveðnir áður en við urðum til í móðurkviði og við hefðum ekkert með það að gera. Þetta spjall gaf mér mjög mikið og vonandi þér líka. Allt okkar samband í gegnum árin einkenndist af miklum kær- leika. Það er sárt að kveðja þig elsku frænka mín, takk fyrir allt og Guð geymi þig. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.) Kæra fjölskylda, öll munum við geyma í sjóði minninganna bjartar stundir lífsins. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur styrk til að komast í gegnum þessa erfiðu daga. Það er svo erfitt að kveðja þann sem maður elskar. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Kærleikskveðja, Hafrún Víglundsdóttir. Elsku Svana mín, orð mín geta ekki lýst því hversu sárt það er að fá ekki að hitta þig aftur. Þú ert hetjan mín, hefur alltaf verið það og munt alltaf vera það. Ég mun aldrei gleyma þér og minningarnar af þér munu vera til staðar í hjarta mínu alla mína ævi. Minningarnar af okkur uppi í sumarbústað, á Sólheim- um og í Úthlíð eru þær bestu. Þú varst alltaf til staðar og tilbúin að gera allt fyrir mig, enda guð- móðir mín. Ég mun elska þig áfram alla mína ævi og ég mun aldrei hætta að minnast þín. Nú kveð ég þið elsku Svana eins og við kvöddumst alltaf, „love you!“. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæll, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þín frænka, Kara Tryggvadóttir. Elsku Svana mín ég trúi því varla að þú sért farin frá okkur, þú barðist svo hetjulega og varst svo jákvæð í baráttu þinni. Nú veit ég að þú hvílir í ró og friði elsku Svana mín, þú varst svo friðsæl þegar ég kvaddi þig. Minningarnar sem ég á um þig eru óteljandi, allar ferðirnar upp í sumarbústað og ferðirnar upp á Sólheima eru mér ógleym- anlegar í alla staði. Það var ávallt hlegið mikið, borðaður góður matur, spilað og spjallað. Rúna Mjöll mín elskaði að koma upp á Sólheima til þín og Valda, þess- um stundum mun hún aldrei gleyma. Ég bið guð um að gefa fjöl- skyldu minni styrk á þessum erf- iðu tímum. Nú kveð ég þig eins og þú kvaddir mig á kvöldin þeg- ar ég gisti hjá þér, góða nótt elsku Svana og guð geymi þig. Megi guðir og englar vaka yfir þinni fallegu sál, ylja þér um hjartarætur og gera þig að ljósi heimsins. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Þín frænka, Ásta Sigurlaug Tryggvadóttir. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 ✝ MálfríðurMaría Linnet fæddist í Reykjavík 29. maí 1929. Hún lést 21. júlí 2012. Málfríður María var kjördóttir Andrésar Jóhanns- sonar, f. 25. maí 1902, d. 21. júlí 1954 og Ólafar Guðmundu Guð- mundsdóttur, f. 3. júní 1903, d. 21. ágúst 1968. For- eldrar Málfríðar Maríu voru Er- lendur Guðmundsson, f. 23. des- ember 1900, d. 9. ágúst 1984 og Þorbjörg Aldís Björnsdóttir, f. 7. október 1893, d. 24. nóvember 1957. Uppeldissystkini hennar voru Jónína Guðrún f. 1932, d. 2010, Garðar Guðmundur Svav- ar f. 1934, d. 1980 og Erla Bára 1981, Loga Þröst f. 1995, Guð- rúnu Öldu f. 2004. Gunnar, f. 29. nóvember 1955, tölvunarfræð- ingur og MBA. Hann er kvænt- ur Elínu Gísladóttur. Gunnar og Elín eiga 6 börn, Eyrún f. 1979, Margrét f. 1982, Ingvar f. 1987, Fríða Rakel f. 1990, Agnes f. 1992 og Hans Adolf f. 1996. Rósa Guðrún f. 2. ágúst 1958. Hún er gift Þorvaldi Helga Þórðarsyni, bónda að Stað í Súgandafirði. Rósa Guðrún og Þorvaldur eiga 8 börn, Hjálmar f. 1977, Hans Ingi f. 1979, Jó- fríður f. 1982, Málfríður f. 1982, Ólöf Helga f. 1987, Þórður Ágúst f. 1989, Pétur Óli f. 1994, Hjalti Þór f. 1998. Málfríður á 18 lang- ömmubörn og eitt langalang- ömmubarn. Málfríður María ólst upp í Hafnarfirði og starfaði sem hús- móðir alla sína starfsævi. Útför Málfríðar Maríu fer fram frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði í dag, föstudaginn 27. júlí 2012, og hefst athöfnin kl. 13. f. 1940. Þann 6. nóvember 1953 giftist hún Hans Adolf Linnet vél- fræðingi, f. í Hafn- arfirði 8.10. 1930. Foreldrar hans voru Gunnar Haf- stein Linnet og Guðrún Rósa Jó- hannsdóttir. Þau bjuggu ætíð í Hafn- arfirði. Börn Mál- fríðar Maríu eru Óli Kristján Ol- sen, f. 16. júlí 1948, d. 23. desember 2001, en hann var sonur Harry Olsen, f. 1926, d. 1951. Óli Kristján átti dótturina Kristínu f. 1981. Hafsteinn, f. 1. janúar 1954, vélvirki. Hann er í sambúð með Önnu Snjólaugu Arnardóttur. Hafsteinn á fjögur börn, Helga f. 1974, Jóhann f. Í dag kveð ég ömmu mína. Það er ótrúlega erfitt að kveðja manneskju sem var manni svo góð og svo náin nánast allt mitt líf. Þeir sem kynntust ömmu heilluðust allir af glæsileika hennar, ljúfmennsku og ástúð hennar á börnum sínum og barnabörnum. Ég var svo lukkuleg að vera elsta barnabarnið og „fékk“ að vera ein í nokkur ár þar til hóp- ur barna kom. Það voru vissu- lega forréttindi að vera fyrst því ég var sólargeislinn þeirra og þau sóttust í það að fá mig í heimsókn og ég að sjálfsögðu til þeirra. Alltaf var farið í sund á laug- ardögum og svo heim til ömmu og afa. Amma eldaði hádegismat fyrir okkur og á meðan hún gekk frá eftir matinn og dyttaði að heimilinu sat ég með afa sem laumaði að mér einu ópali eða leyfði mér að sitja með sér og naga beinin með honum. Alltaf var tilhlökkunin að hitta ömmu og afa jafn mikil. Alltaf var hægt að reiða sig á það að hitta ömmu og geta spjallað við hana um alla mögu- lega sem ómögulega hluti. Hún var alltaf svo jákvæð og þægileg í viðmóti. Aldrei skipti hún skapi og ef eitthvað kom upp á þá var hún fyrst til að strjúka tárin og veita manni huggunarorð. Enn í dag yljar það um hjartarætur. Þegar ég eignaðist langveikt barn þá var það amma sem stóð öldurnar með mér. Hún kom daglega á spítalann til mín, ann- að hvort skipaði hún mér út að fá mér frískt loft eða bara sat með mér og ræddi málefnin. Að eiga svona góða að er ómet- anlegt. Aldrei hef ég þakkað henni nóg þessa umhyggju og sálargæslu sem hún veitti mér á þessum tíma. Allt til dauðadags spurði hún um dóttur mína og hvernig hún hefði það. Hún ljómaði eins og sól þegar hún sá dóttur mína og það kraftaverk að hún skuli hafa fengið að vera með okkur. Langveika dóttir mín hafði jafn mikil áhrif á hana og mig, það eitt sannar mann- gæsku hennar. Hún bókstaflega lifði fyrir börnin sín, tengdabörn og barnabörn. Nú rifja ég upp söguna „Sporin í sandinum“ finn ég að það var amma sem bar mig á höndum sér þegar ég átti hvað erfiðast. Þegar elsta barn ömmu, hann Óli Kristján, lést langt fyrir ald- ur fram þá sagði amma bitur í bragði: „Það á enginn að þurfa að jarða börnin sín“ En hún þurfti að gera það og tók það svo mikið á hana að hún varð aldrei söm. Þegar amma og afi ákváðu að selja húsið sitt og fara í íbúðir fyrir aldraða var það eina sem amma bað um, það var að fá að vera með útsýni yfir hafið. Oft sat hún við gluggann og starði á hafið. Afi gerði það líka en hann var harðari og sýndi aldrei veikan blett. Hann var kletturinn sem brimið hefur sorfið hægt og rólega. Þessir tveir klettar hafa myndað fjall. Nú er annað fjallið farið og eftir stendur aðeins einn brimsorfinn klettur, það er afi. Eftir lifa þrjú af fjórum börn- um hennar og hafa þau öll erft þessa dásamlegu manngæsku og hlýju frá ömmu. Afi er einn og saknar konu sinnar mikið. Þau voru saman í hartnær 60 ár. Aldrei fann maður kalda strauma leggja frá þeim. Þau höfðu ótrúlega hæfileika sem sáttasemjarar. Ég er svo þakklát að hafa átt ömmu sem ömmu mína. Hún er fyrirmynd mín í mínu ömmu- hlutverki. Helga Linnet. Kveðjustundir eru aldrei auð- veldar eða skemmtilegar. Nú þegar við kveðjum elsku ömmu mína, reikar hugurinn aftur í tímann. Fyrir rúmum tuttugu árum sat ég oft hjá ömmu og afa og saumaði út myndir með ömmu. Fékk að selja flöskur og dósir og kaupa handavinnu fyrir ágóðann. Þá var gott að búa ná- lægt þeim og geta farið sjálf heim til þeirra. Þegar mamma fór að vinna einn veturinn um svipað leyti, kom ég oftar en ekki heim til ömmu eftir skóla, gerði heimavinnuna, saumaði út og gisti svo í gestaherberginu hjá þeim. Þegar ég varð eldri minnist ég þess að ætla rétt að kíkja til þeirra og enda svo á að sitja allt kvöldið með ömmu að horfa á sjónvarpið á meðan afi svaf í hinum enda sófans. Amma var alltaf með svo góða nærveru og var svo stolt af öllum afkomendum sínum. Takk fyrir samfylgdina, elsku amma mín. Hvíldu í friði! Eyrún Linnet. Málfríður María Linnet Elsku pabbi minn það er með sorg og söknuði sem ég kveð þig, en líka þakklæti fyrir allt og að vera alltaf til staðar fyrir mig. Það var erfitt að sjá þig þjást síðustu daga þína svo það linar sársaukann að vita að núna líður þér vel. Síðustu mánuðum eyddir þú á deild 4-b á Borgarspítalanum og síðar hjúkrunarheimilinu Mörk og vil ég nota tækifærið og þakka því yndislega starfsfólki fyrir um- hyggjuna og virðinguna fyrir mannlegri reisn sem var þar sýnd. Ég á frábærar æskuminning- ar um þig þar sem þú vildir allt fyrir mig gera og vildir alltaf hag minn sem mestan. Ég var alltaf litla stelpan þín og það fannst stelpunum mínum skondið að heyra, sérstaklega þegar þær voru litlar, þær héldu að þú værir að tala við þær en ekki mömmu þeirra. Allt þitt líf snérist um bíla, þú hafðir atvinnu við að keyra vörubíl og þitt áhugamál var bílar og þá sérstaklega forn- Trausti Kristinsson ✝ Trausti Krist-insson vöru- bifreiðastjóri fædd- ist í Reykjavík 8. janúar 1921. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Mörk 28. júní 2012. Útför Trausta fór fram frá Hall- grímskirkju 12. júlí 2012. bílar. Minningarn- ar eru margar um bíla sem þú áttir, sérstaklega tengd- ar Volvo vörubílum og Chevrolet fólks- bílum og oftast númer R74 eða R335. Það hafa margir notið þess hversu fróður þú varst um bíla og þar með talin ég. Ekki varst þú ánægður með það að ég tók ekki bílpróf þegar ég hafði aldur til, enda fór það svo að ég tók ekki bílpróf fyrr en þú hringdir í mig og sagðist vera búinn að panta fyrir mig bílatíma, það væri ekki hægt að ég væri sú eina í fjölskyldunni sem ekki væri með bílpróf. Já, þær eru margar minningarnar sem ég á, þær geymi ég í hjarta mínu og eiga þær án efa eftir að ylja mér um ókomin ár. Hvíl í friði, elsku besti pabbi minn. Þín litla stelpa, Hjördís Steina. Ég kveð nú ástkæran tengdaföður minn Trausta Kristinsson. Með örfáum orðum langar mig að kveðja þennan öðling sem tengdafaðir minn var og þakka það hversu vel hann tók á móti mér er ég kom inn í fjölskyldu hans, þó að það væri honum svolítið erfitt þar sem ég fangaði ekki bara hjarta litlu stelpunnar hans, heldur flutti hana alla leið til Vest- mannaeyja. Ég veit að hann vildi engan lofsöng um sig en hann var kletturinn sem var alltaf til staðar, vakinn og sofinn yfir velferð afkomenda sinna. Ég kveð þig með sorg í hjarta en veit að nú líður þér betur og þú munt vaka yfir okkur öllum um ókomin ár. Hvíl í friði Þinn tengdasonur, Kristinn Jónsson. Við fráfall Trausta Kristins- sonar koma upp í hugann ýms- ar minningar eftir meira en hálfrar aldrar kynningu. Fátt eitt verður þó tilgreint hér. Ég kynntist Trausta fyrst á „eyr- inni“, þ.e. við gömlu höfnina í Reykjavík við uppskipanir hjá Eimskip. Þetta var á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar er ég hóf sumarvinnu á þessum stað. Þá var Trausti ungur maður, sem ók eigin vörubifreið eftir því sem ég best veit. Þetta varð síðan ævistarf hans, lengst af í þjónustu Eimskips. Síðar urðu kynni okkar og samskipti nánari eftir að hann giftist Höllu, systur minni. Trausti var maður einkar þægilegur í umgengni og mjög hjálpfús. Mér er minnisstætt er hann fór með mér á vörubílnum um hávetur í vondri færð fyrir Hvalfjörð og upp í Borgarnes að sækja konu mína og ungan son, sem voru að flytjast til Reykjavíkur, þar sem við vor- um að hefja búskap. Allt gekk það ferðalag að óskum. Síðar þurftum við oftar en ekki að flytjast búferlum milli leigu- íbúða á höfuðborgarsvæðinu og þá var ekki að sökum að spyrja; Trausti tók þá flutninga að sér, svo að lokum í eigið húsnæði. Er ég hóf í félagi við góðan vinnufélaga að byggja eigið húsnæði, með bjartsýnina og vonandi aðstoð góðra manna eina að vopni, var ekki að sök- um að spyrja; Trausti var hve- nær sem var reiðubúinn að að- stoða með akstri á aðföngum og öðru, er til þurfti. Fyrir þetta ber að þakka séstaklega, aldrei var minnst á greiðslu. Trausti hafði alla tíð mikinn áhuga á bílum. Svo langt ég man átti hann ávallt fólksbíl auk vörubílsins. Stundum voru það eldri tæki, en hann var einkar laginn við að halda slík- um verkfærum gangandi. Hann var talinn snillingur í að „mixa“ eins og ég held að það hafi ver- ið kallað í þá daga. Lengi hafði hann mikla trú á þeim banda- rísku Chevrolet, en síðar komu þeir japönsku til skjalanna. Í bílskúr Trausta kenndi margra grasa í varahlutum. Fyrsti bíll, sem ég eignaðist var um það bil 10 ára Chevrolet, keyptur af Trausta. Hann líkaði svo vel í minni fjölskyldu, að eftir það hélt ég mig við sömu tegund í áratugi. Þegar drengirnir okkar voru komnir á bílaaldur og höfðu yfir að ráða gömlum bílum, sem oft á tíðum þurftu lagfæringar við, kom oftar en ekki til kasta Trausta til lagfæringar eða leiðbeininga um úrræði. Í þeirra augum var hann alvitur á þessu sviði. Við hjónin litum inn hjá Trausta nokkrum dögum fyrir andlátið. Þá var hann greini- lega mjög farinn að kröftum. Hann þekkti okkur þó og við gátum spjallað saman góða stund. Við Ása sendum Höllu og fjölskyldunni innilegar samúð- arkveðjur. Pétur Erlendsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.