Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 1
Í KAPLAKRIKA Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Það er óhætt að segja að íslenska landsliðið í handknattleik karla fari lemstrað til London á Ólympíu- leikana. Snorri Steinn Guðjónsson, Aron Pálmarsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson voru ekki með liðinu í síðasta vináttulandsleiknum fyrir leikana sem fram fór í gær. Ísland vann þá Argentínu öðru sinni á þremur dögum. Lokatölur í gær voru 29:22 en þessi leikur var betri af hálfu Íslands en sá fyrri á laug- ardaginn. Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik í riðlinum á sunnudaginn. Ef ekkert stórkostlegt gerist á Ís- land að eiga góða möguleika á að vinna Argentínu. Þeir eru þó sýnd veiði en ekki gefin. Leikmenn liðsins eru léttir á fæti, hreyfanlegir og kunna alveg að kasta bolta. Þá var einn af sterkari mönnum liðsins ekki með í gær en það sama má reyndar segja um Ísland. Vörnin hélt ágætlega á löngum köflum, sóknarleikurinn gekk vel og markverðirnir vörðu ágætlega. Ekk- ert af þessu er þó áhyggjuefni ís- lenska liðsins fyrir Ólympíuleikana sem er langt og strembið mót. Flest- ir ef ekki allir eru sammála um að allt þarf að ganga upp ætli íþrótta- menn sér medalíu á þessum stærsta íþróttaviðburði veraldar. Þannig var það í Peking fyrir fjórum árum þeg- ar liðið kom heim með silfurverðlaun eftir tap fyrir Frökkum í úrslitaleik. Snorri getur ekki gripið bolta Nú eru hinsvegar lykilleikmenn liðsins tæpir og sumir hreinlega meiddir. Áhyggjuefni Guðmundar Þórðar Guðmundssonar landsliðs- þjálfara hlýtur því að vera meiðslin og hvort þeir leikmenn sem glíma við meiðsli geti hreinlega haldið út langt og erfitt mót. Þá hefur þessi atburðarás með Aron Pálmarsson ekki hjálpað liðinu en fátt er mik- ilvægara fyrir landslið en að slípa sig saman í vináttuleikjum fyrir stór- mót. Þegar tvo lykilmenn vantar í báðum leikjunum er það erfitt. Meiðsli Snorra Steins virðast ekki síður alvarleg en Guðmundur var ekki bjartsýnn á að hann tæki neinn þátt á æfingum fyrr en í fyrsta lagi þegar til London væri komið. „Hann getur ekki gripið boltann,“ sagði Guðmundur um sinaskeiðabólguna sem Snorri glímir við. Hann hefur verið einn allra mikilvægasti leik- maður liðsins í sóknarleiknum und- anfarin ár og yrði mikil eftirsjá að honum færi allt á versta veg. Þá má ekki gleyma því að Guðjón Valur Sigurðsson hefur átt við meiðsl að stríða og ekki langt síðan hann fór að æfa aftur. Hann hefur þó sýnt það í gegnum árin að fátt fær stöðvað þennan mikla keppnismann. Leikmenn eru þó reynslunni rík- ari frá síðustu leikum og ætti það, ef vel er farið með, að hjálpa liðinu. Þeir vita hvað þarf til og hvernig skal ná í úrslitaleikinn. Það er því alls ekki allt svart eins og kann að virðast við lestur þessarar greinar. Fara lemstraðir til London  Meiðsli hrjá lykilleikmenn íslenska liðsins  Áhyggjurnar beinast að þeim frekar en gæðum handboltans  Snorri glímir við svæsna sinaskeiðabólgu Morgunblaðið/Árni Sæberg Kveðjuleikur Guðmundur Þ. Guðmundsson stýrði landsliðinu í síðasta sinn á heimavelli gegn Argentínu í gærkvöld. Hann kvaðst þó lítið upptekinn af því, enda um nóg að hugsa nokkrum dögum fyrir fyrsta leik á Ólympíuleikum. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012 íþróttir Reykjavíkurslagur Framarar sóttu þrjú stig á Hlíðarenda í leik þar sem allt gerðist á tveimur mínútum í seinni hálfleik. Tvö mörk og eitt rautt spjald frá 64. til 66. mínútu. 4 Íþróttir mbl.is Rauða spjaldið fór þrisvar á loft í fjórum leikjum Pepsi-deildar karla í gærkvöld og viðkomandi leikmenn verða allir í banni í 13. umferðinni sem er leikin á sunnu- dag og mánudag. Brynjar Gauti Guðjónsson hjá ÍBV var rekinn af velli eftir tæpa hálfa mínútu gegn Selfossi, Haukur Páll Sigurðsson hjá Val um miðjan seinni hálfleik gegn Fram og Sverrir Ingi Ingason hjá Breiðabliki í uppbótartíma gegn ÍA. vs@mbl.is Þrír í bann eftir rautt spjald Sverrir Ingi Ingason Aron Pálm- arsson, landsliðs- maður í hand- knattleik, stóðst í gær lækn- isskoðun í Kiel í Þýskalandi, sam- kvæmt frétta- tilkynningu sem HSÍ sendi frá sér. Þar segir: „Virðast þeir læknar sem að málinu hafa komið sammála um að Aron geti tekið þátt í Ólympíuleikunum í London 2012. Aron kemur til landsins í kvöld (í gærkvöld) og getur tekið þátt í næstu æfingu landsliðsins sem fer fram miðvikudag 25. júlí en þá fer liðið út til London og æfir.“ Aron fer með til London Aron Pálmarsson Þór/KA náði í gærkvöld átta stiga forystu í Pepsi-deild kvenna í fótbolt- anum með naum- um sigri á botn- liði KR, 2:1, á Þórsvellinum á Akureyri. Katrín Ás- björnsdóttir og Sandra María Jessen komu Þór/KA í 2:0 á fyrstu 18 mínútunum en eftir að Anna Garðarsdóttir minnkaði muninn fyrir KR í byrjun síðari hálfleiks var Vesturbæjarliðið mun hættulegra það sem eftir lifði leiks. Góð markvarsla hjá Chantel Jon- es gerði útslagið fyrir Akureyr- arliðið en þó var Lára Einarsdóttir nærri því að skora þriðja markið þegar hún skaut í þverslá KR- marksins. KR er sem fyrr án sigurs og illa statt á botni deildarinnar. Breiðablik og Stjarnan geta minnkað forskot Þórs/KA í fimm stig á ný í kvöld þegar aðrir leikir 11. umferðar fara fram. vs@mbl.is Átta stiga for- ysta Þórs/KA Sandra María Jessen Kaplakriki, vináttulandsleikur karla, mánudag 23. júlí 2012. Gangur leiksins: 0:1, 5:1, 8:4, 12:7, 13:8, 15:11, 17:15, 20:15, 29:22. Mörk Íslands: Ólafur Gústafsson 4, Alexander Petersson 4, Guðjón Valur Sigurðsson 4, Vignir Svavarsson, Ólafur Stefánsson 4/2, Róbert Gunnarsson 2, Arnór Atlason 2, Ingi- mundur Ingimundarson 2, Kári Krist- ján Kristjánsson 1, Ásgeir Örn Hall- grímsson 1, Bjarki Már Elísson 1. Varin skot: Hreiðar Levý Guðmunds- son 8 (þar af 5 til mótherja), Björg- vin Páll Gústavsson 5/1 (þar af 2 til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Argentínu: Federico Fern- andez 4/1, Guido Riccobelli 3, Fe- derico Wieyra 3, Andrés Kogovsek 2, Damián Migueles 2, Gonzalo Carou 2, Sebestián Simonet 2/1, Frederico Pizzaro 2/1, Mariano Cánepa 2. Varin skot: Fernando Garcia 6 (þar af 4 til mótherja), Matias Schulz 4 (þar af 1 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Hlynur Leifsson og Anton Gylfi Pálsson. Áhorfendur: 1.200. Ísland – Argentína 29:22 Ólafur Gústafsson spilaði vel með íslenska landsliðinu í handknattleik gegn Argentínu í gær. Ólafur er fyrir utan Ólympíuhópinn enn sem komið er en hann er fimmtándi maðurinn í hópnum. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari get- ur því kallað til hans ef einhverjir heltast úr lestinni vegna meiðsla eða sökum einhvers annars. Ólafur sýndi það í gær að hann er tilbúinn að taka stóra stökkið og því var landsliðsþjálfarinn svo gott sem sammála. „Nú erum við búnir að sjá hann í alvöru leik. Ég var svo sem búinn að sjá það fyrr í þessum undirbún- ingi að hann er búinn að standa sig mjög vel. Hann hefur vaxið mikið undanfarið og er framtíðarmaður í íslenska landsliðinu. Á því er eng- inn vafi,“ sagði Guðmundur um Ólaf og frammistöðu hans. Það er því spurning ef Guð- mundur væri að velja hópinn núna hvort ekki væri hreinlega pláss fyr- ir þessa öflugu skyttu úr Hafn- arfirði. Ólafur Gústafsson var ljósið í „meiðslamyrkrinu“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.