Morgunblaðið - 12.11.2012, Side 2

Morgunblaðið - 12.11.2012, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 Tjald yfir palli. Loftkæling. CD spilari. Stokkur milli sæta ofl. Hægt að breyta í station. Frábært verð: 6.490.000 kr. Nýr Land Rover Defender Crew Cab S 5 manna. Fiskislóð 16 Sími: 577 3344 Opið 12 til 18 virka daga Bíllinn úr nýju 007 m yndinn i Skyf all fæst h já Spa ribíl á ca. 3,5 milljón a afslæ tti Fiskislóð 16 Sími: 577 3344 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fimmta píanókeppni Íslandsdeildar Evrópusambands pí- anókennara var haldin í Salnum dagana 7.-11. nóvember. Keppnin er fyrir unga og efnilega píanónemendur, 25 ára og yngri, og er markmiðið með henni að gefa nemendunum tækifæri til að spreyta sig við krefjandi aðstæður. Keppt er í þremur aldursflokkum, 14 ára og yngri, 18 ára og yngri og 25 ára og yngri, en jafnframt eru veitt verðlaun fyrir besta flutning á íslensku píanóverki, sem er sérstaklega samið fyr- ir keppnina. Anna Rún Atladóttir, formaður Íslandsdeildar EPTA, segir keppnina mikla prófraun fyrir ungmennin, sem þurfi að skila inn umsókn og verkaskrá í júní og æfi sig í marga mánuði fyrir keppnina. „Þau þjálfa með sér sjálfsaga, ein- beitingu og færni til að skila sem bestum flutningi undir álagi og svo er þetta voða gaman, að koma og hlusta á aðra og vera í umhverfi þar sem margir eru að spila,“ segir Anna. Alls skráðu 45 ungmenni sig til keppni í ár og er það metþátttaka. Það var Alexander Smári Kristjánsson Edel- stein sem sigraði í flokki 14 ára og yngri, Lilja Cardew sem sigraði í flokki 18 ára og yngri og Jane Ade Sutarjo sem sigraði í flokknum 25 ára og yngri. Jane hlaut einnig verð- laun fyrir besta flutning á píanóverkinu frumsamda en það var Daníel Bjarnason sem samdi verkið að þessu sinni. holmfridur@mbl.is Ögrandi tækifæri fyrir efnilega píanónemendur  Metþátttaka í píanókeppni EPTA  Æfa í marga mánuði Morgunblaðið/Kristinn Píanó Jane Ade Sutarjo bar sigur úr býtum í flokknum 25 ára og yngri en hún fékk einnig verðlaun fyrir besta flutning á frumsömdu verki Daníels Bjarnasonar. Víkingur Heiðar Ólafsson vann fyrstu keppnina árið 2000. Músík Anna segir EPTA-keppnina góðan undirbúning fyrir nemendurna fyrir þátttöku í öðrum keppnum. Grindavíkurbær mun lækka út- svarið á næsta ári úr 14,48% í 14,38%. Ráðast á í fjárfestingar fyrir um 600 milljónir árið 2013 og meiri framkvæmdir fylgja síðar. „Undanfarin tvö ár höfum við unnið eftir áætlun um að ná jafn- vægi í rekstri 2013 og það gengur betur en við áttum von á,“ sagði Ró- bert Ragnarsson bæjarstjóri. Geng- ið var í það árið 2011 að borga upp nánast öll lán. Á næsta ári verða af- borganir af lánum tæpar 15 millj- ónir. Mikið hefur verið hagrætt og gjaldskrár hækkaðar en þær eru þó heldur lægri en gengur og gerist í nágrenninu, að sögn Róberts. „Stóri viðsnúningurinn er vöxtur í útsvarsstofninum og tekjur okkar hafa vaxið hratt. Hér hefur verið minna atvinnuleysi en annars staðar á svæðinu. Laun sjómanna hafa hækkað og það hafa verið góðir tímar í ferðaþjónustu,“ sagði Ró- bert. Hann sagði að útsvarslækkunin yrði tekin í smáum skrefum. Til- gangurinn er að skila einhverju til íbúanna og eins að laða aðkomusjó- menn til að setjast að í Grindavík. Róbert fór í báta á síðustu vetr- arvertíð og kynnti sjómönnunum bæinn. Þeir nefndu að það vantaði atvinnu fyrir maka, leiguhúsnæði og fjárhagslegan ávinning til þess að þeir flyttu. Nú er verið að koma til móts við þessar óskir. gudni@mbl.is Útsvarið lækkar í Grindavík 2013  Viðsnúningur varð í útsvarstekjum Morgunblaðið/RAX Grindavík Betri afkoma er nú í sjáv- arútvegi og ferðaþjónustu en áður. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Almannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra er byrjuð að vinna að aðgerða- áætlun vegna komu skemmtiferða- skipa í Faxaflóahafnir, að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra hjá Faxa- flóahöfnum sf. Stefnt er að því að áætlunin verði tilbúin fyrir næsta vor. Hann sagði þörfina fyrir slíka áætlun tvímælalaust vera fyrir hendi. Mögulega gæti áætlunin kom- ið fleirum til góða enda heimsæktu skemmtiferðaskip ýmsar íslenskar hafnir utan Faxaflóans. Brýnt er að gera viðbragðs- og að- gerðaáætlun í Reykjavíkurhöfn vegna mögulegra sjóslysa skemmti- ferðaskipa, að mati Júlíusar Vífils Ingvarssonar, borgarfulltrúa og stjórnarmanns í Faxaflóahöfnum sf. Hann bendir á að um borð í stærstu skipum sem hingað koma geti verið meira fjögur þúsund manns. Tak- markaður tækja- og björgunarbún- aður sé til staðar miðað við stærð þessara skipa. Fulltrúar Sjálfstæð- isflokks lögðu fram bókun í stjórn Faxaflóahafna föstudaginn 9. nóv- ember. Þar kemur fram að greinar- gerð um öryggi skemmtiferðaskipa sem Júlíus Vífill og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi, ósk- uðu eftir í stjórn Faxaflóahafna sf. sýni hve hættan geti verið mikil. Tvö skip lentu í vandræðum „Á þessu sumri komu 88.500 far- þegar til hafnar í Reykjavík með 82 skemmtiferðaskipum á þremur mán- uðum. Tvö stór farþegaskip lentu í vandræðum vegna hliðarvinds,“ seg- ir í bókuninni. Bent er á í bókuninni að góð viðbragðsáætlun hafi verið gerð vegna mögulegs ferjuslyss á Seyðisfirði og eins er til aðgerða- áætlun vegna hvalaskoðunarbáta og annarra farþegaskipa á Húsavík. Stjórn Faxaflóahafna hefur áður rætt um öryggi skemmtiferðaskipa í höfnunum. Skrifleg greinargerð hafnarstjóra og yfirhafnsögumanns um það efni var lögð fram á stjórn- arfundi 12. október s.l. Þar kemur m.a. fram að áhættuþættir við mót- töku skipa, brottför þeirra og viðlegu séu nokkrir. Í fyrsta lagi veður, í öðru lagi ástand og búnaður skips, í þriðja lagi almenn áhætta varðandi eldsvoða og loks áhætta vegna mis- taka. Einnig er gerð grein fyrir drátt- arbátum sem Faxaflóahafnir hafa yf- ir að ráða. Engin höfn á Íslandi ræð- ur yfir betri dráttarbátum en Faxaflóahafnir. Sá öflugasti, Magni, er með 40 tonna togkraft. Til sam- anburðar er varðskipið Þór með 120 tonna togkraft. Dráttarbátur með t.d. 80 tonna togkraft er talinn geta verið góð viðbót við bátaflota hafn- anna, en slíkur bátur myndi ekki leysa allan vanda. Dráttarbátur með 80 tonna togkraft sem gæti bæði tog- að og ýtt með sama krafti (ASD tug) myndi kosta 1,2-1,3 milljarða. Viðbúnaður vegna stórskipa  Unnið að aðgerðaáætlun vegna mögulegra óhappa skemmtiferðaskipa Morgunblaðið/Sigurgeir S. Stórskip Caribbean Princess seinkaði brottför frá Reykjavík 30. ágúst sl. vegna roks. Skipið komst ekki frá bryggju þrátt fyrir aðstoð dráttarbáta. Stöðug fjölgun farþega » Um borð í 82 skemmti- ferðaskipum sem komu til Reykjavíkur 2012 var pláss fyrir rúmlega 100.000 farþega, mið- að við að selt væri í neðri kojur. » Árið 2011 komu 63.000 far- þegar með skemmtiferðaskip- um til Reykjavíkur. » Miðað við 4% vöxt á ári gætu komið um 140.000 farþegar til Reykjavíkur árið 2020 með skipum. Miðað við meðalaukn- ingu undanfarin ár gætu þeir farið yfir 200.000 árið 2020.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.