Morgunblaðið - 01.08.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.08.2012, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2012 Pepsi-deild kvenna Úrvalsdeildin, 12. umferð: Valur – Þór/KA ................................... 2:2 Johanna Rasmussen 42., Sjálfsmark 55. – Katrín Ásbjörnsdóttir 72.(víti), Lillý Rut Hlynsdóttir 80. Breiðablik – ÍBV.................................. 1:2 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir 58. – Shaneka Gordon 2., 90. KR – Stjarnan ...................................... 0:3 Ashley Bares 70., 90., Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir 40. Fylkir – Afturelding............................ 1:2 Ruth Þórðardóttir 84. – Hafdís Rún Ein- arsdóttir 26., Vendula Strnadova 90. Rautt spjald: Eygló Harðardóttir (Fylki) 90. FH – Selfoss ......................................... 1:3 Bryndís Jóhannesdóttir 12. – Sjálfsmark 26., Eva Lind Elíasdóttir 38., Katrín Rúnarsdóttir 90. Staðan: Þór/KA 12 9 2 1 32:13 29 Stjarnan 12 8 2 2 33:14 26 Breiðablik 12 7 2 3 30:12 23 ÍBV 12 7 1 4 28:18 22 Valur 12 6 2 4 29:16 20 FH 12 4 2 6 19:26 14 Fylkir 12 3 2 7 14:25 11 Afturelding 12 3 2 7 11:26 11 Selfoss 12 3 2 7 21:51 11 KR 12 0 3 9 10:26 3 1. deild kvenna B HK/Víkingur – Grindavík .................... 6:1 Staðan: Fram 11 10 0 1 47:11 30 HK/Víkingur 11 7 2 2 34:12 23 BÍ/Bolungarvík 11 6 1 4 21:16 19 Grindavík 11 4 1 6 19:33 13 Tindastóll 11 4 0 7 10:32 12 Keflavík 10 2 5 3 10:13 11 Völsungur 10 3 1 6 17:27 10 Álftanes 9 1 0 8 5:19 3 KNATTSPYRNA Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi hafnaði í 31. sæti af 34 keppendum í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í London í gær. Hann var langt frá sínu besta og synti á 2:16,72 mínútum en síðasti maður inn í undanúrslitin synti á 2:11,66 mínútum. Jakob komst inn á leikana með því að synda á 2:13,84 mínútum en Íslandsmet hans frá árinu 2009 er 2:12,39 mín- útur. Jakob keppti í 100 metra bringusundi um helgina og varð þá í 36. sæti á 1:02,65 mínútum, rúmlega 1,3 sekúndum frá Íslandsmeti sínu. Jakob sagði m.a. á Facebook-síðu sinni eftir sundið að ár- angurinn á hans fjórðu Ólympíuleikum hefði verið langt undir pari. „Árið mitt var ekki upp á marga fiska, ég lenti í meiðslum, var lengi að jafna mig milli æf- inga og missti góðan vin, en svona er lífið og ég veit að ég mun læra mikið af þessu og líklegast mun ég horfa til baka seinna og segja að ég hafi lært einna mest af árinu 2012,“ sagði Jakob Jóhann. vs@mbl.is „Árið ekki upp á marga fiska“ Jakob Jóhann Sveinsson Kristján Jónsson í London kris@mbl.is Í dag fær Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Sundfélagi Hafn- arfjarðar tækifæri til að stinga sér til sunds í keppni í Ólympíu- lauginni í London. Hún keppir í 200 metra bringusundi og ætti að byrja um klukkan 9:45 að íslenskum tíma. Hrafnhildur þurfti að gefa það frá sér að keppa í 100 metra bringusundinu síðasta sunnudag vegna olnbogameiðsla sem hún varð fyrir rétt fyrir leikana. Var það gert að læknisráði. Hún hefur hins vegar æft síðan og æfði til að mynda á fullu í Ólympíu- lauginni í gær. Hrafnhildur fékk grænt ljós frá læknum varðandi sundið í dag og henni er því ekkert að vanbúnaði að þreyta frumraun sína á Ólympíuleikum. Hrafnhildur á auk þess eftir að keppa í boðsundi á föstudaginn Hrafnhildur keppir í öðrum riðli í undanrásunum en Íslandsmet hennar er 2:27,11 mínútur en það setti hún á móti í Frakklandi í júní. Hrafnhildur hafnað sæti í greininni á Evrópumótinu í Ungverjalandi í vor. Hrafnhildur fékk grænt ljós Hrafnhildur Lúthersdóttir Á HLÍÐARENDA Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Topplið Þórs Þór/KA er enn á toppnum eftir að tólfta umferðin í Pepsi-deild kvenna var leikin í gær. Norðankonur gerðu jafntefli gegn Val, 2:2, í leik þar sem þær hrein- lega stálu stigi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem seigla og barátta Þórs/KA skilar lið- inu stigum í hús en þjálfararnir í deildinni ásamt leikmönnum og stuðningsmönnum annarra liða hreinlega skilja ekki hvernig Þór/ KA getur enn verið á toppnum. Ekki líklegar Valur spilaði sinn besta leik í gær gegn toppliðinu sem hafði fimm stiga forskot á önnur lið fyrir um- ferðina. Þær uppskáru mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar danska landsliðskonan Johanna Rasmussen stangaði fyrirgjöf Rak- elar Logadóttur í netið. Þegar fyrirliði Þórs/KA, varnar- jaxlinn Arna Sif Ásgrímsdóttir, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma í seinni hálfleik var þetta aðeins spurning um hversu stór sig- urinn yrði. Þór/KA leit ekki út eins og topplið. Norðankonur voru yf- irspilaðar og ekkert sást til hinnar mögnuðu Söndru Maríu Jessen sem var týnd á Hlíðarenda í gær. En allt í einu fengu gestirnir líf- línu. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði úr víti sem var fyrsta markskot Þórs/KA í seinni hálfleik, 2:1, og á 80. mínútu jafnaði hin 15 ára gamla Lillý Rut Hlynsdóttir metin, 2:2. Hún fékk stungusendingu inn fyrir vörn Vals sem hafði klúðrað mál- unum hrikalega og skoraði með góðu skoti. Lillý er dóttir Hlyns Birgissonar, knattspyrnugoðsagn- arinnar að norðan sem spilaði lengi með Þór. Safna stigum með seiglu Stuðningsmenn Vals í stúkunni í gær voru agndofa eftir leikinn í gær. Þeir sögðust ekki skilja hvern- ig þetta Þórs/KA-lið væri á toppi deildarinnar miðað við frammistöð- una í gær. Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálf- ari Vals, sagðist ekki skilja hvað væri í gangi, aðspurður af Morg- unblaðinu eftir leik hvort seigla Þórs/KA væri dæmi um meist- araefni. Þá skaut Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, á norðankonur í samtali við Morgunblaðið eftir bik- arleikinn í síðustu viku. Hann sagði það engu máli skipta hvað Þórs/KA- liðið gerði, þær skoruðu alltaf. Meira að segja þegar þær ætluðu að gefa fyrir. Þegar öllu er á botninn hvolft gerðist þetta í gær: Þór/KA lenti undir, 2:0, besti leikmaður sumars- ins, Sandra María Jessen, sást ekki, fyrirliðinn sem stýrir vörninni skor- aði sjálfsmark og liðið var yfirspilað í 70 mínútur. Niðurstaðan: Eitt stig í hús hjá Þór/KA. Það er það eina sem nokkur maður þarf að skilja. Stjarnan minnkaði muninn Stjarnan minnkaði muninn á toppi deildarinnar í þrjú stig í gær með sigri á KR, 3:0. Breiðablik missti af góðu tækifæri til að nálgast Þór/KA og tapaði 1:2 fyrir ÍBV þar sem Shaneka Gordon skoraði sigur- markið í uppbótartíma. Afturelding vann dramatískan sig- ur á Fylki, 2:1, en sigurmarkið skor- aði Vendula Strnadova á 94. mínútu. Í nýliðaslagnum í Kaplakrika vann svo Selfoss góðan sigur á FH, 3:1, en þar sem Afturelding og Sel- foss unnu bæði er útlitið svart fyrir KR sem er á botni deildarinnar, átta stigum frá öruggu sæti. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Á sprettinum Fyrirliði Þórs/KA, Arna Sif Ásgrímsdóttir, reynir að halda í við Elínu Mettu Jensen á Hlíðarenda í gær. Þór/KA: Toppliðið sem enginn skilur  Fimmtán ára dóttir goðsagnar að norðan bjargaði stigi HANDKNATTLEIKUR KARLA A-riðill: Túnis – Ísland ....................................... 22:32 Bretland –Svíþjóð................................. 19:41 Argentína – Frakkland ........................ 20:32 Staðan: Frakkland 2 2 0 0 76:35 4 Svíþjóð 2 2 0 0 69:40 4 Ísland 2 2 0 0 63:47 4 Túnis 2 0 0 2 43:60 0 Argentína 2 0 0 2 45:63 0 Bretland 2 0 0 2 34:85 0 B-riðill: Suður-Kórea – Ungverjaland.............. 19:22 Serbía – Króatía ................................... 23:31 Danmörk – Spánn................................. 24:23 Staðan: Króatía 2 2 0 0 62:44 4 Danmörk 2 2 0 0 51:48 4 Spánn 2 1 0 1 49:45 2 Ungverjaland 2 1 0 1 47:46 2 Serbía 2 0 0 2 44:57 0 Suður-Kórea 2 0 0 2 40:51 0 KNATTSPYRNA KVENNA E-riðill: Nýja-Sjáland – Kamerún ........................ 3:1 Bretland – Brasilía ................................... 1:0  Lokastaðan: Bretland 9, Brasilía 6, Nýja- Sjáland 3, Kamerún 0. F-riðill: Japan – Suður-Afríka............................... 0:0 Kanada – Svíþjóð...................................... 2:2  Lokastaðan: Svíþjóð 5, Japan 5, Kanada 4, Suður-Afríka 1. G-riðill: Bandaríkin – Norður-Kórea.................... 1:0 Frakkland – Kólumbía............................. 1:0  Lokastaðan: Bandaríkin 9, Frakkland 6, Norður-Kórea 3, Kólumbía 0. KÖRFUBOLTI KARLA A-riðill: Litháen – Nígería ................................. 72:53 Frakkland – Argentína ........................ 71:64 Túnis – Bandaríkin............................. 63:110  Bandaríkin 4, Litháen 3, Nígería 3, Frakkland 3, Argentína 3, Túnis 2. B-riðill: Kína – Rússland.................................... 54:73 Ástralía – Spánn ................................... 70:82 Bretland – Brasilía ............................... 62:67  Rússland 4, Spánn 4, Brasilía 4, Ástralía 2, Kína 2, Bretland 2. SUND 200 m skriðsund kvenna: Allison Schmitt, Bandaríkjunum ..... 1:53,61 Camille Muffat, Frakklandi ............. 1:55,58 Bronte Barratt, Ástralíu................... 1:55,81 200 m flugsund karla: Chad Le Clos, Suður-Afríku ............ 1:52,96 Michael Phelps, Bandaríkjunum ..... 1:53,01 Takeshi Matsuda, Japan................... 1:53,21 200 m fjórsund kvenna: Shiwen Ye, Kína ................................ 2:07,57 Alicia Coutts, Ástralíu....................... 2:08,15 Caitlin Leverenz, Bandaríkjunum... 2:08,95 4x200 m skriðsund karla: Bandaríkin ......................................... 6:59,70 Frakkland .......................................... 7:02,77 Kína .................................................... 7:06,30 LONDON 2012 Í LONDON Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslenska landsliðið fór hamförum á fjölum handboltahallarinnar á Ólymp- íuleikunum í gærmorgun þegar liðið vann stórsigur á Túnis 32:22. Sér- staklega var fyrri hálfleikurinn magn- aður og Afríkubúarnir áttu ekki möguleika. Túnis var 10:12 undir í hálfleik á móti Svíum tveimur dögum áður, en í gær þurftu þeir að horfast í augu við að vera 8:19 undir í hálfleik. Ég hef sjaldan séð íslenska liðið spila jafn fast á upphafsmínútum leiks og það gerði í gær. Það er svo sem skiljanlegt þar sem nokkrir mjög lík- amlega sterkir leikmenn eru í liði Túnis. Ekki er hlaupið að því að vinna návígin gegn þeim en íslensku strák- arnir voru í miklum ham. Neistinn var til staðar og ávinningurinn lét ekki á sér standa því liðið byrjaði frábærlega og komst í 6:1. Neistinn varð að báli Neistinn varð að báli þegar hin þekkta stórskytta Túnis, Wissem Hmam, braut fólskulega á Guðjóni Vali Sigurðssyni sem var í hraðaupp- hlaupi. Ekki er hægt að hlaupa þann kappa uppi þegar hann er kominn á ferðina og þá freistast menn stundum til þess að brjóta á honum. Hmam gekk hins vegar langt út fyrir eðlileg mörk og setti olnbogann í kviðinn á Guðjóni að því mér sýndist. Allt látbragð Guðjóns í loftinu gaf til kynna að hann hefði fengið talsvert högg og hann lá eftir á vellinum. Dóm- ararnir gáfu Hmam tveggja mínútna brottvísun og dæmdu vítakast. Fyrst þeir sáu brotið er hneyksli að hann hafi ekki fengið rauða spjaldið. Guð- jón Valur varð vægast sagt brjálaður þegar hann hafði jafnað sig á högginu og ég hef aldrei séð hann skipta skapi með slíkum hætti áður. Það segir manni nokkuð um hversu ruddalegt brotið hlýtur að hafa verið því Guðjón er sannur íþróttamaður. Í ham  Gríðarlega grimm á Túnis eftir ellefu m Kristján Jónsson í London kris@mbl.is Björgvin Páll Gústavsson náði sér vel á strik á móti Túnis í gær og var kampakátur að leik loknum eins og hann orðaði það. „Ég er kampakát- ur með úrslitin og spilamennskuna. Það er ekki sjálfgefið að geta spilað svona geðsýkisvörn klukkan hálf tíu á morgnana. Það eru ekki mörg lið sem ráða við það. En við erum með nokkra bilaða sem eru tilbúnir að „Erum me

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.