Morgunblaðið - 12.11.2012, Side 6

Morgunblaðið - 12.11.2012, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 Skógarhlíð 18 sími 595 1000 www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. • • Osló frá kr. 9.900 Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt verð á völdum dagsetningum í beinu flugi til eða frá Osló í vetur. Nú er tækifæri til að bregðast skjótt við og næla sér sæti á frábærum kjörum! Verð kr. 9.900. Netverð. Flugsæti á mann aðra leiðina með sköttum. Vilborg Arna Gissurardóttir, sem stefnir að því að ganga á suðurpólinn fyrst íslenskra kvenna, bíður nú í Punta Arena í Síle eftir því að geta flogið á upphafsstað göngu sinnar. Sökum óhagstæðra lendingarskil- yrða á jöklinum hefur ekki verið hægt leggja af stað fyrr. Vonir standa þó til að skilyrðin á svæðinu batni næsta sólarhringinn. Miðað við aðstæður í gærkvöldi reiknar Vil- borg ekki með að geta hafið gönguna fyrr en á þriðjudag. Hún þarf enn fremur að staldra við í tjaldbúðum ALE (antarctic logistics and expedi- tions) á suðurskautinu í að minnsta kosti einn dag áður en ferðin getur hafist. Leiðangrinum er stjórnað frá ALE og verður Vilborg í sambandi við tjaldbúðirnar minnst einu sinni á sólarhring meðan á ferð hennar um suðurpólinn stendur og njóta ráð- gjafar læknis, veðurfræðings og samskiptafræðings. Suðurpólsfarinn Vil- borg Arna föst í Síle Morgunblaðið/Kristinn Á pólinn Áætlað er að ferðin taki um 50 daga með 22 km göngu á dag. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Skipulagsmál eru fyrirferðarmikil á Kirkjuþingi 2012, að sögn séra Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur, verkefn- isstjóra hjá Þjóðkirkjunni. Þar á meðal eru tillögur um sameiningu prestakalla og prófastsdæma og tillögur sem lúta að auknum sveigjanleika í innra skipulagi kirkj- unnar. Þegar hafa nokkur mál verið afgreidd til löggjaf- arnefndar og annarrar umræðu. Á laugardag var fyrri umræða um að sameina Pat- reksfjarðarprestakall og Bíldudals- og Tálknafjarð- arprestakall. Fram kom á þinginu að mikil andstaða er við sameininguna heima í héraði. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, mælti í gær fyrir tillögu um að fækka prófastsdæmum á höf- uðborgarsvæðinu úr þremur í tvö. Nýtt Reykjavík- urprófastsdæmi myndi ná yfir Seltjarnarnes, Reykjavík, Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós. Reykjanesprófastsdæmi næði yfir Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð og Suðurnes. Tillagan var gagnrýnd og voru þingmenn ekki á einu máli um reynsluna af sameiningu prófastsdæma. Séra Baldur Kristjánsson mælti í gær fyrir tillögu um skipun kirkjunnar í héraði, meðal annars hvort minnka eigi prófastsdæmin frá því sem nú er. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup, mælti í gær fyrir tillögu um framtíðarskipan sókna, prestakalla og prófastsdæma á suðvesturhorninu. Í því máli eru meðal annars fólgin áform um stóraukið samstarf sókna á svæðinu og breytta skipan prestakalla. Hugmyndin er að þetta leiði til betri þjónustu kirkjunnar og nýtingar starfsmanna. Sú gagnrýni kom m.a. fram á Kirkjuþingi í gær að ekki væri ljóst að nokkur fjárhagslegur ávinn- ingur væri af slíkri sameiningu. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup, mælti fyrir tillögu um sameiningu Garðaprestakalls (Akraness) og Saurbæjarprestakalls í Hvalfirði. Sameiningin er gerð til að jafna þjónustubyrði presta á svæðinu en í Garða- prestakalli búa 6.625 íbúar, þar af 5.791 í þjóðkirkjunni, en í Saurbæjarprestakalli búa 585 íbúar, þar af 486 í þjóðkirkjunni. Hugmyndin er að hinu sameinaða presta- kalli verði þjónað af sóknarpresti og presti. Breyttar starfsreglur um kirkjunnar þjóna Þá liggja fyrir Kirkjuþingi tillögur um breyttar starfsreglur við kosningu biskupa, breytingar á starfs- reglum um val og veitingu prestsembætta og tillaga um að við sameiningu prestakalla skuli þau lögð niður, nýtt prestakall stofnað og það auglýst til umsóknar. Kirkjuþing 2012 var sett á laugardaginn var og er reiknað með að því ljúki á fimmtudaginn kemur. Þingið er að þessu sinni haldið í Grensáskirkju í Reykjavík. Nánar er hægt að lesa um mál sem fyrir þinginu liggja á vef Kirkjuþings (www.kirkjuthing.is). Skipulagsmál kirkj- unnar fyrirferðarmikil  Kirkjuþing 2012 fjallar m.a. um sameiningu prestakalla Ljósmynd/kirkjuthing.is Kirkjuþing 2012 Þingið er haldið í Grensáskirkju í Reykjavík. Reiknað er með að það standi fram á fimmtudag. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Mats Persson, forstöðumaður hug- veitunnar Open Europe í Lund- únum, er staddur hér á landi og mun í dag flytja fyrirlestur í hádeginu um samrunaþróunina innan Evrópu- sambandsins og hvernig sú þróun getur torveldað samkeppnishæfni Evrópu. Minni umsvif og opnara ESB „Open Europe er hugveita. Við er- um með skrifstofur í Lundúnum og Brussel og systurhugveitu í Berlín,“ segir Mats Persson og bendir á að sýn þeirra sem að hugveitunni standa sé Evrópusamband sem sé minna um sig og opnara en nú er. „Evrópusambandið myndi þá ein- beita sér meira að verslun og við- skiptum en einnig horfum við mikið til evruvandans og gagnrýnum t.a.m. sumar af þeim björgunaraðgerðum [vegna skuldsettra evruríkja] sem farið hefur verið í,“ segir Persson. Í fyrirlestrinum verða m.a. færð rök fyrir því að frekari samruna- þróun innan Evrópusambandsins sé vart æskileg. „Þótt vissulega séu til rök fyrir auknu samstarfi Evrópu- ríkja eru einnig ýmsar hættur sem leynast í því að taka stór skref í átt til frekari samruna,“ segir Persson en hætturnar segir hann t.a.m. geta leynst á sviðum efnahags- og stjórn- mála. Persson segir að á árum áður hafi samruni innan Evrópusambandsins einkum tekið til stofnana og reglu- gerða en með tilkomu evruvandans í seinni tíð sé öldin hins vegar önnur. „Nú snýst aukinn samruni um skattlagningu og ákvarðanir tengd- ar ríkisútgjöldum, þannig að ég tel að margir kjósendur líti svo á að ákveðinn kostnaður haldist í hendur við aukinn samruna,“ segir Persson. Bendir hann t.a.m. á að ríki Evr- ópusambandsins, óháð stöðu sinni gagnvart þeim vanda sem nú ríkir á evrusvæðinu, glími við ákveðið lýð- ræðisvandamál. Í því samhengi nefnir Persson annars vegar að kjósendur í þeim ríkjum sem teljast mikið skuldsett standi frammi fyrir því að þurfa að sætta sig við það að stjórnmálamenn í öðrum ríkjum innan evrusvæðisins taki mikilvægar ákvarðanir í tengslum við efnahagsmál þeirra lands. Stjórnmálamenn sem þeir geti ekki rekið í kosningum. Á hinn bóginn segir Persson að skattgreiðendur þeirra evruríkja sem hafa hæstu lánshæfismats- einkunnina standi frammi fyrir því að þurfa að sætta sig við að stutt sé við ríkisstjórnir í skuldsettu ríkj- unum sem þeir geti heldur ekki látið taka pokann sinn í kosningum. „Ég tel þetta vera mjög erfiða pólitíska stöðu og það er mjög erfitt að láta hana koma heim og saman við lýð- ræðishugmyndir þjóðríkja,“ segir hann að lokum en fyrirlestur Mats Perssons fer fram í stofu 201 í Odda, félagsvísindahúsi Háskóla Íslands. Samkeppnishæfni Evrópu torvelduð  Mats Persson segir að ríki ESB glími við ákveðið lýðræðisvandamál Morgunblaðið/Kristinn Hádegisfyrirlestur Mats Persson, forstöðumaður Open Europe, flytur í dag fyrirlestur í Háskóla Íslands um samrunaþróunina innan ESB. Tveir rúmlega tvítugir karlmenn voru handteknir rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun eftir að sextán ára stúlka leitaði á neyðarmóttöku Landspítal- ans fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Í tilkynningu frá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu segir að stúlkan muni hafa verið gestkomandi í húsi skammt frá miðborginni um nóttina en ekki hafa fengist nánari upplýsing- ar um málsatvik. Tveir menn handteknir Lögregla Handtók tvo í gærmorgun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.