Morgunblaðið - 12.11.2012, Síða 13

Morgunblaðið - 12.11.2012, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ - ÞAÐ ER TENGI Opið virka daga frá 8 -18 • www. tengi.is • tengi@tengi.is Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 ALLT FYRIR BAÐHERBERGIÐ HJÁ TENGI Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Enn er ósamið milli SÁÁ og Sjúkra- trygginga Íslands um almenna göngudeildarþjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga. „Því miður verður að segjast að það horfir ekki vel í þeim samningum,“ segir Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ. Bæjarráð Akureyrar tók fyrir helgi beiðni SÁÁ um framlag til verkefn- isins Betra líf – mannúð og réttlæti. Erindið var ekki afgreitt en bæjarráð skoraði á SÁÁ að tryggja nú þegar rekstur starfsemi sinnar á Akureyri. Þar hafa samtökin verið með starf- semi í nærri aldarfjórðung og göngu- deildarþjónustu lengst af. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjar- stjóri segir sveitarfélagið eitt fárra sem greiði til SÁÁ til að það geti hald- ið úti sinni starfsemi. „Okkur finnst við vera farin að bera stærsta hluta kostnaðarins á Akureyri,“ segir Ei- ríkur. Með bókuninni segir hann að hafi verið vísað til þess að ef SÁÁ fái 10% af áfengisgjaldinu þá fari þeir fjármunir einnig í starfsemina á Ak- ureyri en ekki allt til Reykjavíkur. „SÁÁ hefur rekið þessa þjónustu á Akureyri með miklum halla og það gengur ekki lengur. Á endanum mun einlægur vilji stjórnvalda til að skerða heilbrigðisþjónustu gagnvart þessum hópi koma fram og bitna á sjúkling- unum og fjölskyldum þeirra. Og það er vandséð hvernig SÁÁ á að koma í veg fyrir það,“ segir Gunnar Smári og bendir á að í samningum við ríkisvald- ið hafi ekki verið gert ráð fyrir þessari þjónustu við Norðlendinga, heldur hafi SÁÁ borið kostnaðinn. „Samtök- in hafa hins vegar takmarkað bol- magn til þess lengur enda hafa stjórn- völd ekki staðið við umsamda samninga við samtökin heldur skorið einhliða niður greiðslur og neitað að verðbæta samninga. Akureyrarbær greiddi í fyrra um þriðjunginn af hall- anum við reksturinn á Akureyri og hefur gefið vilyrði fyrir að gera slíkt hið sama á þessu ári,“ segir Gunnar Smári og telur nær fyrir ríki og sveit- arfélög að leita til Alþjóða gjaldeyr- issjóðsins eða slíkra aðila eftir aðstoð til að halda hér uppi lágmarks heil- brigðisþjónustu en að biðla til SÁÁ. Taka ekki álfa upp í „SÁÁ hefur fá úrræði önnur en að selja álfa til að borga fyrir þessa þjón- ustu. En því miður hafa sveitarfélögin til dæmis verið ófáanleg til að taka álfa upp í fasteignagjöld, svo mögu- leikar SÁÁ til að aðstoða ríki og borg eru miklum takmörkunum háðir.“ Óvissa um starf- semi á Akureyri  Bæjarráð bókar um starfsemi SÁÁ Gunnar Smári Egilsson Eiríkur Björn Björgvinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.