Morgunblaðið - 12.11.2012, Side 4

Morgunblaðið - 12.11.2012, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 E N N E M M / S ÍA / N M 5 2 2 0 2 siminn.is · 8004000@siminn.is Vertu með símkerfið í öruggum höndum hjá Símanum Fyrirtæki Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Ég er gríðarlega stoltur að hafa fengið þetta traust frá félögum mínum. Það hefðu fáir trúað því að ráð- herra efnahagsmála og velferðarmála, sem hefur þurft að takast á við þau verkefni sem ég hef gert sem ráðherra, bæði hvað varðar atvinnuúrræði og skuldavanda heimilanna, ætti kost á endurkjöri,“ sagði Árni Páll Árnason á laugardag, þegar ljóst varð að hann hafði tryggt sér fyrsta sætið í flokks- vali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Árni fékk 1.041 atkvæði í 1. sæti, Katrín Júl- íusdóttir 1.364 atkvæði í 1.-2. sæti, Magnús Orri Schram 1.250 atkvæði í 1.-3. sæti, Lúðvík Geirsson 1.105 atkvæði í 1.-4. sæti og Margrét Gauja Magn- úsdóttir 889 atkvæði í 1.-5. sæti. Í 6. sæti á listanum lenti Margrét Júlía Rafnsdóttir, Amal Tamimi í 7. sæti, Anna Sigríður Guðnadóttir í 8. sæti, Stefán Rafn Sigurbjörnsson í 9. sæti og Geir Guðbrands- son í 10. sæti. Paralistaaðferð var beitt til að tryggja jafnt hlutfall kynja og því var Margrét Gauja færð upp í 4. sætið og Lúðvík niður í 5. sætið. „Við Árni Páll fáum bæði gott endurkjör og fyrir það er ég afar þakklát,“ sagði Katrín eftir að nið- urstöðurnar voru tilkynntar. Hún sagði úrslitin ekki vonbrigði. „Nei, nei, þetta eru engin vonbrigði. Við fáum endurkjör í sömu sæti og í síðustu kosn- ingum og það er gott mál,“ sagði Katrín. Aðspurð í gær hvort hún hefði tekið ákvörðun um framboð til formanns Samfylkingarinnar sagðist hún ekki myndu taka ákvörðun fyrr en öllum próf- kjörum flokksins væri lokið. „Menn eru bara að klára þetta fyrst og síðan fara menn að spá í þessi mál. Ég fæ töluverða hvatningu í þetta en ég skoða þetta vandlega og tek mér tíma í það,“ sagði Katrín um formannsslaginn. Alls greiddu 2.129 atkvæði í flokksvalinu í Suð- vesturkjördæmi en 5.693 voru á kjörskrá. Nokkur bið varð á því að úrslit yrðu kunngjörð en að sögn Valgerðar Guðjónsdóttur, yfirmanns kjörstjórnar, þurfti að fara yfir þau tæplega 150 atkvæði sem bárust skriflega. „Fyrst var farið yfir hvort nöfnin sem voru á pappírnum væru á kjörskrá og svo þurfti að kanna hvort einhver hefði bæði kosið rafrænt og skriflega. Það kom upp í einu tilviki. Það var áhugasamur fé- lagsmaður sem taldi sig hafa gert mistök í rafrænu kosningunni. Hann mætti á kjörstað og gaf atkvæði þar líka,“ sagði Valgerður í samtali við mbl.is í gær. Af þeim sem í framboði voru fékk enginn fleiri at- kvæði í 1.-6. sæti en Magnús Orri Schram, eða 1.841 atkvæði. „Ég tel að með þessu sé fólk að taka undir þá framtíðarsýn sem ég hef kynnt að undanförnu. Þar legg ég áherslu á nútímaatvinnulíf og græna framtíð. Eins tel ég að hér verði ekki verðmæta- sköpun nema með almennilegu velferðarkerfi. Þessi sýn hefur farið vel í kjósendur í Kraganum,“ sagði Magnús Orri á laugardag. Árni Páll í fyrsta sæti  Úrslitin ekki vonbrigði, segir Katrín Júlíusdóttir  Tekur ekki ákvörðun um formannsframboð fyrr en að prófkjörum loknum  Einn greiddi atkvæði tvisvar Morgunblaðið/Eggert 1. sæti Árni taldi líklegt að hann næði þingsæti en sagðist skilja þá sem vildu að kona leiddi listann. Niðurstaða í SV-kjördæmi Árni Páll Árnason Katrín Júlíusdóttir Magnús Orri Schram Margrét Gauja Magnúsdóttir Lúðvík Geirsson 1.041 1.364 1.250 889 1.105 1. sæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1.-5. sæti 1.-4. sæti 0 200 400 600 800 1.00 0 1.20 0 1.40 0 Kristján L. Möller hreppti fyrsta sætið í flokksvali Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi um helgina. Hlaut hann 609 atkvæði í 1. sæti, Erna Indriðadóttir 311 atkvæði í 1.-2. sæti, Jónína Rós Guðmunds- dóttir 403 atkvæði í 1.-3. sæti, Sig- mundur Ernir Rúnarsson 471 at- kvæði í 1.-4. sæti, Helena Þ. Karlsdóttir 517 atkvæði í 1.-5. sæti og Örlygur Hnefill Jónsson 561 at- kvæði í 1.-6. sæti. „Mér finnst ég finna mikinn byr í þessu flokksvali og er óskaplega þakklát þeim sem studdu mig,“ sagði Erna Indriðadóttir á laugardag. Hún sagðist vona að Samfylkingin fengi a.m.k. tvö þingsæti í kjördæm- inu og helst fleiri. „Ég stefndi á að verða ekki neðar en þriðja sætið og vildi helst taka að mér baráttusætið en fór sæti neðar og við það mun ég una,“ sagði Sig- mundur Ernir Rúnarsson í samtali við mbl.is í gær. Hann sagði að nú væri markmiðið einfaldlega að ná inn fjórum þing- mönnum í kjördæminu en mikilvæg- ast væri að boðskapur jafnaðar- mennskunnar héldi áfram að lifa og dafna. Kristján Möller Erna Indriðadóttir Kristján leiðir í NA- kjördæmi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.