Morgunblaðið - 22.08.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.08.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2012 FRÉTTASKÝRING Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það kæmi mér bara ekkert á óvart ef Jóhanna ákveður að vera áfram. Hún hefur verið farsæll formaður, ríkisstjórninni hefur gengið vel í þeim verkefnum sem hún hefur ætlað sér að leysa og efnahagslífið er á uppleið,“ segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, en flokksstjórnar- fundur Samfylkingarinnar verður haldinn á Hótel Natura næstkom- andi laugardag. Á fundinum mun Jóhanna Sig- urðardóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, flytja ávarp og kann hún að nýta tækifærið til að tilkynna hvort hún gefi áfram kost á sér til formennsku. Ólína bendir á að mjög erfitt sé að segja fyrir um hvort Jóhanna hafi í hyggju að gegna áfram stöðu formanns og þá er alls óvíst hvort hún tilkynni yfir höfuð ákvörðun sína á fundinum. „Það getur vel verið að eftir fundinn ætli hún sjálf að meta það hvort hún gefi áfram kost á sér eða ekki,“ segir Ólína. Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar, telur lík- legt að Jóhanna gefi upp ákvörðun sína á fundinum. „Vegna þess að framundan er prófkjör svo hún hlýtur að taka af skarið,“ segir Sigmundur en prófkjör verða hald- in í haust. ESB ekki rætt sérstaklega Að venju eru ýmis mál til um- ræðu á komandi flokksstjórnar- fundi en aðalumræðuefnið eru reglur um aðferðir við val á fram- boðslista og aðgerðaáætlun í mál- efnum ungs fólks. Líkt og hjá Vinstrihreyfingunni – grænu fram- boði, sem heldur flokksráðsfund þessa sömu helgi, stendur ekki til að ræða sérstaklega aðildarum- sókn Íslands að Evrópusamband- inu. Fundarmönnum mun þó gef- ast kostur á að ræða um stöðu stjórnmála og kosningavorið sem framundan er. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef einhver umræða yrði um Evrópusambandsmálin, sjávarútvegsmálin og almennt um stöðuna í stjórnmálum. Ætli ár- angurinn af stjórnarsamstarfinu verði ekki til umræðu líka,“ segir Ólína. Napur kosningavetur Hún segist eiga von á því að vet- urinn sem framundan er í stjórn- málum verði harður og metur hún það að fenginni reynslu af stjórn- arandstöðunni. „Nógu erfitt var að halda þeim í málefnanlegri umræðu þótt kosn- ingaskjálfti bætist ekki við,“ segir hún og bendir á að þingmenn stjórnarflokkanna séu fullir sjálfs- trausts og stefni á góða kosningu í vor. „Við sjáum þann árangur sem ríkisstjórnin hefur náð og við ætl- um ekkert að þegja yfir þeim ár- angri.“ Mikilvægari mál til en ESB Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingar, segist vonast til þess að komandi mánuðir verði málefnalegir í stjórnmálum. „Ég held að störf þingsins hafi valdið mörgum mjög miklum von- brigðum og okkur tókst ekki að vera málefnanleg,“ segir Róbert en hann segir jafnframt alla stjórnmálamenn hljóta að átta sig á því að almenningur kallar nú eft- ir vandaðri og uppbyggilegri um- ræðu á þingi. „Ég vonast eftir því að meiri náungakærleikur svífi yfir vötnum á þessum kosningavetri.“ Ýmsir forystumenn í röðum Vinstri grænna hafa að undan- förnu stigið fram og mælst til þess að aðildarumsóknin verði endur- skoðuð. Róbert segir slíka umræðu vera sjálfsagða enda staða sam- bandsins að mörgu leyti óljós og ekki fyrirséð um þróun þess. Hann telur þó ekki neina ástæðu til þess að slíta viðræðum á þessu stigi málsins. „Það er þó mjög mikilvægt fyrir samfylkingarfólk að muna að inn- ganga í Evrópusambandið er ekki eina stefnumál okkar,“ segir Ró- bert og bætir við að jafnaðarstefn- an hljóti að vera ofar aðild. Spurður hvort hann eigi von á að Jóhanna tilkynni ákvörðun sína til embættis formanns segir Ró- bert: „Mér þætti það mjög líklegt að hún gæfi eitthvað slíkt til kynna.“ Ætla ekki að þegja yfir árangri  Þingmenn innan Samfylkingarinnar telja líklegt að Jóhanna gefi upp afstöðu sína til formennsku um helgina  Harður kosningavetur framundan  Almenningur sagður kalla eftir vandaðri umræðu Morgunblaðið/Eggert Fundarhöld Talsverð spenna ríkir um ákvörðun Jóhönnu Sigurðardóttur. Skúli Hansen skulih@mbl.is Samtals voru tólf manns ákærðir í kjölfar mótmæla vörubílstjóra vor- ið 2008 og hinnar svokölluðu „bús- áhaldabyltingar“ í ársbyrjun 2009, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tveir menn voru ákærðir í kjöl- far vörubílstjóramótmælanna, ann- ar fyrir að kasta grjóti í andlit lög- reglumanns á Suðurlandsvegi og hinn fyrir að ráðast á lögreglu- mann við Kirkjusand. Sá fyrr- nefndi fékk þriggja mánaða skil- orðsbundinn dóm til tveggja ára en sá hinn síðarnefndi fékk sex mán- aða dóm, en af þeim voru fjórir mánuðir skilorðsbundnir. Mótmæli vörubílstjóra stóðu yfir í sex daga vorið 2008, frá 27. mars til 4. apríl, og svo aftur í þrjá daga, frá 23. til 25. apríl, en með þeim vildu vörubílstjórar meðal annars mótmæla háu eldsneytisverði og vökulögum. Þá má ætla að sam- félagslegur kostnaður vegna mót- mælanna hafi verið þónokkur en samkvæmt útreikningum frá fram- kvæmda- og eignasviði Reykjavík- urborgar sem birtust í Morg- unblaðinu þann 4. apríl 2008 var samfélagslegur kostnaður vegna mótmælanna, og þeirra umferð- artafa sem þeim fylgdu, ekki undir 31,4 milljónum króna. „Búsáhaldabyltingin“ Í kjölfar hinnar svokölluðu „bús- áhaldabyltingar“, sem stóð yfir frá 11. október 2008 til 31. janúar 2009 voru tíu manns ákærðir. Annars vegar var um að ræða mál hinna svokölluðu níumenninga og hins vegar er um að ræða mál manns sem ákærður var fyrir að skemma öryggismyndavél á Alþingi þann 13. janúar 2009. Þá var fimm aðilum gert að greiða sekt fyrir brot gegn lög- reglusamþykkt. Af þessum fimm var einn handtekinn við ráð- herrabústaðinn þann 8. nóvember 2008, þrír við Hótel Borg í tengslum við hin svokölluðu „Kryddsíldarmótmæli“ og einn við Alþingishúsið þann 20. janúar 2009. Erfitt að ná brotamönnum „Ýmsu var kastað í Alþing- ishúsið og lögreglumenn og í tveim til þremur tilvikum slösuðust lög- reglumenn. Slíkt er að sjálfsögðu refsiverð háttsemi og hefðum við náð til þeirra sem um ræðir þá hefðu þeir að sjálfsögðu þurft að gjalda fyrir það með refsiábyrgð sinni, þ.e. annaðhvort með sekt eða ákæru,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu, og bætir við: „En í þessu ástandi sem allir þekkja þá átti lögreglan fullt í fangi með að verja Alþingishúsið og hafa hemil á þessu öllu saman. Þetta var hvað magnaðast undir miðnætti þegar var dimmt og rökkvað og var erfitt að átta sig á því hverjir voru ábyrgir fyrir að kasta.“ Aðspurður hvort lögreglan hafi lært eitthvað af þessum mótmæl- um, þ.e. hvort hún sé nú reynsl- unni ríkari, segir Jón svo vera. „Auðvitað var þetta einstakt og skilur eftir sig mikla reynslu en það má ekki gleyma því að þarna voru þúsundir mótmælenda á hverjum einasta degi og þetta var lögreglulið sem telur einungis örfá hundruð þannig að þetta var gríð- arlega erfitt verkefni,“ segir Jón. Morgunblaðið/Golli Mótmæli við Alþingishúsið Lögreglumenn áttu fullt í fangi með að verja Alþingishúsið í því ástandi sem einkenndi „búsáhaldabyltinguna“. Morgunblaðið/Júlíus Vörubílstjórar mótmæla Langar bílaraðir mynduðust þegar vörubílstjórarnir stöðvuðu bíla sína í Ártúnsbrekku. Tafirnar voru samfélaginu dýrar. Tólf mótmælendur ákærðir  Samtals voru 12 manns ákærðir í kjölfar „vörubílstjóramótmælanna“ og „búsáhaldabyltingarinnar“  Fleiri hefðu verið ákærðir ef til þeirra hefði náðst Mótmæli » Tveir menn voru ákærðir í kjölfar vörubílstjóramótmæl- anna vorið 2008. » Tíu aðilar voru ákærðir í kjölfar „búsáhaldabylting- arinnar“. » Að sögn Jóns H.B. Snorra- sonar, aðstoðarlögreglustjóra lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu, hefðu fleiri verið ákærðir ef til þeirra hefði náðst. Innheimta geng- islána var rædd á fundi ríkis- stjórnarinnar í gær og segir Ög- mundur Jónas- son, sem starfað hefur sem efna- hags- og við- skiptaráðherra í fjarveru Stein- gríms J. Sigfús- sonar, það vera eindregna niður- stöðu ríkisstjórnar að hraða beri öllum fordæmisgefandi dómsmál- um sem að snúa að gengislánum. Er það gert til að eyða þeirri óvissu sem ríkir um lánin en einn- ig var sá möguleiki ræddur að setja á sérstök lög, sem skila ættu sömu niðurstöðu, en Ögmundur segir ólíklegt að lagasetning geti eytt óvissunni. Alvarlegt að virða ekki dóma „Fremur viljum við leggja áherslu á að hraða þessum for- dæmisgefandi dómsmálum,“ segir Ögmundur og bendir á að mjög misjafnt er hvernig fjármálastofn- anir hafa tekið á þessum málum að undanförnu. „Einn aðili virðist mér skera sig úr hvað þetta snert- ir og það er slitastjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og Frjálsa fjárfestingabankans,“ seg- ir Ögmundur og vísar þar með til Dróma en að undanförnu hafa ráðuneytum borist fjölmargar kvartanir vegna félagsins. „Ég tel að það sé mjög alvarlegt mál ef ekki er farið eftir niðurstöðum dóma hvað varðar gengislánin og þá horfi ég fyrst og fremst til Dróma. Það er ekki einleikið hve margar kvartanir berast vegna framkomu Dróma við lántakend- ur,“ segir Ögmundur og bætir við að brýnt sé að grunnreglur réttar- ríkis séu ávallt virtar. khj@mbl.is Eyða á óvissu um gengislán  Vinnubrögð Dróma varasöm Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.