Morgunblaðið - 05.09.2012, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 05.09.2012, Qupperneq 3
Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason ð. sýn- utan mælisgjöf aður nar r. gva- ans í ttir g- með nnar r Lár- m lék tr- ón- anns á byrj- kom ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2012 Tiger Woodsætti að eiga fyrir salti í graut- inn en með því verðlaunafé sem hann fékk fyrir að lenda í þriðja sæti á Deutsche Bank Cham- pionship-mótinu í golfi sem lauk í fyrrakvöld hefur hann náð að vinna sér inn 100 millj- ónir dollara í verðlaunafé og er hann fyrsti kylfingurinn í heiminum sem nær þeim áfanga.    Evgeny Trefilov, hinn skrautlegiþjálfari rússneska kvenna- landsliðsins í handknattleik, fékk reisupassann hjá stjórn rússneska handknattleikssambandsins. Trefi- lov hefur stýrt rússneska liðinu und- anfarin 13 ár og undir hans stjórn urðu Rússar fjórum sinnum heims- meistarar, 2001, 2005, 2007 og 2009, unnu silfurverðlaun á Ólympíu- leikunum í Peking 2008 og bæði silf- ur og brons á Evrópumótinu. Trefi- lov er vægast sagt litríkur karakter en hann á það til að láta leikmenn sína fá það óþvegið með því að öskra á þá og kalla þá öllum illum nöfnum.    Jan Vertonghen, belgíski mið-vörðurinn sem nú er liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tott- enham, hefur verið útnefndur besti leikmaður hollensku úrvalsdeild- arinnar á síðustu leiktíð. Verton- ghen var öflugur í vörn Ajax sem varð hollenskur meistari með Kol- bein Sigþórsson innanborðs.    FramherjinnMichael Owen gekk í gær til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Stoke og samdi við liðið til eins árs. Owen var án félags en honum var ekki boðinn nýr samningur þegar hann rann út eftir síðustu leiktíð. Owen er 32 ára gamall og hóf feril sinn með Liverpool. Hann lék í átta ár með liðinu áður en hann gekk í raðir Real Madrid. Owen staldraði stutt við hjá Madridarliðinu en hann var aðeins eitt tímabil með því og fór þaðan til Newcastle sem hann lék með í fjögur ár áður en hann samdi við Manchester United. Fólk folk@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is „Þetta er frábær tilfinning, alveg ólýsanleg. Sjáðu umgjörðina hér á Þórsvellinum í kvöld, yfir þúsund manns að horfa á og meistaraflokkur karla með flugeldasýningu! Það er ekki hægt að biðja um það betra. Og ekki hægt að hafa sigurinn meira sannfærandi,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, sigri hrósandi í gærkvöldi. Þjálfarinn sagði umræðu í sumar um heppni Akureyrarliðsins, og fregnir af því að leikmenn og þjálf- arar annarra liðu skildu vart hvernig norðanstúlkurnar gætu verið efstar, hafa þjappað hópnum saman. Tíð- indin hefðu vissulega farið illa í suma, „en þegar öllu er á botninn hvolft þá látti þetta mér vinnuna inni í klefa fyrir leiki. Þetta hvatti liðið og ég vil nota tækifærið og þakka fjöl- miðlum kærlega fyrir hjálpina. Gott ef Morgunblaðið var ekki einna fremst í flokki í því“! sagði Jóhann og brosti út að eyrum. Jóhann Gunnar sagði margar stúlkur í liðinu hafa þroskast mikið sem leikmenn í sumar „og ekki síður sem persónur við mótlæti eins og þessa umræðu. Hópurinn var snemma í sumar ákveðinn í því að fara alla leið; að verða meistarar, og ég get alveg játað það núna að það eru margir leikir síðan mér fannst þetta vera klárt“. Heilladísir Þjálfarinn sagði liðið vissulega hafa verið heppið í sumum leikjum, enda nefndi hann það sjálfur á sínum tíma. „En lið sækja sér heppni; það þarf að vinna fyrir því að hafa eina, jafnvel eina og hálfa heilladís, með sér í liði til að ýta boltanum framhjá stönginni þegar mótherjinn skýtur eða til að ýta aðeins undir rassinn á okkur. Þannig er það bara. En stelp- urnar hafa unnið rosalega vel í sum- ar og það skilar sér. Það er gríð- arlega mikil vinna á bak við þennan árangur. Við vönduðum okkur líka mjög þegar hugað var að styrkingu á liðinu; útlendingarnir okkar eru mjög góðir, bæði sem leikmenn og persón- ur, og pössuðu frábærlega inn í hóp- inn. Ungu stelpurnar hafa lært mjög mikið af þeim í sumar.“ Bandaríski útherjinn Kayle Grims- ley hefur leikið gríðarlega vel með Akureyrarliðinu. „Það hefur mikið verið talað um að við værum heppnar en þær efasemdaraddir styrktu okk- ur bara. Og vegna þess er tilfinn- ingin núna alveg stórkostleg,“ sagði hún við Morgunblaðið, sigri hrós- andi. Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði er aðeins tvítug. Hún hefur aldrei leikið í vörn fyrr en í sumar en vart stigið feilspor. „Mér gekk ótrúlega vel og það að fá að vera fyrirliði í svona frá- bæru liði gaf mér aukið sjálfstraust.“ Arna Sif setti sér fjögur markmið fyrir sumarið. „Að við myndum lenda í einum af þremur efstu sætunum og að ég myndi skora að minnsta kosti fjögur mörk. Hin tvö markmiðin eru mín leyndarmál. Ég segi því ekki meira – nema bara að þau rættust líka.“  Sjá má myndbandsviðtöl á mbl.is við Örnu Sif Ásgrímsdóttur fyrirliða, Söndru Maríu Jessen og Katrínu Ásbjörnsdóttur. Neikvæð umræða létti mér vinnuna Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason Fögnuður Akureyringar trylltust úr fögnuði þegar Þór/KA varð Íslandsmeistari á 150 ára afmæli kaupstaðarins.  Þjálfari Þórs/KA segir tal um heppni hafa komið sér mjög vel KR er fallið úr efstu deild kvenna í knattspyrnu í fyrsta skipti í sögu fé- lagsins. KR sendi fyrst lið til keppni á Íslandsmótinu árið 1981 og hefur verið í efstu deild 32 keppnistímabil í röð. Þar til á næsta tímabili en þá leikur KR í 1. deild þar sem liðið hafnar í neðsta sæti Pepsídeild- arinnar 2012. Á næsta ári verður Valur eina liðið sem ávallt hefur leik- ið í efstu deild. KR tapaði 4:0 fyrir Aftureldingu á heimavelli í Frostaskjólinu í gær- kvöldi en með sigrinum náði Aftur- elding að styrkja stöðu sína verulega í fallbaráttunni. FH sigraði Fylki 3:1 á sama tíma og Fylkir er í næst- neðsta sæti með 12 stig, þremur stig- um á eftir Aftureldingu. Fylkir fær nýkrýnda Íslandsmeistara í Þór/KA í heimsókn í lokaumferðinni. Aftur- elding tekur þá á móti Val í Mosfells- bænum. „Ég vona að við séum komnar langleiðina með að bjarga okkur en til að vera alveg öruggar með þetta þurfum við bara að taka Val í annað skiptið á laugardaginn,“ sagði Sandra Dögg Björgvinsdóttir, fyr- irliði Aftureldingar, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hún sagði það ekki hafa verið erfitt að ná upp stemningu í leikmannahópnum fyrir fallslaginn. „Ég held að helming- urinn hafi ekki sofið um helgina út af þessum leik og við töluðum allar um að við værum að deyja úr stressi. Allt var gert til að koma sér í gírinn fyrir leikinn. Stemningin var gífurleg inni í búningsklefa fyrir leikinn og ég hef sjaldan séð annað eins. Ég veit ekki af hverju þessi stemning hefur ekki verið til staðar í allt sumar. Þá hefð- um við getað gert góða hluti,“ sagði Sandra við Morgunblaðið. ÍBV komst upp að hlið Stjörn- unnar í 2.-3. sæti deildarinnar með 3:1-sigri í Garðabænum. ÍBV á heimaleik gegn KR í síðustu umferð og Stjarnan útileik á Selfossi. Breiða- blik vann stórsigur á Val á Hlíð- arenda, 4:0, en sá leikur hafði litla þýðingu þar sem liðin eru í 4. og 5. sæti deildarinnar. kris@mbl.is KR-konur féllu í fyrsta skipti Fyrirliði Sandra Dögg sagðist aldrei hafa séð aðra eins stemningu. KA-menn, undir stjórn Skaga- mannsins Gunn- laugs Jónssonar, halda enn í von- ina um að komast upp í deild þeirra bestu í knatt- spyrnu karla, eft- ir góðan sigur gegn Haukum á gervigrasinu á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöld. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Jóhann Helgason skoruðu mörk KA- manna á síðustu 25 mínútum leiks- ins. KA komst með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar. Liðið hefur 321 stig, Víkingur Ólafsvík er með 35 og Þór hefur 41 stig og er þegar búið að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu. Vonir Haukanna, undir stjórn Ólafs Jóhannessonar, um að komast upp eru nánast úr sögunni en liðið hefur 30 stig og á tvo leiki eftir með- an liðin fyrir ofan, að undanskildum KA-mönnum, eiga þrjá leiki eftir. gummih@mbl.is KA-menn halda enn í vonina Jóhann Helgason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.