Morgunblaðið - 13.09.2012, Side 13

Morgunblaðið - 13.09.2012, Side 13
13. september 2012 finnur.is 13 Eigulegir hlutir Kolsvart og lauflétt um hálsinn Það gildir víst í dag að ef á að gera einhvern hlut betri þá dug- ar að bæta við koltrefjum. Því meira af koltrefjum, því betra, er mottó framleiðenda sportbíla, armbands- úra, reiðhjóla, skart- gripa og húsmuna. Breska tískumerk- ið Alfred Dunhill er enginn eftirbátur annarra í þessum efnum og hefur nú sent frá sér þessi kraga-stífelsi úr kolt- refjum. Yfirleitt eru þessi stykki gerð úr ódýru plasti en fínni týp- ur úr málmi þekkjast einnig og þá iðulega húð- aðar með silfri eða gulli. Koltrefjarnar ná að blanda saman kostum beggja efna: þær eru léttar og nettar en um leið „hipp og kúl“ og hæfilega dýrar fyrir þá sem finnst þeir ekki eyða nógu miklum peningum. Parið kostar 70 dollara í net- versluninni Dunhill.com, og á þá eftir að bæta við sending- arkostnaði og gjöldum. ai@mbl.is Óskaiðjan? Ég er svo brjálæðislega heppinn að vinna við það sem mig langar til að vinna við. Óskin væri því að vera mestmegnis að gera bara skemmtileg verkefni. „So far so good …“ Óskamaturinn? Mér finnst svakalega gaman að elda og geri tölu- vert af því. En besti mat- urinn er yfirleitt það sem aðrir elda og maturinn hjá ömmu vermir flest efstu sætin. Gamli góði heim- ilismaturinn klikkar aldrei. Kjötsúpa, slátur, sviða- kjammar, læri og fleira í þeim dúr. Draumabíllinn? Við eigum 7 ára gamlan VW Golf sem við erum búin að vera á leiðinni að selja í 2-3 ár. En við finnum aldrei bíl sem við værum ánægðari með en hann. Svo ætli bíllinn minn sé ekki bara draumabíllinn? Kannski nýrri árgerð ef eitt- hvað er. Draumaverk- efnið? Áður en ég byrj- aði að vinna við grafíska hönnun átti ég mér þrjú draumaverkefni: Hanna Verlzó-blaðið, gera grafík á flugvél og útlit fyrir Rocky Horror-sýningu. Ég var svo heppinn að hanna V71-blaðið með góðum vin- um fyrir nokkrum árum, en hin verkefnin bíða enn. Spurning að leggja til nýja hugmynd á WOW-flugvél- arnar í vinnunni? Og bíða eftir næstu RH- uppfærslu. Hvað vantar helst á heimilið? Draumastól- inn minn. Vil ekki tilgreina hvaða stóll það er samt … það er svo fyrirsjáanlega klisjulegt val. Hvaða ofur- hetjumátt vildirðu helst hafa? Að hafa endalaust flæði af frábærustu hugmyndum sem til eru. Ótrúlega spennandi ofurhetja það. Hvað er best heima? Fólkið sem býr þar. Allt hitt skiptir voða litlu máli þeg- ar upp er staðið. jonagnar@mbl.is Óskalistinn Hörður Lárusson Ömmumatur í efstu sætunum Morgunblaðið/Styrmir Kári Hörður Lárusson, grafískur hönnuður og formaður FÍT (Félags íslenskra teiknara), hefur getið sér gott orð fyrir margvísleg verkefni og þá ekki síst bækur sínar um þjóðfána lýðveldisins og fánalögin í framhaldinu. Nýverið réð hann sig til auglýsingastofunnar Brandenburg og verður þess vafa- laust ekki langt að bíða áður en hann lætur þar að sér kveða með afger- andi grafískum hætti. Það er því ekki úr vegi að inna þetta óskabarn þjóð- arinnar úr röðum grafískra hönnuða eftir hans eigin óskalista. Hann er sem hér segir: Rauðagerði 25  108 Reykjavík  Sími 440 1800  kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þéri i Verð kr. 99.900 Vita Mix kanna fylgir með meðan birgðir endast Blandarinn sem allir vilja!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.