Morgunblaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is R annsókninni Kynlíf á meðgöngu og eftir fæðingu er ætlað að varpa nokkru ljósi á það hvernig konur upplifa kynlíf á þessu tímabili. Rannsóknin er lokaverkefni Eddu Sveinsdóttur og Hildu Friðfinns- dóttur til kandidatsprófs í ljósmóð- urfræði. Þær hafa starfað sem hjúkrunarfræðingar um árabil við Kvenlækningadeild Landspítalans en leiðbeinandi þeirra var Sóley S. Bender, prófessor og for- stöðumaður fræðasviðs um kyn- heilbrigði. Þreytan skín í gegn Yfir heildina litið segir Edda það skína í gegnum ferlið að þreytan sem mæður finni fyrir hafi mikil áhrif á kynlífið. Á meðgöng- unni,einkum í byrjun hennar, er þreytan sérstaklega áberandi og segjast konurnar oft vera mjög orkulausar. Þetta hefur áhrif á kynlöngun þeirra. Þá bíði sjálfs- myndin gjarnan hnekki á síðustu metrum meðgöngunnar og voru konurnar í rannsókninni gjarnar á að lýsa líkama sínum á þeim tíma á neikvæðan hátt, t.a.m. með því að líkja sjálfum sér við hval. Hér skipti máli fyrir konuna að fá einlægt hrós frá manni sín- um. Varðandi líkamsímynd sýndi það sig einnig að ef hún var góð fyrir meðgöngu voru konurnar sáttari við líkama sinn eftir fæð- ingu og þá varð kynlífið um leið betra. Hvað varðar kynlíf á með- göngu segir Hilda að sumum finnst ekki viðeigandi að stunda samfarir og finnist það óþægilegt. Mikilvægt sé að pör geti rætt þessa hluti sín á milli enda ekkert því til fyrirstöðu að kynlíf sé stundað líði konunni vel og allt sé eðlilegt. Þær eru sammála því að nokkuð vanti upp á fræðslu hvað þetta varðar og konur segist ekki treysta á netið heldur vilji þær heyra frá sínum ljósmæðrum hvað óhætt sé að gera. Aukin þörf fyrir nánd Sóley bendir á mikilvægi þess að brjóta upp hugsanagang okkar um kynlíf. Það sé miklu meira en bara samfarirnar sjálfar og á þessu tímabili sé sérstaklega mik- ilvægt að stuðla að nánd milli para með kossum, faðmlögum og snert- ingu. Konurnar sem rætt var við í rannsókninni nefndu þetta og sögðu flestar að þær hefðu meiri þörf fyrir nánd heldur en að hafa samfarir. Þær aðskilja þannig kyn- ferðislega nánd og samfarir. Þó nefnir Edda að athyglisvert sé að sumar konurnar virðast forðast að láta slíkar þarfir í ljós þar sem þær vilji ekki samfarirnar sem karlmennirnir telja oft að fylgi slíkum atlotum. Hlutverkatogstreita Margir þættir geta haft áhrif á kynlífið fyrstu mánuðina eftir að nýr einstaklingur kemur í heiminn. Einn þeirra er hlutverkatogstreita Kynlíf á meðgöngu og eftir fæðingu Meðganga og fæðing hefur áhrif á kynlíf og er þreytan áberandi áhrifaþáttur. Á þessu tímabili er mikilvægt að hafa í huga að kynlíf getur innifalið margt annað en samfarir og skiptir snerting og nánd einna mestu máli fyrir verðandi og nýbakaðar mæður. Nánd Atlot og snerting skiptir miklu máli í kynlífi pars á meðgöngu. Nú þegar kuldinn leggst að okkur Frónbúum eins og vera ber á þessum árstíma er ekki úr vegi að skipuleggja ævintýraferðir út í hinn framandi heim. Á vefsíðu ferðaskrifstofunnar Kilroy (sem er á Skólavörðustíg) er gaman að vafra og láta sig dreyma, nú eða fá hugmyndir að nýju ferða- lagi og hefja skipulagið. Kilroy ferða- skrifstofan sérhæfir sig í ferðum fyrir ungt fólk og námsmenn. Þeir sem vilja kynnast heiminum og lenda í ævintýrum í gegnum nám eða ferða- lög ættu sannarlega að tékka á þess- ari síðu. Hvort sem fólk vill fara á framandi slóðir í Asíu eða Afríku, svo fátt eitt sé nefnt, eða skreppa í nám til Nýja-Sjálands eða einhvers annars lands, kafa undir yfirborð sjávar á nýjum slóðum, fara í margra daga gönguferð, nú eða fara í hjálparstarf og láta gott af sér leiða þar sem þess er þörf, þá er Kilroy góð byrjun á því öllu saman. Starfsmenn skrifstof- unnar hafa sjálfir víðtæka reynslu af því að ferðast um heiminn svo fólk ætti ekki að koma að tómum kof- unum. Nú er lag að láta drauma ræt- ast! Vefsíðan www.kilroy.is AFP Ferðalög Kilroy ferðaskrifstofan sérhæfir sig í ferðum fyrir ungt fólk. Í nám eða á flakk út í heim Mary Poppins er engin venjuleg barn- fóstra rétt eins og aðdáendur hennar vita en bókin um Mary Poppins eftir P.L. Travers hefur nú verið endur- útgefin hjá bókaforlaginu Sölku vegna mikillar eftirspurnar. Mary Poppins hefur lag á því að gera heiminn okkar skemmtilegri og hristir hún rækilega upp í heimilislíf- inu í Kirsuberjagötu þegar hún gerist barnfóstra hjá Banks-fjölskyldunni. Bókin um Mary Poppins er löngu orðin sígild bók sem bæði fullorðnir og börn hafa gaman af en íslensk þýðing er í höndum Halls Her- mannssonar. Endilega… …gleymið ekki Mary Poppins Barnfóstra Mary Poppins er engum lík. Samtök lífrænna neytenda bjóða til kvikmyndasýningar á heimildar- myndinni Food Matters þriðjudaginn 13. nóvember nk. kl. 20:00 í Norræna húsinu. Myndin rannsakar hvernig mat- urinn sem við borðum getur ann- aðhvort hjálpað okkur eða unnið gegn okkur. Í myndinni ræða ýmsir úr heilsu- geiranum ræða um núverandi stöðu matvæla og lyfjageirans. Næringar- fræðingar, læknar, náttúrulæknar og blaðamenn fara yfir málefni eins og lífrænan mat, matvælaöryggi, hrá- fæði og þerapíur sem grundvallast á næringu. Myndin er frá árinu 2008 og er athyglisverð fyrir alla þá sem er umhugað um mat og hvaðan mat- urinn okkar kemur. Aðgangur er ókeypis á sýninguna og öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Heimildarmynd í Norræna húsinu Mynd fyrir alla sem borða Morgunblaðið/Valdís Thor Matur Samtök lífrænna neytenda bjóða á kvikmyndasýningu um lífrænan mat. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Veitingastaður / verslun Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is Það er mánudagur! Fiskur í matinn? Bjóðum upp á glæsilegt úrval úr fiskborðinu okkar. Frábæru fiskibollurnar á aðeins 849 kr/kg. Kíktu við í dag, opið til 18:15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.