Morgunblaðið - 27.07.2012, Síða 42

Morgunblaðið - 27.07.2012, Síða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Þau í Hofi höfðu samband við okkur systurnar og spurðu hvort við hefð- um áhuga á að halda saman sýningu á verkum okkar. Þeim fannst spenn- andi að við værum allar þrjár að sinna listinni. Okkur leist vel á hug- myndina og ákváðum að slá til,“ seg- ir Þórdís sem heldur listasýningu ásamt systrum sínum tveimur, Mar- gréti og Maríu Jónsdætrum. Sýningin nefnist hreinlega, Þrjár systur og stendur nú yfir í menning- arhúsinu Hofi á Akureyri. Þetta er í fyrsta skipti sem þær þrjár halda sýningu saman. Ólíkar en þó líkar í listinni Systurnar nota ólíkan efnivið í listsköpun sína: leir, olíumálningu og þræði. Öll verkin eiga það sameigin- legt að endurspegla blóm sem er viðfangsefni sýningarinnar. Þórdís sækir í gamlar handverks- hefðir og sýnir handbróderaða púða, fótskammel og myndir. „Ég hef mest verið að gera púða. En með þessari sýningu er ákveðin áskorun, þá vill maður gera eitthvað nýtt og breyta til. Fyrir þessa sýn- ingu gerði ég tvö myndverk, vegg- teppi og skammel. Ég sauma mest úr ullarefni,“ segir Þórdís. Margrét mótar úr leir, hugmyndir hennar eru sóttar í rósettur sem gjarnan má finna í kringum loftljós í gömlum húsum. Verk hennar snúa á haus; rangan á réttunni. „Þegar horft er á verkin hennar verður maður að ímynda sér að þau eigi að vera uppi í lofti en maður horfir á þau ofan frá. Til þess að njóta þeirra til fullnustu verður maður að klifra upp í stiga og horfa niður á þau,“ segir Þórdís um verk Margrétar systur sinnar. Auk þessara verka er Margrét einnig með gólfverk. Þriðja systirin, María skapar ævintýrakennd blóm úr olíulitum á stóran striga. Hún býr og starfar á Ítalíu. Vegalengdirnar eru því tölu- verðar milli systranna og unnu þær verkin allar sitt í hvoru lagi en út frá sama þema. „Við erum mjög tengdar og góðar vinkonur. Það var mjög skemmtilegt þegar þetta kom allt saman og sjá útkomuna. Margir bentu á teng- ingar milli verkanna þó við höfðum gert þetta allt sitt í hvoru horninu,“ segir Þórdís. Handverk frá blautu barnsbeini „Við ólumst upp við mikið hand- verk. Það var alltaf verið að sýsla eitthvað og skapa í höndunum og mikil list í gangi. Foreldrar okkar, afar og ömmur voru alltaf að skapa eitthvað skemmtilegt á heimilinu,“ segir Þórdís aðspurð um hvaðan þessi listræni áhugi komi. Listina og handverkið hafa þær systur drukkið með móðurmjólkinni á Akureyri. Eflaust hefur það stuðl- að að því að tvær þeirra sóttu sér frekari þekkingu út fyrir landstein- anna að nema list sína. Margrét fór til Danmerkur að læra leirlist en snéri þó aftur heim og hefur verið starfandi listakona hér á landi um áratugaskeið. María býr og starfar á Ítalíu, fluttist þangað rúmlega tvítug, þar sem hún ætlaði rétt að skoða heim- inn og læra listina að mála til skamms tíma. Hún ílengdist eins og oft vill verða, kynntist manni og á fjölskyldu þar. Hún kemur þó alltaf reglulega heim til Íslands á sumrin og dvelur á heimaslóðunum á Akureyri. Þar nýt- ur hún náttúru Íslands vel og lengi, sækir innblástur og málar. Þórdís byggir list sína á fornum arfi og hefur ekki notið annarrar skólunar en af formæðrum sínum. Systurnar þrjár María, Margrét og Þórdís ánægðar með afraksturinn í sýningarsalnum í Hofi á Akureyri. Málverk María skapar ævintýraleg verk með sterkum og djúpum litum. Rósettur Listaverk Margrétar eru á hvolfi og njóta sín á gólfi salarins. Þrjár systur sameinaðar og halda listasýningu Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is „Staður og stund gleymist fljótt þegar maður hlustar á tónleika í eins fallegu umhverfi og Reykholt er,“ segir Auður Hafsteinsdóttir, listrænn stjórnandi Reyk- holtshátíðar. Hátíðin er alþjóðleg tónlistarhátíð þar sem þekktir er- lendir jafnt sem íslenskir söngvarar og hljóðfæraleikarar koma saman. Hátíðin er haldin nú í 16. skipti og fer fram í ár um helgina dagana 27. - 29. júlí. Finnland í forgrunni „Ég hef haft þá stefnu að hafa Norðurlandaþjóð í forgrunni, og í ár varð Finnland fyrir valinu,“ segir Auður, en hún er búsett í Finnlandi. Á hátíðinni kemur fram einvalalið tónlistarmanna. Þar á meðal má nefna óperusöngkonuna Sirkka Lampimäki, finnsku píanóleikarana Eliisu Suni og Heini Kärkkäinen og fiðluleikarann Réka Szilvay. Dag- skráin er þó ekki einskorðuð við finnska tónlistarmenn því píanóleik- arinn Vovka Ashkenazy og sópran- söngkonan Þóra Einarsdóttir eru einnig gestir hátíðarinnar í ár ásamt fjölda þjóðþekktra íslenskra tónlistarmanna. „Allir listamennirnir sem koma fram eru mjög spenntir fyrir því að spila á hátíðinni og erlenda gesti þarf ekki að biðja tvisvar að koma til Íslands,“ segir Auður en þetta er í annað skipti sem hún skipuleggur hátíðina. Gleymir stað og stund „Það myndast alltaf mjög sérstök stemming í Reykholti,“ segir Auður og hvetur alla til þess að mæta. „Það er allt önnur upplifun að skreppa á tónleika í amstri og önnum hvers- dagsins í borginni. Þá er maður oft að flýta sér og stressa sig. En maður gleymir stað og stund á glæsilegum tónleikum í fallegu umhverfi eins og Reykholti,“ segir Auður. „Gullfalleg meistaraverk“ Dagskráin er þéttskipuð en að sögn Auðar er eitthvað við hæfi allra að finna á henni. „Kreutzer fiðlu- sónata Beethovens, stór kammer- verk eftir Brahms, einsöngslög, óp- eruaríur, íslensk sönglög og margt fleira. Þannig er þetta ótrúlega fjöl- breytt efnisskrá og skemmtileg blanda af gullfallegum meistara- verkum,“ segir Auður. Nánari upp- lýsingar um dagskrá hátíðarinnar er að finna á www.reykholtshatid.is. larah@mbl.is Finnskt þema á Reykholtshátíð Morgunblaðið/Golli Reykholt Alþjóðleg tónlistarhátíð í Reykholti er haldin í 16. skiptið þetta ár dagana 27. - 29. júlí en finnskt þema varð fyrir valinu í ár. Morgunblaðið/Styrmir Kári Auður Hafsteinsdóttir Segir gífurlega mikla vinnu felast í því að skipu- leggja Reykholtshátíð en engu að síður sé það skemmtilegt og lærdómsríkt. Bassaleikari bresku sveit- arinnar Muse, Chris Wolesten- holme, hefur stigið fram og tjáð sig um bar- áttu sína við Bakkus. Að sögn var ástandið orð- ið svo slæmt að þegar sveitin stóð að gerð plöt- unnar The Resistance, árið 2009, þá sáu Matt Bellamy og Dom Howard nánast um alla vinnunna. „Að drekka allan daginn alla daga er ansi slæmt. Á þeim tíma- punkti þegar þú áttar þig á því að þú kemst ekki í gegnum daginn án þess að drekka áfengi, þegar þú vaknar á morgnana skjálfandi og það fyrsta sem þú gerir er að ná þér í flösku af víni og klára hana, þá er ástandið orðið mjög slæmt. Þetta var mjög óheilbrigt og algjört tjón,“ segir bassaleikarinn. Að hans sögn var áfengisneyslan ekki bara óholl líkamlega heldur fylgdi henni mikill kvíði og andleg vanlíðan. „Það voru aðeins tvær leiðir: að deyja innan fárra ára eða að hætta. Faðir minn lenti í því sama, hann lést þegar hann var 40 ára. Ég var nýorðinn þrítugur og ég áttaði mig á því að ef ég héldi áfram á sömu braut þá myndi ég mögulega deyja innan tíu ára. Tíu ár er ekki langur tími,“ sagði Chris. Bassaleikari Muse er orðinn edrú Þurr Chris Woles- tenholme er hættur að drekka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.