Morgunblaðið - 05.09.2012, Page 4
Í LONDON
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Þó að afraksturinn sé þegar kominn
fram úr væntingum, hreint út sagt
stórglæsilegur, er þátttöku Íslend-
inga á Ólympíumóti fatlaðra í London
hvergi nærri lokið. Allir fjórir fulltrú-
ar okkar eiga eftir að keppa áður en
vikan er úti og enn er von um fleiri
verðlaun en gullið dýrmæta sem Jón
Margeir Sverrisson sótti í skriðsund-
inu.
Gullið hans gerir það að verkum að
afrakstur Íslendinga í London er
langsamlega bestur sé miðað við
höfðatölu. Í fljótu bragði sýnist mér
Fiji-eyjar eina landið með færri en
milljón íbúa sem fengið hefur gull, en
þar búa þó hátt í þrefalt fleiri en á Ís-
landi.
En nóg um svona bollaleggingar.
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir tekur
upp þráðinn fyrir íslenska hópinn í
dag þegar hún keppir í undan-
úrslitum í 200 metra hlaupi kl. 9:49.
Matthildur náði sem kunnugt er mjög
góðum árangri í langstökki á föstu-
dag, 8. sæti, en það er hennar besta
grein. Í 100 metra hlaupi varð hún í
neðsta sæti og í 200 metra hlaupinu
er hún einnig með lakasta tímann af
15 keppendum. Það verður því við
ramman reip að draga í dag. Besti
skráði tími Matthildar er 33,76 sek-
úndur en gangi allt að óskum í dag
mun hún koma í mark á minna en 32
sekúndum. Það mun þó varla duga til
að komast í átta manna úrslitin.
Jón Margeir og Kolbrún Alda Stef-
ánsdóttir keppa í 100 metra bringu-
sundi á morgun og Helgi Sveinsson
lýkur veislunni fyrir Ísland með
keppni í 100 metra hlaupi og spjót-
kasti á föstudag. Þar má gera sér
vonir um verðlaun í spjótkastinu.
Ljósmynd/Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Gull Ísland er ein af um 50 þjóðum sem fengið hafa gull í London.
Enn getur íslenski hópurinn
bætt við glæsilegan árangur
FÓTBOLTI
Tómas Þór Þórðarson
tomas@mbl.is
„Það er alltaf gaman þegar maður
dettur inn á svona daga þegar allt
gengur upp,“ segir Ingvar Jónsson,
markvörður Stjörnunnar, sem átti
stórleik þegar Garðbæingar unnu
Val, 2:0, í 18. umferð Pepsi-
deildarinnar síðastliðinn sunnudag.
„Það var líka gaman að halda
hreinu. Maður er orðinn allt of vanur
því að ná í boltann í netið,“ segir
Ingvar og hlær við en Stjarnan hef-
ur fengið á sig 31 mark í sumar,
langflest allra liða í efstu fjórum
sætunum.
Vörnin öll að koma til
Skemmtikraftarnir í Stjörnunni
hafa í undanförnum þremur leikjum
prófað að verjast almennilega og
gert það af myndarskap. Stjörnulið-
ið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk
í síðustu þremur leikjum, halað inn
sjö stigum af níu og er jafnlíklegt og
KR ef ekki líklegra til að ná öðru
sætinu í deildinni.
„Svona vörn hefur maður ekki séð
í langan tíma. Ég fékk varla færi á
mig á móti ÍBV um daginn. Ég veit
ekki hvort við erum svona þreyttir
eða hvað þannig menn bakki bara.
Við höfum kannski lært af fyrri mis-
tökum okkar en við erum allavega að
spila góða vörn,“ segir Ingvar sem
er sammála því að mikill kraftur er í
Stjörnumönnum núna. Þeir eru alls
ekki að dala eins og þeir hafa átt til
undir lok móts undanfarin ár.
„Menn ætla sér þetta Evrópusæti.
Það er svo einfalt. Mér finnst liðið
líka eiga það skilið. Það var hrika-
lega svekkjandi í fyrra að missa af
Evrópusætinu. Menn tóku því illa og
voru svekktir. Það er líka bara mik-
ilvægt fyrir klúbbinn að taka næsta
skref og komast í Evrópukeppni.
Það væri frábært bara til að halda
öllum á tánum,“ segir Ingvar.
Vildi ekki enda sem varamaður
Ingvar var orðinn aðalmarkvörð-
ur síns uppeldisfélags, Njarðvíkur,
nítján ára gamall. Fljótlega var
hann farinn að vekja athygli, var
einn albesti markvörður neðri deild-
anna á landinu.
Þrátt fyrir frábæra frammistöðu
var nánast alltaf horft fram hjá hon-
um þegar kom að því að velja í U19
og U21 árs landslið Íslands. Hann
naut sjaldan sannmælis þrátt fyrir
að halda Njarðvík oft á floti og biðu
margir eftir því hvenær hann tæki
skrefið í efstu deild. Fannst mörgum
þrjú ár í Njarðvíkinni vera fullmikið.
„Ég vildi ekki taka skrefið of
snemma og enda sem varamaður í
einhver ár. Ég vandaði val mitt en
þegar við féllum úr 1. deildinni 2010
fannst mér ég verða fara eitthvað
annað. Ég gaf mér góðan tíma til að
hugsa en var aldrei í vafa um hvert
ég ætlaði þegar Stjarnan talaði við
mig. Ég hefði alveg getað farið fyrr
í efstu deild en mér fannst það ekki
gáfulegt. Það er mikilvægt fyrir
unga markverði að spila,“ segir
Ingvar sem mælir með því fyrir
unga markverði að fá reynslu í
neðri deildum. Hann ætti að þekkja
það.
„Það er allt annað að spila meist-
araflokksfótbolta en 2. flokk. Þetta
er ekki sami hluturinn. Svo þurfa
menn líka að finna fyrir ábyrgðinni
að vera númer eitt en ekki einhver
varamaður. Maður getur æft eins og
hestur en þegar maður fer að spila
reglulega bætirðu þig á allt annan
og betri hátt,“ segir Ingvar.
Langar í landsliðið
Ingvar fékk smjörþefinn af lands-
liðinu fyrr í sumar þegar hann var
tekinn inn í hópinn fyrir æfingaleik-
inn gegn Færeyjum. Það er eitthvað
sem hann langar að upplifa aftur.
„Það hefur alltaf verið draum-
urinn að spila fyrir Ísland. Sér-
staklega núna þegar við erum með
svona spennandi lið. Það var gaman
að fá tækifæri að kynnast þessu og
sjá að þetta er ekkert svo fjarlægur
draumur ef maður stendur sig,“ seg-
ir Ingvar Jónsson.
Landsliðið er draumurinn
Ingvar Jónsson er leikmaður 18. umferðar hjá Morgunblaðinu Skellti í lás gegn Valsmönnum
Tók skrefið í efstu deild á réttum tíma Landsliðið ekki fjarlægur draumur Stjarnan í Evrópu
4-5-1
Ingvar
Jónsson
Stjörnunni
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
2
Leikmenn
Atli Guðnason, FH 17
Guðjón Árni Antoníusson, FH 16
Rúnar Már Sigurjónsson, Val 16
Gary Martin, KR/ÍA 15
Jóhann B. Guðmundsson, Keflavík 14
Ármann Smári Björnsson, ÍA 13
Christian Olsen, ÍBV 13
Kristinn Jónsson, Breiðabliki 13
Kennie Chopart, Stjörnunni 12
Kristinn Ingi Halldórsson, Fram 11
Óskar Örn Hauksson, KR 11
Jón Daði Böðvarsson, Selfossi 11
Bjarki Gunnlaugsson, FH 11
Brynjar Gauti Guðjónsson, ÍBV 11
Jóhannes Karl Guðjónsson, ÍA 11
Arnór Ingvi Traustason, Keflavík 10
George Baldock, ÍBV 10
Björn Daníel Sverrisson, FH 10
David Elebert, Fylki 10
Ingimundur N. Óskarsson, Fylki 10
Samuel Hewson, Fram 10
Lið:
FH 110
ÍBV 98
Keflavík 85
KR 84
Selfoss 84
Breiðablik 83
ÍA 82
Fram 82
Stjarnan 81
Valur 78
Fylkir 73
Grindavík 66
Kristinn Ingi Halldórsson, Fram 10
Atli Guðnason, FH 10
Kjartan Henry Finnbogason, KR 8
Björn Daníel Sverrisson, FH 8
Garðar B. Gunnlaugsson, ÍA 7
Ingimundur N. Óskarsson, Fylki 7
Kolbeinn Kárason, Val 7
Christian Olsen, ÍBV 7
Guðmundur Steinarsson, Keflavík 7
Jón Daði Böðvarsson, Selfossi 7
Rúnar Már Sigurjónsson, Val 7
Pape Mamadou Faye, Grindavík 6
Jóhann B. Guðmundsson, Keflavík 6
Guðjón Árni Antoníusson, FH 6
FH (9) 14.457 1.606
KR (9) 14.431 1.603
ÍA (9) 12.523 1.391
Valur (9) 12.173 1.353
Breiðablik (9) 9.860 1.096
Fylkir (9) 9.202 1.022
Fram (9) 8.839 982
Keflavík (9) 7.840 871
Selfoss (9) 7.624 847
Stjarnan (9) 7.323 814
Grindavík (9) 6.177 686
ÍBV (9) 6.103 678
Samtals: 116.552
Meðaltal: 1.079
18. umferð í Pepsi-deild karla 2012
Lið umferðarinnarEinkunnagjöfin
Þessir erumeð flest M í
einkunnagjöf Morgunblaðsins.
Gefið er eitt M fyrir góðan leik,
tvöM fyrir mjög góðan leik og þrjú M
fyrir frábæran leik.
Spjöldin Markskotin
Aðsóknin
Markahæstir
Fjöldi heimaleikja í svigum. Fremri
talan er heildarfjöldi áhorfenda á
heimaleikjum viðkomandi liðs en aftari
talan ermeðaltal á hvern heimaleik.
ÍBV 249 (143) 28
FH 218 (120) 43
KR 211 (118) 32
Stjarnan 207 (99) 37
Fram 196 (108) 27
Keflavík 185 (92) 27
Breiðablik 185 (88) 22
Valur 184 (94) 28
Selfoss 180 (91) 25
ÍA 173 (87) 28
Fylkir 161 (88) 22
Grindavík 147 (72) 25
Fremst eru heildar markskot liðanna,
skot sem hitta ámarkið eru í sviga og
aftast eru skoruðmörk:
ÍA 30 0 30
KR 33 1 37
Fram 38 0 38
Breiðablik 34 2 42
ÍBV 38 1 42
Stjarnan 31 3 43
Grindavík 35 2 43
FH 36 2 44
Valur 43 1 47
Selfoss 46 2 54
Fylkir 43 3 55
Keflavík 42 5 62
Gul Rauð Stig
Brynjar Gauti
Guðjónsson
ÍBV
Kristinn
Jónsson
BreiðablikiFreyrBjarnason
FH
Daníel
Laxdal
Stjörnunni
Kristinn Ingi
Halldórsson
Fram
Jón Daði
Böðvarsson
Selfossi
Babacar
Sarr
Selfossi
Viktor Örn
Guðmundsson
FH
Samuel
Tillen
Fram
Rafn Andri
Haraldsson
Breiðabliki
2
3 2
4
2
43
5
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Góður Ingvar Jónsson í baráttu við Fylkismanninn Jóhann Þórhallsson.
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2012