Morgunblaðið - 12.11.2012, Side 11

Morgunblaðið - 12.11.2012, Side 11
Morgunblaðið/Ómar Rannsakendur Hilda Friðfinnsdóttir og Edda Sveinsdóttir starfa á kvennadeild Landspítalans. sem Hilda segir að þær sjái helst hjá konum sem séu að eignast sitt fyrsta barn. Lítill tími sé eftir fyr- ir konuna sjálfa og makann þegar öll tilveran snúist um barnið. Kon- an missi svolítið sjónar á sinni per- sónu til að byrja með. Þá segir Sóley mjög athyglisvert hvernig brjóst konunnar verði nánast eign barnsins og sumum finnst það þægilegra að vera í brjóstahaldara meðan á samförum standi. Brjóst- in verði í raun ekki hluti af kynlíf- inu aftur fyrr en að brjóstagjöfinni lokinni.Hilda bendir þó á að þetta snúist líka um sjálfsmynd kon- unnar. Sumum finnist óþægilegt að leki úr brjóstunum en öðrum sé alveg sama. Að hefja kynlíf á ný Þegar viðtölin fóru fram um sex mánuðum eftir fæðingu barnanna voru allar nema ein farn- ar að stunda kynlíf að nýju en það hófst hjá hinum á bilinu þremur til tólf vikum eftir fæðingu. Lítill munur var á upplifun kvennanna af kynlífinu eftir því hvort þær hefðu fætt eðlilega eða farið í keis- araskurð. Fæstar höfðu end- urheimt kynlöngunina þegar þær byrjuðu að stunda kynlíf eftir fæð- ingu og gerðu það meira fyrir mennina sína frekar en af eigin hvötum og til að prófa hvort allt væri í lagi. „Mér fannst mjög áhugavert að þær lýsa því að þegar þær hafa ekki áhuga eða löngun til að stunda kynlíf eftir fæðingu þá eru þær frekar að gera það fyrir mennina sína og fram kom að þetta væri þjónusta við þá. Þær hafi líka viljað koma þessu í gang og sjá hvort allt virkaði,“ segir Hilda og Edda bætir við að kon- urnar hafi allar sagt að makinn hafi ekki þrýst á þær heldur hafi þetta frekar verið til að friða eigin samvisku. Opna má umræðuna frekar „Konur bera traust til sinnar ljósmóður og við veltum fyrir okk- ur hvort það væri þörf á mæðra- vernd tveim til þremur mánuðum eftir fæðingu þar sem konan gæti rætt sína andlegu og líkamlegu líð- an eftir fæðinguna. Eins sögðu konurnar okkur að þær hefðu vilj- að að ljósmæður í mæðravernd hefðu haft frumkvæði að því að ræða kynlíf á meðgöngu og eftir fæðingu. Það mætti því gjarnan opna umræðuna meira,“ segir Edda. Rannsakendur vonast nú til að geta útbúið fræðsluefni upp úr rit- gerðinni fyrir þær ljósmæður sem sinna meðgönguvernd til að auð- veldara sé að brydda upp á þessu málefni og ræða það. Loks vilja þær Sóley, Edda og Hilda þakka sérstaklega þeim átta konum sem tóku þátt í rannsókn- inni. Þátttaka þeirra í jafn per- sónulegri rannsókn sem þessari sé þeim mikils virði og geti um leið hjálpað öðrum konum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 Rjúpnaveiðar hafa gengiðtreglega nú í haust og erhelsta ástæða þess óhag-stætt veðurfar. Miðað við reynsluna síðustu tvö ár má áætla að af níu veiðidögum sé aðeins hægt að stunda rjúpnaveiðar með góðu móti í fimm daga. Þetta er of stuttur tími sem skapar ýmis vandamál. Reynsl- an sýnir að langflestir veiðimenn veiða aðeins fyrir sig og sína og stunda veiðarnar þar til þeir hafa náð í þær rjúpur sem þeir þurfa. Of fáir veiðidagar skapa því streitu, veiðimenn þurfa að leggja mikið á sig og taka því ekki nægjanlegt tillit að veðurfars, færðar og annarra þátta. Talsverð hætta er því á að margir veiðimenn setji sig í óþarfa hættu vegna vályndra veðra. Þegar veður er svo hagstætt til veiða þyrp- ast menn á veiðislóð og á vinsælum svæðum var nánast örtröð fyrstu helgina. Sérfræðingar hafa bent á að ferðir veiðimanna um rjúpnaslóð geti skapað streitu hjá rjúpunni sem gerir hana viðkvæmari og minnki líkur hennar á að lifa af veturinn. Þessi kenning er að vísu mjög lang- sótt og getur varla átt við hér á landi. Hinsvegar eru sterkar líkur á að mikið veiðiálag á afmörkuðu svæði hafi slæm áhrif á rjúpuna. Það er þekkt að streita getur haft skaðleg áhrif á hænsfugla, til dæmis fasana. Ef fuglarnir verða fyrir mikilli streitu fara þeir að leka, halda illa þvagi og saur. Af þeim verður þá sterk lykt sem gerir það að verkum að rándýr eiga auðveldara með að finna þá og þær veikjast frekar og drepast. Rjúpnaveiðar landsmanna skapa varla streitu hjá rjúpum, helsta ástæða streitu í íslenska rjúpnastofninum er fjölgun refs. Refurinn ónáðar rjúpuna á nóttunni þegar hún hvílist, rekur hana upp og truflar á margvíslegan annan hátt. Mikil fjölgun refs á undanförnum ár- um á því talsverðan þátt í því að ís- lenski rjúpnastofninn nær ekki að rétta úr kútnum. Núverandi skipu- lag rjúpnaveiða gengur ekki upp, er slæmt fyrir veiðimenn og rjúpuna. Hinsvegar er það staðreynd að ís- lenski rjúpnastofninn er í niður- sveiflu og þá hefur stofninn dregist saman á undanförnum áratugum og þolir því ekki mikið veiðiálag. Þess vegna voru hagsmunaaðilar, veiði- menn og stjórnvöld sammála um að grípa til ýmissa varnaraðgerða, banna sölu á rjúpum og fækka veru- lega veiðidögum. Þessi aðferðafræði er rétt og um hana almenn sátt. Ekkert kerfi er þó svo fullkomið að ekki megi bæta það. Núverandi kerfi skapar streitu hjá rjúpum og veiði- mönnum. Á næsta ári þarf að ákveða veiðidaga fyrir næstu þrjú árin, veiðidagarnir þurfa að vera 12. Það þýðir í raun sjö til níu virka veiði- daga. Veiða ætti tvær helgar í októ- ber, þrjár helgar í nóvember og eina helgi í desember. Með þessu fyr- irkomulagi væri því marki náð að nýting rjúpnastofnsins yrði skyn- samlegri, veiðarnar yrðu fjölbreytt- ari og ánægjulegri og um þær yrði meiri sátt en nú er. Morgunblaðið/Ómar Rjúpa Íslenski rjúpnastofninn er í niðursveiflu, þessi er spök á þaki. Vá á veiðum Nýting og náttúra Sigmar B. Hauksson Rannsóknin er eigindleg langtímarann- sókn sem byggist á við- tölum við átta konur; annars vegar sex mánuðum eft- ir fæðingu og síðan aftur tólf mánuðum eftir fæðingu. Konurnar voru valdar af handa- hófi en höfðu allar fætt barn á árinu 2011. Þær voru á aldrinum 24-43 ára og voru allar í föstu sambandi, sambúð eða giftar. Konurnar bjuggu allar á höfuðborgarsvæðinu. Rann- sóknin er á vegum Sóleyjar S. Bender við hjúkrunar- fræðideildar Háskóla Íslands og styrkt af Landspítalanum og Fé- lagi íslenskra hjúkrunarfræð- inga. Fengin voru öll tilskilin leyfi fyrir rannsókninni. Þá skal þess getið að þær niðurstöður sem fjallað er um í greininni eiga eingöngu við um viðtölin sem tekin voru sex mánuðum eftir fæðingu. Valdar af handahófi EIGINLEG RANNSÓKN Sóley S. Bender www.volkswagen.is A uk ab ún að ur á m yn d: 16 “ ál fle gu r, þo ku ljó s Volkswagen Polo Meðaleyðsla aðeins 3,8 lítrar á hverja 100 km* Þarfir okkar eru misjafnar og við leitum leiða til þess að uppfylla þær. Volkswagen Polo er öruggur, hagkvæmur og þægilegur bíll sem mætir þínum þörfum fullkomlega. Komdu og reynsluaktu nýjum Volkswagen Polo í dag. Polo Trendline 1.2 bensín, 70 hestafla, beinskiptur Polo kostar aðeins frá 2.350.000kr. * Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum Volkswagen Polo Trendline 1.2 TDI Við fjármögnum þín bílakaupmiðað við Volkswagen Polo Trendline 1,2 TDI beinskiptan og óverðtryggðan bílasamning með gullvildarkjörum frá Ergo til 84 mánaða og 25% útborgun. Hlutfallstala kostnaðar 11,25%. 29.898 kr. á mánuði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.