Morgunblaðið - 27.07.2012, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 27.07.2012, Qupperneq 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 Elsku Huld’amma mín, nú kveð ég þig í hinsta sinn. Ég kveð þig með sorgartárum en þó ánægð með að þú fáir að hvíla þig. Þú varst alltaf svo hlý og góð og svo var alltaf svo stutt í húmorinn hjá þér. Ég er svo ánægð að hafa kíkt til þín með Kristjönu systur nokkrum dög- Hulda Anna Kristjánsdóttir ✝ Hulda AnnaKristjáns- dóttir fæddist 19. maí 1931 á Þorgils- felli í Staðarsveit. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Jaðri í Ólafs- vík 27. júní 2012. Útför Huldu fór fram frá Ólafsvík- urkirkju 7. júlí 2012. um áður en þú kvaddir þennan heim, þú varst með rúllur í hárinu og svo fínan klút yfir, ég sagði við þig að þú værir alltaf svo falleg og fín og þá leistu við, glottir út í annað og sagðir svo: „Á hvað dast þú nú eiginlega?“ Við hlógum og hlógum og þessa skemmtilegu minningu mun ég ávallt hafa í hjarta mínu. Elsku Huld’amma. Það er lít- ið annað sem ég get sagt nema að nú veit ég að hlýjasti og fal- legasti engillinn á himnum ert þú. Hvíldu í friði, elskan mín. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Hinsta kveðja, þangað til næst. Þín Anna Kristín. Elsku amma Gréta eins og þú varst alltaf kölluð, það er með trega sem við skrifum þessar lín- ur. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar í Garðabæinn, alltaf tekið vel á móti okkur, þú alltaf svo hress, glettin og skemmtileg og alltaf stutt í húm- orinn. Alltaf varst þú boðin og bú- in til að hjálpa til, t.d. í sláturgerð og kökubakstur, þau voru ófá skiptin sem við hringdum til þess að fá ráðleggingar eða uppskrifir. Á ættarmótum hér áður fyrr var tjaldvagninn ykkar afa alltaf mið- punktur, hálfgert samkomutjald, þar komu allir við og fengu kaffi og vínarbrauð, sú gamla sá um sína. Það er með söknuði að við kveðjum þig nú þegar kallið er komið, nú færð þú hina hinstu hvílu í litla herberginu sem þú talaðir stundum um og færð að hitta mömmu þína og pabba, sem þú sagðir svo oft að hefðu verið bestu foreldrar í heimi. Elsku afi Kjartan, megi Guð styrkja þig í sorginni. Guðrún Margrét Sigurðardóttir ✝ Guðrún Mar-grét Sigurðar- dóttir fæddist á Hofsósi 3. febrúar 1928. Hún lést á Holtsbúð, Vífils- stöðum 17. júlí 2012. Útför Guðrúnar Margrétar fór fram frá Hafnarfjarð- arkirkju 25. júlí 2012. Hvíldu í friði Amma Gréta og megi Guð geyma þig. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferða- manna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. x Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Kjartan Sigurðsson, María Sverrisdóttir. Elsku amma Gréta. Það er svo sárt að kveðja þig, við huggum okkur við að núna vitum við að þér líður betur. Þeg- ar við hugsum til þín koma svo yndislegar og hlýjar minningar upp í hugann. Þessar minningar eigum við alltaf og erum svo þakklát fyrir. Það fyrsta sem kemur upp í hugann amma er brosið þitt, alltaf svo kát og glöð. Heimsins bestu pönnukökur og grjónagrauturinn kemur líka upp í hugann, kleinuboxið í skápnum og Kvennahlaupið. Takk fyrir allar stundirnar á pallinum og þá var afi alltaf í skúrnum að bralla eitthvað. Elsku amma, þú elskaðir líka kisurnar þínar og ekki hægt að fara að sofa á kvöldin fyrr en þær voru komnar heim. Elsku amma, við söknum þín. Sara Mjöll, Katrín Íris og Guðmundur Atli. Langamma mín, amma Gréta, var yndisleg kona, svo hjartahlý og góð, ávallt brosandi og alltaf stutt í hláturinn. Ég minnist þess sem krakki að fara reglu- lega í heimsókn til ömmu, sem var alltaf svo ánægjulegt. Þá fékk maður risaknús frá ömmu og ómælda athygli frá henni. Hún var alveg einstaklega gest- risin og þótti fátt skemmtilegra en að taka á móti gestum og veita þeim góðgæti af ýmsum toga. En hún var mjög dugleg að baka og átti hún alltaf til eitt- hvað gómsætt handa gestum sínum. Í raun mætti segja að hún hafi verið fræg innan fjöl- skyldunnar vegna baksturs síns, eins og t.d. fyrir kleinurnar hennar, vínarbrauðin og jóla- terturnar svo fátt sé nefnt. Ég minnist þess þegar ég var yngri þegar pabbi kom heim með ný- bakaðar kleinur frá ömmu og það má með sanni segja að þær hafi rokið út um leið. Svo má ekki gleyma leistunum, því ef það var eitthvað sem hún þoldi ekki voru það slitnir leistar, því gaf hún manni oft sokka þegar komið var í heimsókn. Hún amma sá fyrir öllu og sá svo sannarlega til þess að öllum liði vel hjá sér. Þegar ég hugsa til baka í æsku mína rifjast upp minning- ar frá því þegar ég var í pössun hjá ömmu, ég var þar oft í pöss- un og brölluðum við margt sam- an. Hún kenndi mér m.a. að prjóna og oft var tekið í spil. En það sem er mér hvað minnis- stæðast var þegar hún rétti mér beinlegg úr kind og sagði mér frá því þegar hún var ung, þá hefði hún leikið sér með eins bein og ímyndað sér að það væri hestur, svo spurði hún mig hvort ég vildi ekki prófa það, sem og ég gerði. Já, hún amma sá til þess að engum myndi leiðast. Amma var svo hjartahlý og yndisleg kona, að þrátt fyrir mikinn fjölda afkomenda kom það aldrei fyrir að amma gleymdi afmælisdögum eða öðr- um merkisatburðum í lífi okkar og öll áttum við sérstakan stað í hennar stóra hjarta. Elsku amma mín, ég kveð þig með miklum söknuði og þakk- læti fyrir þann tíma sem við átt- um saman. Ég mun aldrei gleyma þér, þú verður ávallt geymd í hjarta mínu. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Guð varðveiti þig amma mín. Þín barnabarnabörn, Kristín Ágústa Kjartansdóttir, Unnur Bára Kjartansdóttir og Sigurður Þór Kjartansson. Það er komið að því að kveðja ömmu Grétu, hún er farin í ferða- lagið sem allir eiga pantað í en enginn veit hvenær er brottför. Það væri ekki í anda ömmu Grétu að vera sorgmæddur eða í þung- lyndi því gleði og grín var einn af hennar stórkostlegu kostum. Hvar sem amma Gréta var þar var alltaf gaman. Hún var mikill húmoristi og kunni vel að svara fyrir sig. Húmor hennar náði til allra jafnt til barna sem og full- orðinna og ekki lét afi sitt eftir liggja. Þær eru margar stundirnar úr Garðabænum þar sem við krakk- arnir erum að drekka mjólk og borða kleinur eða kanilsnúða og hláturinn hennar ömmu ómaði um allt húsið. Hláturinn hennar ömmu var einstakur, hann var stór partur af hennar karakter og er því eðlilega stór minning um þessa einstöku ömmu sem við átt- um. En svo kom að því að amma veiktist og fljótlega kom í ljós hvert stefndi, þá reyndi enn og aftur á klettinn í lífi ömmu Grétu, afa Kjartan sem hefur alltaf verið til staðar fyrir ömmu. Eftir að amma Gréta veiktist gat maður ekki mikið gert annað en reynt að finna það fallega í þeim aðstæð- um sem upp voru komnar. Það var þá sem kletturinn afi Kjart- an stóð við stóru orðin í blíðu og stríðu og sýndi okkur hvernig á að hugsa um ástina sína í að- stæðum sem þessum. Elsku afi Kjartan, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir ömmu Grétu, þú ert einstakur. Þerraðu tárin þín Þraukaðu um stund Við munum sjást aftur Í grónum grænum lund (Bubbi Morthens.) Kjartan Friðrik Salómonsson. Elsku amma okkar. Nú er komið að kveðjustund og ótal margt sem um huga okk- ar fer. Minning um yndislega og góða ömmu sem veitti okkur ótakmarkaða ást og umhyggju. Hláturmildi þitt, bros og glað- leiki hefur fyllt hjörtu okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Guð blessi minningu þína og gefi að við getum varðveitt vega- nestið og minningarnar sem þú hefur gefið okkur. Elsku amma, hvíl í friði. Helga Erla og Sigríður Ósk. Æskuvinkona okkar, hún Perla, er látin, hún lést 4. maí sl. Það er svo erfitt að skilja af Perla Kristín Þorgeirsdóttir ✝ Perla KristínÞorgeirsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 20. janúar 1933. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 4. maí 2012. Útför Perlu fór fram í kyrrþey frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 9. maí 2012. hverju hún Perla, sem var svo full af lífsgleði, svo lifandi og skemmtileg, var kölluð burt. Hún hafði svo gaman af ferðalögum og ætl- uðum við vinkon- urnar að heimsækja Önnu, sem býr í Danmörku. Sú ferð hafði staðið til í nokkurn tíma og var ætlunin að fara í sumar, en Perla fór þá í aðra ferð en ráð var fyrir gert. Úr þeirri ferð kemur hún aldrei aftur. Ótal minningar koma upp í hugann þegar hugsað er til Perlu. Hún kom eitt sinn í skyndiheim- sókn hingað til Vestmannaeyja og var ekki búist við henn í heim- sókn, en samt gaf hún sér tíma og sagði að maður gleymdi aldrei vinum sínum. Við vinkonurnar reyndum að hittast eins oft og mögulegt var og þá var eins og við hefðum hist í gær, aldrei slitnaði sambandið. Við vitum að núna líður henni vel, því hún er komin á góða staðinn. Bið ég Guð að geyma þig góða vinan bjarta. Ég mun altaf muna þig innst í mínu hjarta. Við sendum Benna, eigin- manni hennar og börnum, tengdabörnum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Anna, Sjöfn og Birna Rut. Kær vinkona, Ólöf Ágústa Guð- mundsdóttir, lést á heimili dóttur sinnar 28. júní 2012, eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Æviágrip hennar var rakið í fallegum minn- ingargreinum barna hennar, tengdabarna og ömmubarna hér í Morgunblaðinu 14. júlí sl. Ég kvaddi Gústu, eins og ég ætíð kall- aði hana, hinstu kveðju í fallegu sumarveðri 6. júlí. Veðrið þennan dag minnti á mildi og hlýju vin- konu minnar. Við vorum báðar Reykjavíkurpíur. Við kynntumst ungar sem samstarfskonur í Laugavegsapóteki. Frá fyrstu Ólöf Ágústa Guðmundsdóttir ✝ Ólöf ÁgústaGuðmunds- dóttir fæddist í Reykjavík 29. mars 1930. Hún lést á heimili dóttur sinn- ar 28. júní 2012. Útför Ólafar Ágústu fór fram 6. júlí 2012. stundu urðum við vin- konur. Báðar fundum við okkur Jóna. Báð- ar fluttum við út á land, til átthaga eig- inmanna okkar, hún í nokkur ár, en ég öllu lengur. Þótt fjöll og dalir væru á milli okkar, til margra ára, hélst vin- skapur okkar. Ég sætti gjarnan lagi þegar ég átti leið til Reykjavíkur að komast í saumaklúbb fyrrum sam- starfskvenna/vinkvenna minna úr Laugavegsapóteki, sem hafa haldið góðu sambandi öll árin. Ég minnist fölskvalausrar gleði Gústu þegar ég eitt sinn kom henni að óvörum og birtist í saumaklúbbi hjá Lillý vinkonu okkar. Ég minnist líka símtals frá Reykjavík við aldraða móður mína, hún var svo glöð því Gústa vinkona hafði komið í heim- sókn til hennar. Hún heimsótti móður mína oftar en í þetta skipti, slík var tryggð Gústu. Þegar ég, eftir margra ára bú- setu á Egilsstöðum, flutti aftur á mölina urðu fundir okkar Gústu og Jónanna fleiri. Ég minnist fyrstu heimsóknar Gústu í nýju íbúðina okkar Jóns. Gústa hældi búðinni,en bætti við: „Hér vantar eitthvað, Hulda mín“. Nokkrum dögum seinna mætti hún með afleggjara af blómi, sem nú ragar hátt í stofunni okkar. Gústa vildi svo gjarnan, af gæsku sinni, gefa mér góð ráð um marga hluti. Ég hugsa til vinkonu minnar, sé hana fyrir mér kvika og létta í spori með Jóni sínum Ár- manni á göngutúr, alltaf smarta í sínum sérstaka klæðastíl. Ég hugsa til uppkominna barna hennar, sem öll bera hlýju og góðu uppeldi samheldinna foreldra fal- legt vitni. Ég og Jón vottum þeim og fjölskyldum þeirra okkar inni- legustu samúð. Hugur okkar er all- ur hjá Jóni vini okkar Ármanni og fólkinu hans. Með þessu litla ljóði Káins kveð ég Gústu vinkonu mína, með inni- legri þökk fyrir hlýja og trygga vináttu. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. Hulda Matthíasdóttir. Okkur systkinin frá Botnum langar að minnast Eyjólfs Eyj- ólfssonar frá Botnum í Með- allandi eða Botna-Eyfa eins og við höfum alltaf kallað hann Eyjólfur Eyjólfsson ✝ Eyjólfur Eyj-ólfsson fæddist á Botnum í Með- allandi 9. júlí 1927. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Klausturhólum 5. júlí 2012. Eyjólfur var jarðsunginn frá Laugarneskirkju 17. júlí 2012. okkar í millum til aðgreiningar frá öðrum Eyfum. Eyfi var fæddur og uppalinn í Botnum. Rúmlega tvítugur að aldri flytur hann ásamt móður sinni frá Botnum eftir að faðir hans deyr. Hann vitjaði æskustöðva sinna á hverju sumri svo lengi sem við munum eftir okkur og var hann ætíð mikill aufúsugestur foreldra okkar sem hófu bú- skap í Botnum árið 1950, sama ár og Eyfi flytur. Þegar Botna-Eyfi var kominn varð allt eitthvað svo virðulegt og rétt, Eyfi var nefnilega alpr- úðasti maður sem hægt er að hugsa sér og alltaf heilsaði hann okkur krökkunum af kurteisi, hlýleik og hljóðlátri virðingu og ósjálfrátt uppskar hann heilmikla virðingu á móti. Eyfi var óþreytandi í að tala um örnefni og staðhætti í Botnalandi og úr augum hans mátti lesa mikla ást á æsku- stöðvunum. Ósjaldan þegar við systkinin röbbum saman um hitt og þetta heima í Botnum koma upp setningar sem byrja á „Botna-Eyfi sagði …“. Vertu sæll og blessaður Botna-Eyfi. Blessuð er sveitin þín. Kjartan, Sigrún, Helga, Valgerður og Guðrún - Ólafs- og Sigrúnarbörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.