Morgunblaðið - 27.07.2012, Side 35

Morgunblaðið - 27.07.2012, Side 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 ✝ Hjartans þakkir fyrir einlægan vinarhug, samúð og hlýju við andlát og útför elsku JÓNS ELÍASAR LUNDBERG, Neskaupstað. Margrét Sigurjónsdóttir og fjölskyldan. Vertu þakklátur, láttu alla finna fyrir því þakklæti sem býr í hjarta þínu, það er dálítil kúnst að kunna að þakka rétt fyrir sig, en skiptir máli að gleyma því ekki, þakka fyrir sig með faðmlagi, fallegum orðum skrifa lítil ljóð eða skilaboð. (JJ) Með þessi gullkorn í huga lang- ar mig fyrir mína hönd og systk- ina minna að minnast Gottu frænku okkar. Gotta kom lengi vel alltaf heim á Eskifjörð á sumrin og var þá að passa okkur systk- inin. Ég man sennilega best eftir þessum tíma þegar hún var heima og það komu upp í hugann nokkur minningarbrot sem mig langar til að deila með ykkur. Það fyrsta sem ég heyrði um frænku mína að þegar hún kom fjögurra ára göm- ul og dvaldi um tíma hjá Tollu frænku og Halla (foreldrar okkar) að pabbi bauð henni sígarettu um leið og hann fékk sér þá svaraði sú stutta „nei takk, ég reyki ekki Ca- mel“, og gerði pabba þar með orð- lausan smá tíma. Ég dáist ennþá að því hvað hún var þolinmóð með að lofa mér að skottast með. Ég man t.d. eftir því að sund- laugarkjallarinn var hálfgerð fé- lagsmiðstöð og þar var verið að leika sér og jafnvel að reykja í laumi ég meira að segja fékk ég að reykja með og var það eingöngu leyft til að ég kjaftaði ekki frá. Ég man líka vel einu sumri sem hún Aagot Emilsdóttir ✝ Aagot Emils-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 2. mars 1945. Hún lést á heimili sínu 27. júní 2012. Útför Aagotar fór fram frá Garða- kirkju 11. júlí 2012. kom, þá átti hún svo flott rokkpils en það var pils sem var al- gjör hlemmur og æð- islega flott en Gotta mín lenti einu sinni í hremmingum þegar hún var í því, þá hafði hún vaðið út á sandeyri með vin- konu sinni og það flæddi að, mín kona ætlaði sko ekki að skemma pilsið þannig að hún fór úr því og óð á nærunum einum í land. Við Ingibjörg munum líka dvöl með henni í sumarbústaðnum en þar gerði hún tilraun til að synda með Ingibjörgu á bakinu yfir djúpan sundpoll með þeim afleið- ingum þó að pabbi fór á hunda- sundi eftir þeim. Gotta sagði mér oft sögur úr Grundarfirði og fannst mér stað- urinn vera einhver ævinýraheim- ur, skemmtilegast fannst mér þó að hlusta á sögur af Sponnu en það var hundur sem þau áttu og voru það spennandi og litríkar sögur sem af henni fóru og greinilegt að Gottu þótti mikið vænt um hana enda var mikil sorg sem ríkti heima þegar Sponna dó. Það mynduðust sterk tengsl milli foreldra okkar og Gottu og hún var okkur eins og stóra systir þau sumur sem hún dvaldi hjá okkur. Þó að sambandið hafi að mestu rofnað fréttum við alltaf af frænku okkar og vissum að lífs- ganga hennar var oft erfið. Um leið og við systkinin þökk- um frænku okkar samfylgd og frábæra pössun á árum áður send- um við börnum hennar, sambýlis- manni, móður og systkinum inni- legustu samúðarkveðjur. Rósa Þóra, Ingibjörg, Jóhanna og Hallgrímur. ✝ Hafdís BjörkHer- mannsdóttir fædd- ist á Kambsstöðum í Ljósavatnsskarði 5. júlí 1940. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 18. júlí 2012. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Bjarnadóttir, f. 14. febrúar 1913, d. 18. október 1976 og Hermann Tryggvason, f. 2. júní 1907, d. 27. ágúst 1970. Systkini Hafdísar Bjarkar eru Svava, f. 23. ágúst 1934, Þórhallur, f. 12. mars 1938, Marselína, f. 19. júlí 1942 og Birna Guðrún, f. 19. júní 1952. Hafdís Björk giftist þann 19. nóvember 1960 Stefáni Böðvari Þórðarsyni, f. 11. janúar 1938. Foreldar hans voru Kristín Elín Stefánsdóttir, f. 11. janúar 1916, d. 26. nóvember 1989 og Þórður Jakobsson, f. 14. október 1906, d. 8. júlí 1978. Synir Hafdísar og Elín Björk, f. 25. ágúst 1992, unnusti Ragnar Þór Þrastarson, f. 1. júní 1992 og Steinunn Björg, f. 7. september 2000. Hafdís Björk ólst upp á Kambsstöðum til fullorðinsára og gekk í barnaskóla í Skógum og síðar í Húsmæðraskólann á Laugum veturinn 1958 til 1959. Árin 1960 til 1963 voru Hafdís og Stefán til heimilis í Árbæ í Höfðahverfi. Í Hvammi bjuggu þau síðan til ársins 1979 en þá fluttu þau til Grenivíkur. Árið 1987 fluttu þau til Akureyrar þar sem þau hafa búið síðan. Samhliða bústörfum starfaði Hafdís við fiskvinnslu og beitn- ingu, en síðar við verslunarstörf, fyrst á Grenivík og síðan á Ak- ureyri. Eftir að Hafdís hætti verslunarstörfum starfaði hún hjá Félagsþjónustu Akureyr- arbæjar þar sem hún sinnti þjón- ustu við aldraða, að frátöldum tveimur árum sem hún starfaði í Akureyrarkirkju. Alla sína starfsævi stundaði Hafdís hann- yrðir og saumaskap samhliða öðrum störfum. Hafdís var félagi í Oddfellowreglunni frá árinu 1992. Útför Hafdísar Bjarkar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 27. júlí 2012, kl. 13:30. Stefáns eru: 1) Þórður, f. 17. sept- ember 1961, kvæntur Margréti Hildi Krist- insdóttur, f. 21. júní 1963. Börn þeirra eru Jóhann Símon Björnsson, f. 4. ágúst 1984, sambýliskona Arna Ósk Rúnars- dóttir, f. 13. nóv- ember 1987, Stefán Páll, f. 20. febrúar 1994, Hildur Dóróthea, f. 27. maí 1997 og Hafdís Björk, f. 27. maí 1997. 2) Hermann, f. 20. október 1962, kvæntur Ragnheiði Maríu Harðardóttur, f. 18. febrúar 1968. Börn þeirra eru Hörður, f. 9. júní 1990, unn- usta Björg Lilja Jónsdóttir, f. 1. nóvember 1992, Stefán, f. 2. nóvember 1995 og Elín Þóra, f. 12. júlí 2004. 3) Böðvar, f. 16. janúar 1964, kvæntur Karólínu Dóru Þorsteinsdóttur, f. 15. ágúst 1962. Dætur þeirra eru Elsku amma mín. Nú þegar þú hefur kvatt okkur, lít ég um öxl og hugsa til allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Þær voru kannski ekki eins margar og ég hefði viljað, en hver og ein var einstök, eins og allt sem þú gerðir fyrir þína nánustu. Allir sem þekktu þig muna hversu dugleg þú varst. Sumir voru meira að segja hræddir um að þú mundir ofreyna þig. En ekkert gat haldið þér í skefjum þegar saumaskapur var annars vegar. Það leyndi sér ekki að hann var þín ástríða. Allt það sem þú tókst þér fyrir hendur kláraðir þú hratt og vel, enda engin ástæða til þess að vera lengi með hlut- ina. Ég minnist þín með þakklæti fyrir allt það sem þú gerðir fyr- ir mig, allar kleinurnar sem þú bakaðir, öll dúkkufötin sem þú saumaðir, en fyrst og fremst fyrir allar fallegu minningarnar sem eiga eftir að fylgja mér alla ævi. Hvíl í friði. Þín, Steinunn Björg. Látin er yndisleg systir og móðursystir eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm. Okkur er það efst í huga þakklæti fyrir hjálpsemi og umhyggju í garð fjölskyldu okkar. Hafdís var ávallt dugleg að hringja og fylgjast með okkur og athuga hvernig við hefðum það. Við minnumst hennar sem geisl- andi og glaðlegri konu og end- urspeglaðist heimili þeirra hjóna af kærleika og hlýju til þeirra sem heimsóttu þau. Hún náði einstaklega vel til barna og hafði gaman af að hafa krakkahóp í kringum sig og nutum við hennar einstöku barnahlýju í uppvexti. Handavinna var hennar áhugamál og einkenndist heimili hennar af verkum hennar. Hún var nánast sjálf- menntuð í hannyrðum og þekkt fyrir sitt handverk sama hvað það var og frá- gangur hennar óaðfinnanleg- ur. Elsku Hafdís, takk fyrir allar góðu stundirnar í lífi okkar sem geymdar verða í hjörtum okkar. Blessuð sé minning þín. Birna og börn. Hafdís Björk Hermannsdóttir Nú kveðjum við hann afa okk- ar, það var mikill heiður og skemmtun að hafa fengið að kynnast honum. Við erum rosa- lega þakklát fyrir allan þann tíma sem við fengum að hafa Sigurður Sigurðsson ✝ Sigurður Sig-urðsson fædd- ist 3. janúar 1920 á Geirseyri við Pat- reksfjörð. Hann andaðist á Heil- brigðisstofnun Pat- reksfjarðar 23. júní 2012. Útför Sigurðar fór fram frá Pat- reksfjarðarkirkju 7. júlí 2012. hann hjá okkur. Þeir skemmtilegu tímar sem við átt- um saman munu aldrei gleymast og verða ávallt geymd- ir í hjarta okkar. Við erum viss um það að Hjördís og Frosti taka innilega vel á móti þér afi og þið verðið ánægð að hittast á ný. Við munum alla tíð hugsa til þín með bros á vör og hlýju í hjarta, en um leið sakna þín al- veg óhemju mikið. Óli Hrafn, Svandís Helga og Narfi. Amma mín hefur nú kvatt okk- ur í hinsta sinn og þó svo það sé sárt þá var tíminn kominn og var hún búin að óska sér þess í tölu- verðan tíma og kveðja mann nokkuð oft í okkar heimsóknum. En nú er hún komin þangað sem hún hefur þráð svo lengi það er í fangið á Halla afa. Minning mín um Ellu ömmu byrjar í Víðimýri 6 þar sem hún og Halli afi bjuggu, maður var svo heppinn að búa í næsta ná- grenni og oft hljóp maður til ömmu. Þá var strax farið í að búa til kakó og smyrja brauð handa manni. Á meðan sönglaði hún lagstúf eða blístraði og kakóið ævinlega borið fram í gylltri stál- Elín Hannesdóttir ✝ Elín H. Hann-esdóttir fædd- ist í Hleiðargarði í Saurbæjarhreppi, Eyjafirði 9. maí 1926. Hún lést 5. júlí 2012. Útför Elínar fór fram frá Akur- eyrarkirkju 16. júlí 2012. könnu með svört- um vafningi á hald- inu, svo var spjallað um daginn og veg- inn. Hún amma tapaði lífsförunaut sínum 1978 (honum afa) allt of snemma og bjó ein alla tíð síðan, því að henn- ar gildi voru ein- föld, hún var konan hans afa alla leið til enda. Elsku amma, nú kveð ég þig sáttur þó það sé óbærilega sárt, allar okkar fallegu minningar munu lifa áfram um ókominn veg. Takk fyrir allt og allt, hvíl þú í friði elsku amma. Kveðja, Guðmundur H. Hannesson (Gummi Heiðar). Elsku Ella amma, nú hefur þú öðlast þann frið sem þú hefur óskað eftir í góðan tíma. Ég veit að þú hefur loksins fengið að hitta Halla þinn eftir langan að- skilnað og ég sé fyrir mér að þið fljúgið um á bleiku skýi. Það er gaman að hugsa til þess að ég gaf þér „titilinn“ langa- langamma sem þú varst ofboðs- lega grobbin af. Heiðar Kató mun halda áfram að taka rúnt á Ellu ömmu bíl en það finnst honum ótrúlegt sport að fá að gera. Í hjarta mínu er ég ánægð að þú ert komin á þann stað sem þú vildir vera á, þó kveð ég þig með söknuði og fallegum minningum. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir) Þín Arna Ýr. Elsku Ella amma. Brosið breitt og augun skær, bið guð þig að geyma, bestu þakkir, þú varst mér svo kær. Þér mun ég aldrei gleyma. (Guðný Sigríður Sigurðardóttir) Þínir ömmustrákar Arnór Ísak og Aron Ernir. Ég trúi ekki ennþá að þú sért farinn, svo alltof fljótt, svo allt of snöggt. Betri mann hef ég varla hitt, fallegur í gegn, ljúfur og hlýr. Ég skal halda utan um Ástu eins fast og ég get og ég veit að þú fylgist með af himn- um. Geymi þig í hjarta mínu og allar góðu minningarnar sem ég á. Hittumst síðar, elsku Balli. Lísa. ✝ Baldur Þór Ríkharðssonfæddist á Akureyri 4. októ- ber 1986. Hann lést á gjörgæslu- deild LSH við Hringbraut 8. júlí 2012. Útför Baldurs Þórs fór fram frá Grafarvogskirkju 16. júlí 2012. Baldur Þór Rík- harðsson Í minningu Ingu Birnu Kviknar líf. Stúlka er fædd. Gleði ríkti í bænum. Hún var miklum kostum gædd, sem lítil rós í blænum. Inga Birna Hjaltadóttir ✝ Inga BirnaHjaltadóttir fæddist í Reykjavík 26. nóvember 2011. Hún lést á gjör- gæsludeild LSH í Fossvogi 1. júlí 2012. Útför Ingu Birnu fór fram frá Vídal- ínskirkju 11. júlí 2012. Með brosinu þínu bjarta þú birtu veittir og yl. Þú varst elskuð af öllu hjarta, og naust þess að vera til. En þó sólin skíni á himni hátt þó Drottinn þrautir lini. Leikur lífið stundum grátt okkar bestu vini. Skyndilega er komið kvöld á ævi þinnar degi. Óttinn mesti tekur völd foreldranna lífs á vegi. Nú ertu sofnuð svefninum langa, Drottinn mun þér á móti taka. Amma og frændi með þér ganga, um Sumarlandsins stóru akra. (Sigurgeir Líndal) Elsku Hjalti Páll, Kristjana, Anna Lovísa og Lilja Katrín, missir ykkar er mikill, og eins og þú kæri bróðir sagðir við mig að skilnaði er ég heimsótti ykkur á gjörgæsludeildina: „Þetta eru skrítnir tímar.“ Og það eru þeir svo sannarlega. Inga Birna sem var svo blíð og góð með sitt fal- lega bros sem alla bræddi er nú farin á vit nýrra ævintýra í öðrum heimi. Eftir stöndum við eitt spurningarmerki og skiljum ekk- ert hvers vegna. En sumt er það í lífinu sem við eigum ekki að skilja. Elsku fjölskylda, Guð gefi okk- ur öllum styrk til að komast í gegnum sorgina og missinn. Sigurgeir Líndal og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.