Morgunblaðið - 12.11.2012, Side 24

Morgunblaðið - 12.11.2012, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Reyndu að fá sem mest út úr sköp- unarþrá þinni og það á bæði við um leik og starf. Einnig skaltu læra að vera umburð- arlyndari. 20. apríl - 20. maí  Naut Allir samningar byggjast fyrst og fremst á málamiðlunum. Þú mátt ekki skella skollaeyrum við gagnrýni, heldur átt þú skoða hana vandlega. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ykkur má ljóst vera að mann- skepnan er lík sjálfri sér hvar sem er. Vertu því víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum og reyndu svo að finna viðunandi mála- miðlun. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þrá þín til þess að leggjast í ferðalög fer vaxandi um þessar mundir. Það er einhver fiðringur í þér og einhver gæti öfundað þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Framtíðaröryggi þitt er ekki málið, þar sem nútíð og framtíð eru órjúfanleg heild fyr- ir þér. Aðalmálið er að stefna í rétta átt. Mundu að hver er sinnar gæfu smiður. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er líklegt að þú rífist við systkini þín eða nágranna í dag því allir vilja halda fast við sínar skoðanir. Takið því upp léttara hjal, og eigið góðan dag. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú nýtur meiri athygli en þú átt að venj- ast. Kappsemi þín vekur áhuga og traust á hugmyndum þínum. Eyddu tímanum ekki í volæði, heldur taktu til hendinni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Um leið og þú gleðst yfir vel unnu verki, ertu í þeirri öfundsverðu aðstöðu að klappað er fyrir þér. Kannski leynist eitt- hvað í geymslunni sem þú hefur engin not fyrir lengur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu hrokann ekki ná yfirhönd- inni í samskiptum þínum við aðra. Hættu ein- hverjum einum hlut sem er skaðlegur heilsu þinni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Fylgdu málunum eftir jafnvel þótt þér kunni að leiðast öll smáatriðin. Með þess- um hætti getur þú hugsað hlutina til enda. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vatnsberinn gengur hugsanlega of langt í dag. Hann er upptekin af samböndum sínum og lærir ýmislegt um sig með því að skoða tengslin við nákomna. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það eru engin takmörk á hugmynda- flugi þínu, og tilfinningu fyrir undri. Fáðu að- stoð, ef það er það sem þarf til þess að þú getir staðið við þitt. Karlinn á Laugaveginum strauká sér hárlubbann um leið og hann heilsaði mér fyrir utan Al- þingishúsið. Hann sagðist hafa séð Björn Val rétt í svip og sýndist að honum væri brugðið, enda hefði hann lítið að sækja norður úr því sem komið er, – ætlar að bjóða sig fram hér syðra, sagði hann og taut- aði: Fyrir Steingrím verkin vann vesalings karl-tuskan fylgið sem að hafði hann er horfið út í buskann. Á laugardaginn birtust hér þrjár stökur eftir Sigurð Hansen bónda á Kringlumýri og hér koma tvær til viðbótar: Blómin falla um börð og mó blikna fjalla lundir sumri hallar sé ég þó sól um allar grundir. Oft er lífsins áratog erfiðleikum bundið þegar vitið vantar og verður ekki fundið. Í Skagfirskum skemmtiljóðum er vísa eftir Sigurð með þeirri skýr- ingu að í útreiðatúr hafi karl og kona dregið sig út úr hópnum og dvalið góða stund í grænni lautu í hvarfi frá öðru fólki. Einar K. Guð- finnsson alþingismaður bætti því svo við, þegar hann kenndi mér sög- una, að sér hefði verið sagt að þau hefðu verið komin af léttasta skeiði: Viku burt af vorri braut vermd af freistingunum. Fóru að gera í grænni laut að gömlu reiðtygjunum. Bjarni Stefán Konráðsson frá Frostastöðum er ritstjóri Skag- firskra skemmtiljóða og fer vel á því að birta hér limru eftir hann, sem tekin er úr Limarubókinni: Hann Bent hafði á vífunum val, en í vandræðum lenti uppí dal; hann datt þar um þúfu, lá þversum á grúfu en daman lá diagonal. Og þessi: Það kúventist heldur hjá Herði þeim harðskeytta lyganna merði. Frá frúnni sér brá’ann en frúin sneri á’ann, og var bara á meðan á Verði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ætlar að bjóða sig fram hér syðra Í klípu „MIG HEFUR ALDREI DREYMT UM AÐ GERA ÞETTA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „FORELDRAR HANS, AFAR OG ÖMMUR OG LANGAFAR OG LANGÖMMUR LÉKU ÖLL Á PÍANÓ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að yfirfara alltaf hjólið hans áður en hann fer að hjóla. ÉG ÞARF AÐ TAKA MÉR SMÁ VEIKINDAFRÍ ... ... SEM BYRJAR NÚNA! ÞETTA SPARAR MÖRG SPOR. SMÁKÖ KUR SMÁKÖ KUR SMÁKÖ KUR Víkverji hefur alla tíð litið á sigsem tæknisinnaðan einstakling. Á unglingsárunum féll það til dæmis í skaut Víkverja að sjá um stillingar á myndbands- og sjónvarpstækjum heimilisins. Það reyndist reyndar hálfgert eilífðarverkefni þar sem aðrir heimilismenn kepptust við að kippa fyrrgreindum tækjum úr sam- bandi, án sýnilegrar ástæðu. Víkverji er líka nýjungagjarn. Hann var meðal þeirra fyrstu til að fá sér farsíma. Eftir það var ákveðin vinstri slagsíða á Víkverja. Ekki vegna stjórnmálaskoðana, heldur vegna þess að símavasinn var vinstra megin í jakka Víkverja. Í þá daga voru farsímar vigtaðir í kílóum, en ekki grömmum. x x x Síðan eru liðin mörg ár. Nú er Vík-verji ekki það unglamb sem einu sinni var. Núverandi farsími er tölu- vert léttari en sá fyrsti, en þykir ekki merkilegur pappír þar sem hann er hvorki „snjall“ né með snertiskjá. Í stofunni er fjórtán ára gamalt túbusjónvarp, heimilistölvan er gamall jálkur og þegar Víkverji keypti sína fyrstu og einu tónhlöðu var ekki búið að finna upp iPod. x x x Víkverji var lengi að koma sér uppfésbókarsíðu, en á enn eftir að stofna aðgang á Twitter, hvar fólk tístir víst ótt og títt, í 140 stöfum eða minna. Það var því ákveðið áfall þeg- ar Víkverji las fyrir helgi að Bene- dikt sextándi páfi væri með twitter- aðgang. Hann hefur að vísu ekki tíst nema einu sinni, en það er einu skipti oftar en Víkverji. Og það þótt páfi sé 85 ára! x x x Víkverji er ekki 85 ára. Hann erekki einu sinni hálfnaður í þann aldur. En fréttirnar af páfa gefa skýrt til kynna að Víkverji sé orðinn gamall fyrir aldur fram. Og við því er líklega engin lækning. Víkverji hefur því ákveðið að leggjast í kör. Hér með býðst Þjóð- minjasafninu formlega að fá Vík- verja sem gestasýningu, undir yfir- skriftinni „meira gamalmenni en páfinn“. víkverji@mbl.is Víkverji Að óttast Drottin er upphaf speki, þeir vaxa að viti sem hlýða boðum hans. Lofstír hans stendur um eilífð. (Sálm- arnir 111:10) HEITT & KALT Sími: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is | www.heittogkalt.is Hátíðarstemning að þínu vali: Þægileg jólaveisla Heimilisleg jólaveisla Klassísk jólaveisla Jólasmáréttir Jólaveisla sælkerans Verð á mann frá: 4.890 kr. Allar upplýsingar og matseðlar á www.heittogkalt.is Jólaveisla Fyrirtækja- og veisluþjónusta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.