Morgunblaðið - 12.11.2012, Síða 26

Morgunblaðið - 12.11.2012, Síða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hef- ur sent frá sér ljóðabókina Sjálfs- myndir. „Þetta eru ljóð sem hafa orðið til í mínum ranni á síðustu árum,“ segir hann. „Eins og nafnið gefur til kynna eru þetta persónu- leg ljóð. Ég ákvað að það væri í lagi að opna sig dálítið. Skáld- skapur er alltaf skáldskapur en það á að vera hægt að lesa ljóðin sem sjálfsmyndir. Þetta er bara eins og málari sem málar sjálfs- mynd, ég er að skapa slíkar mynd- ir með orðum.“ Þú skrifar jöfnum höndum prósa og ljóð. Er ekki allt öðruvísi að skrifa ljóð en prósa? „Það er allt annað að yrkja en að skrifa prósa og maður temur sér ólík vinnubrögð. Oft geri ég uppkast að ljóði, geymi það, læt það gerjast og vinn svo úr því. Stundum spretta ljóð líka full- sköpuð fram að stórum hluta. Ljóðin í þessari ljóðabók eru sprottin úr hugsunum sem ég hef unnið úr á nokkuð löngum tíma. Ég settist ekki markvisst niður og orti þau heldur fengu þau tíma til að fullmótast. En auðvitað þurfti svo að sníða þau og móta þannig að þau færu vel saman í bók.“ Sjálfsmyndir er ekki eina bókin sem Aðalsteinn Ásberg kemur ná- lægt þetta árið því einnig kemur út bók með ljóðaþýðingum hans, Hjaltlandsljóð. „Árið 2005 fór ég til Hjaltlands í fyrsta sinn og heill- aðist algjörlega af þessari smáþjóð sem er nágranni okkar og á svo margt skylt með okkur,“ segir hann. „Þarna hitti ég skáld og kynntist ljóðum þeirra sem varð til þess að mig langaði til að þýða úr hjaltlensku. Í byrjun hugsaði ég mér að þýða nokkur ljóð eftir þrjú til fjögur skáld og gefa út í litlu kveri en verkið óx í höndum mér. Á endanum var ég kominn með mikið efni og þannig varð til býsna stór bók sem nú er komin út. Hún er tvímála, sem sagt bæði á hjaltlensku og íslensku.“ Hvernig mál er hjaltlenska? „Á Hjaltlandseyjum er töluð mállýska sem er kölluð hjaltlenska og ber keim af fornu norrænu tungumáli sem er glatað en var talað þarna fram á 18. öldina. Þar sem ég hef verið nokkrum sinnum á Hjaltlandseyjum get ég lesið hjaltlensku mér til gagns. Hin tal- aða hjaltlenska er lík ensku en maður þarf að leggja sig eftir henni til að skilja hana. Hún er forvitnileg fyrir okkur Íslendinga vegna skyldleikans við norrænu málin.“ Skáldsaga fyrir unga lesendur Aðalsteinn Ásberg hefur á ferl- inum skrifað fjölmargar barna- bækur. Ein þeirra, Dvergasteinn, kom nýlega út á sænsku í Finn- landi og þangað fór höfundurinn til að kynna bókina. „Það er alltaf gaman að sjá verkin sín koma út á erlendum málum. Það gefur bók- unum lengra líf, þær verða ekki gömlu bækurnar mínar heldur endurnýjast með ýmsu móti. Í finnsku útgáfunni eru til dæmis nýjar myndskreytingar eftir þekktan þarlendan myndhöfund. Þrjár af barnabókum mínum hafa líka komið út á finnsku. Svo hef ég farið tvisvar til Eistlands vegna útgáfu á Dvergasteini þar í landi, fyrst haustið 2010 og svo í fyrra. Ég fékk góðar móttökur og þarna er yndislegt fólk. Seinni ferðin var samt nokkuð skrýtin því það var húsfyllir á kynningu minni en bók- in reyndist vera uppseld fyrir nokkru.“ Hverju ertu að vinna að núna? „Ég þori aldrei að segja hvað verður það næsta sem kemur út eftir mig. Ég er yfirleitt með margt undir í einu. Síðustu miss- erin hef ég unnið mikið í ljóða- gerð. Nú finnst mér líklegt að ég einbeiti mér að skáldsögu fyrir unga lesendur, verk sem ég hef verið að ýta frá mér síðustu miss- erin, og ef vel gengur kemur hún út á næsta ári. Ég er svo að vinna í hliðarverkefni varðandi bók sem kom út í fyrra og heitir Hús eru aldrei ein en þar eru ljósmyndir eftir Nökkva Elíásson og ljóð eftir mig. Á vinnuborðinu er ég með sérverkefni fyrir erlent útgáfufyr- irtæki af svipuðum toga.“ Ásamt ritstörfum hefur Aðal- steinn Ásberg unnið sem tónlist- armaður. Hann er spurður hvort tónlistin hafi áhrif á það hvernig hann skrifar. Hann segir: „Ég er undir mjög sterkum áhrifum af alls konar tónlist. Tónlistin býr í sjálfum mér og ég notfæri mér það oft. Ákveðið hljómfall hefur til dæmis verið sterkur þáttur í ljóða- gerð minni. Í skáldsögunum fyrir krakka hef ég mjög oft fléttað inn textum sem eru eins konar söng- textar eða ljóð og læt þá þjóna sögunni. Í ljóðunum greini ég síð- an oftast á milli þess hvort ég er að búa til það sem ég kalla hrein- ræktaðan söngtexta eða ljóð. Svo hef ég samið ljóð sem eru ekkert tengd tónlist en hafa samt orðið að söngljóði í meðförum annarra tónskálda, sem mér finnst mjög skemmtilegt.“ Leyfi hlutunum að gerast Þú ert að skrifa barnabók. Hvað er svona skemmtilegt við að skrifa fyrir börn? „Það er öðruvísi en að skrifa fyrir fullorðna, maður þarf að Sjálfs- mynd með orðum  Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson sendir frá sér ljóðabók og þýðingar »Eins og nafnið gefur til kynna eru þettapersónuleg ljóð. Ég ákvað að það væri í lagi að opna sig dálítið. Skáldskapur er alltaf skáldskapur en það á að vera hægt að lesa ljóðin sem sjálfsmyndir. Aðalsteinn Ásberg Nú finnst mér líklegt að ég einbeiti mér að skáldsögu fyrir unga lesendur, verk sem ég hef verið að ýta frá mér síðustu misserin. Lyftarar og staflarar í yfir 600 útgáfum EINSTAKT - hillulyftari sem getur líka unnið úti ▪ Rafdrifnir brettatjakkar með eða án palls. Allt að 5.350 mm lyftihæð og 3.000 kg lyftigeta ▪ Tínslu- og þrönggangalyftarar með allt að 14.250 mm lyftihæð ▪ Rafmagns- og dísellyftarar með allt að 9.000 kg lyftigetu ▪ Hillulyftarar með allt að 12.020 mm lyftihæð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.