Morgunblaðið - 11.10.2012, Side 3

Morgunblaðið - 11.10.2012, Side 3
Á VARMÁ Ívar Benediktsson iben@mbl.is Haukar gerðu skyldu sína á Varmá í gærkvöldi þegar þeir tryggðu sér tvö stig úr viðureigninni við Aftureldingu og tylltu sér um leið einir á topp úrvals- deildar karla í handknattleik, N1- deildina. Bikarmeistararnir úr Hafn- arfirði léku lengst af ágætlega og voru ævinlega skrefi á undan leikmönnum Aftureldingar sem sitja sem fyrr á botni deildarinnar og eru enn án stiga að loknum fjórum umferðum. Lokatöl- ur voru 27:22, á Varmá í gær eftir að gestirnir voru með fjögurra marka for- ystu að loknum fyrri hálfleik 13:9. Haukar tóku fljótlega frumkvæðið í leiknum, jafnt í vörn sem sókn. Skarð var fyrir skildi hjá Mosfellingum að Örn Ingi Bjarkason gat ekki leikið með vegna meiðsla. Aðrir leikmenn urðu fyrir vikið að taka meiri ábyrgð. Gekk þeim misjafnlega að standa undir henni. Til dæmis skoruðu aðeins þrír Mosfellingar í fyrri hálfleik sem alls ekki getur talist viðunandi. Fín vörn og markvarsla Varnarleikur Hauka var eins og yf- irleitt áður í leikjum deildarinnar í haust fínn og markvarslan fín í fyrri hálfleik. Gierdrius Morkaunas náði sér hinsvegar ekki á strik í síðari hálfleik og leysti Aron Rafn Eðvarðsson hann af síðasta stundarfjórðunginn og varði vel. Aron hefur fundið til meiðsla í nára síðustu daga og var því ekki teflt fram fyrr en liða tók á leikinn. Haukar voru með tveggja til fjögurra marka forskot allan fyrri hálfleikinn en einhvern veginn fannst manni að þeir gætu gert betur í sóknarleiknum. Hefði ekki verið fyrir alltof mörg mistök Aft- ureldingarmanna í sóknarleiknum hefði leikurinn verið jafnari en raun varð á. Haukarnir voru ekki nægilega ein- beittir í byrjun síðari hálfleiks en sem fyrr voru leikmen Aftureldingar alltof miklir klaufar til þess að nýta sér það til þess að jafna metin. Haukar náðu hins- vegar smátt og smátt áttum þegar á leið og tryggðu sér nokkuð öruggan sigur. Sem fyrr segir var slæmt fyrir Mos- fellinga að hafa ekki sinn besta leik- mann. En það afsakar samt ekki alltof mörg mistök í sóknarleiknum, einföld mistök eins og slakar og vanhugsaðar sendingar. Á stundum virðist liðið reyna að leika af meiri hraða í sókn- arleiknum en það ræður við. Eflaust bætir ekki úr skák að sjálfstraust manna fer þverrandi. En þrátt fyrir allt var sóknarleikurinn skárri nú en gegn Val í síðustu umferð. Eins og áður hefur verið lýst í um- fjöllun um leik Hauka í haust á liðið talsvert inni í sóknarleiknum. Hægri vængurinn er t.d. lítt virkur. Liðið nær fínum köflum í sóknarleik sínum en dettur á stundum niður. En það er nóg eftir af mótum og liðið er efst og ekki hægt að kvarta yfir því. Haukarnir voru skrefi á undan í Mosfellsbæ  Afturelding situr enn á botninum án stiga  Alltof mörg mistök í sóknarleiknum Morgunblaðið/Kristinn Í sóknarhug Adam Baumruk sækir að Þrándi Gíslasyni Roth, Aftureldingu, en Stefán Rafn Sigurmannsson, Tjörvi Þorgeirsson og Hilmar Stefánsson fylgjast með framvindu mála og Hilmar virðist hafa allskostar við Tjörva. ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2012 Björn RóbertSigurð- arson, landsliðs- maður í íshokkíi, skoraði tvívegis fyrir Hvidovre í næstefstu deild- inni í Danmörku um helgina. Hvi- dovre vann topp- lið deildarinnar Gentofte Stars 6:2. Björn gekk til liðs við Hvidovre frá Skautafélagi Reykjavíkur í sumar en hann er einnig gjaldgengur í U-20 ára lið félagsins sem er öflugt. Hvidovre er í 6. sæti deildarinnar en Íslend- ingaliðið Amager er í 5. sæti.    Björninn vann mjög öruggan sigurá SR Fálkum, 12:2, á Íslands- móti karla í íshokkí í fyrrakvöld. Daniel Kolar skoraði 3 mörk og þeir Ólafur Hrafn Björnsson, Falur Birk- ir Guðnason og Brynjar Bergmann 2 mörk hver. Björninn hefur unnið fyrstu fjóra leiki sína í deildinni.    Gestur Jónsson, leikmaður Vík-ings, var úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ í fyrradag vegna brots á síðustu and- artökum viðureignar Víkings og ÍBV í 1. deild karla í handknattleik í síð- ustu viku. Gestur tekur út leikbannið þegar Víkingur sækir Gróttu heim annað kvöld.    Ingvar Jóns-son, mark- vörður knatt- spyrnuliðs Stjörnunnar, flaug utan til Kristiansund í Noregi í fyrradag þar sem hann mun skoða að- stæður og æfa með liðinu næstu daga. „Þetta kom upp fyrir svona viku. Mér var boðið að koma og æfa,“ sagði Ingvar í samtali við mbl.is í gær en áhugi er hjá liðinu á því að semja við markvörðinn unga. „Þeir virka áhugasamir um mig og liðið virðist vera stórhuga. Það er á leiðinni upp í B-deildina. Þetta lítur mjög vel út, er svona notalegur fjölskylduklúbbur,“ sagði Ingvar.    Víkingar frá Ólafsvík, sem leika íefstu deild karla í fótboltanum í fyrsta skipti á næsta ári, hafa samið við pólska varnarmanninn Tomasz Luba um að leika með þeim áfram. Luba er 26 ára gamall og hefur leikið með Ólafsvíkingum í þrjú ár. Í ár lék hann 21 af 22 leikjum liðsins í 1. deild- inni. Luba lék áður eitt tímabil með Reyni í Sandgerði í 2. deild.    Danski knattspyrnumaðurinn Al-exander Scholz sem lék með Stjörnunni í Pepsi-deildinni í sumar flaug til Belgíu í gær þar sem hann mun æfa næstu vikuna með Lokeren. Scholz, sem er tvítugur og hefur leik- ið með yngri landsliðum Dana, spilaði 21 leik í Pepsi-deildinni í sumar og var lykilmaður í Stjörnuliðinu sem komst í bikarúrslitaleikinn í fyrsta skipti í sögu félagsins. Hann hafði tekið sér frí frá knattspyrnuiðkun áð- ur en hann samdi við Stjörnuna fyrir sumarið.    Örn IngiBjarkason lék ekki með Aft- ureldingu gegn Haukum í gær- kvöld í úrvalsdeild karla í handknatt- leik, N1-deildinni. Hann meiddist á vinstri ökkla á æf- ingu í fyrrakvöld en tók þátt í upp- hitun fyrir leikinn við Hauka. Þá kom betur í ljós að hann var ekki leikfær að þessu sinni. Ekki er þó talið að meiðslin séu alvarleg eða að Örn Ingi verði lengi frá keppni. Fólk sport@mbl.is Nú styttist í að þeir Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum reyni fyrir sér á 1. stigi úrtökumót- anna fyrir PGA-mótaröðina í golfi í Bandaríkjunum. Fyrsta stigið er leikið á fimmtán völlum víðsvegar um Bandaríkin. Kylfingarnir sækja um hvaða völl þeir vilja helst spila og raða þeim niður á óskalista. Hvorugur Íslendinganna fékk það sem hann helst vildi. Ólafur sóttist eftir því að spila í Charlotte í Norður-Karólínu en mun spila í Florence í Suður-Karólínu. Ólafur mun hefja leik hinn 24. október. Ólafur vann sér þátttökurétt á 1. stiginu með því að komast í gegnum forkeppni í Dallas í Texas á dög- unum. Styttra er í að Birgir Leifur muni stíga á svið en hann mun leika í Ma- dison í Mississippi. Birgir mun hefja leik hinn 16. október. Birgir komst beint inn á 1. stigið þar sem hann komst á 2. stig úrtökumót- anna fyrir PGA í fyrra. Þeir eru einu Íslendingarnir sem reyndu við tvær mótaraðir í ár og er Birgir kominn á 2. stigið fyrir Evr- ópumótaröðina en Ólafur er úr leik. Komast þarf í gegnum þrjú stig hvort sem um er að ræða PGA- eða Evrópumótaröðina. kris@mbl.is Birgir í Mississippi og Ólafur í S-Karólínu Morgunblaðið/Ómar 16 Birgir Leifur byrjar 16. október. Morgunblaðið/Sigurgeir S. 24 Ólafur Björn Loftsson byrjar 24. október. „Ég átti von á miklu erfiðari leik en þetta hérna á Ísafirði. En okkur tókst að skilja þá eftir tiltölulega snemma, vörnin small hjá okkur við fengum mikið af hraðaupphlaupum og auðveldum körfum, og það gerði útslagið,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálms- son, þjálfari Fjölnis, við Morg- unblaðið eftir stórsigur Grafarvogsl- iðsins á nýliðum KFÍ, 95:67, í úrvalsdeild karla í körfubolta á Ísa- firði í gærkvöld. Hjalti tók við þjálfun liðsins í sum- ar og það er nú með 4 stig eftir fyrstu tvo leikina. „Ég er að sjálfsögðu mjög sáttur við þessa byrjun, það er ekki hægt að gera betur en þetta. Strákarnir koma allir mjög frískir til leiks, þeir lögðu mikið á sig í sumar og við erum bjartsýnir á veturinn. Miðherjinn okkar var bara að koma og á eftir að falla betur inn í þetta. Við ætlum allavega að gera betur en að enda í 10. sæti,“ sagði Hjalti og vitnaði með því í spána sem gerð var áður en Íslandsmótið hófst. Árni Ragnarsson var í fararbroddi hjá frískum Fjölnisstrákum með 22 stig og 12 fráköst og lék þó nær ekk- ert í fjórða leikhluta. Lið KFÍ stóð Fjölni langt að baki og virðist eiga erfiðan vetur í vændum. vs@mbl.is „Ekki hægt að gera betur en þetta“ Varmá, Mosfellsbæ, úrvalsdeild karla, N1 deildin, miðvikudaginn 10. október 2012. Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 2:4, 5:7, 6:10, 7:12, 9:13, 10:16, 15:19, 17:23. 21:25, 22:27. Mörk Aftureldingar: Sverrir Her- mannsson 6, Hilmar Stefánsson 5/2, Jóhann Jóhannsson 4, Böðvar Páll Ásgeirsson 3, Fannar Helgi Rún- arsson 3, Þrándur Gíslason 1. Varin skot: Davíð Svansson 13 (þar af 4 til móthera). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Hauka: Stefán Rafn Sig- urmannsson 10/2, Tjörvi Þorgeirs- son 5, Elías Már Halldórsson 3, Freyr Brynjarsson 3, Jón Þorbjörn Jónsson 3, Gylfi Gylfason 2, Árni Steinn Steinþórsson 1. Varin skot: Giedrius Morkunas 10 (þar af 4 til mótherja). Aron Rafn Eð- varðsson 7 (þar af 2 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Ómar Ingi Sverrisson og Magnús Kári Jónsson, góðir. Áhorfendur: 337, jafnmargir og á síðasta heimaleik Aftureldingar. Afturelding – Haukar 22:27

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.