Morgunblaðið - 22.08.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.08.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2012 Skúli Helgason, þingmaðurSamfylkingarinnar, fullyrti á dögunum að hér á landi hefði staðið yfir áratuga karp um ESB- aðild. Nú, þegar vonleysi umsókn- arinnar verður æ augljósara, er þetta það sem aðildarsinnar binda helst vonir við; að ljúka verði við- ræðum til að losna við karpið.    Björn Bjarnasonsvarar þessu á vef sínum og bend- ir á að hér hefur alls ekki verið karpað áratugum saman vegna ESB. Alþýðuflokkurinn hafi sett aðild á oddinn árið 1995 en eftir slæma útreið í kosningum hafi hann ekki haft málið á stefnu- skrá sinni vegna kosninganna 1999. Samfylkingin hafi ekki gert mikið úr málinu í kosningunum 2003 og 2007, en sett málið á odd- inn eftir fall bankanna haustið 2008.    Björn bendir á hve ótrúverðugttal samfylkingarmanna sé um að losna þurfi við karpið, enda hafi Samfylkingin sjálf ekki einu sinni mótað samningsmarkmið og átti því þó að vera löngu lokið.    Hér hefur ekki verið neitt „ára-tuga karp“ um ESB-aðild. Nokkrir menn hafa að vísu ára- tugum saman verið sannfærðir um að Ísland ætti heima í ESB, þeir voru ekkert að karpa um þá skoð- un við aðra, þeir vissu að hún ætti ekki hljómgrunn. Það er Samfylk- ingin sem hefur stofnað til ófrið- arins um ESB í íslenskum stjórn- málum. Skynsamlegasta leiðin til að kveða niður „karpið“ er að ýta henni til hliðar svo að hún sjái að sér eins og Alþýðuflokkurinn gerði milli kosninganna 1995 og 1999,“ segir Björn Bjarnason. Björn Bjarnason Samfylkingarkarp STAKSTEINAR Skúli Helgason Flaxseed oil Hörfræolía í perlum einfalt og þægilegt. Omega 3-7-9 Omega 3 úr laxi, omega 7 úr hafþyrni og omega 9 úr jómfrúar olívuolíu. Salmon olía Laxalýsi fullt af lífsnauðsynlegri næringu. Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum Lífsnauðsynlegar olíur Fáum mýkri húð, meiri liðleika og skarpari hugsun. Vegna einstakra gæða nýtur Solaray virðingar og trausts um allan heim Veður víða um heim 21.8., kl. 18.00 Reykjavík 15 skúrir Bolungarvík 15 skýjað Akureyri 15 alskýjað Kirkjubæjarkl. 12 skúrir Vestmannaeyjar 12 skýjað Nuuk 8 léttskýjað Þórshöfn 13 skýjað Ósló 20 skúrir Kaupmannahöfn 20 skýjað Stokkhólmur 20 léttskýjað Helsinki 15 heiðskírt Lúxemborg 28 léttskýjað Brussel 25 léttskýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 17 léttskýjað London 21 léttskýjað París 30 heiðskírt Amsterdam 22 heiðskírt Hamborg 22 skýjað Berlín 25 heiðskírt Vín 31 léttskýjað Moskva 12 skýjað Algarve 31 heiðskírt Madríd 37 heiðskírt Barcelona 31 heiðskírt Mallorca 33 heiðskírt Róm 32 heiðskírt Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 22 léttskýjað Montreal 21 léttskýjað New York 26 heiðskírt Chicago 23 léttskýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 22. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:43 21:19 ÍSAFJÖRÐUR 5:37 21:35 SIGLUFJÖRÐUR 5:19 21:19 DJÚPIVOGUR 5:09 20:52 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þetta voru 36 kílómetrar meðfram ströndinni,“ segir Fylkir Sævarsson sem varð á dögunum Danmerk- urmeistari í sjókajakróðri. Kappinn kveðst hafa verið búinn á því að keppni lokinni en hann var 38 mínútum á undan næsta manni þegar hann kom í mark. „Ég er búinn að vera að róa hérna í Danmörku síðastliðin þrjú ár. Ég hef tvisvar reynt að róa hringinn í kringum Danmörk og setja met í því. Það hefur nú reynd- ar mistekist tvö ár í röð. Fyrst brotnuðu árarnar og í ár brotnaði kajakinn,“ segir kappinn. Fylkir gat því ekki róið á eigin báti á nýaf- stöðnu móti heldur fékk hann lán- aðan bát hjá vini sínum. „Í fyrra réri ég tæplega 5.600 kílómetra og setti met í klúbbnum sem ég er í. Í ár er ég búinn að róa rúmlega 4.000 kílómetra. Ég tók þátt í annarri keppni í vor þar sem var róið 42 kílómetra hringinn í kringum Amager. Þar voru talsvert fleiri keppendur. Ég vann þá keppni og kom í mark einum klukkutíma og sjö mínútum á undan næsta keppanda,“ segir meistarinn. Getur ekki keppt á Íslandi „Um næstu helgi er mót á Íslandi sem er svona eiginlega eins og Ís- landsmeistaramótið. Mér er hins- vegar ekki heimilt að taka þátt í því. Ef þú ætlar að verða Íslandsmeist- ari þá þarftu að taka þátt í nokkr- um keppnum og safna stigum. Þetta er ekki eins og annars staðar þar sem er bara eitt mót og sigurveg- arinn á því móti vinnur,“ segir hann. Fylkir segist gjarnan vilja taka þátt í mótinu hér heima en aðeins ef um staka keppni yrði að ræða. Hann segist jafnframt æfa eftir íslenskri áætlun. „Íslenska æfingaprógrammið er að taka Danina algjörlega í nefið,“ segir Fylkir glettinn að lokum. Íslendingur sigrar í Danmörku  Fylkir Sævarsson hlaut Danmerk- urmeistaratitil í sjókajakróðri Meistari Fylkir Sævarsson sankar að sér titlum í Danmörku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.