Morgunblaðið - 27.07.2012, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 27.07.2012, Qupperneq 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 ✝ Svanlaug Jó-hannsdóttir fæddist 26. júlí 1922 í Blöndugerði Hróarstungu, N- Múlasýslu. Hún lést á Landspít- alanum 9. júlí 2012. Foreldrar Svan- laugar voru Stef- anía Sigbjörns- dóttir húsfreyja, f. 20. febrúar 1894, d. 13. júlí 1968 og Emil Jóhann Árnason bóndi í Blöndugerði, f. 23. jan- úar 1893, d. 28. júní 1964. Svanlaug giftist 1. janúar 1952 Eyþóri Þórðarsyni vél- stjóra og verktaka á Keflavík- urflugvelli og síðar starfsmanni í Þjóðskjalasafni Íslands, f. 4. nóvember 1925, d. 16. október 1998. Svanlaug og Eyþór eign- uðust tvær dætur. 1) Elfa, f. 29. mars 1952. Maki Jóhann Bjarni Loftsson, f. 12. október 1950. Börn þeirra eru Svanlaug, f. 29.desember 1980, sambýlis- maður Örn Helgason, f. 27. júlí henni var Sigbjörn bóndi í Blöndugerði, f. 19. mars 1928, þá Árni bóndi á Blöndubakka, f. 22. desember 1929, d. 17. nóvember 2005 og Vilborg Mál- fríður búsett í Reykjavík, f. 16. júní 1934. Barnaskólanám Svanlaugar fór fram í farskóla sem gekk á milli bæja í hennar sveit. Hún var í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað einn vetur. Svan- laug fór 18 ára til Reykjavíkur og gerðist kaupakona hjá Árna Jóhannssyni kaupmanni og konu hans Stefaníu Stefáns- dóttur að Esjubergi í Þingholti í nokkra vetur og sinnti hey- skap og vann önnur störf hjá foreldrum sínum á sumrin. Árið 1954 fluttist Svanlaug með manni sínum og dætrum til Ytri-Njarðvíkur. Þar var hún heimavinnandi húsmóðir en starfaði við síldarsöltun og hreingerningar í hlutastörfum. Árið 1987 fluttust þau hjón til Reykjavíkur og fékk Svanlaug hlutastarf á Veirurannsókn- arstofu HÍ, þar sem hún starf- aði í nokkur ár. Síðustu æviár sín bjó hún í húsi Samtaka aldr- aðra að Bólstaðarhlíð 45. Útför Svanlaugar fór fram í kyrrþey frá Grafarvogskirkju 2. júlí 2012, að ósk hinnar látnu. 1977, Birkir, f. 8. júní 1983, sam- býliskona Sunna Dóra Sigurjóns- dóttir, f. 23. apríl 1988. Harpa, f. 16. júní 1986, sam- býlismaður Hannes Jón Hannesson, f. 23. febrúar 1980. Fyrir átti Jóhann Björgvin, f. 19. febrúar 1972. 2) Þórey, f. 16. ágúst 1953. Maki Gunnar Valbjörn Jónsson, f. 27. janúar 1953. Dætur þeirra eru Bryndís Elfa, f. 17. september 1977, maki Steindór Emil Sig- urðsson, f. 27. september 1976, Eva Björg, f. 30. júní 1982, sambýlismaður Ari Bergþór Sigurðsson, f. 1. október 1978 og Hildur, f. 27. júlí 1985. Barnabarnabörn Svanlaugar eru sjö talsins. Svanlaug ólst upp í Blöndu- gerði í Hróarstungu N- Múlasýslu hjá foreldrum sínum og systkinum. Hún var elst fjögurra systkina. Næstur Nú þegar komið er að því að kveðja móður okkar, Svanlaugu Jóhannsdóttur, koma margar góðar og dýrmætar minning- arnar fram í hugann. Efst í huga okkar er þó þakklæti, þakklæti fyrir góða, ástríka og umhyggjusama móður. Ein er sú minning, sem okk- ur finnst vera lýsandi fyrir hana. Á unglingsárum okkar fórum við systur á böll í Stap- anum í Njarðvík. Þegar heim var komið af böllunum var mamma búin að búa um rúmin okkar og leggja á borð í eldhús- inu nýbakaða köku og smurt brauð. Það var ekki einungis lagt á borð fyrir okkur tvær heldur einnig vini okkar. Hún kom ekki fram til að athuga hvað klukkan væri þegar við skiluðum okkur heim eða til að athuga hverjir væru með okk- ur. Þessi verknaður hennar finnst okkur sýna svo vel henn- ar mann. Það var þessi stöðuga umhyggja, sem ekki byggðist á boðum og bönnum, heldur á ástríki, virðingu og trausti sem hún sýndi okkur. Hún þurfti ekki alltaf að hækka róminn til að koma skilaboðunum til okk- ar. Henni var ekki eingöngu umhugað um okkur heldur einnig vini okkar og þá sem minna máttu sín og passaði vel upp á að enginn væri skilinn út undan. Ósjaldan sáum við hana stinga í laumi poka af kleinum eða einhverju góðgæti að skóla- félögum okkar er þeir voru á leið heim úr skóla. Hún var ekki hávær, barst ekki mikið á og sýndarmennska var henni ekki að skapi. Þegar barnabörnin tóku að líta dagsins ljós, þroskast og stækka kom strax fram að hjá ömmu sinni áttu þau öruggt at- hvarf og góðan vin. Okkur systrum finnst það hafa verið forréttindi fyrir börnin okkar að hafa átt ömmu, þar sem þau voru ávallt í fyrsta sæti. Ynd- islegt hefur verið að fylgjast með samskiptum hennar við barnabörnin sín í gegnum tíð- ina og allt fram á síðasta dag leituðu börnin, sem nú eru orð- in fullorðin nær daglega eftir samskiptum við ömmu sína. Við þökkum allar þær stund- ir sem við áttum með móður okkar, umhyggjuna, ástina, kærleikann og uppeldið sem við fengum. Við þökkum henni það sem hún var börnunum okkar. Hún mamma mín er höll sem aldrei hrynur í hennar skjóli ávallt dafna ég. Hún mamma er minn blíði, besti vinur og brosið hennar fegrar lífsins veg. Hún hefur fylgt mér bæði úti og inni, hún er sú besta sál sem ég hef kynnst því lítíð, fallegt bros frá mömmu minni er mesti dýrgripur sem hérna finnst. (Kristján Hreinsson.) Elfa og Þórey Eyþórsdætur. Þá er komið að kveðjustund er ég kveð elskulega tengda- móður mína, Svanlaugu Jó- hannsdóttur, eða Svönu, eins og hún var alltaf kölluð. Ég kynnt- ist henni fyrst fyrir rúmum 40 árum er ég bankaði óvænt upp á heimili hennar til að hitta yngri dóttir hennar, Þóreyju, sem síðar varð eiginkona mín. Minnisstætt er viðmótið sem ég fékk. Þetta hlýja og yndislega bros og kærleikur sem mætti mér og þannig var það alla tíð. Svana helgaði líf sitt fyrst og fremst fjölskyldunni, dætrunum og seinna barnabörnunum. Heimili Svönu bar vott um mik- inn myndarskap og á ég marg- ar góðar minningar er ég fór fyrst að venja komu mínar á Holtsgötuna. Mér er sérstaklega minni- stætt þegar ég var að fylgja Þóreyju heim eftir böll í Stapa, þá var Svana búin að leggja á borð nýbakaða köku og kalda mjólk fyrir okkur. Er við Þórey eignuðumst dæturnar var Svana ávallt tilbúin að rétta fram hjálparhönd við uppeldið. Ef einhver dóttirin mældist með smáhita var það fyrsta sem þær báðu um, að hringja í ömmu Svönu og láta hana vita og innan fárra mínútna var amma mætt með eitthvað góð- gæti í poka. Það var áfall fyrir fjölskyld- una að Heiðarbraut 23 þegar amma og afi ákveða árið 1987 að flytja til Reykjavíkur. Þau festu kaup á raðhúsi að Álfta- mýri 17, þaðan eigum við öll mjög góðar minningar, dæturn- ar við leik í stóra herberginu í kjallaranum sem var frá því að vera leikfimissalur og seinna, þegar gelgjan skall á, var breytt í diskótek . Þegar fjölskyldan úr Kefla- vík fór á skíði í Bláfjöll var far- ið til Svönu og Eyþórs í lok dagsins, þá var búið að elda hrygg eða læri, búa um okkur, svo við gætum gist og farið aft- ur daginn eftir á skíði. Þetta var Svönu líkt, alltaf að hugsa um að öðrum liði vel. Elsta dóttir okkar naut ástríkis ömmu og afa og fékk að búa hjá þeim er hún var í menntaskóla. Síðustu árin bjó Svana í Ból- staðahlíð 45, í þjónustuíbúð fyr- ir aldraða, og eftir að dætur okkar þrjár hófu háskólanám og fluttust til Reykjavíkur var það fastur liður í tilveru þeirra að fara til ömmu Svönu nær á hverjum degi. Yndilegt var að fylgjast með því hvað þær voru hjálplegar og góðar við hana, eins og hún hafði verið við þær alla tíð. Er ég henni ævinlega þakklátur fyrir hvað hún var þeim góður vinur. Missir fjöl- skyldunnar er mikill við fráfall tengdamóður minnar. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn tengdasonur, Gunnar Valbjörn Jónsson. Amma mín, að hafa fengið að eiga þig að er ein af stærstu gjöfum lífs míns. Fyrst voru það yndislegar ferðir til Njarðvíkur þar sem ég lærði að baka en umfram allt upplifði tíma í lítilli paradís þar sem tíminn stóð í stað. Steiktar kleinur og íslensk kjötsúpa komu manni alltaf í gott skap. Ég held að ég hafi haldið að þú værir ríkasta kona í heimi því þú áttir svo fallegt boll- astell, fallega kjóla og fallega hringa með gimsteinum. Heim- ilið þitt var alltaf óaðfinnanlegt þó að um það hlypu sex litlir gríslingar. Hvernig fórstu eig- inlega að þessu, amma? Ég á í mestu vandræðum bara með eitt barn á heimilinu! Þú varst ekki kona sem lét mikið fyrir sér fara, samt tókst þér að skapa þér mikla velvild. Ég er alltaf þakklát körlunum á bensínstöðinni fyrir að hafa dekrað við þig eins og þeir gerðu, þegar þú keyptir bensín á Olís varst þú drottningin á svæðinu. Þegar árin liðu náði ég að tengjast þér betur sem mann- eskju en ömmu. Kleinunum og íspinnunum fækkaði en aðdrátt- araflið var ekki minna. Þú hafð- ir sérstakt lag á því að láta mér líða eins og ég væri á réttri braut, samþykkja og styðja ákvarðanir mínar og hlæja svo bara þegar þú skildir ekki hvað ég var að brasa. Þér fannst stórfurðulegt að ég skyldi þurfa að ferðast svona mikið og breyta svona oft til. Í stað þess að dæma það sagðir þú bara: „Já, Svana mín, þú hefur alltaf verið svolítið svoleiðis.“ Mér er sérstaklega minnis- stætt þegar mér fannst maka- leitin ekki ganga sem skyldi. Þá sagðir þú bara: Það er nógur tími til þess að vera gift. Þú átt bara að leyfa mörgum að bjóða þér út svo einhvern tíma kemur einhver sem leyfir þér ekki að sleppa. Mér fannst þetta órú- lega nútímalegt viðhorf fyrir svona fullorðna konu. Það er engin leið til þess að þakka til fulls þá gleði, hlýju og stuðning sem þú veittir mér. Bara að heita því að ég sjálf sjái til þess að börnin mín og barnabörn fái að njóta þess sama frá mér og að verða þeim sá skjöldur sem þú varst mér. Takk, amma, takk. Svanlaug Jóhannsdóttir. Með þungum tárum og sökn- uði kveð ég þig, elsku amma Svana. Betri ömmu hefði ég ekki getað eignast. Ég á góðar minningar. Samband okkar var gott, við vorum góðar vinkonur, sem ég er svo þakklát fyrir. Alltaf var gott að vera heima hjá ömmu. Þar var ávallt eitt- hvað gott að fá í svanginn og stóð kjötsúpan hennar upp úr. Amma hafði mikinn áhuga á því sem við barnabörnin vorum að gera í lífi og starfi og hvatti okkur áfram í því sem við vor- um að taka okkur fyrir hendur. Amma, núna ertu komin á þann stað sem þú þráðir, ég veit að afi Eyþór hefur tekið vel á móti þér. Ég kveð þig, amma mín, með miklum sökn- uði og þakka fyrir að hafa átt þig svona lengi. Minning þín, elsku amma, geymist í hjarta mínu. Þín ömmustelpa, Eva Björg Gunnarsdóttir. Þá er komin sú stund sem ég er búin að kvíða fyrir lengi, hún elsku amma mín er farin frá mér og það er svo óendanlega sárt. Sennilega er það rétt að dauðinn hafi verið lausn fyrir hana, en ég vildi hafa hana ömmu hjá mér alltaf. Samband okkar ömmu var svo miklu meira en skylduheimsóknir og pönnukökur. Mikil áhrif hafði hún amma mín á mig. Amma hefur gefið mér svo margt, verið alveg einstaklega góð amma og góð vinkona. Hún var alltaf til í að hlusta, mér fannst svo gott að vera hjá ömmu í Bólstaðarhlíðinni og mér fannst enn betra að skynja að henni fannst gott að vera með mér. Það var svo notalegt að kíkja í heimsókn til ömmu, eftir vinnu og ræða málin. Amma var svo falleg og snyrti- leg kona sem hugsaði alltaf vel um sig, hún vildi alltaf vera vel snyrt og hafa fínar neglur. Það hlutverk fékk ég, á meðan ég pússaði neglurnar sat amma á móti mér og við spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Á þessum stundum lét hún mig alltaf heyra hversu stolt hún væri af mér. Mikið er ég þakklát fyrir all- ar stundirnar okkar saman sem mér hefur fundist forréttindi að eiga, allt frá því að ég var lítil stúlka og fram á þennan dag. Með ömmu leið mér eins og ég væri einstök. Takk fyrir samfylgdina elsku amma. Hildur Gunnarsdóttir. Svanlaug Jóhannsdóttir Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANTONÍA JÚLÍA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Brautarhóli, Glerárþorpi, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 22. júlí. Útförin fer fram frá Glerárkirkju þriðjudaginn 31. júlí kl. 13.30. Þorsteinn Heiðar Jónsson, Sigrún Fanney Jónsdóttir, Sigurður Stefánsson, Arnar Heiðar Jónsson, Kirsti Skåden, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRARINN SIGURJÓNSSON, fyrrverandi bústjóri og alþingismaður í Laugardælum, lést 20. júlí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 28. júlí kl. 13.30. Jarðsett verður í Laugardælakirkjugarði. Ólöf I. Haraldsdóttir, Sigríður Þórarinsdóttir, Óli Sverrir Sigurjónsson, Haraldur Þórarinsson, Þórey A. Axelsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Garðar Sverrisson, Ólafur Þór Þórarinsson, Malin Widarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýnt hafa fjölskyldunni samúð og hlýhug vegna fráfalls okkar ástkæra ÞORSTEINS KRISTJÁNSSONAR, Seljavegi 23. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fyrir einstaka umönnun og alúð. Valdís B. Bjarnadóttir, Kristján S. Þorsteinsson, Astrid Sörensen, Arna Guðrún Þorsteinsdóttir, Guðni Hrafn Grétarsson, Bjarni Óskar Þorsteinsson og barnabörn. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar dóttur, systur, mágkonu og frænku, BRYNHILDAR MAGNÚSDÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Laufey Kristinsdóttir, Þorbjörg Magnúsdóttir, Rúnar Reynisson, Magnús Reynir Rúnarsson, Laufey Svafa Rúnarsdóttir, Kjartan Hugi Rúnarsson. ✝ Elskulegur bróðir okkar, GUÐMUNDUR THEODÓRSSON frá Bjarmalandi í Öxarfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sunnudaginn 22. júlí. Jarðarförin fer fram frá Skinnastaðakirkju í Öxarfirði mánudaginn 30. júlí kl. 14.00. Þorbjörg Theodórsdóttir, Gunnlaugur Theodórsson, Halldóra Theodórsdóttir, Guðný Anna Theodórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.