Morgunblaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 39
Ingvi sat í stjórn Round Tabel 1971-80 og var formaður þar 1977-78, sat í stjórn knattspyrnudeildar Vals 1980-82 og í stjórn handknattleiks- deildar félagsins 1992-93. Ingi Hrafn gefur lítið fyrir það að menn finni sér eitthvað til að dunda við: „Maður á að gera það sem maður hefur áhuga á og hafa áhuga á því sem maður gerir. Öðru vísi er það tæpast vel gert. – Jú, ég hef nú reyndar gaman af golfi og þess vegna verður haldið Hið opna ÍNN afmælis- golfmót að Hamri í Borgarnesi nú um helgina í tilefni fimm ára afmælis ÍNN og 70 ára afmæli hjá mér. En það sem skiptir mig mestu máli eru barnabörnin. Þau eru auðvitað númer eitt, tvö og þrjú hjá afa gamla – hvernig sem veröldin veltist.“ Fjölskylda Kona Ingva Hrafns er Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir, f. 29.3. 1951, fyrrv. flugfreyja og starfsmaður ÍNN. Foreldar hennar: Hafsteinn Sigurðsson, f. 17.8. 1926, d. 13.9. 1986, lögfræðingur Verslunarbankans, og Lára Hansdóttir, f. 1.2. 1932, d. 7.3. 2005, kennari. Synir Ingva og Ragnheiðar eru Hafsteinn Orri, f. 23.6 1979, flug- maður hjá Atlanta, búsettur í Reykjavík, kvæntur Kristínu Bertu Sigurðardóttur, starfsmanni við Landsbankann og eiga þau Ingva Hrafn, f. 29.11. 2004, Ester Söru, f. 2.11. 2007; Ingvi Örn, f. 6.1. 1983, MS í markaðsfræðum frá HÍ og starfs- maður LS Retail en sonur hans og Agnesar Ferró er Alexander, f. 31.5. 2010. Systkini Ingva: Jón Örn, f. 30.3. 1938, hagfræðingur og fyrrv. deildar- stjóri í Kanada; Óli Tynes, f. 23.12. 1944, d. 27.10. 2011, lengst af frétta- maður á Bylgjunni og Stöð 2; Sig- tryggur, f. 14.6. 1947, fyrrv. skrif- stofustjóri hjá Ellingsen; Margrét, f. 27.12. 1955, starfsmaður við sambýli. Foreldrar Ingva: Jón Sigtryggs- son, f. 10.4. 1908, d. 11.2. 1992, pró- fessor í Reykjavík, og k.h., Jórunn Tynes, f. 28.2. 1913, d. 23.3. 1978, hús- freyja. Ingvi og eiginkonan Ingvi Hrafn með Ragnheiði Söru Hafsteins- dóttur sem er allt í öllu í rekstrinu. Úr frændgarði Ingva Hrafns Jónssonar Jórunn Hallgrímsdóttir, húsfr. á Skáldalæk Pétur Gíslason, skipstj. á Skáldalæk Sigríður Tómasdóttir bræðrabarn við Jón Magnússon forsætisráðh. Jón Antonsson skipstj. í Arnarnesi v. Eyjafjörð Guðlaug Sveinsdóttir húsfr. í Arnarnesi Ingvi Hrafn Jónsson Jón Sigtryggsson prófessor í Rvík Jórunn Tynes húsfr. í Rvík Indiana Pétursdóttir húsfr. á Siglufirði Ole Tynes norskur útgerðarm. á Siglufirði Margrét Jónsdóttir húsfr. á Akureyri Sigtryggur Benediktsson veitingam. á Akureyri. Sigríður Jóhannesdóttir húsfr. á Skriðu Ingimar Eydal ritstj. Dags Hörður Eydal mjólkuriðnaðarm. á Akureyri Finnur Eydal tónlistarm. Benedikt Jóhannesson b. á Hvassafelli, af Hvassa- fellsætt og sonarsonur Gríms græðara. Ingimar Eydal tónlistarm. og kennari Gunnar Eydal skrifstofustj. Rvíkborgar Kristín Jónsd listmálari Jónína húsfr. í Rvík Gunnar G. Schram ritstj. og lagaprófessor Helga Valtýsdóttir leikkona Hulda Valtýsd fyrrv. blaðam Kristín Pétursd húsfr. á Grund í Laugardal v. Rvík Pétur Njarðvík netagerðarm. á Ísafirði Njörður P. Njarðvík rithöfundur. Júlíus Hafstein sendiherra Birna Kjartansd húsfr í Rvík Áslaug Sigurðard húsfr. í Reykjavík Kjartan Láruss forstjóra Fer- ðaskr. ríkisins Þórunn Kjartansd Hannes Pétursson skáld Sigríður Sigtryggsd húsfr. á Sauðárkróki ÍSLENDINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 Haraldur Björnsson leikarifæddist 27.7. 1891, sonurBjörns Jónssonar. hrepp- stjóra og ættföður Veðramótaættar í Skagafirði, og Þorbjargar Stefáns- dóttur, systur Stefáns skólameistara, föður Valtýs, ritstjóra Morgunblaðs- ins, föður Helgu leikkonu og Huldu, fyrrv. blaðamanns. Systir Valtýs var Hulda skólastjóri, móðir Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts. Annar bróðir Þorbjargar var Sigurður, pr. og alþm. í Vigur, faðir Bjarna í Vigur, föður Sigurðar, ritstjóra Morgunblaðsins, alþm. og sendiherra, og föður Sigur- laugar, fyrrv. alþm., móður Bjargar Thorarensen lagaprófessors. Meðal systkina Haralds var Ólafur, skólastjóri og heiðursborgari Sauðár- króks, faðir Jóhannesar Geirs mynd- listarmanns, Þorbjargar skólastjóra og Ólínu Ragnheiðar, móður Óskars Magnússonar, framkvæmdastjóra Árvakurs. Meðal barna Haralds: Stefán yfirlæknir og Jón arkitekt. Haraldur lauk gagnfræðaprófi, kennaraprófi og verslunarprófi í Dan- mörku 1915. Hann var síðan sölu- stjóri hjá KEA til 1924. Haraldur var mikill frumkvöðull í leiklist. Hann sagði lausu góðu starfi á Akureyri, fór félítill til Kaupmanna- hafnar með fjölskyldu sína og lærði þar leiklist, fyrstur Íslendinga. Hann útskrifaðist og debuteraði í Konung- lega leikhúsinu 1927. Haraldur var fyrsti íslenski at- vinnuleikarinn. Hann var leikari og leikstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1927-50, hjá ríkisútvarpinu frá stofn- un 1930, og fastráðinn hjá Þjóðleik- húsinu frá stofnun 1950. Hann var formaður LA, formaður LR, sat í Þjóðleikhúsráði, rak einkaleikskóla 1930-50 og kenndi við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins frá 1950. Haraldur var stórbrotin persóna, hispurslaus, hressilegur í framkomu og mikill húmoristi. Haraldur lést aðfaranótt 9.12. 1967 eftir að hafa farið á kostum á sviði sem Jón bóndi í Fjalla-Eyvindi kvöldið áður. Endurminningar Haralds, Sá svarti senuþjófur, skráðar af Nirði P. Njarðvík, komu út 1963. Merkir Íslendingar Haraldur Björnsson 90 ára Sigríður Guðmundsdóttir Unnur Kolbeinsdóttir Valdimar Torfason 85 ára Anna Árnadóttir Lína Guðlaug Þórðardóttir Vilfríður Steingrímsdóttir Örn Friðriksson 80 ára Guðrún Lárusdóttir Jónas Vilhjálmsson Jónína Ólöf Walderhaug Sigurður B. Jónsson Stefán Gunnar Stefánsson 75 ára Ingveldur Hilmarsdóttir Jóhann Árnason Theódóra Björgvinsdóttir 70 ára Alda Kjartansdóttir Guðmundur Ingvi Jóhannsson Ingunn H. Björnsdóttir Krystyna Leokadia Januszewska Ljótur Ingason Ragna Gísladóttir Valur Oddsson 60 ára Aðalbjörg Rut Pétursdóttir Anna Jóhanna Guðmundsdóttir Björn Júlíusson Kristín Sigríður Gísladóttir Páll Guðfinnur Guðmundsson Petar Grbic Ragnhildur Bragadóttir Valgerður Friðþjófsdóttir Vilborg Rafnsdóttir Örn Guðmundsson 50 ára Benóný Gíslason Bjarni Friðrik Jóhannesson Helga P. Hrafnan Karlsdóttir Jónatan Guðni Jónsson Katrín Sveinsdóttir Kristján Vattnes Sævarsson Krzystof Trzaska Salome Herdís Viggósdóttir Súsanna Jónsdóttir Þorgerður Gunnlaugsdóttir Ögmundur Haukur Knútsson 40 ára Anna Dís Bjarnadóttir Auður Arndal Albertsdóttir Árni Páll Einarsson Friðfinnur Gísli Skúlason Hlynur Guðmundsson Jón Hjörtur Sveinbjörnsson Jón Ingi Ingimundarson Kristbjörg Sigríður Richter Michael Hugh Francis McKenzie Salika Pitplern Svanborg Sigmarsdóttir 30 ára Bernharð Aðalsteinsson Clara Regína Ludwig Dagne Caridad Tailt Tamayo Daniel Wasiewicz Edda Ósk Gísladóttir Gerður Björk Wendel Haukur Heiðar Hauksson Helgi Freyr Ólason Jón Páll Pálmason Marta Sigmarsdóttir Thoa Thi Nguyen Þorsteinn Óskar Benediktsson Til hamingju með daginn 30 ára Tinna ólst upp í Reykjavík, lauk stúdents- prófi frá Kvennaskólanum og er nú sölustjóri hjá Arctic Adventures. Bræður: Lárus Sigurðar- son, f. 1977, ljósmyndari í Reykjavík; Valur Sigurðar- son, f. 1984, flugþjónn í Reykjavík. Foreldrar: Þórunn Lárus- dóttir, f. 1958, hjúkrunar- fræðingur, og Sigurður Ingvason, f. 1956, for- stöðumaður á Keldum. Tinna Sigurðardóttir 30 ára Tumi lauk MSc.- prófi í byggingarverkfræði í Bandaríkjunum og er íþróttafréttam. hjá 365. Maki: Mary Frances Dav- idson, f. 1985, MA í um- hverfis- og auðlindafræði. Börn: Elsa María, f. 2010, og Finnur Atli, f. 2011. Foreldrar: Daði Kolbeins- son, f. 1950, óbóleikari við Sinfóníuhlj. Ísl., og Sess- elja Halldórsdórsdóttir, f. 1951, lágfiðluleikari í Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Kolbeinn Tumi Daðason 30 ára Signý lauk kenn- araprófi frá KHÍ og hefur kennt við Grunnskóla Vesturbyggðar. Maki: Fannar Freyr Ottós- son, f. 1978, starfsm. hjá Ísl. kalkþörungaf. Börn: Sverrir Elí, f. 2007; Elísa Lára, f. 2012. Stjúp- synir: Símon Freyr, 1999; Friðbjörn Valur, f. 2002. Foreldrar: Sverrir Garð- arsson, f. 1956, útgerð- arm. og Sonja Jónsdóttir, f. 1958, skólabílstjóri. Signý Sverrisdóttir Bíldshöfði 14 » 110 Reykjavík » Sími 567 6744 » gsvarahlutir.is Triscan gormar, bremsu- og stýrishlutir Pöntum á fimmtudögum, varan komin á mánudegi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.