Morgunblaðið - 12.11.2012, Page 18

Morgunblaðið - 12.11.2012, Page 18
Kæru borgarbúar, hjálpið okkur í hjólastól- unum að verjast ógnandi stjórnmálamönnum Í helgarblaði DV 19.-21. október 2012 gefur Björk Vilhelmsdóttir inn- sýn í lífshlaup sitt. Þar segir hún að þau hjónin hafi átt við geðræn vandamál að stríða, en gæti þess að taka meðulin sín. Hún sagðist meðal annars hafa verið svína- hirðir og að sér hafi liðið eins og tröll- skessu. Því er til að svara, að svína- hirðing er eins og hvert annað virðingarvert starf, en þó er munur á því og mannaforráðum. Að vera fatlaður og eiga allt sitt undir öðrum er skelfilegra en svo, að hægt sé að ætlast til að almenningur átti sig á því. Hinsvegar á Björk Vil- helmsdóttir, sem vinnur hjá velferð- arsviði, að vita betur. Það kom því eins og skrattinn úr sauðarleggnum, þegar lagt var til, að hennar áeggjan sér- staklega, að Ferðaþjónusta fatlaðra yrði lögð niður og þjónustan síðan boð- in út. Þó langt sé síðan ég heyrði að slík aðför að fötluðu fólki gæti átt sér stað, kom mér aldrei í hug að nein valda- manneskja væri svo köld og veru- leikafirrt, að hún gerði alvöru úr því. Reyndar skiptir það ekki svo miklu fyrir gangandi fólk, en fyrir fólk í hjólastólum er það allsherjar martröð. Fyrirmynd Bjarkar er Ferðaþjónusta fatlaðra í Kópavogi, en hún er þekkt fyrir tillitsleysi við farþega sína, enda byggð á gróðahyggju. Þjónustan kaupir eingöngu ódýra bíla og eftir því óþægilega. Í þá er fólki safnað saman um alla borg, þar til bíllinn er fullset- inn. Allar tímasetningar fara úr skorð- um og fólk er í bið- stöðu um alla borgina. Í skottinu er svo hjólastóla- fólkinu komið fyr- ir. Þarna er mann- úð og skilningur víðsfjarri. Seint hefði mér komið til hugar, að til væri fólk á svo lágu plani, að það gerði sér ógæfu annarra að féþúfu. Einstaklingar eða fyrirtæki sem bjóða í þjónustu við fatlaða gera það til að græða og eru því á slíku plani. Án þess að gera sér það ljóst er Björk að grafa sína pólitísku gröf. Allir nema hún sjá hvílíkt dómgreindarleysi það er, að stefna á þing á sama tíma og hún ræðst á það fólk sem verst er sett í borginni. Hún gerir sér ekki ljóst að borgarbúar munu aldrei líða henni að gera líf okkar sem erum í hjólastólum, verra en það þegar er. Fyrir mig þýddi breytingin nær algjöra frels- isskerðingu, því spengt bak og háls vegna brota í slysi, þyldi ekki hristing í farangursgeymslu við afturhurð. Sam- kvæmt alþjóðalögum mega fatlaðir halda þeirri þjónustu sem þeim líkar og hafna annarri. Ég skora á Björk að afturkalla uppsögn á Ferðaþjónustu fatlaðra í RVK innan viku. Þá mun allt vera sem áður. Gott er þó að hún viti að ég gefst aldrei upp. Það er nefni- lega svo þægilegt að vera réttum meg- in við línuna. Albert Jensen, Sléttuvegi 3 Rvík. Frá Albert Jensen Albert Jensen 18 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 MORGUNVERÐARFUNDUR 13. nóvember á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, þingsalur 3. Aðgangur er ókeypis. Húsið opnar kl. 8.00. Boðið verður upp á léttan morgunverð. Skráning á www.sa.is. DAGSKRÁ: 08:30 Setning fundar Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA 08:40 Össur - Sigurborg Arnarsdóttir, fjárfestatengill 09:00 Oddi - Stefán Hjaltalín, sölustjóri 09:20 ÁTVR - Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri 09:40 Pallborðsumræður Finnur Sveinsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum, stýrir umræðum Samfélagsábyrgð fyrirtækja: Hvers vegna Global Compact? Samtök atvinnulífsins bjóða til morgunverðarfundar um Global Compact í samvinnu við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Á fundinum munu fulltrúar fyrirtækja sem hafa skrifað undir Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð, segja frá reynslu sinni og ræða mögulegan ávinning. SA eru tengiliður á Íslandi við Global Compact SÞ. Fjölmiðlar hjálpa Samfylkingunni að fela óþægilegar stað- reyndir, þannig að hinn almenni kjós- andi gerir sér illa grein fyrir sjúkleika flokksins. Svo má segja að á meðan sjálfstæðismenn sætta sig við stöð- ugar lygar og árásir frá hendi stuðnings- manna og forystu Samfylkingar fær þjóðin ekki að kynnast sann- leikanum um nýfrjálshyggju- stefnu jafnaðarmanna. Flokkurinn hefur reynt að af- neita nýfrjálshyggjunni og stofn- aði umbótanefnd til þess. Í skýrslu umbótanefndar Sam- fylkingar segir á bls. 9: „Nið- urstaða umbótanefndar er sú að Samfylkingin hafi frá upphafi verið veikari aðilinn í samstarfi hennar og Sjálfstæðisflokksins og í raun sætt sig við þá stöðu.“ Ef efni skýrslunnar er dregið saman í stuttu máli þá var eftirgjöf stjórnvalda, varðandi eftirlit, lög og reglur í tengslum við fjár- málafyrirtæki Sjálfstæð- isflokknum einum að kenna. En skýrslan er ódýr katt- arþvottur. Í atvinnustefnu landsfundar Samfylkingarinnar frá árinu 2007 má sjá grein sem staðfestir stuðning flokksins við nýfrjáls- hyggjuna: „Skapa hagstætt rekstr- arumhverfi fyrir fyr- irtæki í fjármálaþjón- ustu sem standist fyllilega samkeppni við það sem best ger- ist í öðrum löndum“. Flestir ættu að muna eftir ofsagróða fjármálafyrirtækja árið 2007 og árin á undan. Í ljósi þess er það undarlegt að flokkur sem boðar jafnaðarstefnu skuli vilja búa til reglur sem verða til þess að ríkustu fyrirtæki landsins græði enn meira. Samfylkingin fékk við- skiptaráðuneytið þannig að bankamálin voru á ábyrgð henn- ar. Hinn 27. nóvember árið 2007 sagði ráðherra bankamála sem kom úr vinstri armi Samfylkingar á ársfundi FME m.a.: „Þannig má segja að Ísland hafi í raun þróast í þá átt að verða íslensk fjármálamiðstöð og er sú þróun m.a. tilkomin vegna þess frum- kvæðisanda sem ríkir meðal stjórnenda og starfsmanna ís- lenskra fjármálafyrirtækja.“ Í viðtali við Viðskiptablaðið 9. júní sama ár kvað viðskiptaráðherra Samfylkingar það vera sitt helsta hlutverk að byggja upp kraftmik- ið ráðuneyti sem héldi utan um útrás fjármálafyrirtækja og orð- rétt sagði ráðherrann úr vinstri armi Samfylkingar m.a.: „Þessar greinar þarf að efla og þær verð- skulda miklu meiri athygli en aðrar greinar“, þetta er útrásin og þar eru sprotarnir í uppbygg- ingu á atvinnulífi okkar í dag.“ Í ljósi þess að þarna talaði ein- staklingur úr vinstri armi Sam- fylkingarinnar megum við þakka fyrir að ráðherra bankamála kom ekki úr hægri armi flokksins. Þegar tveir flokkar eru í rík- isstjórn bera þeir báðir ábyrgð á stjórn landsins og ef illa tekst til er ekki hægt að kenna hinum flokknum um. Umbótanefnd Sam- fylkingar skilaði lélegu plaggi því augljóst er að Samfylkingin trúði á það sem hún í dag kallar „ný- frjálshyggju“ árið 2007. Skýrasta dæmið er vitanlega níunda grein atvinnustefnu landsfundarins árið 2007. Eða dettur einhverjum í hug að það hafi verið mikilvægt á þessum árum að hjálpa bönkum að græða meira en þeir gerðu? Nýfrjálshyggja Samfylkingarinnar Eftir Jón Ragnar Ríkharðsson » Þegar tveir flokkar eru í ríkisstjórn bera þeir báðir ábyrgð á stjórn landsins og ef illa tekst til er ekki hægt að kenna hinum flokknum um. Jón Ragnar Ríkharðsson Höfundur er sjómaður og formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Þú slærð ekki slöku við með vitleys- una, á ég að trúa því, Jóhanna, að þú sért svona veruleikafirrt? Hvernig vogar þú þér að drita yfir allt það sem byggt var hér upp af eldri kyn- slóðinni og þú og þín stjórn eruð í gríð og erg að rífa niður og nú síðast með steyttum hnefa og orðunum að fólk geti valið um gamla Ísland eða hið nýja Ísland. Handa hverjum er hið nýja Ísland? – Jú, handa mennta- elítunni sem þú hefur sankað að þér, því þú og þín stjórn talið aldrei um bændur, sjómenn, verka- eða iðn- aðarfólk, nema þá hvernig hægt sé að ná af því fé. Það þurfti þig, Jó- hanna, og vinstristjórn til þess að flokka okkur í „þið og við“, sem aldr- ei fyrr. Ég mótmæli svona tali og einnig mótmæli ég því að flestu sé stýrt inn í háskólana, og sé það rétt að þar fari fram daglegt tal um dásemdir ESB, sem á að bjarga öllu hjá okkur, þá er verið að ala upp ölmusuþjóð sem ætl- ar að lifa á styrkjum og ég mótmæli því harðlega. Ég hef skrifað það áður að þannig verður sagan, það þurfti fólk eins og þig og þína stjórn til þess að misnota vald sitt, og það í nafni menntunar. Taktu þér tak, kona, og opnaðu augu og skilning á því sem er að ger- ast í landinu. Að niðurníða andstæðing eins og þú gerir við Sjálfstæðisflokkinn, er þér og þínum ekki til framdráttar, en þekkt vinnubrögð hjá Samfylking- unni. Kona, líttu þér nær, þú sast í hrun- stjórninni, en hafðir ekki heilindi til þess að segja af þér – svo að talaðu varlega. Enn og aftur mótmæli ég þessu tali um gamla og nýja Ísland, því að framtíð Íslands og hins almenna landsmanns, er ekkert til að hreykja sér af, Jóhanna Sigurðardóttir. STEFANÍA JÓNASDÓTTIR, Sauðárkróki. Jóhanna og hið nýja Ísland Frá Stefaníu Jónasdóttur Stefanía Jónasdóttir Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu not- anda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.