Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012 Í EYJUM Júlíus G. Ingason sport@mbl.is Ekkert annað en fallslagurinn blasir við Selfyssingum í haust ef fram heldur sem horfir. Í gær voru þeir í dauðafæri á að sækja stig á einn erfiðasta heimavöll deildarinnar þegar þeir sóttu ÍBV heim á Hásteinsvöllinn enda léku þeir manni fleiri í 93 mínútur af 94. En það voru Eyjamenn sem réðu lögum og lofum á vellinum og unnu verðskuldaðan sigur. Þrátt fyrir yfirburði ÍBV var aðeins eitt mark sem skildi að undir lokin og lokatölur 1:0. Það bjuggust allir við því að rauða spjaldið á fyrstu mínútu leiksins yrði mikið áfall fyrir Eyja- menn en dómurinn var líklega réttur hjá ágætum dómurum leiks- ins. Maður hefðu ætlað að lið sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni, myndi láta sverfa til stáls einum fleiri eftir aðeins tæplega mínútu leik. Reyndar er það vel þekkt að lið sem lenda manni undir eflast oft við mótlætið og það var ná- kvæmlega sem gerðist á Hásteins- velli í gær. Eyjamenn hreinlega unnu enn betur inni á vellinum, sérstaklega miðjumenn liðsins og fremstur í flokki fór miðjumað- urinn George Baldock, sem hefur sprengikraft á við góða tívolí- bombu á þjóðhátíð. Selfyssingar réðu í raun og veru ekkert við hraðann á Eyjaliðinu. Það var í raun átakanlegt að horfa á Selfossliðið í fyrri hálfleik því liðið átti aðeins eitt skot að marki ÍBV, skot Jóns Daða Böðv- arssonar beint úr aukaspyrnu á þriðju mínútu eftir rauða spjaldið. Annað var það ekki og andleysið var algjört. Logi Ólafsson, þjálfari liðsins, hefur eitthvað náð til sinna leik- manna í hálfleik því allt annað var að sjá til Selfyssinga í síðari hálf- leik. Reyndar voru Eyjamenn áfram sterkari aðilinn en um tíma náðu Selfyssingar ágætis pressu á Eyjaliðið í síðari hálfleik og vantaði ekki mikið upp á að brjóta ísinn. Það er hins vegar áhyggjuefni fyrir Erfitt haust á Se  Sjötti sigur Eyjamanna í röð  Léku sam mínútur af 94  Slakir útlendingar áhyggj I 1. Arnór Eyvar Ólafsson áttierfiða sendingu á Brynjar Gauta Guðjónsson, samherja sinn í vörninni. Sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjart- ansson komst inn í sendinguna og var að sleppa framhjá Brynjari þegar Brynjar hljóp hann niður. Beint rautt og líklega réttur dómur. VÍTI? 16 Tonny Mawejje vannskallaeinvígi gegn Ro- bert Sandnes og um leið skullu þeir saman þannig að Úgandamaðurinn lá eftir inni í vítateig. Þorvaldur Árnason, dómari dæmdi ekki víti. FÆRI 17. Abel Dhaira spark-aði langt út, alla leið í vítateig Selfyssinga þar sem miðvörð- urinn Andre Ove Brenne missti boltann yfir sig og Christi- an Olsen skaut viðstöðulaust frá vítateigslínunni en rétt framhjá. 1:0 25. Eyja-menn tóku stutta horn- spyrnu, Tryggvi Guðmundsson sendi á Guðmund Þórarinsson sem sendi fyrir mark Selfyssinga, beint í lappirnar á Rasmus Christiansen, sem skoraði af stuttu færi. FÆRI 35. Enski miðjumað-urinn George Baldock lét vaða af um 20 metra færi en naum- lega framhjá samskeytunum. FÆRI 63. Viðar Örn Kjart-ansson hafði heppnina með sér í baráttu við Matt Garner en Viðar fékk boltann eftir klafs og skaut að marki en Abel Dhaira varði vel. FÆRI 74. Upp úr hornspyrnuSelfyssinga, náðu Eyja- menn flottri skyndisókn. Christian Ol- sen sendi á George Baldock sem virtist vera sloppinn í gegn en fyrsta snerting Englendingsins var arfaslök og mark- vörður Selfyssinga náði boltanum. I Gul spjöld:Sigurður (Selfossi), 20. (brot), Brenne (Selfossi), 28. (brot), Kjartan (Selfossi), 64. (brot), Sandnes (Selfossi), 79. (brot), Tómas (Selfossi), 90. (mót- mæli). MMM Enginn. MM George Baldock (ÍBV) M Rasmus Christiansen (ÍBV) Matt Garner (ÍBV) Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) Christian Steen Olsen (ÍBV) Jón Daði Böðvarsson (Selfossi) Viðar Örn Kjartansson (Selfossi) Jon André Brenne (Selfossi)  Miðjumaðurinn Gunnar Már Guð- mundsson var ekki í leikmannahópi ÍBV í gær en meiðsli í hné hafa tekið sig upp að nýju hjá Gunnari. Meiðslin komu í veg fyrir að Gunnar spilaði fyrstu fimm leiki ÍBV liðsins.  Það er ekki á hverjum degi sem leik- maður fær að líta rauða spjaldið áður en ein mínúta er liðin en það afrekaði Brynjar Gauti Guðjónsson í leiknum gegn Selfossi í gær. Það má því segja að Brynjar Gauti missi af tveimur leikjum ÍBV, hann fer sjálfkrafa í leikbann fyrir næsta leik ÍBV og missti þar að auki nánast af öllum leiknum gegn Selfyss- ingum.  Myndbandsviðtöl má sjá við þá Loga Ólafsson, Magnús Gylfason, Jón Daða Böðvarsson og Tryggva Guðmundsson á mbl.is/sport. Þetta gerðist í Vestmannaeyjum Rasmus Christiansen FÆRI 19. Andri Adolphssonátti frábæran sprett sem byrjaði á því að hann fór auðveldlega framhjá Þórði við miðlínuna. Andri kom sér svo inn í teiginn og fór til hægri það- an sem hann skaut með hægri fæti lausu skoti sem Ingvar varði. Andri náði frá- kastinu og átti þá skot sem virtist fara í hönd Sverris Inga, en hann var með höndina þétt upp að sér. FÆRI 76. Theodore Furnessvar nýkominn inná sem varamaður þegar hann slapp aleinn gegn Ingvari markverði en Ingvar varði mjög vel í tvígang. 0:1 87. ÁrniVil- hjálmsson var bú- inn að vera inná í um 9 mínútur þeg- ar hann kom með boltann inn í teig- inn vinstra megin og spyrnti neðst í vinstra markhorn- ið. 1:1 90. Víta-spyrna var dæmd þegar Rafn Andri braut á Andra Adolphssyni innan vítateigs Blika. Jó- hannes Karl Guðjónsson þrumaði úr vít- inu efst í vinstra markhornið. I 90. Sverrir Ingi Ingason fékk aðlíta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að ýta við leikmanni ÍA þegar Skagamenn reyndu að hrifsa af honum boltann eftir mark Jóhannesar, til að fara með boltann að miðju svo leik- ur hæfist sem fyrst að nýju. I Gul spjöld:Arnar Már (ÍA) 19. (brot), Elfar Árni (Breiðabliki) 34. (brot), Martin (ÍA) 48. (brot), Finnur (Breiðabliki) 55. (brot), Sindri Snær (Breiðabliki) 56. (leikaraskapur), Sverrir (Breiðabliki) 65. (brot), Eggert (ÍA) 90. (hrinding). MM Enginn. M Ármann Smári Björnsson (ÍA) Kári Ársælsson (ÍA) Jóhannes Karl Guðjónsson (ÍA) Andri Adolphsson (ÍA) Ingvar Þór Kale (Breiðabliki) Sverrir Ingi Ingason (Breiðabliki) Renee Troost (Breiðabliki) Kristinn Jónsson (Breiðabliki)  Ben J. Everson nýr sóknarmaður Breiðabliks sem kom frá Tindastóli gat ekki spilað sinn fyrsta leik vegna meiðsla. Þetta gerðist á Akranesvelli Árni Vilhjálmsson Akranesvöllur, Pepsi-deild karla, 12. umferð, mánudag 23. júlí 2012. Skilyrði: Hvass hliðarvindur og skýj- að. Völlurinn flottur. Skot: ÍA 13 (9) – Breiðablik 14 (4). Horn: ÍA 5 – Breiðablik 8. Lið ÍA: (4-4-2) Mark: Árni Snær Ólafsson. Vörn: Einar Logi Einarsson, Ármann Smári Björnsson, Kári Ár- sælsson, Guðjón H. Sveinsson. Miðja: Dean Martin (Theodore Furness 75.), Arnar Már Guðjónsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Andri Adolphsson. Sókn: Jón Vilhelm Ákason (Ólafur Valur Valdimarsson 75.), Garðar B. Gunn- laugsson (Eggert Kári Karlsson 82.). Lið Breiðabliks: (4-3-3) Mark: Ingvar Þór Kale. Vörn: Þórður Steinar Hreið- arsson (Haukur Baldvinsson 67.), Sverrir Ingi Ingason, Renee Troost, Kristinn Jónsson. Miðja: Sindri Snær Magnússon (Árni Vilhjálmsson 79.), Andri Rafn Yeoman (Rafn Andri Har- aldsson 72.), Finnur Orri Margeirs- son. Sókn: Gísli Páll Helgason, Elfar Árni Aðalsteinsson, Tómas Óli Garð- arsson. Dómari: Guðmundur Ársæll Guð- mundsson – 6. Áhorfendur: Á að giska 1.100. ÍA – Breiðablik 1:1 Á AKRANESI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ég ætlaði bara að fara að skjóta bolt- anum og var svo sparkaður niður, inn- an teigs, þannig að það hlýtur að vera víti. Mér fannst að við hefðum líka átt að fá víti í fyrri hálfleiknum þegar ég sparkaði boltanum í höndina á varn- armanni, og þá hefði þetta kannski orðið opnari leikur,“ sagði Andri Adolphsson, einn af aðalleikurunum í hádramatískum lokakafla leiks ÍA og Breiðabliks á Akranesi í gærkvöldi. Ekki er hægt að tala um að þessi lokakafli hafi verið rúsínan í pylsu- endanum. Rúsínan var borin fram ein og sér í þetta sinn því leikurinn var af- ar tíðindalítill þar til á síðasta kort- erinu þegar varamenn hleyptu miklu lífi í hann. Árni Vilhjálmsson kom Blikum yfir rétt fyrir leikslok eftir að hafa verið inná í nokkrar mínútur en Jóhannes Karl Guðjónsson jafnaði metin í uppbótartíma úr vítinu sem Andri fiskaði. Áður hafði Theodore Furness svo klúðrað dauðafæri einn gegn markverði í sínum fyrsta leik eftir að hafa komið frá Tindastóli. „Við fengum gott færi til að komast yfir rétt áður en þeir skoruðu en úr því sem komið var erum við sáttir við þessi úrslit. Það hefði verið sætt ef Furness hefði skorað úr sinni fyrstu snertingu en svona er þetta,“ sagði Andri sem var besti maður leiksins. Hann var ánægður með spilamennsku ÍA í fyrsta leik eftir brotthvarf Bret- anna Gary Martin og Mark Doninger. Þeim sem þetta skrifar fannst reynd- ar að liðið hefði verið mun beinskeytt- ara með Martin frammi í gær í stað Garðars Gunnlaugssonar sem hafði hægt um sig. Látunum var ekki lokið eftir mörk- in tvö því eftir jöfnunarmark ÍA fór rauða spjaldið á loft. Skagamenn gengu harkalega fram við að ná bolt- anum af Ingvari Kale til að geta hafið leik strax eftir markið, og þaðan barst hann til Blikans unga Sverris Inga sem fékk sitt annað gula spjald. „Þetta eru gríðarlega mikil von- brigði. Við vorum með leikinn í hönd- um okkar en misstum hann út af þessu víti í lokin. Það sem ég skil ekki er ákvörðun línuvarðar um að dæma innkast í aðdragandum að vítinu sem var algjörlega fáránlegt. Þeir áttu aldrei að fá þetta innkast,“ sagði Sverrir svekktur yfir rauða spjaldinu. „Þeir voru búnir að vera að slást við Kale, ýtandi við honum og eitthvað. Boltinn kom til mín og þá kemur Skagamaðurinn og ýtir mér, og ég ýti honum til baka og ætla að koma bolt- anum á miðjuna. Þá kemur dómarinn bara og spjaldar mig og segir mér að koma mér út af, án útskýringa.“ Rúsínan borin fram ein og sér  Tvö mörk og rautt á lokamínútunum Morgunblaðið/Ómar Jafnaði Jóhannes Karl skoraði af miklu öryggi úr víti í uppbótartíma. Hásteinsvöllur, Pepsi-deild karla, 12. umferð, mánudag 23. júlí 2012. Skilyrði: Hæg gola, 13 stiga hiti og sól. Völlurinn mjúkur og góður eftir rigningu daginn áður. Skot: ÍBV 18 (9) – Selfoss 5 (5). Horn: ÍBV 8 – Selfoss 3. Lið ÍBV: (4-5-1) Mark: Abel Dhaira. Vörn: Arnór Eyvar Ólafsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Rasmus Christian- sen, Matt Garner. Miðja: Tonny Ma- wejje (Andri Ólafsson 76.), George Baldock, Guðmundur Þórarinsson, ÍBV – Selfo Pepsi-deild karla Úrvalsdeildin, 12. umferð: ÍBV – Selfoss ............................................ 1:0 Rasmus Christiansen 25. Rautt spjald: Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV) 1. Keflavík – Fylkir ..................................... 0:2 Jóhann Þórhallsson 76., Ingimundur Níels Óskarsson 88. ÍA – Breiðablik......................................... 1:1 Jóhannes Karl Guðjónsson 90. (víti) – Árni Vilhjálmsson 87. Rautt spjald: Sverrir Ingi Ingason (Breiðabliki) 90. Valur – Fram............................................ 0:2 Samuel Tillen 64. (víti), Steven Lennon 66. Rautt spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Val) 65. Staðan: KR 12 7 3 2 24:15 24 FH 11 7 2 2 29:12 23 Stjarnan 12 5 6 1 25:19 21 ÍBV 11 6 2 3 21:11 20 Fylkir 12 5 4 3 16:19 19 ÍA 12 5 3 4 19:23 18 Breiðablik 12 4 4 4 10:14 16 Keflavík 12 4 3 5 19:18 15 Valur 12 5 0 7 16:17 15 Fram 12 4 0 8 15:19 12 Selfoss 12 2 2 8 13:25 8 Grindavík 12 1 3 8 15:30 6 Markahæstir: Björn Daníel Sverrisson, FH ..................... 7 Kjartan Henry Finnbogason, KR.............. 6 Christian Olsen, ÍBV................................... 6 Atli Guðnason, FH ...................................... 6 Ingimundur N. Óskarsson, Fylki .............. 6 Pepsi-deild kvenna Úrvalsdeildin, 11. umferð: Þór/KA – KR............................................ 2:1 Katrín Ásbjörnsdóttir 9., Sandra María Jessen 18. – Anna Garðarsdóttir 53. Staðan: Þór/KA 11 9 1 1 30:11 28 Breiðablik 10 6 2 2 26:10 20 Stjarnan 10 6 2 2 27:12 20 ÍBV 10 6 1 3 26:14 19 Valur 10 5 1 4 22:12 16 FH 10 3 2 5 15:23 11 Fylkir 10 3 2 5 11:20 11 Afturelding 10 2 2 6 9:22 8 Selfoss 10 2 2 6 16:45 8 KR 11 0 3 8 10:23 3 Markahæstar: Sandra María Jessen, Þór/KA ................. 12 Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni............ 9 Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki ................. 8 Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki .......... 7 Ashley Bares, Stjörnunni ........................... 7 Danka Podovac, ÍBV................................... 7 Danmörk AGF – Esbjerg ......................................... 0:0  Aron Jóhannsson lék fyrstu 73 mínút- urnar með AGF.  Arnór Smárason kom inná hjá Esbjerg á 74. mínútu. Staðan: SønderjyskE 2 1 1 0 7:2 4 København 2 1 1 0 5:3 4 AaB 2 1 1 0 3:2 4 Nordsjælland 2 1 0 1 5:3 3 Midtjylland 2 1 0 1 5:5 3 OB 2 1 0 1 1:1 3 Silkeborg 2 1 0 1 3:4 3 Horsens 2 1 0 1 2:4 3 Randers 2 1 0 1 2:6 3 AGF 2 0 2 0 1:1 2 Esbjerg 2 0 1 1 2:3 1 Brøndby 2 0 0 2 1:3 0 Noregur Rosenborg – Lilleström .......................... 1:1  Pálmi Rafn Pálmason lék í 79 mínútur með Lilleström en Stefán Logi Magnússon var varamarkvörður liðsins. Staða efstu liða: Strömsgodset 16 11 2 3 33:20 35 Molde 16 10 1 5 29:18 31 Rosenborg 16 7 8 1 26:14 29 Haugasund 16 6 7 3 23:15 25 Vålerenga 16 7 3 6 22:21 24 Hönefoss 15 6 6 3 15:14 24 Tromsö 15 6 5 4 25:19 23 Brann 16 7 1 8 30:25 22 Svíþjóð Norrköping – Djurgården...................... 1:1  Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék allan leikinn með Norrköping. GAIS – Malmö .......................................... 2:3 Staða efstu liða: Elfsborg 16 11 1 4 27:14 34 Malmö 16 9 4 3 30:20 31 Helsingborg 16 7 7 2 21:15 28 AIK 16 7 6 3 19:16 27 Häcken 16 8 2 6 34:21 26 Norrköping 16 7 4 5 24:29 25 Åtvidaberg 16 7 3 6 32:24 24 Sundsvall 16 5 5 6 21:20 20 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Meistaradeild, 2. umferð, seinni leikur: KR-völlur: KR – HJK Helsinki........... 19.15 Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin: Hásteinsvöllur: ÍBV – FH ........................ 18 Varmárvöllur: Afturelding – Breiðabl 19.15 Selfossvöllur: Selfoss – Valur.............. 19.15 Samsungvöllur: Stjarnan – Fylkir...... 19.30 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.