Morgunblaðið - 12.11.2012, Síða 12

Morgunblaðið - 12.11.2012, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 H a u ku r 1 0 .1 2 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í• tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. Fyrirtæki í innflutningi á sérhæfðum efna- og tæknivörum til notkunar í• fyrirtækjum. Fyrirtækið nýtur álits á markaði og hefur trygga viðskiptavini. Ársvelta 100 mkr. Heildverslun með heilsutengdar vörur. Þekkt merki og sterk staða á• markaði. Ársvelta 150 mkr. EBITDA 25 mkr. Gott fjárfestingatækfæri. Lykilstarfsmenn eru að kaupa spennandi• fyrirtæki sem hefur mikla vaxtamöguleika. Fjárfestir óskast til að leggja fram 20 mkr. sem er um 25% hlutafjár. Í boði er örugg og góð lágmarksávöxtun á láni eða hlut með sölurétti eftir 3 ár. Þekkt tískufataverslun í Kringlunni. Góð umboð.• Heildverslun með tæknivörur fyrir matvælaiðnaðinn. Ársvelta 80 mkr.• Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki tengt byggingariðnaði. Stöðug• ársvelta um 150 mkr. og rúmlega 20 mkr. EBITDA. Þekktur skyndibitastaður. Ársvelta 70 mkr.• Innflutningsfyrirtæki með tæknivörur á vaxandi markaði. Ársvelta 60• mkr. og yfir 100% álagning. Lítil en rótgróin bókaútgáfa sem sérhæfir sig á ákveðnu sviði. Stöðug• velta allt árið. Árleg sultukeppni var haldin í tengslum við Safnahelgi sem haldin var dagana 2.-4. nóvember í Bjark- arhóli í Reykholti og hún fór vel fram að sögn aðstandenda. Dómarar voru Hallgrímur Magn- ússon læknir, Ragnhildur Þórarins- dóttir garðyrkjumeistari Flúðum og Sölvi Hilmarsson matreiðslumeistari á Sólheimum. Verðlaun fyrir bestu sultuna fékk Sigurlaug Jónsdóttir, fyrir holl- ustusultuna Sigurjón Sæland og fyrir nýstárlegustu sultuna Bergþór G. Úlfarsson. Sulta Sigurlaugar var úr berjum úr garði hennar, sólberjum, hindberjum, jarðarberjum og rifsberjum. Sulta Sigurjóns var úr aðalbláberjum og Bergþórs var úr stikkilsberjum og rósanýpum úr garði hans. Sultukeppnin er árlegur viðburður og hefur fest sig í sessi á Safnahelgi síðastliðin þrjú ár. Einnig voru veitt verðlaun fyrir þátttöku í prjónagraff-verkefninu sem byrjaði í mars sl. þegar prjónað var utan um ljósastaurana í Reyk- holti. Verðlaun fyrir frumlegasta graffið fékk Sigurlaug Jónsdóttir en hún prjónaði utan um ljósastaurana sitt hvorum megin við húsið þeirra Hall- gríms læknis á Bjarkarbraut. Karl og konu sem tákna þau hjónin, hann með hlustunarpípuna en hún með prjón- ana. Sú langafkastamesta var Inga Ósk Jóhannsdóttir í Kistuholti en hún prjónaði og heklaði utan um hvorki meira né minna 72 staura. Fjórar berjategundir í sigursultu Sigurlaugar  Inga Ósk í Kistuholti prjónaði utan um 72 ljósastaura Morgunblaðið/Sigurgeir S. Keppnin Gleði ríkti hjá keppendum og dómurum í hinni árlegu sultukeppni sem haldin er í Borgarfirðinum. Að sögn aðstandenda fór keppnin vel fram. Í fjármálaráðuneytinu er enn unnið að endurskoðun á áformum stjórnvalda um að hækka virðisaukaskatt á gistingu í ferðaþjónustunni og sömuleiðis liggur enn ekki fyrir hvort undanþága á vörugjöldum af innfluttum bíla- leigubílum verður felld niður, eins og fjárlagafrumvarp næsta árs kveður á um. „Ég mun fara yfir þetta með félögum mínum á næst- unni en það er ekki komin niðurstaða,“ sagði Katrín Júl- íusdóttir fjármálaráðherra um endurskoðunarvinnuna í gær. Morgunblaðið sagði frá því í síðustu viku að samkvæmt áreiðanlegum heimildum innan stjórnarmeirihlutans á Alþingi væri ljóst að ekki væri meirihlutastuðningur á þingi við tillöguna um að hækka virðisaukaskattinn á gistinguna úr 7% í 25,5%. Hins vegar væru mildari að- gerðir til umræðu, þ.e. að tekið yrði upp milliþrep í virð- isaukaskattskerfinu og að gistiþjón- ustan yrði hækkuð úr 7% í nýtt 14% skattþrep. Katrín sagði í gær að nýtt 14% skattþrep hefði verið í umræðunni en hún gæti ekki staðfest hvort það yrði ofan á. Sagði hún að niðurstaðan yrði ljós þegar hún kynnti bandorminn sem fylgir fjárlagafrumvarpinu en það gæti orðið á föstudag. Áformum um hækkun virðisauka- skatts á gistingu hefur verið harðlega mótmælt af aðilum í ferðaþjónustunni og talið er að kaup- geta bílaleignanna á nýjum bílum muni minnka um nærri helming verði af hækkunum á vörugjöldum á innfluttum bílaleigubílum. holmfridur@mbl.is Engin ákvörðun enn  Enn unnið að endurskoðun áforma um hækkun virðisauka- skatts á gistingu  Niðurstaða hugsanlega ljós á föstudag Katrín Júlíusdóttir Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Aðalhættan er þessi að það vaxi hér upp kyn- slóð sem hefur það á tilfinningunni að íslenska sé gamaldags og ófullkomið tungumál sem henti ekki innan nýrrar tækni,“ segir Eiríkur Rögn- valdsson, fulltrúi í stjórn Íslenskrar mál- nefndar, en evrópsk könnun á stöðu 30 Evrópu- tungumála gagnvart tölvu- og upplýsingatækni hefur leitt í ljós að íslenska stendur höllum fæti á sviði máltækni. Brýnt að bregðast við Í ályktun íslenskrar málnefndar um stöðu ís- lenskrar tungu 2012, sem kynnt verður í Þjóð- menningarhúsinu á morgun, eru lagðar til ýms- ar aðgerðir. Ein þeirra er að gerð verði áætlun til næstu tíu ára um uppbyggingu og þróun ís- lenskrar máltækni með það að markmiði að ís- lenska verði gjaldgeng sem víðast innan tölvu- og upplýsingatækninnar. Einnig er lagt til að stofnaður verði þróunarsjóður íslenskrar mál- tækni með a.m.k. 20 milljóna króna árlegu framlagi á fjárlögum. Rannsóknin, sem gerð var í fyrra, er hluti af stóru Evrópuverkefni sem nefnist META-NET en gerð var úttekt á stöðu allra opinberra tungumála Evrópusambandsins og evrópska efnahagssvæðisins gagnvart tækninni og hvern- ig þau væru undir þróun búin. Með máltækni er m.a. átt við tæknilegan stuðning við tungumálið á borð við leiðréttingarforrit fyrir stafsetningu og málfar, þýðingarforrit og talgervla og -greina svo fátt eitt sé nefnt. „Tungumálin voru borin saman og var nið- urstaðan sú að í raun eru það einungis stærstu tungumálin sem standa þokkalega að vígi,“ seg- ir Eiríkur en þá er einkum átt við ensku, þýsku, frönsku og spænsku. Bendir hann á að af þeim 30 tungumálum sem könnunin tók til sé talið að 21 standi frammi fyrir hugsanlegum „stafræn- um dauða“. Er íslensk málstefna lítt þekkt? „Það er þó ekki þar með sagt að tungumálin séu í útrýmingarhættu á næstu árum en þau eru í þeirri hættu að það verður ekki hægt að nota þau við allar aðstæður í tölvuheiminum og þar með sé verið að grafa undan notkun þeirra til lengri tíma litið.“ Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hafnaði íslenska í næstneðsta sæti en einungis maltneska er talin standa verr að vígi. Eiríkur bendir þó á að staða íslenskunnar gæti hafa skánað eilítið frá því að könnunin var gerð, m.a. vegna tilkomu nýs talgervils sem Blindrafélagið lét gera og nýs talgreinis sem hannaður er fyrir Android-stýrikerfi. Í íslenskri málstefnu, sem samþykkt var á Al- þingi í mars árið 2009, er kveðið á um að allur al- mennur notendahugbúnaður í íslensku skóla- kerfi verði á íslensku innan þriggja ára. Hins vegar bendir Eiríkur á að í könnun sem gerð var fyrr á þessu ári sögðu 70 skólastjórar af 170 það ekki opinbera stefnu síns skóla að hafa ís- lenskt notendaviðmót á þeim tölvum sem nem- endur hafa aðgang að. Eiríkur segir þessa nið- urstöðu vissulega hafa komið sér á óvart en hann telur að margir skólastjórar þekki ekki stefnuna og það skýri að hluta til þessa nið- urstöðu. Fram kemur í ályktun íslenskrar málnefndar að um 40% skóla noti enn Windows-stýrikerfið á ensku þrátt fyrir að kerfið hafi verið til á ís- lensku um árabil en stýrikerfi Macintosh-tölva hefur ekki verið þýtt á íslensku undanfarin ár. Segir Eiríkur þessa þróun mikið áhyggjuefni og bendir t.a.m. á að venjist nemendur notenda- hugbúnaði á ensku gæti það haft áhrif á viðhorf þeirra til móðurmálsins og svo gæti farið að þeir teldu íslensku gamaldags tungumál. „Þá spyr maður: Verður íslenska bara eins og latína?“  Íslenska stendur höllum fæti á sviði máltækni samkvæmt evrópskri könnun sem tók til 30 Evróputungumála  Fulltrúi í stjórn Íslenskrar málnefndar segir þróunina mikið áhyggjuefni Tungan heldur ekki í við tæknina Morgunblaðið/Eggert Tækni Nemendur eru margir hverjir byrjaðir að nota spjaldtölvur í námi sínu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.