Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 3
Selfyssinga hversu slakir nokkrir af erlendu leikmönnunum eru. Spurn- ing hvort þeir mættu ekki tylla sér á tréverkið því nokkrir þeirra sýndu sama og ekki neitt í blíðunni gegn ÍBV í gær, ekki einu sinni áhuga. Það sama verður ekki sagt um Eyjaliðið enda samkeppnin um stöður talsvert meiri þar en hjá Selfyssingum. Ef það mætti finna eitthvað að leik ÍBV liðsins, þá var það nýting færanna en Eyjamenn hefðu vel getað gert út um leikinn í fyrri hálfleik. 1-0 forysta er ekki nóg, ekki þarf nema ein varn- armistök og þá tapar þú tveimur stigum. Eyjamenn komust upp með það í gær en verða að brýna sverð- in fyrir næsta leik. elfossi mt manni færri í 93 juefni á Selfossi ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012 Þórarinn Ingi Valdimarsson, Tryggvi Guðmundsson. Sókn: Christian Olsen. Lið Selfoss: (4-3-3) Mark: Ismet Duracak. Vörn: Sigurður Eyberg Guð- laugsson (Joe Tillen 60.), Bernard P. Brons, Endre Ove Brenne, Robert Sandnes. Miðja: Jon André Röyrane, Babacar Sarr, Jón Daði Böðvarsson. Sókn: Ólafur Karl Finsen, Moustapha Cissé (Tómas Leifsson 71.), Viðar Örn Kjartansson. Dómari: Þorvaldur Árnason – 7. Áhorfendur: 723. oss 1:0 FÆRI 15. Björgólfur Takefusafékk flotta sendingu inn í vítateig Keflavíkur og átti lítið eftir ann- að en að renna boltanum í netið en brást bogalistin og boltinn framhjá markinu SLÁ 36. Jóhann B. Guðmundssonætlaði að senda inn í teig á Guðmund Steinarsson en sterkur vind- urinn tók boltann og sendi hann í þver- slána hjá Fylki. FÆRI 73. Ingimundur Níelsvar í ákjósanlegu færi við mark Keflavíkur eftir fína sendingu frá Árna Frey en Ingimundur var í basli með að hemja boltann og skaut yfir. 0:1 76. Loksins kom mark í leikinní skyndisókn Fylkismanna. Árni Freyr Guðnason sendi langa send- ingu fram á Jóhann Þórhallsson sem þakkaði pent fyrir sig og vippaði snyrti- lega yfir Ómar í markinu. 0:2 88. Ingimundur Níels Ósk-arsson átti allan heiðurinn að þessu marki. Hann „dripplaði“ boltanum upp að markteig Keflvíkinga og lét vaða í hægra hornið hjá Ómari sem kom eng- um vörnum við. I Gul spjöld:Árni Freyr (Fylki) 80. (brot), Jó- hann (Fylki) 88. (brot). I Rauð spjöld: Engin. MMM Enginn. MM Enginn. M Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylki) Jóhann Þórhallsson (Fylki) Ingimundur Níels Óskarsson (Fylki) Árni Freyr Guðnason (Fylki) Oddur Ingi Guðmundsson (Fylki) Einar Orri Einarsson (Keflavík) Jóhann R. Benediktsson (Keflavík) Magnús Þór Magnússon (Keflavík)  Ingimundur Níels Óskarsson hefur heldur betur verið Keflvíkingum erfiður síðustu tvö tímabil. Hann hefur nú skor- að í öllum fjórum deildaleikjum liðanna 2011 og 2012, samtals fimm mörk af þeim sjö sem Árbæingar hafa gert í þremur sigurleikjum og einum jafn- teflisleik gegn Keflavík.  Grétar Atli Grétarsson leikmaður Keflavíkur fékk áskorun frá félögum sínum og skoraðist ekki undan. Hann mætti með aflitað hárið í leikinn.  Gregor Mohar var meiddur og ekki í liði Keflvíkinga í gær. Þetta gerðist í Keflavík Nettóvöllurinn, Pepsi-deild karla, 12. umferð, mánudag 23. júlí 2012. Skilyrði: Rok og alskýjað og um 14 stiga hiti. Skot: Keflavík 7 (4) – Fylkir 14 (5). Horn: Keflavík 4 – Fylkir 7. Lið Keflavíkur: (4-4-2) Mark: Ómar Jóhannsson: Vörn: Grétar A. Grét- arsson, Haraldur F. Guðmundsson, Magnús Þór Magnússon, Jóhann R. Benediktsson. Miðja: Frans Elvarsson (Denis Selimovic 78.), Arnór I. Traustason (Hilmar Geir Eiðsson 63.), Einar Orri Einarsson, Jóhann B. Guð- mundsson, Sókn: Sigurbergur Elísson (Magnús S. Þorsteinsson 72.), Guð- mundur Steinarsson. Lið Fylkis: (4-4-2) Mark: Bjarni Þ Hall- dórsson. Vörn: Oddur Ingi Guðmunds- son, Davíð Þór Ásbjörnsson, Ásgeir B. Ásgeirsson, Tómas Þorsteinsson. Miðja: Ingimundur Níels Óskarsson, Elís Rafn Björnsson, Finnur Ólafsson (Magnús Þórir Matthíasson 46.), Kjartan Ágúst Breiðdal. Sókn: Árni Freyr Guðnason (Ásgeir Eyþórsson 84.), Björgólfur Takefusa (Jóhann Þór- hallsson 68.) Dómari: Garðar Örn Hinriksson – 8. Áhorfendur: 900. Keflavík – Fylkir 0:2 Í KEFLAVÍK Skúli B. Sigurðsson sport@mbl.is Fylkismenn héldu áfram að hala inn stig í gær þegar þeir gerðu góða ferð í Bítlabæinn Keflavík og sigruðu heimamenn 2:0. Það voru þeir Jóhann Þórhallsson og Ingimundur Níels Óskarsson sem gerðu út um leikinn og sá síðarnefndi heldur áfram sínu striki og er sjóðandi heitur fyrir fram- an mark andstæðinganna þessa dag- ana. Fylkismenn eru í 5. sæti eftir kvöldið með 19 stig en Keflvíkingar duttu niður í það 8. Keflvíkingar halda áfram að valda stuðningsmönnum sínum heima fyrir vonbrigðum þrátt fyrir hinsvegar fína frammistöðu gegn KR í síðasta leik. Nettóvöllurinn átti að verða þeirra „ljónagryfja“ þetta árið en af 15 stig- um sem þeir hafa fengið í sumar hafa aðeins 5 þeirra komið á heimavelli. Í þetta skiptið virtust ekki allir leik- menn vera tilbúnir í verkefnið að und- anskildum hugsanlega Einari Orra Einarssyni sem barðist vel. Keflvíkingar áttu hinsvegar prýðis 20 mínútur í fyrri hálfleik þar sem þeir litu út fyrir að ætla sér að skora en þónokkuð vantaði uppá. Aldrei spurning í seinni hálfleik Óhætt er að kalla Fylkismenn spútniklið sumarsins en þeir spiluðu bara nokkuð vel. Þeir sköpuðu sér fleiri færi en Keflvíkingar og sigurinn var verðskuldaður. Leikurinn í heild sinni einkenndist af veðrinu þar sem leikmenn áttu í miklu basli með að hemja skot sín á markið sökum roks. „Mér fannst þetta sanngjörn úrslit. Leikurinn litaðist nokkuð af veðrinu hérna. Þeir lágu á okkur framan af en við náðum að skapa okkur hættuleg færi og hefðum getað verið yfir í fyrri hálfleik. En í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning þrátt fyrir að markið hafi verið erfið fæðing. Ég klúðraði al- veg hrikalega einu færi en náði svo að setja eitt gott þarna undir lokin.“ sagði Ingimundur við Morgunblaðið. Þurfa að mæta betur undirbúnir Guðmundur Steinarsson var frem- ur súr á svip þegar blaðamaður náði í hann. „ Þetta var alveg ömurlegt í kvöld. Ef þetta er það sem við ætlum að bjóða uppá í sumar þá spilum við í allt annarri deild á næsta ári. Menn þurfa að fara að mæta betur und- irbúnir á bæði æfingar og leiki. Mér fannst að miðað við síðasta leik þá værum við ekki nógu ferskir frá upp- hafi. Ég get ekki séð neitt gott sem við getum tekið með okkur úr þessum leik. Nettóvöllurinn leit vel út og um- gjörðin fyrir leik var góð en annað var hreint út sagt ömurlegt.“ Heimavöllur- inn nýtist illa  Sanngjarn sigur Fylkis í Keflavík, 2:0 Morgunblaðið/Golli Mark Jóhann Þórhallsson kom inná og var fljótur að skora fyrir Fylki. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Fljótur Christian Olsen, hinn eldfljóti sóknarmaður Eyjamanna, sækir að marki Selfyssinga í leiknum á Hásteinsvellinum í gærkvöld. Ólafur ÖrnBjarnason, fyrirliði Grindvík- inga í knattspyrn- unni, verður í banni næsta mánudag þegar þeir sækja Kefl- víkinga heim í Pepsi-deildinni. Ólafur fékk gula spjaldið eftir að leik Grindavíkur og FH lauk á Grindavík- urvelli í fyrrakvöld, eftir orðaskipti við Magnús Þórisson dómara. Það spjald fór framhjá flestum en er kom- ið á skrá og er það fjórða sem Ólafur fær í sumar. Þar með verður hann úr- skurðaður í bann á morgun og þarf að sitja hjá í Suðurnesjaslagnum.    Skoski knattspyrnumaðurinn IanWilliamson skrifaði í gær undir samning við úrvalsdeildarlið Grinda- víkur um að spila með því út þetta keppnistímabil. Williamson er 24 ára gamall miðjumaður og hefur leikið undanfarin þrjú ár með Raith Rovers en spilaði áður með Dunfermline í þrjú ár. Hann á að baki 96 leiki í tveimur efstu deildunum og hefur skorað í þeim 10 mörk. Þetta er kær- kominn liðsauki fyrir Grindavík- urliðið sem situr á botni Pepsi- deildarinnar. Liðið hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum að undanförnu og átt erfitt með að fullmanna leik- mannahóp sinn síðustu vikurnar.    Tindastóll sem leikur í 1. deildinni ífótbolta hefur fengið til liðs við sig írska framherjann Steven Beattie en hann gerði það afar gott í banda- ríska háskólaboltanum. Í Bandaríkj- unum raðaði Beattie inn mörkum fyr- ir Northern Kentucky-háskólann og varð meistari í annarri deild með skólanum. Stólarnir eru að reyna fylla í skörðin sem mynduðust eftir brotthvarf Bens Eversons og Theos Furness sem fóru til Breiðabliks og ÍA. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.