Morgunblaðið - 22.08.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.08.2012, Blaðsíða 27
klúbbs Reykjavíkur 1980-86, var varaformaður klúbbsins 1984-86 og er heiðursfélagi hans, var formaður lyfjanefndar læknaráðs Landspít- alans 1984-93 og sat í vísindanefnd læknadeildar HÍ 1986-88. Eftir að Þorsteinn komst á eft- irlaun hefur hann stundað nám í lat- ínu og grísku við HÍ. Fjölskylda Börn Þorsteins og fyrstu eig- inkonu hans, Sigríðar Jakobínu Hannesdóttur, eru Sólveig, f. 25.4. 1962, Ph.D. í líffræði og aðstoð- arprófessor við Háskólann í Lissa- bon, en maður hennar er Jorge Pal- meirim, Ph.D. í líffræði og aðstoðar- prófessor; Árni, f. 30.10. 1965, framreiðslumaður í Reykjavík, en kona hans er María Loftsdóttir, grafískur hönnuður; Heimir, f. 20.6. 1970, viðskiptafræðingur og endur- skoðandi í Reykjavík, en kona hans er Hanna Þóra Thordarson Guð- jónsdóttir viðskiptafræðingur. Barnabörn Þorsteins eru níu. Eiginkona Þorsteins er Jónína Magna Snorradóttir, f. 14.8. 1960, hjúkrunarfræðingur. Hún er dóttir Snorra Jónssonar, f. 16.3. 1927, d. 9.8. 1979, múrara í Kópavogi, og Guðrúnar Á.S. Ingvarsdóttur, f. 23.6. 1931, d. 2.11. 1992, húsfreyju. Systkini Þorsteins eru Jóhannes Stefánsson, f. 27.1. 1940, búsettur á Akranesi; Anna Sigurlaug Stefáns- dóttir, f. 8.8. 1947, búsett í Kópa- vogi; Björn Runólfur Stefánsson, f. 8.7. 1948, búsettur í Reykjavík; Sig- urlaug Stefánsdóttir, f. 7.5. 1952, búsett á Dalvík. Foreldrar Þorsteins voru Stefán Björnsson, f. 9.7. 1908, d. 7.6. 1991, bóndi á Grund í Svarfaðardal, síðar verkstjóri og verkamaður á Dalvík, og Dagbjört Ásgrímsdóttir, f. 8.3. 1906, d. 31.5. 1995, húsfreyja og kennari á Grund og Dalvík. Úr frændgarði Þorsteins Svörfuðar Ingiríður Grímsdóttir sonardóttir Gríms græðara á Espihóli Magnússonar Sigurður Sigmundsson b. á Stóra-Grindli Guðný Bjarnadóttir húsfr. á Hvammi Sigurður Pálsson b. á Hvammi í Fljótum Stefán Jónatansson b. á Sandá í Svarfaðardal Anna Sigríður Björnsdóttir húsfr. á Atlastöðum Árni Runólfsson b. á AtlastöðumÞorsteinn Svörfuður Stefánsson Stefán Björnsson b. á Grund í Svarfaðardal Dagbjört Ásgrímsdóttir húsfr. á Grund í Svarfaðardal Ásgrímur Sigurðsson b. á Dæli í Fljótum Sigurlaug Sigurðardóttir húsfr. á Dæli í Fljótum Björn Runólfur Árnason kennari og fræðim. á Atlastöðum Anna Stefanía Stefánsdóttir húsfr. á Atlastöðum Anna Sigurlaug Jóhannesdóttir húsfr. á Sandá Sigurður Ásgrímsson b. á Vatni, afi Sigurðar Geirdal bæjarstjóra Páll Ásgrímsson verslunarm. í Rvík. Indriði Pálsson fyrrv. forstj. Skeljungs Kristinn Ágúst Ásgrímsdóttir járnsm. á Stóra-Grindli Árni Garðar Kristinsson fyrrv. auglýsingastj. Morgunblaðsins Sigurhjörtur Jóhannesson b. á Urðum í Svarfaðardal Sigrún Sigfúsdóttir húsfr. á Tjörn Hólmfríður Sigur- hjartardóttir Sigfús Sigurhjartarson alþm. og ritstj. Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi og veðurfræðingur Kristján Eldjárn forseti Hjörtur E Þórarinss. b. hreppstjóri á Tjörn Þórarinn Eldjárn rithöfundur og skáld. Árni Hjartarson jarðfræðingur og rithöfundur Gísli Jónsson íslenskukennari við MA Þorsteinn Svörfuður, fyrrv. yf- irlæknir gjörgæsludeildar LSH. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2012 Valdimar V. Snævarr fæddist22.8. 1883 á Þórisstöðum áSvalbarðsströnd í Suður- Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Valves Finnbogason, f. 1848, d. 1884, skipstjóri á Þórisstöðum, og k.h. Rósa Guðrún Sigurð- ardóttir, f. 1857, d 1909, húsfreyja. Valdimar gekk í gagnfræðaskól- ann á Möðruvöllum, lauk gagn- fræðaprófi þaðan 1901 og varð kennari í Svalbarðsstrandarhreppi og Grenjaðarstaðarsókn 1902-1903, var skólastjóri Barnaskóla Húsavíkur 1903-1914 og við barnaskólann í Neskaupstað 1914- 1943, jafnframt lengi skólastjóri unglingaskólans þar. Valdimar var auk þess símstöðv- arstjóri í Neskaupstað 1915-21 og fréttaritari ríkisútvarps 1930-41. Meðal rita Valdimars eru eftir- taldar bækur: Kennslubók í eðlis- fræði 1912; Helgist þitt nafn, ljóð og sálmar 1922; Kirkjusaga (kennslubók) 1934; Syng Guði dýrð, ljóð og sálmar 1946; Líf og játning, 1953; Þættir úr sögu Vallakirkju 1951; Þættir úr sögu Tjarnarkirkju 1952; og Guð leiðir þig, bók handa yngri börnum 1954. Þá ritaði hann fjölda greina í blöð og tímarit, bæði íslensk og erlend. Valdimar kvæntist 1905 Stefaníu Erlendsdóttur, f. 6.11. 1883. Börn þeirra: Gunnsteinn, f. 16.3. 1907 sem lést ungur, Árni Þorvald- ur, f. 27.4. 1909, var verkfræðingur og ráðuneytisstjóri í Reykjavík; Laufey Guðrún, f. 31.10. 1911, var húsmóðir á Egilsstöðum og í Reykjavík; Stefán Erlendur, f. 22.3. 1914, var lengst af prófastur á Völl- um í Svarfaðardal; Gísli Sigurður, f. 21.7. 1917 sem lést ungur, Gunn- steinn Ármann, f. 18.9. 1919, hæsta- réttardómari og háskólarektor, fað- ir Sigríðar Snævarr, Stefáns Snævarr heimspekiprófessors og Árna Snævarr, fyrrv. fréttamanns. Fósturdóttir Valdimars og Stefaníu: Guðrún Guðmundsdóttir, f. 5.7.1922, var lengst af ljósmyndari og húsfreyja í Hafnarfirði og Garðabæ. Valdimar lést 18.7. 1961. Merkir Íslendingar Valdimar V. Snævarr 95 ára Ásta Sigurrós Sigmundsdóttir 90 ára Guðrún Hulda Jónsdóttir Sigríður Kristjánsdóttir 85 ára Hörður Ársælsson Vigdís Magnúsdóttir 80 ára Magnús G. Erlendsson Sigurlín Sigurðardóttir Þóra Gísladóttir 75 ára Björgvin Hansson Ingibjörg Þorvaldsdóttir Jóhann Ævar Jakobsson 70 ára Leó Sveinsson Rannveig Laxdal Agnarsdóttir Svanur Pálsson Trausti Jósef Óskarsson 60 ára Ágústa Hinriksdóttir Eiður Örn Eiðsson Elísabet Valtýsdóttir Finnbogi Már Gústafsson Guðný Brynja Einarsdóttir Guðný Maren Hjálmarsdóttir Helgi Helgason Hólmfríður Kristín Karlsdóttir Jón Baldursson Jónína Þorbjörnsdóttir Sigríður Einarsdóttir Sumarliði Guðbjartsson Þorvaldur Baldurs 50 ára Ásmundur Jónsson Bergur Axelsson Birna Björk Skúladóttir Dalia Kirniene Eiríkur Árni Sigurðsson Elín Káradóttir Hadda Björk Gísladóttir Jón Pálmi Bernódusson Karim Dahmane Níels Ómar Laursen Siaoling Soon Sigrún Reynisdóttir Sigurborg Steingrímsdóttir Sigurjón G. Kristmundsson Sæmundur Sæmundsson Unnur Flygenring Þórunn Selma Þórðardóttir 40 ára Arna Arngrímsdóttir Ármann Jónsson Helgi Hjálmar Bragason Herdís Stefánsdóttir Ingunn Björk Stefánsdóttir Jacek Maciej Lesek Jóhannes Axelsson Jónas Páll Jakobsson Kristinn Wium Kristján Jóhann Stefánsson Marius Madeikis Rakel Árdís Sigurðardóttir Sigrún Kristinsdóttir Sigurður Hólm Sigurðsson Sobieslaw Andrzej Felinczak Steinar Jens Gíslason 30 ára Anna Maria Milosz Auður Valdimarsdóttir Beata Ewelina Anisiewicz Eyþór Ingi Benediktsson Katrín Dagmar Beck Martin Minghetti Orla Colette Kelly Sólveig Jónsdóttir Viktoría Ósk Daðadóttir Til hamingju með daginn 30 ára Sigríður ólst upp í Reykjavík og er þar bú- sett, lauk stúdentsprófi frá FB og starfar hjá Fyr- irtækjapósthúsi á vegum Íslandspósts. Bróðir: Friðjón Ást- mundsson, f. 1985, starfsmaður hjá N1. Foreldrar: María Frið- jónsdóttir, f. 1956, starfs- maður við Landsbankann, og Ástmundur Guðnason, f. 1951, rafvirki hjá N1, en þau búa í Reykjavík. Sigríður Ást- mundsdóttir 40 ára Þórarinn er bú- fræðingur frá Hólum, bóndi á Grýtubakka og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Maki: Hólmfríður Björns- dóttir, f. 1974, kennari. Börn: Pétur, f. 1997; Katla, f. 1999, og Ingólfur Birnir, f. 2001. Foreldrar: Pétur Þór- arinsson, f. 1951, d. 2007, prestur í Laufási, og Ingi- björg S. Siglaugsdóttir, f. 1950, hjúkrunarfr. Þórarinn Ingi Pétursson 30 ára Hrafnkell lauk BSc.-prófi í tölvunarfræði frá HR 2008 og er inn- flytjandi í dag. Maki: Margrét Jóhanns- dóttir, f. 1975, íþrótta- fræðingur hjá NLFÍ. Börn: Arnþór Goði, f. 2008, og Saga Marín, f. 2011. Foreldrar: Ástþóra Krist- insdóttir, f. 1958, yfir- hjúkrunarfræðingur, og Magnús Eiríksson, f. 1953, menntask.kennari. Hrafnkell Freyr Magnússon 12-36 mánaða binditími Engin útborgun Ábyrgðar- og kaskótrygging Bifreiðagjöld 20.000 km á ári Sumar- og vetrardekk Þjónustuskoðanir og smáviðhald Leigð´ann Eigð´ann Nýlegir bílar Allir í toppástandi Fara í gegnum gæðaskoðun AVIS Þriggja daga reynsluakstur www.avisbilar.is S. 5914000 ... og krækja sér í bíl á frábæru verði! til þess að fara inn á avisbilar.is 11ástæður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.