Monitor - 02.08.2012, Page 3

Monitor - 02.08.2012, Page 3
Mýrarboltinn er lesendum efl aust kunnugur en íþróttahá- tíðin hefur verið haldin árlega um nokkurt skeið og virðist verða vinsælli með hverju árinu. „Það er metskráning í ár og yfi r hundrað prósent fjölgun í kvennaliðum,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson, annálaður drullusokkur og einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Á heimasíðunni Myrarbolti.com má fi nna allar helstu upplýsingar tengdar hátíðarhöldunum en þar auglýsa höfuðpaurarnir einnig eft- ir trúlofunum. Á síðunni stendur: „Til þess að þessir ástarviðburðir fari sem best fram og til þess að fyrirbyggja drulluvandræðaleg móment þar sem mögulegar trúlofanir verða að engu vegna slæmrar tímasetningar tveggja para verður hægt að senda inn umsóknir um rétt til trúlofunar á Evrópumeistaramótinu í Mýrar- bolta.“ Skipuleggjendur hátíðar- innar vilja því greinilega koma í veg fyrir kraðak í trúlofunum og hafa brugðið á þetta frumlega ráð. Engar trúlofanir borist enn „Við vildum auglýsa eftir trúlof- unum því þetta hefur verið í tísku á stórhátíðum í ár,“ segir Jóhann og bætir við að því miður hafi Mýrarboltanefndinni ekki borist nein trúlofunarbeiðni ennþá. „Því miður hefur enginn sent inn beiðni eins og staðan er í dag en áhugasamir hafa dágóðan tíma til stefnu. Sá vonbiðill sem verður fyrstur að senda inn fær besta spottið á lokakvöldinu,“ segir Jóhann og hvetur feimna vonbiðla til að hafa samband sem fyrst. „Þetta þurfa að vera hressar týpur sem taka sig ekki of alvarlega.“ sj Um helgina verður haldin hin árlega drulluhátíð Mýrar- boltinn og aug lýsa rómantískir forsvarsmenn hátíðar- innar eftir trúlofunum á heimasíðu sinni. Finnst þér ekki Esjan vera sjúkleg og Akrafjallið geðbilað að sjá? fyrst&fremst Í BLAÐINU FEITAST Hvert ætlar þú um verslunar- mannahelgina? Monitor fi nnur alltaf svarið. Stans. Bíddu. Farðu. Ásgeir Orri er á leið til L.A. og fi nnst fyndið að meika það. 8 4 Áslaug Björns sýnir Stílnum fjögur mismunandi dress enda smekkskvísa. Fannar Sveins er ekki eins hraður í Lokaprófi nu og margur myndi halda. MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Lísa Hafl iðadóttir (lisa@monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Umbrot: Rebekka Líf Alberts (rebekka@mbl.is) Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Kristinn Ingvarsson (kring@mbl.is) Myndvinnsla: Andrea Kristjánsdóttir Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 Efst í huga Monitor Saga af litlum dreng Það var einu sinni strákur sem bjó í Breiðholtinu hjá mömmu sinni fyrstu fjögur ár ævi sinnar. Þegar hann var fi mm ára þá fl utti hann í nýtt hús í Árbænum því að móðir hans hafði kynnst yndislegum manni sem þar bjó. Þessi maður tók litla stráknum opnum örmum og gaf honum mikla umhyggju og ástúð. Oft og tíðum fóru þau öll þrjú saman út að borða og fóru svo jafnvel í ísbíltúr eða í bíó eftir matinn. Litli strákurinn var í skýjunum með nýja mann móður sinnar og kallaði hann einfaldlega „pabba“. Litli strákurinn var samt líka í góðu sambandi við föður sinn og heimsótti hann aðra hvora helgi. Þeir félagar gerðu margt saman, fóru stundum í keilu og stundum í sund. Pabbi stráksins sagði líka stundum við hann að þegar hann yrði eldri þá myndi hann bjóða honum á körfuboltaleik í NBA-deildinni í Ameríku. Fósturpabbi stráksins átti fyrirtæki og gat því unnið mikið heima hjá sér. Sökum þessa gat hann passað strákinn mikið. Það komu jafnvel dagar þar sem þeir voru heima heilu dagana að spila á spil eða að æfa sig að pútta á golfmottunni sem fósturpabbinn átti. En svo var það einn daginn á sólríkum sumardegi þegar fósturpabbinn og strákurinn voru búnir að leika sér saman í dágóða stund að fósturpabbinn þurfti skyndilega að svara mjög mikilvægu símtali. Því brá fóst- urpabbinn sér út á pall í smástund til að tala í símann. Litli strákurinn vissi ekki að hann hafði farið út á pall og fór því að leita að honum. Hann leitaði og leitaði og fann hann svo loksins þegar fósturpabbinn kom inn af pallinum. Strákurinn var furðurólegur þrátt fyrir að hafa átt í erfi ðleikum með að fi nna hann og sagði einfaldlega: „Hvert fóstu-pabbi?“ Góða helgi. Jón Ragnar 3 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2012 MONITOR 12 14 Allar vel þegnar Í FATASKÁPINN Verslunin Gallerí Sautján tók á dögunum upp vörur frá sænska tískuframleið- andanum Cheap Monday. Fyrir þá sem verða í bænum um verslunarmannahelgina væri tilvalið að kíkja í Kringluna eða Smáralind og skoða hvað þessi ódýri mánudagur stendur fyrir. FYRIR ÞJÓÐHÁTÍÐARGESTI SegVeyjar er fyrsta Segway-hjólaleig- an á Íslandi og er staðsett í Vest- mannaeyjum. Fyrir þá sem þekkja ekki til eru Segway-hjól rafdrifi n hjól sem maður stendur upp á og stjórnar með hreyfi ngum líkamans – fram, aftur og til hliðanna. Hjólin eru afar umhverf- isvæn og því tilvalið fyrir forvitna þjóðhá- tíðargesti að prófa þetta skemmtilega og sérkennilega farartæki. Í MALLAKÚTINN Langar þig að dekra við þig? Farðu á Tapashúsið og pantaðu þér Tívolíferðina, hún er himnesk. Vikan á Logi Geirsson Eruð þið að grínast hvað landsliðið er að komast í gamla góða gírinn. Við erum til alls líklegir með svona spillamennsku. Kannski að maður taki bensín á ÓB í fyrsta skipti í dag, 20 krónur af lítranum ef svona heldur áfram. 31. júlí kl. 9:12 MONITOR MÆLIR MEÐ... Kjartan Atli Kjartansson Heyrðu við skulum nú aðeins staldra við og pæla í jákvæðum hlutum. Í gær spilaði Tottenham við NY Red Bulls og þar léku tveir Íslendingar listir sínar, í sitthvoru liðinu. Á sama tíma eigum fullt af keppendum á ÓL og átti Ragna flottan leik í gær og var óheppin að komast ekki í hóp 16 bestu hnitspilara heims. Handboltaliðið er náttúrulega í fremstu röð, eins og allir vita. Ofan á þetta höfum við átt tvo NBA-leikmenn, sem er náttúrulega fáránlegt, miðað við nágrannalöndin. Kæmi mér ekki á óvart ef við myndum eignast eina WNBA dömu innan skamms tíma. Íþróttalífið á Íslandi er svo þvílíkt blómlegt að það hálfa væri nóg. Og þetta er starf sem er byggt upp á óeigingjörnum sjálfboða- liðum sem gefa vinnu sína, á meðan hreyfingin er nokkuð fjársvelt miðað við hvað maður sér í öðrum löndum. Þetta sýnir hvað við getum verið mögnuð. Skulum vera stolt af íþróttafólkinu okkar! Þetta er til marks um hvaða árangur næst þegar allir leggjast á eitt. Snilld. 1. ágúst kl. 9:03 Brynjar Unnsteinsson You can’t spell bass without ass ;) 27. júlí kl. 15:24 M yn d/ S ty rm ir Ká ri BÓNORÐ Í BREKKUNNI? Aðstandendur Mýrarboltans segjast hafa ákveðið að auglýsa eftir bónorðum þar sem slíkt hafi verið vinsælt á hátíðum sumars- ins. Ber þar helst að nefna frægt bónorð Óla Ofur á lokakvöldi listahátíðarinnar LungA en Óli skellti sér á skeljarnar fyrir framan skarann og bað kærustunnar Valdísar Helgu. Ætli einhver gerist einnig svo djarfur á Þjóðhátíð eða Innipúkanum þetta árið? trúlofanir

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.