Morgunblaðið - 27.07.2012, Page 34

Morgunblaðið - 27.07.2012, Page 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 Kæri Sigfús frændi og vinur! Það er óraunverulegt að fá þessar fréttir að þú sért farinn og maður trúir því varla að mað- ur geti ekki sest niður og spjall- að við þig aftur. Áður en þú fórst þá gerði ég mér ekki alveg grein fyrir því hvað þú varst mér mik- ils virði. Á seinustu 7 árum höfð- um við myndað vinatengsl sem ég á eftir að minnast vel og lengi. Við fórum stundum út á lífið saman og var það mikill kostur þinn hversu ófeiminn þú varst. Áttir það til að hefja sam- ræður við ókunnugt fólk um daginn og veginn. Ég og sonur minn Estefan Leó gerðum oft eitthvað með þér á pabbahelgum og varst þú honum góður uppalandi. Lagðir honum lífsreglurnar og passaðir hann einu sinni fyrir mig. Við fórum í ótal margar fjallgöngur saman, t.d. upp á Esju þegar Es- tefan Leó var aðeins fimm ára. Þar varst þú með laugardags- nammið sem beitu. Það virkaði vel því við komumst á toppinn. Þú varst mörgum kostum gæddur og má þar nefna, mjög góða almenna þekkingu, frá- bæra tungumálakunnáttu og yndislega kímnigáfu. Heilbrigt líferni var þér mikið hjartans mál og fórum við ófáum sinnum saman í ræktina og sund. Lífið er ekki alltaf dans á rósum og þú hafðir víst farið til læknis sem sagði þér að þú værir með of stórt hjarta og hann vildi setja þig á lyf, en þú vildir frekar laga þetta á náttúrulegan máta, með útivist og heilbrigðu líferni. Þú hafðir mikinn áhuga á næring- arfræði og ætlaðir að mennta Sigfús Austfjörð Halldóruson ✝ Sigfús Aust-fjörð Hall- dóruson fæddist í Reykjavík 6. janúar 1969. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Ósló aðfaranótt 11. júlí 2012. Útför Sigfúsar fór fram frá Kópa- vogskirkju 25. júlí 2012. þig meira í tengslum við það. Þú varst mjög tíður gestur hjá okkur bræðrum þegar við áttum heima í Hvanna- lundinum í Garða- bæ og brölluðum við margt skemmti- legt saman. Þú varst alltaf reiðubú- inn til að hjálpa okkur bræðrum hvort sem það var skutl eða eitthvað annað. Svo fórstu í víking til Noregs líkt og Egill Skallagrímsson. Þú kunnir vel við þig í Noregi en lífsbaráttan er hörð þar eins og annars staðar. Og þú lést aldrei neinn vaða yfir þig og lentir stundum upp á kant við aðra. Þú varst fljótur að koma auga á eitt- hvað sem betur mátti fara en einnig varstu duglegur að hrósa manni. Fyrst og fremst varst þú góð sál og mér sárnar það mjög að geta t.d. aldrei aftur spilað Miðju við þig, allavega í þessu lífi. En bíðum þangað til næst, kæri vinur. Við feðgarnir vottum fjölskyldu Sigfúsar samúð okk- ar. Haraldur Sigmundsson. Í fjölskyldu minni var Sigfús alltaf kallaður „Sigfús frændi“ til aðgreiningar frá undirrituð- um. Sigfús bjó ásamt fjölskyldu sinni í Svíþjóð fram á unglings- aldur. Þegar þau fluttu heim til Reykjavíkur vorum við flutt norður á Akureyri og samgang- ur því minni en hefði annars ver- ið. Við hittumst þó alltaf öðru hverju þegar við komum suður eða þau norður. Þegar ég flutti suður til að stunda háskólanám lágu leiðir okkar meira saman. Sigfús leit stundum við í heim- sókn og stundum fórum við sam- an í bíó. Þetta var erfitt tímabil í lífi Sigfúsar þar sem hann átti við veikindi að stríða. Veikindi sem hann náði síðar að vinna sig í gegnum með aðdáunarverðum árangri. Það hefur verið ákaflega ánægjulegt að fylgjast með Sig- fúsi undanfarin ár. Jákvæðni, lífsorka og heilsusamlegt líferni hefur einkennt líf hans. Hann flutti til Noregs í fyrra og vann við ýmis störf þar í landi. Lík- lega hafa undanfarin ár verið með þeim betri í lífi Sigfúsar. Hann virtist njóta lífsins og alls þess sem það hefur uppá að bjóða. Þó við byggjum hvor í sínu landinu, hann í Noregi og ég í Belgíu, fylgdumst við hvor með öðrum með hjálp nútíma- tækni. Við vorum alltaf í sam- bandi og það var gaman að fylgj- ast með ævintýrum hans í Noregi þar sem hann hafði eign- ast marga nýja vini. Það er sárt að sjá á eftir kær- um frænda í blóma lífsins. Sigfús minn, þín verður sárt saknað. Hugur minn er hjá Baldri, Halldóru, Erni, Önnu Helgu og fjölskyldum. Guð styrki ykkur á þessum erfiðu tímum. Sigfús Þ. Sigmundsson. Við Anna vorum búin að vera tæpa viku á Vestfjörðum í ynd- islegu veðri þegar við fengum þær hörmulegu fréttir að Sigfús frændi hefði orðið bráðkvaddur nóttina áður. Það rifjuðust upp minningar um Sigfús frá þeim árum þegar hann var ungur drengur í Lundi í Svíþjóð, bráð- vel gefinn og efnilegur. Þá bjuggum við í Kaupmannahöfn og samgangur mikill á milli. Þau ár liðu og öll fluttum við heim. Skömmu síðar greindist Sigfús með alvarlegan geðrænan sjúk- dóm sem hann barðist við allt til æviloka. Það var hörð barátta, sigrar og ósigrar. Í okkar huga standa þó sigrarnir upp úr og það afrek að Sigfús frændi skyldi spjara sig svo vel þrátt fyrir allt sem við var að etja. Það var vel af sér vikið. Öll stríð krefjast endalausra fórna og þeir sem nærri standa fara ekki varhluta af því. Þótt lítið væri um það rætt vitum við að skuggi þessarar baráttu lá þungt á öllum hans nánustu. Hjá þeim er okkar hug- ur. Elsku systir, mágur, Örn og Anna Helga. Við færum ykkur og fjölskyldum ykkar okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessari sorgarstundu. Anna og Guðmundur. Það var á björtum sumardegi að okkur bárust þær sorgar- fregnir að Sigfús frændi væri fallinn frá, langt um aldur fram. Minningar frá liðnum árum koma upp í hugann. Sigfús, sem var skírður nafni föðurafa síns, var í eðli sínu fé- lagslyndur, ættrækinn og þótti fátt skemmtilegra en fjölskyldu- og mannamót. Honum tókst að halda léttri lund sinni og kímni- gáfu, þrátt fyrir þá erfiðleika á fullorðinsárum sem veikindum hans fylgdu. Með þrautseigju að vopni lauk Sigfús námi og dvaldi hin síðari ár við störf í Noregi. Sigfús lagði oft leið sína til okkar á Freyjugötuna og voru þjóðmálin rædd yfir kaffibolla. Hann hafði einnig frumkvæði að spilakvöldum hjá okkur frænd- systkinum og var þar ávallt kátt á hjalla. Við fjölskyldan minn- umst Sigfúsar með vinsemd og hlýhug. Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar heilög trú og hennar ljós? Mér sýndist bjart, en birtan þvarr, og nú er burt mitt hrós. Ég elti skugga, fann þó sjaldan frið, uns fáráð öndin sættist Guð sinn við. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr. (Matthías Jochumsson) Við vottum foreldrum Sigfús- ar, systkinum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Björg, Einar, Marta og Sigrún. Fúsi er dáinn. Það er mjög þungbært að skrifa þessi orð. En vegir lífsins eru stundum óskiljanlegir. Minningar sem ég hef um Fúsa eru margar og minnir mig á hversu góður hann var og sýndi vinum sínum hjartahlýju. Við kynntumst um það leyti þegar ég var að leggja af stað í strandvegagönguna og bað hann um að verða bílstjóri minn. Það var mjög krefjandi starf sem spannaði rúma 5 mán- uði og þurfti að hugsa fyrir hlut- um og taka ákvarðanir fljótt og vel stundum í mjög erfiðum að- stæðum. Hann reyndist frábær í þessu starfi og talaði hann oft um það að það væri gaman ef hann lenti í svona starfi aftur. Hann var mikill reglumaður á mat og vín og las sér mikið til um næringu. Oft þegar ég hitti hann hélt hann fyrir mér heilu fyrir- lestrana um mataræði og þótti mér þeir mjög fróðlegir. Í strandvegagöngunni var það hans vinna meðal annars að kaupa inn í matinn og þá vantaði ekki þekkinguna. Ávextir og ber voru nánast í hvert mál og síðan próteinrík máltíð eftir daginn til uppbyggingar fyrir næsta dag. Mér leist ekkert á þetta í upp- hafi en hann hafði rétt fyrir sér. Hann var góður í að taka myndir og liggja eftir hann fjöldi ljós- mynda sem eru frábærar. Hann var líka góður penni og skrifaði hann til dæmis bók um strand- vegagönguna. Fúsi bar lífinu fagurt vitni og yfir því geta allir sem til hans þekktu glaðst og þakkað. Jón Eggert Guðmundsson. Mér var mjög brugðið að heyra af andláti Sigfúsar vinar míns, eða Fúsa eins og við skóla- félagar hans úr Álftamýrarskóla kölluðum hann alltaf. Lífið virt- ist ósanngjarnt því að hann var ánægður í sínu nýja lífi í Noregi. Þar hafði hann nýlega fengið nýja vinnu sem hann var stoltur af og eignast nýja vini. Því miður gat hann ekki notið þessarar nýju tilveru lengur, því að eins og sagt er veit enginn ævi sína fyrr en öll er. Fúsi var margbrotinn per- sónuleiki og líf hans um margt flókið svo að erfitt er að lýsa því í stuttri minningargrein. Lífs- hlaup hans var vissulega erfitt að mörgu leyti en alltaf var stutt í húmorinn og leiðir til að sjá spaugilegar hliðar á tilverunni. Hans helsti kostur sem vinur var einmitt hvað hann var hreinn og beinn og átti það til að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni en flestir aðrir. Hans skilningur á lífinu gerði það oft að verkum að ég áttaði mig oft á hversu ómerkilegum hlutum fólki hætt- ir til að hafa áhyggjur af. Mér er minnisstætt þegar hann sagði mér fyrir nokkrum árum að hann hefði ekki ástæðu til að öf- unda neinn því að hann vildi bara njóta þeirra tækifæra sem hann hefði fengið án þess að hugsa of mikið út í hvað aðrir hefðu. Hvíl í friði kæri vinur og takk fyrir allar góðar stundir í gegn- um árin. Sigurður Freyr Jónatansson. Það var á svipuðum árstíma og nú, en fyrir 28 árum síðan, að tvær íslenskar fjölskyldur lögðu á haf út frá Björgvin í Noregi til Fróns. Tveir drengir annarrar fjölskyldunnar höfðu hlakkað til að hitta einn úr hinni. En, sá hélt sig neðan þilja alla þá sjóferð. Hann hafði fengið meinlegt brot. Sigfús ólst upp í Svíþjóð til unglingsára sinna. Hann kveið því að yfirgefa hlýja faðminn og hverfa til hins svala Íslands. Hann vissi af hlýja móðurfaðm- inum um borð, en það var ekki nóg, þar eð hann var líka að sigla inn fang hins fullþroska karl- manns. Og það er oft frost á Fróni. Mín fjölskylda hafði búið í sex ár í Lundi. Baldur Sigfússon og fjölskylda meira en helmingi lengur heldur en við, en í ná- grenni við okkur. Þá man vel ég eftir hæglátum ljúfum dreng. Og það glóði á rauðan koll hans. Stundum kom hann heim til okk- ar og horfði á skjáinn með drengjunum mínum. Hann var þá oft þyrstur, líkur gesti frá hvítum eyðisöndum, enda ég lé- legur uppalandi, sem leyfði drengjunum að góna á kassann. Nema er ég sjálfur þurfti að kaga. Það voru þá helst frétt- irnar á tveimur dönskum rásum og einni sænskri. Góðan saman- burð V-evrópskrar menningar við þá „baltnesku“. Okkur leið vel í þessum faðmi, en stundum saknaði maður svalra vinda frá föðurlandinu góða. Og Sigfús vissi líka hvað hans á Íslandi, betur en við hin. Einkum betur ég sjálfur. En það var styttra í skipbrotið en mann grunaði þá. Nú hefur Sigfús kvatt þetta sker, enda stendur Kópavogs- kirkja á fornu flæðiskeri innan um lábarið grjót. Vona að hann sé nú lentur á ilhlýrri strönd. Sigurður V. Sigurjónsson. Elsku amma Þura okkar, þú sem varst alltaf svo góð við okk- ur, við munum alltaf sakna þín en þú átt ávallt sérstakan stað í hjarta okkar. Allt frá barnæsku kenndir þú okkur meðal annars mikilvægi nágrannakærleiks, þess að hafa gaman af lífinu og að bera virðingu fyrir mönnum, dýrum og náttúru. Lífið í Gnoðarvogi var í senn skemmtilegt og merkilegt fyrir krakka á uppvaxtarárum sínum. Við hittum ættingja víðs vegar að og spjallað var um allt milli him- ins og jarðar. Haldnar voru ófáar veislur þar sem vinir og vanda- menn áttu saman góðar kvöld- stundir og munu setningar eins og „Ekki liggja í sortum!“ og „Nei takk, ég er ekki svöng, ég borðaði svo vel í gær“ seint Þuríður Sigurjónsdóttir ✝ Þuríður Sig-urjónsdóttir fæddist í Hvammi, V-Eyjafjallahreppi, 9. desember 1926. Hún lést á Hvíldar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 6. júlí 2012. Jarðsungið var frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. júlí 2012. renna manni úr minni. Þegar þú tókst okkur að þér í pöss- un var alltaf gaman. Hægt var að leika á orgel, lesa gamlar ævintýrabækur eða leika sér á hinum gríðarstóru svölum sem við montuðum okkur óspart yfir við hina krakkana, þó að akandi umferð fyrir neðan hafi ekki alltaf haft gaman af fljúgandi fótboltunum. Kjalfell var alltaf heimsótt, og var þá iðu- lega farin hin skemmtilega stiga- leið niður í búð. Maður upplifði sig sem landkönnuð í framandi landi, ferðin var í senn spennandi og skemmtileg. Við máttum hjálpa til eins og alvöru starfs- menn og fengum jafnvel eitthvað gott í gogginn fyrir vikið frá Fríðu frænku. Þú sagðir okkur alltaf svo skemmtilegar sögur úr sveitinni sem hljómuðu ótrúlegar í eyrum okkar. Að heyra þær var há- punktur dagsins og gaf okkur tengsl og skilning á eldri kyn- slóðum og mikilvægi náttúrunn- ar. Hversdagslegir hlutir eins og að taka til í garðinum voru gerðir að hátíðlegum athöfnum þar sem verðlaun voru veitt í formi góð- gætis. Þú varst alltaf svo góðhjörtuð og með hag annarra að leiðar- ljósi. Allt frá því að þú vannst á Borgarspítalanum, í gegnum ár- in á Gnoðarvoginum og seinni viðkomustöðum hugsaðir þú fyrst og fremst um hag annarra. Það var því alltaf gaman að geta heimsótt þig, hvort sem var í Rofabæinn, á Hellu eða á Grund. Heimsóknir í Rofabæinn lofuðu góðum samræðum og gullmolum á borð við: „Ég var slæm í gær en er góð í dag,“ ef spurt var um heilsuna. Ferðin á Hellu gat ver- ið tiltölulega löng en alltaf var það þess virði til að sjá brosið þitt og spjalla um gömlu tímana. Síðasta heimili þitt var nálægt vinum og fjölskyldu, og þó að það hafi verið erfitt á tímum munum við aldrei gleyma dögum á borð við páskabingóið, þar sem þú stóðst uppi sem stórsigurvegari með fjöldann allan af páskaeggj- um. Elsku amman okkar, minning þín mun lifa í hjarta okkar um ókomna tíð. Guð geymi þig. Finnur Hrafnsson og Kristín Inga Hrafnsdóttir. Látin er tengdamóðir mín fyrrverandi, Þuríður Sigurjóns- dóttir, 85 ára að aldri. Hvíldin var líklegast kærkomin; sálin lú- in og líkaminn þrotinn að kröft- um. Ég kom ung að árum inn í fjöl- skyldu Þuru og fékk þar blíðar móttökur og gott atlæti alla tíð. Dágóðan tíma bjuggum við Ein- ar hjá henni í Gnoðarvogi 78 áður en við festum kaup á eigin íbúð um tvítugsaldurinn og einnig fengum við þar inni í flestum höf- uðborgarheimsóknum er við bjuggum á Bifröst um rúmlega fjögurra ára skeið. Það var aldrei of þröngt, eða kannski var ekki einu sinni spurt hvort við mætt- um koma með barnaskarann, það var alltaf sjálfsagt. Á heimili Þuru í Gnoðarvoginum, sem reyndar var stundum sem um- ferðarmiðstöð, sem segir margt um hana og gestrisnina, var ég stödd þegar ég tók léttasóttina að frumburðinum og svo margt og svo margt væri hægt að telja upp sem gerðist í Gnoðarvogin- um. Þuríður var ákaflega minnug og skemmtilegt að heyra hana segja frá liðnum atburðum og uppákomum. Einkar áhugavert var er hún rifjaði upp sögur úr ferðalögum sem hún og Valdimar heitinn eiginmaður hennar fóru, en þau urðu því miður allt of fá og endaslepp. Valdimar kynntist ég því miður aldrei þar sem hann lést í sviplegu slysi rétt um það leyti sem ég kom til sögunnar. En ég upplifði það samt að þau hjónin hefðu átt ákaflega góða samleið meðan gafst og þó átt mörgu ólokið. Það kenndi mér margt um að bíða ekki með það til morguns sem mögulegt er að gera í dag. Maður heldur alltaf að tíminn sé nægur og ætlar að lifa og gera seinna. Þura kom með okkur Einari til Þýskalands og Austurríkis eitt haustið. Það var yndislegt að finna hve hún naut þess og átti hún þó ekki lengur auðvelt með að ganga langt né mikið. Ég vona að þær minningar hafi getað ylj- að henni á stundum meðal ann- arra ferðaminninga í minninga- sjóðnum. Nú þegar Þura er farin í ferð- ina síðustu langar mig að þakka einlæglega fyrir mig og sendi börnunum hennar og öllum fjöl- mörgu afkomendunum mínar hugheilustu samúðarkveðjur. Trú mín er sú að nú sé hún kom- in í skemmtilegasta ferðalagið af þeim öllum, Valli hennar tók svo örugglega á móti henni og nú er ferðin þeirra. Elsku Þura, haf þökk fyrir allt og allt. Þín, Guðrún. Elsku amma. Það er svo oft sem mig dreym- ir að ég sé stödd í Gnoðarvog- inum. Í draumunum er oftast veisla af einhverju tagi og ég stödd í eldhúsinu hjá þér. Allir eiga draumarnir þó sameiginlegt að í þeim er alltaf líf og fjör en það er einmitt það sem einkenndi heimsóknirnar í Gnoðarvoginn. Heimilið var fullt af hlýju enda hafðir þú, amma mín, nóg af henni að gefa. Veislur af bestu gerð, allar ferðirnar í Kjalfell þar sem við krakkarnir fórum leynileiðina, góðar sögur, leikur á svölunum og svo margt fleira. Það er ómet- anlegt að eiga svo margar góðar og skemmtilegar minningar úr Gnoðarvoginum. Í Rofabænum vorum við svo heppin að þú og tvíburarnir þínir tókuð yfir eina hæðina í blokk- inni, en það þýddi eðlilega, að flakkað var á milli íbúða og nutu allir samvistanna. Það er mér svo minnisstætt að það var sama hvenær dags þér var boðið að borða, alltaf varstu pakksödd enda búin að borða svo vel dag- inn áður. Saman hlógum við þá að vitleysunni í þér. Það var allt- af stutt í grínið hjá þér amma mín, alveg fram á síðasta dag, enda er það eitt það mikilvæg- asta í lífinu, að halda í gleðina og taka ekki lífinu of alvarlega. Nú ertu komin á betri stað elsku amma, líkaminn er ekki lengur þreyttur og loksins hittir þú afa Valla eftir langan aðskiln- að. Takk fyrir allar góðu minn- ingarnar, fyrir þær er ég afar þakklát og mun varðveita vel. Hún amma mín sagði mér sögur er skráðust í huga minn inn, sumar um erfiðu árin aðrar um afa minn. Og þá var sem sól hefði snöggvast svift af sér skýjahjúp því andlitið varð svo unglegt og augun svo mild og djúp. (Rafnar Þorbergsson.) Þú verður ávallt geymd í hjarta mínu. Þín, Sigrún Halldóra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.