Morgunblaðið - 01.08.2012, Blaðsíða 3
Copper Box, London, Ólympíuleikar, A-
riðill, þriðjudag 31. júlí 2012.
Gangur leiksins: 1:1, 6:1, 13:3, 17:5,
19:8, 23:8, 24:14, 28:19, 29:22, 30:22.
Mörk Íslands: Aron Pálmarsson 8,
Guðjón Valur Sigurðsson 7, Alexander
Petersson 5, Ólafur Stefánsson 3/2,
Ingimundur Ingimundarson 3, Snorri
Steinn Guðjónsson 3/1, Arnór Atlason
1, Róbert Gunnarsson 1, Ásgeir Örn
Hallgrímsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson
8/2, Hreiðar Levý Guðmundsson 6.
Utan vallar: 10 mínútur.
Mörk Túnis: Amine Bannour 10, Issam
Tej 3, Heykel Megannem 3, Oussama
Boughanmi 2, Wissem Hmam 2, Jale-
leddine Touati 1, Kamel Alouini 1.
Varin skot: Marouen Maggaiz 8, Was-
sim Helal 1.
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Al-Nuaimi og Omar frá
Sam. arabísku furstadæmunum.
Áhorfendur: Um 3.000.
Ísland – Túnis 32:22
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2012
n.
i í 5.
r
Skoski fram-herjinn
Steven Lennon
missir nær
örugglega af
þeim níu leikjum
sem Framarar
eiga eftir í Pepsi-
deildinni í fót-
bolta. Lennon er
þríbrotinn á rist eftir að Jón Ragnar
Jónsson, varnarmaður FH, braut á
honum undir lok leiks liðanna á
Laugardalsvellinum í fyrrakvöld.
Þetta er gífurlegt áfall fyrir Fram-
ara enda hefur Lennon skorað 10
mörk fyrir þá í deildinni síðan hann
kom til Safamýrarliðsins fyrir ári, í
júlí 2011.
Árni Þór Hallgrímsson vannfyrsta leik sinn í badminton-
keppni Ólympíuleikanna í Barcelona
árið 1992. Það var því ekki rétt sem
fram kom í Morgunblaðinu og öðr-
um fjölmiðlum í gær og fyrrakvöld
að Ragna Ingólfsdóttir hefði unnið
fyrsta sigur Íslendings í badminton
á leiknum þegar hún sigraði litháísk-
an andstæðing sinn.
Rebecca Johnson, fyrirliðisænska knattspyrnuliðsins
Dalsjöfors, gekk í gær til liðs við
Þór/KA og samdi við Akureyrarliðið
út þetta tímabil. Hún er 23 ára sókn-
artengiliður en stóð uppi án liðs þar
sem Dalsjöfors, sem féll úr úrvals-
deildinni í fyrra, varð gjaldþrota í
sumar.
Jökull I. Elísabetarson, sem hefurleikið á miðjunni hjá Breiðabliki
í fótboltanum undanfarin ár, fór í
gær sem lánsmaður til Vesturbæj-
arliðsins KV og leikur þar út tíma-
bilið. KV trónir á toppi 2. deildar og
fær þarna góðan liðsauka. Jökull er
KR-ingur að upplagi eins og flest-
allir leikmenn KV og hann byrjar
væntanlega á Kópavogsvellinum,
heimavelli sínum undanfarin ár, því
KV mætir þar HK í toppslag í deild-
inni í kvöld.
Breiðablik lán-aði annan
leikmann í gær
því sóknarmað-
urinn ungi, Árni
Vilhjálmsson,
mun spila með
Haukum í 1.
deildinni út tíma-
bilið. Árni hefur
skorað tvö mörk í 10 leikjum Breiða-
bliks í Pepsi-deildinni í sumar og er
markahæsti leikmaður liðsins í
deildinni ásamt Petar Rnkovic, sem
var látinn fara frá Kópavogsliðinu í
vikunni. Í stað þeirra eru hins vegar
komnir þeir Nichlas Rohde og Ben
J. Everson.
Keflvíkingar fengu í gær lánaðanframherjann Hörð Sveinsson
frá Val. Hörður fór frá Keflavík til
Vals fyrir hálfu öðru ári en hann
gerði áður 30 mörk í 100 leikjum
með Keflvíkingum í efstu deild.
Fólk sport@mbl.is
Kristján Jónsson í London
kris@mbl.is
„Mér fannst fyrri hálfleikurinn bara
hrikalega góður. Langt síðan við höf-
um náð þessum anda þar sem við
ætlum að drepa allt sem hreyfist og
stoppa alla sem koma inn fyrir níu
metrana. Þetta var ótrúlega
skemmtilegt og þá falla einnig ýmsir
hlutir með manni. Mér fannst seinni
hálfleikurinn ekki vera slakur heldur.
Við vissum að þeir myndu á ein-
hverjum tímapunkti komast betur
inn í leikinn. Ég held að við getum
verið mjög sáttir við þessa frammi-
stöðu,“ sagði varnarjaxlinn Sverre
Jakobsson þegar Morgunblaðið tók
hann tali þegar sigurinn á Túnis var
í höfn.
Sverre benti á að liðið væri nú
þegar komið í dauðafæri til að
tryggja sér sæti í átta liða úrslitum.
„Nú erum við bara í dauðafæri til að
komast í átta liða úrslitin. Það er
náttúrlega viss sigur út af fyrir sig.
Nú einbeitum við okkur að Svíunum
næst og ef við vinnum þá erum við
komnir áfram. Látum þetta bara ger-
ast skref fyrir skref og svo sjáum við
til hversu langt við náum. Ferðalagið
heldur alla vega áfram og það er
skemmtilegt,“ sagði Sverre við
Morgunblaðið.
Ferðalagið heldur allavega áfram
Sterkur Sverre Jakobsson í slag við línumann Túnis.
Morgunblaðið/Golli
Þetta var líklega það heimskuleg-
asta sem Hmam gat gert á upphafs-
mínútum leiksins því þetta atvik gerði
íslensku leikmennina ennþá grimm-
ari. Það hefur sjaldnast verið ferð til
fjár að beita íslensku landsliðsmenn-
ina í handbolta bolabrögðum. Þeir
hafa haft tilhneigingu til að eflast við
slíkt mótlæti. Þarf nokkuð að rifja upp
leikinn á móti Vestur-Þjóðverjum í
Frakklandi árið 1989 þegar Alfreð
Gíslason og Kristján Arason fuku báð-
ir út af með rautt spjald? Nei, ég hélt
ekki.
Frábærir í vörninni
Sverre Jakobsson og Ingimundur
Ingimundarson fá mest hrós fyrir
frammistöðuna í gær því þeir bera jú
höfuðábyrgð á varnarleiknum sem var
stórkostlegur. Þar spilaði Alexander
Petersson einnig frábærlega og stöðv-
aði ófáar sóknirnar. Hann er einnig
búinn að finna markið og skoraði 5
mörk en hann var með slaka skotnýt-
ingu í fyrsta leiknum. Þá stimplaði
Björgvin Páll Gústavsson sig vel inn í
mótið og varði meðal annars tvö
vítaköst.
Hvað sóknina varðar þá má ekki
gleyma Aroni Pálmarssyni sem skor-
aði átta mörk í níu tilraunum að ég
held. Það er einfaldlega unun að horfa
á hann spila þegar hann er í þessu
stuði. Íþróttin leikur í höndunum á
honum.
m eftir brot Hmam
mir íslenskir landsliðsmenn létu Afríkubúana finna fyrir sér Tíu marka stórsigur
marka forystu í hálfleik Fjögur stig eftir tvo leiki Svíarnir næstir annað kvöld
Morgunblaðið/Golli
Fljótur Ingimundur Ingimundarson skorar eitt þriggja hraðaupphlaupsmarka sinna án þess að Túnisbúinn Wael Jallouz nái að stöðva hann.
fórna sér fyrir liðið og þjóðina og
gefa allt í þetta sama á hvaða tíma
sólarhringsins það er,“ sagði Björg-
vin léttur en vörnin fyrir framan
hann var stórkostleg í fyrri hálfleik.
Mikið stríð í byrjun
„Þetta var mikið stríð í byrjun.
Við vissum hvernig þeir myndu
spila og svöruðum þeim bara með
því að berja almennilega á þeim. Þá
komu nokkrir boltar sem ég þurfti
bara að stýra aftur fyrir endalínuna
því vörnin var búin að vinna for-
vinnuna fyrir mig. Auk þess ver
maður nokkra bolta aukalega af því
að maður er í stuði og það er
stemning í liðinu. Það var frábært
að sjá liðið í heild sinni og stemn-
ingin var geggjuð,“ sagði Björgvin
og er ánægður með byrjun liðsins á
leikunum í London.
Upphaf að einhverju góðu?
„Þetta byrjar vel og gæti verið
byrjunin á einhverju góðu. Vonandi
byggjum við ofan á þetta. Þetta eru
bara fyrstu tveir leikirnir og við
viljum ekki toppa núna. Við þurfum
að gefa í og bæta hluti sem þarf að
laga. Mikilvægt er að halda sér á
tánum en þetta er vissulega frábær
byrjun og gaman að byrja á góðum
nótum. Andinn er mjög góður og
höllin er með okkur. Við þurfum að
nýta okkur það,“ sagði markvörð-
urinn Björgvin Páll Gústavsson
ennfremur í samtali við
Morgunblaðið.
eð nokkra bilaða sem fórna sér“
Morgunblaðið/Golli
Ver Björgvin Páll Gústavsson fagnar
í leiknum gegn Túnisbúum í gær.
KNATTSPYRNA
Borgunarbikar karla, undanúrslit:
Samsungvöllur: Stjarnan – Þróttur R 19.15
1. deild karla:
Sauðárkr.: Tindastóll – BÍ/Bolung .......... 18
Vilhjálmsvöllur: Höttur – Víkingur Ó ..... 18
Fjölnisvöllur: Fjölnir – ÍR........................ 19
Víkingsvöllur: Víkingur R. – KA.............. 19
2. deild karla:
Grýluvöllur: Hamar – Afturelding........... 19
Ólafsfjörður: KF – Reynir S..................... 19
Njarðtaksvöllur: Njarðvík – Dalv/Rey.... 19
Eskifjörður: Fjarðabyggð – KFR ........... 19
Gróttuvöllur: Grótta – Völsungur ............ 20
Kópavogsvöllur: HK – KV........................ 20
Íslendingar á ÓL í dag
09.45 Hrafnhildur Lúthersdóttir í 200 m
bringusundi.
Í KVÖLD!