Morgunblaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2012 REIKNAÐU DÆMIÐ TIL ENDA FÍB AÐILD MARGBORGAR SIG! Félag íslenskra bifreiðaeigenda Skúlagötu 19 101 Reykjavík s. 414 9999 fib@fib.is fib.is FÍB félagi fær - 8 kr. af eldsneyti - 8 kr FÍB dælulyklar veita 8 krónu afslátt á valdri Atlantsolíustöð og 6 krónu afslátt á öðrum stöðvum. Sparnaðurinn jafngildir 11.500 krónum miðað við 120 lítra á mánuði í eitt ár. FÍB Aðstoð Opin allan sólarhringinn. - Start aðstoð - Eldsneyti - Dekkjaskipti - Dráttarbíll Lögfræðiráðgjöf Tækniráðgjöf Allt þetta innfalið og meira til! Ársaðild FÍB er aðeins kr. 6.180.- Gerast FÍB félagi í dag? Síminn er 414-9999 eða fib.is Skoðunarstöðvar, smurstöðvar, verkstæði, hjólbarðaverkstæði, veitingastaðir, 150.000 staðir innanlands sem og erlendis. Afslættir Albaníu. Þar mætir Íslands heima- mönnum í þriðja leik í undankeppni HM 2014 á morgun klukkan 17.00. Íslenska liðið þarf sárlega á góð- um úrslitum að halda eftir svekkels- ið á Kýpur í síðasta mánuði sem kom í kjölfar frábær sigurs á Norð- mönnum hér heima. Íslensku strák- arnir komu flestir saman á mánu- daginn í Albaníu en sumir sem áttu leiki með sínum félagsliðum í byrjun vikunnar komu til móts við liðið á þriðjudaginn. Reyna að dreifa huganum „Þetta er ekkert frábært land til að vera eitthvað að ráfa um í þannig við erum bara inná hótelinu og tök- um því rólega. Þetta er fínt samt. Það er ekki yfir neinu að kvarta hérna. Við erum bara einbeittir að standa okkur á föstudaginn því það er það eina sem skiptir máli,“ segir Aron Einar sem viðurkennir þó að erfitt sé að vera innilokaður á hóteli í heila viku. „Menn verða alveg þreyttir á þessu en við gerum það besta úr þessu. Það er bíó hérna á hótelinu og svona. Við reyndum bara að dreifa huganum. Við tæklum þetta bara eins og hvert annað verkefni,“ segir Aron. Öðruvísi leikur Fyrirliðinn segir þá sem mættir eru til Albaníu vera í góðu standi og alla klára í leikinn mikilvæga á föstu- daginn. „Það eru allir heilir og engin meiðsli í gangi. Það eru einhverjar bólgur hér og þar eins og gerist og gengur en annars allir í fínu standi.“ Albanir eru með fínt lið og hafa jafnan náð góðum úrslitum á heima- velli. Þeir unnu Kýpverja, 3:1, nokkrum dögum áður en Kýpur vann sanngjarnan sigur á okkar mönnum. „Það er enginn að segja að þeir séu með slappt lið. Þeir eru svipaðir og Kýpverjarnir. Þeir eru flinkir með boltann en eru líka að henda sér í jörðina. Þetta verður öðruvísi leik- ur en við erum vanir en við erum að læra inná að spila þessa leiki og för- um rólega í það,“ segir Aron. Staðráðnir í að gera betur Leikurinn gegn Kýpur situr ekki í mönnum, segir Akureyringurinn. Menn ætla einfaldlega að gera betur gegn Albaníu. „Við megum ekki og erum ekki að hugsa um leikinn gegn Kýpur ennþá. Það jákvæða við það tap var hversu stutt var í næsta leik. Við fáum núna tækifæri til að gera betur og vonandi nýtum við okkur það. Það er samt klárt að við þurfum að spila betur á föstudaginn en við gerðum gegn Kýpur ætlum við að ná góðum úrslitum. Menn eru einfald- lega staðráðnir í að gera betur. Þetta verður samt erfiður leikur og eflaust svolítið spes stemning sem við erum ekki vanir. Við ætlum samt að sýna úr hverju við erum gerðir,“ segir Ar- on Einar. Ætlum að sýna úr hverju við erum gerðir  Íslenska landsliðið æfir í Tirana fyrir leikinn gegn Albaníu  Hótellífið erfitt  Þurfa að spila betur en gegn Kýpur Ljósmynd/Sakis Savvides Undankeppnin Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, með boltann í leiknum á Kýpur í síðasta mánuði. FÓTBOLTI Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is „Hér er allt voða flott á hótelinu sem er svakalega fínt. Við erum reyndar ekkert að ráfa mikið út af því. Það er bara svona hótellíf í gangi hjá okkur strákunum,“ segir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fót- bolta, í viðtali við Morgunblaðið en hann er staddur ásamt landsliðinu í ist mun fyrr en núna og hún verði um leið markvissari,“ sagði Aron í samtali við Morgunblaðið. „Ég sé fyrir mér að þessi maður muni geta aðstoðað okkur við að skipuleggja þetta starf frá grunni og vinnu með hópi manna hér á landi við að byggja upp íslenskan markvarðaskóla,“ segir Aron sem bætir við að mark- verðir hér á landi hafi oft orðið út- undan. Í alþjóðlegum handknattleik í dag skiptir markvarslan sífellt meira máli. „Ef vel er staðið að mál- um þá eigum við að geta eignast fleiri góða markverði í framtíðinni,“ segir Aron. Hittir landsliðsmenn og Guðmund í Þýskalandi Auk þess að fara til Danmerkur í næstu viku heldur hann einnig til Þýskalands og sér tvo leiki þar á þriðjudag og miðvikudag. Annars vegar er um að ræða leik Flensburg og Lemgo og hins vegar viðureign Magdeburg og Wetzlar. Um leið gefst tækifæri til þess að ræða við landsliðsmennina íslensku sem leika með Flensburg, Magdeburg og Wetzlar. Þá hyggst Aron einnig hitta forvera sinn í starfi landsliðs- þjálfara, Guðmund Þórð Guðmunds- son. Fyrsti landsleikur Íslands undir stjórn Arons verður í Laugardals- höllinni miðvikudaginn 31. október. Þá mætir íslenska landsliðið því hvít- rússneska í riðlakeppni fyrir Evr- ópumeistaramótið sem haldið verð- ur í Danmörku í byrjun árs 2014. Tekur þjálfun mark- varða föstum tökum HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, hefur í hyggju að koma betra skipulagi á þjálfun markvarða hér á landi, jafnt hjá fé- lagsliðum sem yngri landsliðum. Ar- on segir nauðsynlegt að taka þjálfun markvarða fastari tökum svo hún verði markvissari hjá félagsliðum og hefjist fyrr en nú er. Hann vill byggja upp ákveðið skipulag í þess- um málum og hefur í hyggju að fá Dana til liðs við sig í þeim efnum og að þeir myndi ásamt hópi manna hér á landi vinnuhóp í þeim efnum. Markvarsla hefur lengi verið Akkilesarhæll í handknattleik hér á landi, jafn hjá félagsliðum sem landsliðinu. Aron vill að nú verði fastar tekið á þessum málum en gert hefur verið. Þjálfun markvarða hefjist fyrr og verði markvissari Daninn sem Aron ætlar að fá til samvinnu í þessum efnum við að byggja upp hinn íslenska mark- varðaskóla, líkt og Danir og Svíar hafa, hefur víðtæka reynslu af þjálf- un markvarða. Hann hefur komið að svipuðu starfi innan danska hand- knattleikssambandsins og þjálfað markverði hjá félagsliðum í heima- landi sínu. Aron mun m.a. funda með honum í Danmörku í næstu viku. „Ég vil að þjálfun markvarða hefj- Morgunblaðið/Golli Ferðast Aron Kristjánsson leggur land undir fót á næstu dögum. Gunnar Guðmundsson var í gær ráð- inn þjálfari 1. deildar liðs Selfyss- inga í knattspyrnu og tekur við af Loga Ólafssyni sem hætti störfum þar í vikunni til að taka við Stjörn- unni. Gunnar, sem er 43 ára Kópa- vogsbúi, þjálfaði fyrst Leikni á Fá- skrúðsfirði í 3. deild og síðan Leift- ur/Dalvík í 1. deild, en tók við HK í 1. deildinni árið 2004 og stýrði liðinu í hálft fimmta tímabil. Hann fór með það uppí úrvalsdeild í fyrsta sinn og hélt því þar árið 2007 en var síðan sagt upp á miðju tímabili 2008. Gunnar hefur ekki þjálfað fé- lagslið frá þeim tíma en hefur stýrt U17 ára landsliði Íslands með góð- um árangri undanfarin ár. Undir hans stjórn varð það Norður- landameistari 2011 og lék síðan í átta liða úrslitum Evrópukeppn- innar í vor, þar sem litlu munaði að það kæmist í undanúrslit. vs@mbl.is Gunnar Guðmundsson tók við Selfyssingum af Loga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.