Morgunblaðið - 27.07.2012, Side 32

Morgunblaðið - 27.07.2012, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 Ég þekki það af eigin raun að það er dýrmætt að eiga góða tengdafjölskyldu og það hefur hún Helga Rut stóra systir mín einnig fengið að upplifa. Tengda- fjölskylda hennar hefur ekki að- eins reynst henni vel því við erum fleiri í fjölskyldunni sem höfum fengið að kynnast henni og njóta gestrisni Iðunnar og Björns. Ég var aðeins táningur þegar Helga Rut og Halldór tóku saman og kynntist ég gestrisni tengda- foreldra hennar fljótt. Helga Rut bjó um tíma á heimili þeirra og þá var heimilið opið fyrir litlu systur hennar sem kom í borgarferð ut- an af landi. Gestrisni Iðunnar og Björns fékk ég að kynnast enn betur með árunum, jafnt á Sund- laugaveginum, í sumarbústaðn- um þeirra og síðast en ekki síst í Brussel þar sem Iðunn og Björn bjuggu meðan Björn starfaði fyr- ir ESA. Á þeim tíma var ég á ýmsum ferðalögum um heiminn og fann þá fljótlega að ég átti örugga heimahöfn í Brussel. Á heimili Björns og Iðunnar í Brussel var ég (sem og aðrir) allt- af hjartanlega velkomin og fékk höfðinglegar móttökur sem gat verið ómetanlegt fyrir unga flökkukind. Það var alveg sama hvaða vandamál komu upp, alltaf voru Iðunn og Björn tilbúin að leysa úr þeim eða létta mér lífið á einn eða annan hátt, hvort sem það var að geyma ferðatösku sem var farin að þvælast fyrir mér á ferðum mínum eða skutla mér yf- ir næstu landamæri. Þegar ég var á leið til Strasbourgar í Frakk- landi til að nema í ár kom ég við í Brussel og þá bauðst Björn til að keyra mig til Lúxemborgar þar sem ég gat náð í þægilega lest á áfangastað. Á þeirri leið fræddi Björn mig um Strasbourg, mann- réttindadómstólinn, belgískan munkabjór, Roquefort ostinn og fleira áhugavert. Það var eitthvað ævintýralegt og framandi í öllum heimsóknum mínum til Brussel. Eitt sinn var Iðunn ekki heima og þá var það höfðinginn hann Björn sem tók á móti mér, sýndi mér áhugverða staði í Brussel og bauð mér á framandi veitingahús þar sem ég smakkaði m.a. snigla og frosk- alappir í fyrsta sinn. Um tíma bjó Adda Steina og fjölskylda einnig á heimilinu, við áttum margt sam- eiginlegt og eignaðist ég þar góða vinkonu. Í einni ferðinni fékk ég að fara með á þorrablót Íslend- inga í Brussel og þar smakkaði ég svo hrútspunga í fyrsta og eina skiptið á ævinni. Ég minnist Björns sem höfð- ingja heim að sækja. Hann var mjög gestrisinn, heiðarlegur, hjálplegur, fróður og forvitinn um það sem var framandi – þar á meðal matargerð. Björn var einn- ig viljugur að deila því sem hann vissi og hafði upplifað með öðrum. Ég minnist Björns einnig sem hlýs og góðs afa systurdætra minna sem ég veit að sakna afa síns sárt. Foreldrar mínir og systur minnast einnig Björns Björn Friðfinnsson ✝ Björn Frið-finnsson fædd- ist á Akureyri 23. desember 1939. Hann lést 11. júlí sl. Jarðarför Björns var gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík fimmtudaginn 19. júlí 2012. með þakklæti fyrir gestrisni og góðar stundir. Sérstaklega minnast foreldrar mínir með þakklæti einstaklega fróð- legrar og skemmti- legrar leiðsagnar Björns í ferð til Grímseyjar fyrir tveimur árum. Við biðjum góðan Guð að gefa elsku Iðunni, Halldóri, Öddu Steinu, Leifi og fjölskyldum þeirra styrk til að takast á við fráfall Björns, blessuð sé minning hans. Dóra Guðrún Guðmunds- dóttir og fjölskylda. Fundum okkar Björns bar fyrst saman fyrir rúmum fimmtíu árum og þá í Hvalstöðinni í Hval- firði. Þeim merka stað, sem fóstr- aði margan manninn og konuna sumarlangt og oft með endur- tekningunni ár eftir ár. Þegar ég horfi nú til baka finnst mér Bjössi Friðfinns, eins og við félagar kölluðum hann, lítið hafa elst allan þennan tíma. Allt til þess að banvænn sjúkdómur læsti hann heljartökum, sem aldrei voru linuð allt til þess er yf- ir lauk. Bjössi var spaugsamur og léttur í lund. Alltaf tilbúinn að gantast og virða fyrir sér hið spaugilega í tilverunni. Kunni aragrúa hnyttilegra sagna, hafði gaman að segja frá og hafði til að bera góða frásagnargáfu. Alls þessa nutum við í nærveru hans, gamlir félagar úr Hvalnum, sem komið höfum saman undanfarin ár til þess að rabba saman yfir kaffibolla um m.a. gömlu góðu dagana í Hvalnum, þegar hval- veiðar „stóðu í blóma“ og veiðum var stjórnað af skynsemi undir eftirliti Lofts Bjarnasonar. Bjössi valdi sér lögfræðina og málefni tengd henni að ævistarfi. Ég held að hann hafi valið rétt. Samviskusemi og rótgróinn heið- arleiki, ásamt hjálpsemi við hvern sem í hlut átti og átti e.t.v. í vök að verjast, var þess valdandi að til hans var leitað við úrlausn ýmissa vandamála og hann valinn í for- ystusveit þeirra sem sinna skyldi ýmiskonar málum tengdum landi og þjóð. Bjössi hafði til að bera trútt minni, glöggur á menn og mál- efni, snöggur að átta sig á stöð- unni hverju sinni og til hans var gott að leita, ekki aðeins á fé- lagslegum grunni heldur einnig persónulega. Hann var sannkall- aður vinur vina sinna og tilbúinn að veita aðstoð þegar nauðsyn bar til. Frá fyrstu kynnum höfum við Bjössi hist undir ýmsum kring- umstæðum og ávallt farið vel á með okkur. Dillandi hlátur hans hljómar í eyrum mér, þegar ég hugsa til hans og sé hann fyrir mér stjórna sýningarvélinni í Búrabíó, skemmtibragga okkar Hvalmanna fyrir fimmtíu árum síðan. Þá sýndi hann okkur myndir, sumar nýjar aðrar eldri, sem styttu okkur stundir í amstri hversdagsins. Þessar myndir voru fengnar að láni með góðfús- legu leyfi setuliðsins á staðnum. Snemma á lífsleiðinni eignaðist hann góðan lífsförunaut. Hana Iðunni, sem verið hefur hans stoð og stytta, ekki síst þegar halla tók undan fæti og veikindin tóku að ágerast. Saman reistu þau Iðunn og Bjössi draumahöll austur í Grímsnesi, þar sem þau undu löngum stundum við skriftir, ræktun og náttúruskoðun. Þar átti fjölskyldan griðarstað og ég veit að þau kunnu því vel að virða fyrir sér afkomendur sína og ætt- ingja á svæðinu. Á saknaðarstundu vil ég þakka Bjössa samfylgd liðinna áratuga. Eftirsjá og söknuður sækja á huga minn þegar ég minnist hans. Ég votta Iðunni, börnum þeirra, barnabörnum og öðrum ættingjum samúð mína. Minning um viðfelldinn og um fram allt skemmtilegan félaga mun ylja okkur sem eftir sitjum um ókomna ævidaga. Sigurður Bjarnason. Góður frændi, Björn Rúnar Friðfinnsson, er fallinn frá. Er búinn að glíma hetjulega við þann illvíga sjúkdóm, krabbann sem nánast engu eirir. Við erum systrabörn, ég og Böbbur eins og hann var alltaf kallaður í Gríms- ey. Hann var fæddur og uppalinn í Reykjavík en sjö ára gamall kom hann fyrst norður í Grímsey í svo- kallaða sumarveru á heimili for- eldra minna. Hann var strax einn af systkinunum á Sveinsstöðum. Ljúfur og skemmtilegur drengur sem svoleiðis hrærðist í og naut eyjalífsins. Hann átti nú svo sem ekki að vera mörg sumur í Gríms- ey en staðreyndin er sú að sum- arveran taldi sjö sumur. Það var hvað eftir annað búið að útvega Birni frænda einhver sumarstörf í Reykjavík en um leið og farfugl- inn mætti í Grímsey, var Böbbur byrjaður að syngja Grímseyjar- söngva, s.s. Þú varst fyrr af mönnum metinn, meir en eyði- sker. Dóra frænka og Friðfinnur vissu að drengurinn þeirra yrði, heilsu og gleði sinnar vegna, að fara þessi sjö sumur til Grímseyj- ar. Það er ósköp ljúft í dag, að minnast þessa tíma í Grímsey, alltaf nóg að gera. Það byrjaði á vorin að raka skítinn af túnunum og koma honum fyrir hjá reyk- ingakofanum. Þá var komið svo- kallað tað sem var svo notað til að reykja kjötið á haustin. Svo fengu blessaðar kýrnar að komast út úr fjósinu og út í Guðsgræna náttúr- una. Fljótlega fékk Björn frændi það hlutverk, að reka þær upp á eyjuna, í átt að Hólatjörninni til að brynna þeim og fékk að því nafnið, kúarektor. Við vorum þarna saman frændsystkinin, Böbbur, Gagga, Minna og sú sem þessar línur skrifar. Við vorum nú ekki alltaf á sömu línunni. Skipamannaböllin í Grímsey voru mjög spennandi. Þarna ægði saman Íslendingum, Finnum, Norðmönnum og Færeyingum og við frænkurnar stálumst eins oft og við gátum á böllin, jafnvel með töluvert af fuglaskít í hári og föt- um. En Böbbur kaus að lesa Ís- lendingasögurnar sem afi Sigur- björn átti allar. Heyskapur varð náttúrulega að vera, þar sem bæði voru kýr og kindur á Sveins- stöðum. Við urðum að taka virkan þátt í því en einhvern tíma heyrði ég föður minn, Óla Bjarnason, stynja þungan og segja við Björn sem var að raka heyinu saman með tindana á hrífunni upp í loft: „Böbbur minn, þú ert sennilega betri á bókina en hrífuna“. Nú ertu kæri frændi, farinn yf- ir móðuna miklu. Ég trúi því að þar munum við hittast og vonandi svolítið seinna og þá munum við rifja upp gömlu góðu dagana í Grímsey. Iðunni og allri fjöl- skyldu þeirra, sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Þetta skrifar frænkan úr Grímsey, Birna Óladóttir. Björn Friðfinnsson, lögfræð- ingur og fyrrverandi ráðuneytis- stjóri, er látinn eftir stranga bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Margar minningar hrannast upp við fráfall hans, minningar um margra ára samstarf í stjórn Rauða kross Íslands en hann sat þar frá árinu 1977 til 1991 og var formaður flóttamannaráðs Rauða krossins frá 1979 til1993. Auk þess var Birni falið að sitja í ótal öðrum stjórnum og ráðum og var sífellt til forystu valinn og þannig var starfsferill hans reyndar allur. Björn sat ekki í hinum fjöl- mörgu forystuhlutverkum sem honum var treyst fyrir að ástæðu- lausu, heldur vegna óskeikula hæfileika hans til að greina hism- ið frá kjarnanum og að finna leiðir til árangurs og til að ná settu tak- marki. Aðrir munu greina frá fleiri hliðum lífshlaups hans en hér verður starf hans fyrir Rauða krossinn í öndvegi. Sem formaður flóttamanna- ráðs Rauða krossins var hann í raun og veru flóttamannaráðið sjálft. Hann aðstoðaði þá sem hingað komu á þessum tíma sem flóttamenn, flestir frá Víetnam, frá því að veita þeim viðtöl og ráð- gjöf í ömurlegum flóttamanna- búðum erlendis, taka á móti þeim við komu til landsins og vera þeim öllum sem faðir, lagalegur ráð- gjafi og sá klettur sem treysta mátti. Heimili Björns og konu hans, Iðunnar, stóð þessu fólki opið í erfiðleikum og einnig á hátíðarstundum. Allir þessir flóttamenn sem nutu stuðnings og mannúðar Björns muna hann með miklu þakklæti og hlýju. Í stjórn Rauða kross Íslands var Björn traustur ráðgjafi, mað- ur mannúðar og réttlætis og var afburða skemmtilegur. Björn var frábær sögumaður, fróður og minnugur á hið skop- lega í tilverunni og enginn stóð honum að sporði í frásagnarlist. Síðustu ár höfum við nokkrir Rauðakrossmenn og konur sem stóðum í stafni Rauða krossins á árum áður komið saman öðru hvoru okkur til fróðleiks og ánægju og Björn lét sig ekki vanta á meðan heilsa leyfði. Björn hafði oft á orði að nýta ætti reynslu og áhuga fyrrum fé- laga og samdi hann starfsreglur fyrir þennan hóp, RK hópinn og var ritari hans. Við í þessum hópi þökkum samstarfið og söknum vinar í stað. Með miklu þakklæti og virð- ingu kveð ég Björn Friðfinnsson og sendi Iðunni og ástvinum hans öllum innilegar samúðarkveðjur. Anna Þrúður Þorkelsdóttir. Björn var fulltrúi yfirborgar- dómara á tímabilinu 1965-1966 er við kynntumst. Á þeim tíma fóru dómarafulltrúar með umfangs- mikið dómsvald. Hann var þá ungur að árum og hafði skömmu áður lokið embættisprófi í lög- fræði. Minnisstætt er að í dóm- arstörfum hafði Björn til að bera augljósa þekkingu, áræðni og sjálfsöryggi. Þekking hans í lög- fræði fólst á þeim tíma í því að hann hafði lokið góðu prófi í greininni sem hann bætti strax við með síöflun heimilda. Síðan átti hann eftir að bæta þá þekk- ingu með starfsreynslu, skrifum um lögfræðileg efni og kennslu og öðrum trúnaðarstörfum við Háskóla Íslands. Áræðni hans í dómarastörfum fólst m.a. í því að hann kappkost- aði mjög að sætta einkamál á milli aðila. Stundum gekk hann svo langt að óska eftir því að þraut- reyndir lögmenn vikju úr þingsal meðan hann, þá nýorðinn dómari, ræddi við aðila og freistaði þess að ná sáttum milli þeirra. Sjálfs- öryggi Björns varð strax sýnilegt við framkvæmd dómarastarfa. Allir frestir varðandi málsmeð- ferð stóðust, aldrei verulegur vafi um endanlegar niðurstöður og eitt sinn lét hann þess getið í dómi í máli, þar sem málskjöl voru að verulegu leyti á ensku, að dóm- arinn „hefði fullt vald á enskri tungu“. Þar með var tekið af skarið um það atriði. Við Björn vorum alltaf nánir og unnum mikið saman síðar á ævinni. Þáttur hans í tengslum við sjálfan EES-samninginn og innleiðingu á mikilvægri löggjöf í kjölfarið var verulegur og margt af því sem hann gerði á þessum tíma var í raun stórvirki. Síðar bætti hann við fræðilegum skrif- um um þetta efni sem hann síðar notaði með ýmsum hætti við laga- deild Háskóla Íslands. Þar fór saman þekking sú, áræðni og sjálfsöryggi sem áður er lýst. Með Birni er fallinn frá vinur sem mér er mikil eftirsjá eftir. Ég sendi Iðunni Steinsdóttur og fjöl- skyldu hennar innilegar samúð- aróskir. Stefán Már Stefánsson. Björn Friðfinnsson er nú fall- inn frá en við vorum samstarfs- menn í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu árin 1999-2003 er hann gegndi þar starfi ráðuneytis- stjóra. Það var gott að starfa með Birni, hann var fær lögfræðingur og snöggur að afgreiða mál enda afar vinnusamur og með reynslu úr margvíslegum ábyrgðarstörf- um. Björn var ákaflega vel liðinn af okkar góða samstarfsfólki í ráðu- neytinu, enda réttsýnn og góður maður. Hann lá þó ekkert á skoð- unum sínum um menn og málefni ef svo bar við en oftar sá hann þó spaugilegar hliðar mála enda þekktur af kímnigáfu sinni. Björn var áhugasamur um al- þjóðlegt samstarf, ekki síst milli Evrópuríkja, en Rauði krossinn og mannréttindi almennt voru honum afar hugleikin. Hann var vinmargur maður og voru margir flóttamenn í þeim hópi enda lét hann sér annt um aðbúnað þeirra og velferð alla. Ég kveð Björn Friðfinnsson með þakklæti fyrir okkar góða samstarf og votta eiginkonu hans, börnum og fjölskyldu allri inni- lega samúð mína. Blessuð sé minning hans. Sólveig Pétursdóttir. Ég mun ávallt minnast Björns sem hins góða, blíða, elskulega afa míns. Hann var heiðarlegur, traustur og góður maður, mikill húmoristi og mannréttindasinni. Hann hafði mikinn áhuga á fuglum og jurtum. Hann var sannkallaður náttúruvinur og mikill dýravinur. Mig dreymdi fallegan draum nóttina eftir að afi dó. Hann var þannig að Björn afi kvaddi alla sem hann þekkti, mjög vel. Svo fór hann í gyllta rútu með engla- vængjum. Í henni voru allir sem afi þekkti og voru dánir. Rútan fór upp í bústaðinn hans afa og þegar þangað var komið labbaði afi inn í sólargeislana og hvarf. Þeir sem voru með honum löbb- uðu á eftir honum einn í einu og síðan endaði draumurinn. Ég fór fyrstu utanlandsferðina mína með afa og ömmu. Litli bróðir minn var nýfæddur og þau buðu mér til Ítalíu til létta undir með foreldrunum. Við fórum með víetnömskum hjónum sem afi hafði einu sinni sótt í flótta- mannabúðir. Ég man ekki mikið eftir ferðinni en það var mikil manngæska hjá ömmu og afa að bjóða mér í þessa ævintýraferð. Afi æfði badminton og stund- um á laugardagsmorgnum eftir æfingu kom hann með ilmandi heitt vínarbrauð og gaf okkur. Já, afi var góður og sorglegt að hann hafi dáið, ekki eldri. En hann lifði góðu lífi og átti góða fjölskyldu og það er fyrir mestu. Hvíldu í friði, kæri afi. Ármann Leifsson. Í blóma sumarsins þegar ís- lensk náttúra býður upp á hlýja sumardaga og fegurðin er alls- ráðandi kvaddi Björn Friðfinns- son, fyrrverandi formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, okkur hinstu kveðju. Björn varð ekki aldraður í skilningi nútímans en varð að lúta í lægra haldi fyrir erfiðum veik- indum 72 ára að aldri. Margir sveitarstjórnarmenn muna eftir Birni vegna starfa hans í stjórnsýslunni um langa hríð. Þeir eldri muna auðvitað eft- ir honum frá bæjarstjóraárum hans á Húsavík og formennsku í sambandinu. Þeir yngri muna ef- laust eftir honum vegna starfa hans í stjórnsýslu ríkisins en ekki síður vegna þess að hann kenndi svo mörgum á óteljandi nám- skeiðum. Undirritaður naut leiðsagnar hans við Háskóla Íslands á árun- um 1996-1997 í umfjöllun um op- inbera stjórnsýslu en um það efni skrifaði Björn kennslubók. Það skorti ekki á áhugann eða þekkinguna hjá Birni á þessum sviðum og gat verið ansi gaman að ræða við hann í tengslum við fyrirlestra enda mikil þekking uppsöfnuð hjá honum. Þekking sem hann átti frekar gott með að miðla til annarra á námskeiðum. Undirritaður og Björn áttu fyrst samleið í gegnum starfsemi Rauða kross Íslands fyrir einum 25 árum. Áhugi hans á þeim mál- um, sérstaklega málefnum flótta- manna, var gríðarlega mikill og hafði áhrif á aðra. Af og til hittumst við og rædd- um málin, oftast vestur í Ögri, en þangað komu hann og Iðunn eig- inkona hans stundum. Fjöl- skyldutengslin voru til staðar, Björn og faðir minn bræðrasynir. Það er með þökk og virðingu sem undirritaður setur þessar línur á blað til að heiðra minningu góðs frænda, samstarfsmanns og fv. formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Iðunni og afkom- endum þeirra sendi ég f.h. sveit- arstjórnarfólks samúðarkveðjur. Halldór Halldórsson. Með Birni Friðfinnssyni er genginn drengur góður. Mann- kostir hans voru miklir, hann var heiðarlegur, hreinskiptinn og vildi öllum vel. Það er eiginlega með ólíkindum hversu miklu hann fékk áorkað í lífinu og hversu víða hann kom við, alltaf til að bæta um betur og leggja góðum málefnum lið. En Björn var ekki einn. Iðunn hans var allt- af nálæg og einstakt að fylgjast með hvernig þau studdu hvort annað í lífi og starfi. Upphaf okkar kynna var er við Iðunn settumst á skólabekk í KÍ. Strax í fyrstu viku náðum við saman og þar var stofnað til vin- áttu sem aldrei hefur borið skugga á. Við lásum saman, unn- um verkefni og m.a. lokaverkefn- ið saman. Við áttum báðar „okkar Björn“, klettana okkar sem studdu okkur vel. Björn (Iðunn- ar) taldi ekki eftir sér að vélrita fyrir okkur (þá voru engar tölvur) og Björn minn hjálpaði með teikningar ef við vildum lífga upp á verkefnin. Svo var það að þau báðu okkur að hugsa um bústað þeirra við Álftavatn þau ár sem þau bjuggu í Brussel. Það var okkur mikill heiður að þau skyldu treysta okk- ur fyrir Hliðskjálf og nutum við þess og eigum margar góðar minningar þaðan, nú síðast er bú- ið var að stækka bústaðinn. Björn hafði ótrúlegt minni, þekkti alla fugla og trjátegundir, gekk með okkur um landið og taldi upp hvar hann fékk hverja plöntu og hve- nær. Áhugi hans á mönnum og málefnum var ódrepandi og hægt að ræða við hann um allt milli himins og jarðar. Hann hafði góða kímnigáfu og mikið var gaman að hlæja með þeim hjón- um. Við sáum Björn síðast á Sól- túni 9. júní sl., þá brosti hann sínu fallega brosi og fékk „glimt í øj- et“. Við erum þakklát fyrir þá stund. Við þökkum Birni vináttuna og biðjum honum Guðs blessunar í nýjum heimkynnum. Elsku Iðunn, Adda Steina, Leifur, Halldór og fjölskyldur, við biðjum Guð að gefa ykkur styrk í sorginni og þá er gott að eiga allar góðu minningarnar til að orna sér við. Anna Sigríður og Björn. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.