Morgunblaðið - 12.11.2012, Síða 23

Morgunblaðið - 12.11.2012, Síða 23
Hnappadalssýslu 1968-76 og var síðar formaður Jarðanefndar, var formaður nefndar vegna frumvarps að lögum um forfallaþjónustu í sveitum, sat í undirbúningsnefnd að stofnun stóðhestastöðvar Búnaðarfélags Íslands 1972 og í kynbótanefnd stöðvarinnar, var einn stofnenda og í stjórn Hestamannafélagsins Snæfellings í níu ár og í stjórn Hrossarækt- arsambands Vesturlands 1964-77, sat í kynbótanefnd Búnaðarfélags Íslands í sauðfjárrækt í nokkur ár frá 1983, var formaður skóla- nefndar Bændaskólans að Hvann- eyri 1979-84, var búnaðarþings- fulltrúi Snæfellinga 1983-84, sat í stjórn Stofnverndarsjóðs íslenska hestakynsins, í nefnd hrossasýn- inga Búnaðarfélags Íslands, sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn, sat í stjórn Landssambands hesta- mannafélaga og var formaður þess. Leifur sótti á vegum Búnaðar- félagsins búfjársýningar víða um land um langt árabil, og var hrossadómari á fjórðungs- og landsmótum hestamanna víða um landið 1957-85: „Þá kynntist maður fjölda fólks úr öllum sveitum landsins. Það voru góð kynni við skemmtilegt fólk, enda er maður bara venju- legur Íslendingur, þegar upp er staðið.“ Fjölskylda Leifur kvæntist 23.6. 1957 Maríu Steinunni Gísladóttur, f. 10.11. 1932, húsfreyju. Hún er dóttir Gísla Jóhannessonar, bónda og hreppstjóra í Skáleyjum á Breiða- firði, og k.h., Sigurborgar Ólafs- dóttur frá Hvallátrum. Börn Leifs og Maríu Steinunnar eru Jóhanna Rún Leifsdóttir, f. 27.1. 1958, lengst af bankamaður, búsett í Mosfellsbæ en maður hennar er Kristján Á. Bjartmars húsasmíðameistari og eiga þau tvö börn; Sigurborg Leifsdóttir, f. 23.1. 1961, sjúkraliði í Stykkishólmi en maður hennar er Hörður Karlsson vélvirki hjá Orkuveitu Reykjavíkur og eiga þau þrjú börn; Heiðrún Leifsdóttir, f. 3.2. 1962, bankamað- ur, búsett í Kópavogi en maður hennar er Lárentsínus Ágústsson málarameistari og eiga þau þrjú börn; Eysteinn Leifsson, f. 7.11. 1969, hrossaútflytjandi, búsettur í Mosfellsbæ en kona hans er Guðleif Leifsdóttir félagsráðgjafi og eiga þau þrjú börn; Jófríður Leifsdóttir, f. 8.11. 1974, starfsmaður hjá Keili – háskólabrú en maður hennar er Einar Karlsson lögreglumaður og eiga þau tvær dætur. Systkini Leifs: Kristján Jóhann- esson, f. 23.4. 1931, rakarameistari og fyrrv. kaupmaður og heildsali, búsettur í Garðabæ; Sigríður Jó- hannesdóttir, f. 8.6. 1939, d. 18.9. 2005, lengst af starfsmaður við Landsbankann; Hallur Jóhannes- son, f. 3.12. 1941, múrari, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Leifs voru Jóhannes Guðjónsson, f. 30.1. 1898, d. 31.1. 1950, bóndi á Saurum í Helgafells- sveit, og k.h., Guðrún Hallsdóttir, f. 2.3. 1903, d. 4.9. 1993, húsfreyja. Úr frændgarði Leifs Kr. Jóhannessonar Leifur Kr. Jóhannesson Guðfinna Jónsdóttir húsfr. á Kljá Illugi Daðason b. á Kljá Sigríður Illugadóttir húsfr. á Gríshóli Hallur Kristjánsson b. á Gríshóli í Helgafellssveit Guðrún Hallsdóttir húsfr. á Saurum Jófríður Hallsdóttir húsfr. í Stóra-Galtardal Kristján Jóhannsson b. í Stóra-Galtardal Steinunn Jónsdóttir húsfr. á Berserkjahrauni Jóhannes Einarsson b. á Berserkjahrauni Kristín Jóhannesdóttir húsfr. á Saurum Guðjón Guðmundsson b. á Saurum Jóhannes Guðjónsson b. á Saurum í Helgafellssveit Björg Erlendsdóttir húsfr. á Selvöllum Guðmundur Jónsson b. á Selvöllum Ingibjörg Illugadóttir húsfr. í Litla-Langadal Daði Kristjánsson b. í Drápuhlið Sigfús Daðason skáld Lýður Illugason í Ögri við Stykkishólm Kristján Lýðsson fræðimaður Leifur Kr. Jóhannesson, hestamað- ur og ráðunautur. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 Elínborg Lárusdóttir rithöf-undur fæddist á Tunguhálsií Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 12.11. 1891. Hún var dótt- ir Lárusar Þorsteinssonar, bónda þar, og k.h., Þóreyjar Bjarnadóttur. Elínborg stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi, Hús- stjórnarskólann á Akureyri og Kennaraskólann. Hún giftist Ingi- mar Jónssyni sem var prestur að Mosfelli í Grímsnesi 1922-28 og síðan skólastjóri Ung- mennaskóla Reykjavíkur frá stofnun 1928 en sá skóli nefndist Gagnfræðaskóli Reykjavíkur frá 1930 og Gagn- fræðaskóli Austurbæjar frá 1949. Elínborg var afkastamikill og afar vinsæll rithöfundur á fjórða, fimmta og sjötta áratugnum. Hún samdi jöfnum höndum skáldsógur, smá- sögur, ævisögur og þætti. Á síðari hluta ritferils síns skrifaði hún tölu- vert um dulræn fyrirbrigði, m.a. tvær bækur um Hafstein Björnsson, langþekktasta og umsvifamesta mið- il landsins á þeim árum, en hann hélt miðilsfundi um allt land, yfirleitt fyr- ir fullu húsi um áratuga skeið. Ritverk Elínborgar voru ekki í há- vegum höfð hjá menningarvitum og bókmenntafræðingum þjóðarinnar. Þeir annað hvort þögðu um þennan vinsæla höfund eða gerðu góðlátlegt grín að skrifum hennar. Það átti hún reyndar sammerkt með ýmsum öðr- um kvenrithöfundum um og fyrir miðja síðustu öld. Lítið hefur því verið fjallað um verk hennar af fræðimönnum. Meðal ritverka hennar eru Sögur, 1935; Anna frá Heiðarkoti, 1936; Gróður, 1937; Förumenn, 1939-1940; Frá liðnum árum, 1941; Strand- arkirkja, 1943; Úr dagbók miðilsins, 1944; Hvíta höllin, 1944; Símon í Norðurhlíð, 1945; Miðillinn Haf- steinn Bjömsson, 1946; Gömul blöð, 1947; Steingerður, 1947; Tvennir tímar, 1949; Í faðmi sveitanna, 1950; Miðillinn Hafsteinn Bjömsson, II. 1952; Merkar konur, 1954; Forspár og fyrirbæri, 1957; Leikur örlaganna, 1958, og Horfnar kynslóðir. Elínborg lést 5.11. 1973. Merkir Íslendingar Elínborg Lárusdóttir 90 ára Baldur Helgason Benedikt Sigurbjörnsson Bryndís Elsa Sigurðardóttir 85 ára Sigurbergur Hávarðsson Þórhallur Hermannsson 80 ára Brynhildur Hjálmarsdóttir Guðrún Jónsdóttir Sigurður Bjarnason 75 ára Rafnar Karl Karlsson 70 ára Hjördís Hannesdóttir Jóhanna O. Ólafsdóttir Kristjana Þorkelsdóttir Kristján Guðbjartsson Lovísa Ó. Guðmundsdóttir Steingrímur Guðni Pétursson Svala Halldóra Steingrímsdóttir 60 ára Elínborg Angantýsdóttir Guðrún Sigurjónsdóttir Leifur Guðmundsson Lilja Rut Berg Sigurðardóttir Magnús Torfason Marteinn B. Heiðarsson Sigfús Jóhannesson Þórður Hauksson 50 ára Bára Höskuldsdóttir Gunnhildur Loftsdóttir Jóhann Berg Sigurðsson Jón Pétursson Málfríður Linda Hróarsdóttir Natalía Chow Sigrún María Kolbeinsdóttir Sólveig Jóna Jónasdóttir Valgerður Hansdóttir Þorbjörg Þráinsdóttir 40 ára Eggert Bjarni Richardsson Elfar Freyr Sigurjónsson Guðrún Ægisdóttir Kristín Guðmundsdóttir Maria Cecilia P. Antioquia Sigurbjörn Jónsson Sigurður Heimisson Sigurlína Margrét Osuala Steinunn Þorsteinsdóttir 30 ára Árni Ingi Árnason Diego Lopez Escudero Eiríkur Valdimarsson Elvar Örn Baldursson Eva Hrönn Jónsdóttir Gunnar Elí Sigurjónsson Hulda Ösp Þórisdóttir Jóhanna Ioana Solomon Márus Lúðvík Heiðarsson Raquel Garcia Alvarez Renata Gardocka Rui Jorge Mutombene Sigrún Heiða Sveinsdóttir Wojciech Hrubczynski Til hamingju með daginn 30 ára Márus ólst upp á Akranesi, er rafiðnfræð- ingur frá HR og er verk- virki hjá Norðuráli. Maki: Særún Gestsdóttir, f. 1978, kennari við Brekkubæjarskóla. Sonur: Bjartur Snær, f. 1999. Foreldrar: Þorbjörg Helgadóttir, f. 1955, leik- skólakennari, og Heiðar Sveinsson, f. 1955, húsa- smíðameistari og starfsm. Norðuráls. Márus Lúðvík Heiðarsson 30 ára Runólfur lauk stúdentsprófi frá FVA og stundar nú nám í sálfræði við HA og við einkaþjálf- araskóla Keilis. Maki: Sunna Dís Jens- dóttir, f. 1990, stúdent. Börn: Jóhanna Dalrós, f. 2009, og Ísarr Myrkvi, f. 2012. Foreldrar: Kristján Guð- mundsson, f. 1962, raf- iðnfræðingur, og Sig- urveig Runólfsdóttir, f. 1959, sjúkraliði og húsfr. Runólfur Óttar Kristjánsson 30 ára Sigurþór ólst upp á Akranesi, lauk sveins- prófi í húsasmíði frá FVA og starfar við Norðurál á Grundartanga. Systur: Linda Sif Frí- mannsdóttir, f. 1987, verkakona; Eydís Frí- mannsdóttir, f. 1991, verkakona. Foreldrar: Frímann Smári Elíasson, f. 1956, sjómað- ur, og Guðný Tómasdóttir, f. 1962, skrifstofumaður á Akranesi. Sigurþór Frímannsson Þjónusta Vörubílastöðin Þróttur býður fjöl- breytta þjónustu s.s. jarðefnaflutninga, hífingar, fjarlægja tré og garðúrgang o.fl. og ræður yfir stórum flota atvinnutækja til margvíslegra verka. Sjáðu meira á heimasíðunni okkar www.throttur.is ÞRÓTTUR TIL ALLRA VERKA Þekking • Reynsla • Traust þjónusta Þið þekkið okkur á merkinu SÆVARHÖFÐA 12 · SÍMI 577 5400 · THROTTUR.IS • Vörubílar • Kranabílar • Flatvagnar • Körfubílar • Grabbar • Grjótklær • Hellusandur • Holtagrjót • og óteljandi aukabúnaður Bílar - tækjakostur og efni Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.